Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 11

Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 11
unga parið sem hefur látið draum sinn rætast og opnað gistiheimili og veitingastað þarna úti í auðn- inni. Gyllt stjörnuhrap (Etoile Fil- ante d’Or) heitir gistihúsið þeirra og þar er hægt að fá mjög góðan alvöru marokkóskan mat, sem hef- ur verið nostrað við og eldaður í marga klukkutíma. Þau eru líka með unaðslega ferska forrétti og eftirrétti. Allt er gert með alúð og það skilar sér svo sannarlega. Á fjórhjóli út í eyðimörkina, á reiðhjóli eða á kameldýri Hún Hind ber nafn með rentu (upp á íslensku), því hún er háfætt og tíguleg. Hún talar góða ensku, enda var hún í fjögur ár í námi í New York, þar sem hún lærði ferðamálafræði. Hún er fædd og uppalin í bænum Casablanca, sem er við ströndina, en segist hafa orðið ástfangin af Aït-Ben-Haddou, og því ákváðu hún og maður henn- ar fyrir átta mánuðum að opna Gyllta stjörnuhrapið. Þetta er barnið þeirra, eins og hún orðar það sjálf, rétt komið á fætur en á framtíðina fyrir sér. Það væsir ekki um þá sem gista þar, í lengri eða styttri tíma. Og hægt er að fara í allskonar ferðir út frá bæn- um, á vit ævintýranna úti í eyði- mörkinni, ýmist á fjórhjólum, reið- hjólum, á baki kameldýrs eða bíl, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Í einn dag, heila viku og allt þar á milli. Gamli bærinn í Aït-Ben-Haddou, hefur verið friðaður af Unesco síð- an árið 1987 en hann saman- stendur af ævafornum lágreistum húsum gerðum úr leir sem eru inn- an múra. Þar hafa margar nafntog- aðar kvikmyndir verið teknar og má þar nefna Arabíu-Lawrence (1962), Jesús frá Nazareth (1977), The Living Daylights (1987), The Last Temptation of Christ (1988) og Gladiator (2000). Allir sem koma til Aït-Ben- Haddou verða að stikla á pokum yfir ána og ganga upp á efstu hæð gamla bæjarins og horfa yfir. Fólkið sem býr enn í þessum gamla hluta, hleypir sumt ferða- mönnum inn á heimili sín, gegn ör- litlu gjaldi. Lítið hiklaust við. Brosmild Hún Hind tekur á móti gestum sínum opnum örmum, hér á svölum gistihúss síns, Gyllta stjörnuhrapsins. Morgunblaðið/Kristín Heiða Morgunblaðið/Kristín Heiða Fjárhirðir Þessi var að reka kindur sínar heim í fjallaþorpið fátæklega. Kvennafyrirtækið: arganisme@gmail.com Hind og Aurélien: www.etoilefilantedor.com MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Daglegt líf 11 Erfiðasti hlutinn við ferðalög er yfir- leitt að bóka hentugt flug og gist- ingu og koma sér af stað út á völl. Um leið og því er lokið er restin leikur einn, svo lengi sem vel hefur tekist til við bókunina! Þess vegna skiptir svo miklu máli að velja rétt þegar kemur að bók- unum því léleg hótel sem taka á móti gestum með okri, dónaskap og svikum geta hæglega eyðilagt upp- lifunina af annars frábæru ferðalagi. Með hjálp vefsíðunnar Tripadvisor er enginn ástæða til að lenda nokk- urn tíma í því aftur að kaupa kött- inn í sekknum á ferðalagi. Tripadvi- sor er stærsta og virkasta samfélag ferðalanga á vefnum og þar má finna milljónir umsagna, fyrst og fremst um hótel en líka um veit- ingastaði, söfn, skemmtigarða og svo framvegis. Á Tripadvisor er líka að finna spjallsvæði fyrir innskráða notendur og þar er hægt að leita ráða hjá öðrum ferðalöngum. Oftast er mun ódýrara að skipuleggja ferðalagið sitt sjálfur en að fá ferða- skrifstofu til að gera það, en það getur verið mikil vinna og sér- staklega ef ferðinni er heitið á mjög framandi slóðir. Þá er ómetanlegt að geta leitað í reynslubanka ann- arra ferðalanga og á jafn virkri síðu og Tripadvisor stendur yfirleitt ekki á svörum. Svo er auðvitað um að gera að leggja sitt af mörkum með því að svara spurningum annarra á móti og deila eigin reynslu. Ef þú ert svo óheppinn að hafa einhvern tíma lent á skelfilegu hóteli er til dæmis hægt að fá útrás fyrir vonbrigðin með því að vara aðra við og birta myndir af lekanum í loftinu og músaskítnum. Vefsíðan: www.tripadvisor.com Áfangastaðir Það er auðvelt að sigra heiminn með góð ráð í farteskinu. Iðandi samfélag ferðaþyrstra Harðfiskur er eitt af því hollasta sem við getum lagt okkur til munns og ljúffengur í þokkabót. Allir vita að fiskur hefur góð áhrif á heilsuna og í harðfiski er hollustan samþjöppuð auk þess sem næringar- efnin varðveitast mjög vel og lengi. Þannig er harðfiskur sannkölluð pró- teinsprengja, því samkvæmt Matís er um 80-85% próteininnihald í harð- fiski. Þess vegna er t.d. tilvalið að fá sér harðfisk eftir æfingu í ræktinni, þeg- ar vöðvarnir þurfa á próteini að halda til að byggja sig upp en líka ef hungr- ið bankar upp á milli mála. Lítill skammtur af harðfiski getur fullnægt dagsþörf líkamans fyrir pró- tein og auk þess inniheldur hann mikið af ómega-3 fitusýrum sem vinna bæði gegn gigt og krabbameini og styrkja ónæmiskerfið. Harðfiskur er því sönnun þess að matur getur verið bæði hollur og ótrúlega góður, sannkölluð ofurfæða og eitt besta snakk sem hugsast getur. Endilega... Morgunblaðið/Eggert Harðfiskur Er unnin úr steinbít og ýsu, þorski, kolmunna og lúðu. ...gæðið ykkur á harðfiski ef hungrið kemur upp á milli mála Reykjanesb æ Rey kjavík Nýtt og be tra hjólbarðav erkstæði S: 590 200 6 / 590 200 7 Hjólbarðaverkstæði Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Sumardekkin færðu hjá okkur! Vaxtalaus lán frá Visa ogMastercard í allt að 12 mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.