Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 8
Í HNOTSKURN
»Í 18. grein viljayfirlýsing-arinnar til AGS segir að
ekki verði frekari frestanir á
nauðungarsölum og þær verði
settar á áætlun í lok október.
» Í lok mars höfðu 59 fast-eignir verið seldar á nauð-
ungarsölu hjá sýslumanninum
í Reykjavík á árinu. Þær voru
207 á síðasta ári en nauðung-
arsölubeiðnir 2.504.Morgunblaðið/Kristinn
Uppboð Ólafur Helgi Kjartansson
sýslumaður býður upp lóðir.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„SKULDARAR hrópa á réttlæti,
norrænt réttlæti. Það felst í því að
gripið er til almennra aðgerða og svo
er skattkerfið notað til að taka frá
þeim sem ekki þurfa á aðgerðunum
að halda,“ sagði Lilja Mósesdóttir,
þingmaður Vinstri grænna og for-
maður viðskiptanefndar, á Alþingi í
gær.
Stuttlega hefur verið rætt um
stöðu heimila undanfarna tvo daga í
þinginu og þá staðreynd að ríkis-
stjórnin hyggst ekki fresta nauðung-
„Skuldarar hrópa á réttlæti“
Þingmaður VG vill skoða hvort bjóða ætti sérstakt félagslegt leiguhúsnæði
arsölum frekar en til loka október.
Lilja sagði í gær að ef ríkisstjórnin
efndi loforð þeirra ráðherra sem
skrifuðu undir viljayfirlýsinguna til
AGS þyrfti tafarlaust að bregðast við
„Fara þarf fram greining á aðstæðum
þessa hóps sem er á leið í nauðung-
arsölu og hvers vegna hann er kom-
inn í það ferli að ekkert annað bíður.“
Jafnframt telur Lilja að kanna
þurfi þarfir sama hóps varðandi
framtíðarhúsnæði. Hún varpaði þá
fram þeirri hugmynd að koma á fót
sérstöku félagslegu leiguhúsnæði til
að taka við fólkinu sem borið verður
út.
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
4. flokkur, 27. apríl 2010
Kr. 1.000.000,-
573 B
606 B
1423 E
9744 H
22630 E
24415 E
32674 B
33542 B
36695 G
40612 B
TIL HAMINGJU
VINNINGSHAFAR
Sigurjón Árnason sagði frá því fyr-ir rannsóknarnefnd Alþingis að
Samfylkingin hefði óskað eftir því að
styrkjum til flokksins yrði dreift á
margar kennitölur. Naumast fer á
milli mála að þarna var á ferðinni til-
raun til að fara í kringum gildandi
reglur, svo ekki sé fastara kveðið að
orði.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekkitjáð sig enn þá um þetta. En við-
brögð hennar eru jafnan þau að setja
þurfi nýjar reglur
og skipa nýja um-
bótanefnd.
Reyndur sveit-arstjórn-
armaður og
bloggari, Sig-
urður Jónsson,
segir um slíkt:
„Alveg er stór-
kostlegt að heyra í gamalreyndum
og stjórnmálaforingjum sem nú virð-
ast alveg koma af fjöllum [varðandi]
hvað flokkarnir og einstaka fram-
bjóðendur fengu háa styrki.
Jóhanna segir eins og um flest
annað: Það er agalegt að heyra
þetta, en þetta var nú þá og þá giltu
engar reglur. Já, það virðist koma
Jóhönnu gjörsamlega á óvart hvern-
ig umhverfið var og að Samfylkingin
og einstaka frambjóðendur hafi ver-
ið á kafi í spillingarstyrkjunum.
Ekki er nú Jóhanna neinn byrj-
andi á þingi. Jóhanna sem telur sig
hafa eytt ævi sinni í að berjast fyrir
réttlæti hlýtur nú að hafa haft tæki-
færi til að taka málið upp á Alþingi.
Það gerði hún ekki.
Jóhönnu kemur á óvart hve verð-
lag er hátt í verslunum, hvað vextir
eru háir, hvað heimilin eiga í miklum
vandræðum o.s.frv.
