Morgunblaðið - 28.04.2010, Síða 6
6
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
„Í HEILD held ég að þetta hafi
gengið vel. Það hafa allir hjálpast að
til að gera þetta mögulegt. Við höf-
um fengið aðstoð frá Keflavíkur-
flugvelli og víðar. Svo hafa farþegar
líka sýnt mjög góðan skilning á að-
stæðum,“ segir Sigurður Her-
mannsson, flugvallarstjóri á Akur-
eyrarflugvelli. Mikið hefur mætt á
starfsmönnum á vellinum undan-
farna daga á meðan Keflavíkur-
flugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur
hafa verið lokaðir þotum vegna goss-
ins í Eyjafjallajökli.
Þegar álagið var hvað mest biðu
um 200 farþegar brottfarar og um
400 farþegar komu með vélum frá
Glasgow með stuttu millibili.
Áætlun um tvöfalt stærra hús
Flugstöðin á Akureyri er um 1.600
m² og því augljóst að þröng hefur
verið á þingi. „Við leystum þetta
með því að forfæra fram og til baka í
húsinu og einnig með því að ganga á
rétt annarra farþega, það er innan-
landsfarþega,“ segir Sigurður.
Samkvæmt samgönguáætlun er
gert ráð fyrir að stækka flugstöðina
um allt að 2.000 m² og stækka flug-
hlöð verulega. Kostnaður við stækk-
un stöðvarinnar er metinn um 900
milljónir og endurbætur á flug-
hlöðum kosta um 934 milljónir.
Framkvæmdir eru háðar því að fjár-
festar leggi fram fé og að kostnaður-
inn verði endurgreiddur með not-
endagjöldum o.fl.
Verði af stækkun flugstöðv-
arinnar er gert ráð fyrir að hún
stækki til norðvesturs.
Um 3.500 farþegar
farið um Akureyri
Ljósmynd/Eiríkur K. Aðalsteinsson
Annasamt Oft var þröng á þingi á Akureyrarflugvelli þegar þotur og farþegar streymdu á flugvöllinn.
Um 20 þotur í millilandaflugi fóru þar um á nokkrum
dögum Flugstöðin og flughlöðin eru í raun of lítil
Frá því á fimmtudag í liðinni viku
og þar til í gær höfðu um 3.500
farþegar í millilandaflugi og um
20 þotur farið um Akureyrar-
flugvöll. Miklar forfæringar
þurfti til að þetta gengi upp.
Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
BÚAST má við að öskufall geti truflað flugumferð á með-
an enn gýs í toppi Eyjafjallajökuls, en ný aska er stöðugt
að bætast við þær öskuagnir sem þegar svífa um háloftin
að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofu
Íslands.
„Landhelgisgæslan fór í könnunarflug um hádegisbil [í
gær] og þeir sögðu að skýið væri mjög dökkt næst jökl-
inum, en lýstist svo eftir því sem ofar drægi og fjær gos-
inu,“ segir Óli Þór. Þyngstu agnirnar, sem falla fyrst út,
lita skýið dökkt. „Þeim fannst öskufallið engu að síður
vera sýnilegt alveg upp undir Ingólfsfjall,“ segir Óli Þór
og kveður því viðbúið að aska sé í loftinu utan þess svæð-
is.
Ekki hægt að spá um lok öskufalls
Jafnt og þétt bætist í öskuna og ekki er hægt að segja
fyrir um hvenær öskufallinu kunni að ljúka. „Það er hætt
við að askan sem þarna er að koma upp verði viðloðandi á
meðan gýs á þessum stað. Þar sem þetta er í miðjum jökli
verður alltaf einhver tilfærsla á vatni að hrauninu og því
fylgir öskuframleiðsla.“
Hann segir að vel verði því áfram fylgst með öskufalli
úr Eyjafjallajökli. Öskufjúkið sem næst eldstöðinni sé
leiti hins vegar ekki að upp í háloftin svo neinu nemi.
„Það truflar okkur líklega mest hér á jörðu niðri, enda
tiltölulega þungar agnir sem fallið hafa næst fjallinu.“
Gert er ráð fyrir austan- og norðaustanátt og dálítilli
vætu á morgun og leggur gosmökkinn þá væntanlega í
suðvestur og vestur frá eldstöðinni. Á fimmtudag er gert
ráð fyrir norðaustanátt og lítilsháttar úrkomu og líkur
taldar á öskufalli í suðvestur.
