Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 9

Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Ný sending Peysur og peysusett Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 www.birkiaska.is Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Minnistöflur Í æviágripi Guðrúnar Líndal í blaðinu sl. mánudag þar sem talin eru upp barnabörn hennar mátti skilja svo að Sævar Sigurðsson og Bryndís Frið- jónsdóttir hefðu eignast 4 börn sam- an. Svo er ekki. Bryndís átti tvö barnanna með Sigurði Haukdal. Þau eru Sara Ýr og Róbert Örn. Athugasemd ÍSLAND getur ekki fallist á málamiðlunar- tillögur for- manns og vara- formanns Alþjóðahval- veiðiráðsins, IWC, í sambandi við heimamarkað og kvóta. Í frétta- tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu í gær kemur fram að sem útflutningsþjóð sjávarafurða geti Íslendingar „ekki fallist á að skorð- ur séu settar á viðskipti með sjávar- afurðir sem fengnar eru með sjálf- bærum hætti.“ Ennfremur séu tillögur um kvóta til handa Íslend- ingum langt undir sjálfbærnimörk- um. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að ekki verði teknar ákvarðanir á ársfundi IWC í júní nk. nema með almennu samkomulagi ríkja innan ráðsins. „Það þjónar ekki framtíð- arhagsmunum ráðsins að freista þess að keyra í gegn ákvarðanir með atkvæðagreiðslu, enda væri það til þess fallið að auka enn á sundrungu meðal aðildarríkja ráðs- ins og leiða til falls þess.“ Ísland hafnar tillögum IWC Hvalur IWC hefur ekki náð sam- komulagi. Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur. | Leikfélag Sauðár- króks frumsýndi um helgina leik- verkið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, undir leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar, fyrir fullu húsi og við frábærar viðtökur áhorfenda. Persónur og leikendur eru 15, en auk þeirra eru á sviði nokkrir bráðaliðar og hljómsveit, þannig að fram koma rúmlega 20 manns en eins og alltaf er sjást ekki allir. Bakvið tjöldin er annar eins hópur fólks sem ekki er síður mik- ilvægur en leikararnir. Í áhugaleikfélögum, eins og raunar alls staðar annars staðar, vinna margar hendur létt verk, og víst er um að á Sauðárkróki eru sumar fjölskyldur áhugasamari um leiklist en aðrar, en að þessu sinni vill svo skemmtilega til að við upp- færslu Fólksins í blokkinni koma að málum tvær systur, tveir bræður, einar mæðgur, einir feðgar, ein mæðgin og tvenn feðgin. Fyrirhug- aðar eru fjórar sýningar í Sæluviku auk frumsýningar og síðan nokkrar í næstu viku. Árleg gleðivika Eins og alltaf eru sýningar leik- félagsins einn af öruggum þáttum í Sæluviku, þessari árlegu menning- ar og gleðiviku Skagfirðinga, sem sett var sl. sunnudag á glæsilegri vöru- og þjónustusýningu í Íþrótta- húsinu á Sauðárkróki. Vikan á ræt- ur að rekja til næstsíðustu aldar, en þá tóku Skagfirðingar upp á því að gera sér sérstakan og rækilegan dagamun á þeim tíma sem árlegur sýslufundur var haldinn. Á fyrstu árunum voru leiksýningar, söng- skemmtanir, málfundir og dans- leikir uppistaðan í dagskránni. Í tímans rás hefur fjölmargt bæst við þannig að nú er Sæluvika Skagfirð- inga einn fjölbreyttasta menning- arhátíð landsins, með ótal við- burðum vítt og breitt um hérað. Eftir heldur kalda og risjótta tíð að undanförnu hefur nú brugðið til nokkurra hlýinda og bjartviðris, þannig að Skagfirðingar hugsa sér gott til glóðarinnar að skemmta sér ærlega á „Sælunni“. Fólkið í blokkinni treður upp á Sæluvikunni  Skagfirðingar slá ekki slöku við í skemmtanahaldinu Morgunblaðið/Björn Björnsson Leikfélag Fríður hópur Leikfélags Sauðárkróks sem sýnir leikritið Fólkið í blokkinni, eftir Ólaf Hauk Símonarson, í Sæluviku Skagfirðinga. Í HNOTSKURN »Saga Sæluviku Skagfirð-inga nær aftur til ársins 1874 þegar svonefndir sýslu- fundir hófu göngu sína. »Sjá visitskagafjordur.is. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PÉTUR K. Maack flugmálastjóri segir að Land- helgisgæslan ákveði hverjir eigi erindi í flugför hennar sem flogið er að gosstöðvunum í Eyja- fjallajökli á grundvelli almannahagsmuna. Þetta eigi við fjölmiðlamenn sem aðra. „Spurningin er bara hvort flogið sé í almannaþágu eða ekki. Og Landhelgisgæslan metur það,“ segir hann. Það sé Flugmálastjórnar að hafa eftirlit með Gæslunni, eins og öðrum flugrekendum, og leiki vafi á því að farþegar séu um borð á grundvelli almannahags- muna leiti Flugmálastjórn svara við því. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Flugmála- stjórn hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við Landhelgisgæsluna að sækja þyrfti um leyfi til farþegaflugs, ætlaði hún að fljúga með fjölmiðla- menn að svæði sem skilgreint hefur verið sem hættusvæði 2 og er nærri gosstöðvunum í Eyja- fjallajökli. Þurfa ekki heimild Aðspurður segir Pétur að séu fjölmiðlamenn um borð í flugförum Gæslunnar á grundvelli almanna- hagsmuna þurfi Gæslan ekki að sækja um heimild til farþegaflugs. Leyfi til farþegaflugs þyrfti hins vegar fortakslaust ef um væri að ræða farþega sem ætlaði að borga fyrir flugferðirnar. Rétt sé að taka fram að rekstraraðilar loftfara þurfi að uppfylla til- teknar kröfur til að starfa á hættusvæði 2, kröfur sem séu sambærilegar evrópskum kröfum um flug á fyrrnefndu svæði. Landhelgisgæslunnar að meta hverjir fara með í ferðir hennar  Þarf ekki heimild til farþegaflugs séu fjölmiðlar með á grundvelli almannahagsmuna Morgunblaðið/Árni Sæberg SIF Þingmenn flugu yfir gosið í vél Gæslunnar. GUÐRÚN Valdimarsdóttir hefur sagt sig frá 2. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavík og öllum trúnaðarstörfum á hans vegum. Guðrún segir í yfirlýsingu að óskað hafi verið eftir að hún viki sæti, m.a. vegna þess að fyrirtækið Miðbæjar- eignir, sem að hluta er í eigu eigin- manns hennar, sé nefnt á nafn í rannsóknarskýrslu Alþingis. Vegið hafi verið að mannorði hennar og bornar út gróusögur af „gamla eign- arhaldsfélagi flokksins í Reykjavík“. Guðrún hættir á lista Framsóknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.