Merkilegt hversu margt hefur far-
ið framhjá aldursforseta þingsins.“
Er ekki orðið bæði tímabært ognauðsynlegt að setja skýrar regl-
ur um hvenær er tímabært að setja
nýjar reglur og skipa nýjar umbóta-
nefndir eftir að nýjar vondar fréttir
berast?
Sigurður Jónsson
Umbótanefndir
Veður víða um heim 27.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 5 heiðskírt
Akureyri 9 heiðskírt
Egilsstaðir 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Ósló 7 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 10 léttskýjað
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 19 heiðskírt
Dublin 14 skýjað
Glasgow 13 skúrir
London 18 heiðskírt
París 20 heiðskírt
Amsterdam 18 heiðskírt
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 14 skýjað
Vín 19 skýjað
Moskva 14 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 29 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 17 skúrir
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 1 snjókoma
New York 14 alskýjað
Chicago 8 skýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
28. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:10 21:42
ÍSAFJÖRÐUR 5:01 22:01
SIGLUFJÖRÐUR 4:43 21:44
DJÚPIVOGUR 4:36 21:15
FULLTRÚAR Hagaskóla báru sigur úr býtum í
úrslitakeppni MORGRON, mælsku- og rökræðu-
keppni grunnskóla í Reykjavík og nágrenni, sem
fram fór í gærkvöldi. Umræðuefnið var bann við
nektardansi þar sem lið Hagaskóla talaði fyrir
banni en nemendur Lindaskóla mæltu því í mót.
Aðeins stúlkur skipuðu lið Hagaskóla og á þess-
ari mynd er frummælandi þeirra, Ásdís Krist-
jánsdóttir, í ræðustól. Aðeins einn piltur var í liði
Lindaskóla og hafa kynjahlutföllin í keppni
MORGRON aldrei verið stúlkunum jafn ræki-
lega í vil og sást í úrslitakeppninni í gær.
RÖKSNJALLAR Í HAGASKÓLA SIGRUÐU MORGRON
Morgunblaðið/Golli
IÐNAÐARNEFND hefur ekki enn
afgreitt frumvarp um heimild til
samninga við gagnaver í Reykja-
nesbæ en málið hefur verið í með-
förum nefndarinnar síðan í desem-
ber.
Fundað verður áfram um málið í
dag og enn er stefnt að því að reyna
að klára það fyrir vikulok. Iðnaðar-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
hún vonaðist til að þetta yrði síðasti
sértæki fjárfestingasamningurinn
sem gerður yrði við einstakt fyrir-
tæki, enda taki við almenn lög um
ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Ís-
landi. Fyrsta umræða um nýfjárfest-
ingafrumvarpið fór fram í gær. Með-
al þeirra sem kvöddu sér hljóðs var
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks. Hann spurði
Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráð-
herra út í samninginn við Verne
holding og hvar málið væri statt.
Katrín sagði mál Verne Holding og
gagnaversins í meðförum þingsins.
Ráðuneytið hefði gert allt sem hægt
væri til að ýta málinu áfram, svara
spurningum og koma á beinum sam-
böndum. Hún sagði afgreiðsluna í
höndum þingsins og að málinu hefði
verið vel stýrt af formanni iðnaðar-
nefndar.
Jón Gunnarsson, sem á sæti í iðn-
aðarnefnd, hefur óskað eftir auka-
fundi í nefndinni sem fyrst.
„Tilefnið er að ítrekað hefur komið
fram í umræðu af hálfu opinberra að-
ila að mörg erlend fyrirtæki hafi lýst
áhuga á að byggja upp orkufreka at-
vinnustarfsemi á Íslandi,“ segir Jón í
yfirlýsingu. Það sé þingmönnum
nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá
þróun sem á sér stað. Einnig sé mik-
ilvægt að þingmönnum sé skýrt frá
hver gangur er í þessum viðræðum
og hvort Alþingi getur með einhverj-
um hætti lagt sitt lóð á vogarskál-
arnar til að greiða fyrir gangi slíkra
viðræðna. andrikarl@mbl.is
Ásbrú Athafnasvæði gagnavers
Verne Holding á Vellinum gamla.
Gagnaversfrum-
varpið óafgreitt