Bætist í öskuna jafnt og þétt
Búast má við að öskufall geti truflað flugumferð áfram
á meðan það heldur áfram að gjósa í toppi Eyjafjallajökuls
Spá um öskudreifingu
Heimild: MetOffice
Spá umöskudreifingu undir
20.000 fetum,gefin út kl. 18.00
í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun að veita
allt að 350 milljónir króna í upplýs-
inga- og landkynningarátak vegna
fyrirsjáanlegrar fækkunar ferða-
manna til landsins vegna eldgossins í
Eyjafjallajökli. Eftir fundinn var
upplýst að áætlað væri að ferða-
mönnum myndi fækka um allt að
hundrað þúsund á þessu ári. Það
hefði í för með sér 25-30 milljarða
króna tekjutap.
Framlag ríkisstjórnarinnar kem-
ur á móti öðru frá fyrirtækjum í
ferðaþjónustu og sveitarfélögum.
„Von okkar er því að átakið geti ver-
ið af stærðargráðunni sex hundruð
til sjö hundruð milljónir króna,“
sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra á Alþingi í gær. „Enda er gríð-
arlega mikilvægt fyrir okkur að
verja þá markaði sem við höfum þeg-
ar unnið og koma í veg fyrir langvinn
áhrif á greinina.“
Stærstu tölurnar
Að sögn ráðherrans verður ráðist í
að kynna landið erlendis með hefð-
bundnum sjónvarpsauglýsingum en
einnig vefauglýsingum og markaðs-
setningu á samfélagsvefjum. Katrín
nefndi ekki hvaða vefi hún ætti við
en nefna má, að vinsælasti sam-
félagsvefurinn í dag er Facebook.
Jafnframt er í skoðun hvort skyn-
samlegt sé að halda kynningarfundi
með ferðaþjónustuaðilum og ferða-
heildsölum til að upplýsa þá um stöð-
una hér á landi.
Við umræður um afleiðingar eld-
gossins í Eyjafjallajökli á Alþingi í
gær sagði Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra að stærstu tölurn-
ar og mesta óvissan tengdist því ef
meiriháttar efnahagsáhrif og þjóð-
hagsleg áhrif yrðu í gegnum hags-
muni ferðaþjónustunnar.
Sú röskun sem þegar hefði orðið á
flugsamgöngum hefði verið afar
kostnaðarsöm og miklu máli skipti
hvernig tækist til með upplýsingaá-
takið „til að verja ferðaþjónustu-
greinina þannig að það takist að gera
það sem mögulegt er til að koma í
veg fyrir að þessir atburðir valdi
verulegu tekjutapi og þjóðhagsleg-
um skakkaföllum vegna samdráttar í
ferðaþjónustu.“
Samtök ferðaþjónustunnar fögn-
uðu í gær ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar. Í tilkynningu frá samtökunum
segir að brýnt sé að „snúa vörn í
sókn þegar flug verður komið í eðli-
legt horf“.
Morgunblaðið/Kristinn
Mýrdalsjökull Mikilvægt er og stefnt er að, að koma því á framfæri í erlend-
um fjölmiðlum að jafn öruggt er að sækja Ísland heim eftir gos og fyrir það.
Verja þarf unnin
markaðssvæði
Öflugt átak til bjargar ferðaþjónustu
Í HNOTSKURN
»Þegar hefur mikill kostn-aður hlotist af röskun á
flugsamgöngum vegna eld-
gossins í Eyjafjallajökli.
»Meðal þeirra sem hafaskaðast eru flugrekendur,
ýmsir þjónustuaðilar og opin-
berar stofnanir.
»Miðla þarf réttum upplýs-ingum um stöðu mála hér
á landi, hlutlægum upplýs-
ingum og yfirvegað, að mati
fjármálaráðherra.
Á flughlöðunum á Akureyrar-
flugvelli er aðeins pláss fyrir fjórar
þotur í einu.
Á meðan millilandaflug fór þar
um vegna gossins þurfti Icelandair
í tvígang að færa þotur til Egils-
staða svo aðrar kæmust fyrir á Ak-
ureyrarflugvelli. Kostnaður í hvert
skipti er ekki undir einni milljón.
Hilmar Baldursson, flugrekstr-
arstjóri Icelandair, segir að brýn-
asta umbótamálið á Akureyri sé að
stækka flughlöðin og hann myndi
setja stækkun þeirra framar í for-
gangsröðina en stækkun flug-
stöðvarinnar.
Þurftu að færa þotur til Egilsstaða
www.noatun.is
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
MEÐ HEIM
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010