Morgunblaðið - 28.04.2010, Page 17

Morgunblaðið - 28.04.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Leynileikhús Tveir af leynileikurum Leynileikhússins sýndu leikrit í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöldi og fóru nokkuð leynilega. Kristinn SÆLL Jón Ásgeir. Það eru dapurlegir tímar á Íslandi núna þegar afleiðingar hrunsins eru að koma í ljós, langvarandi at- vinnuleysi, niður- skurður á öllum svið- um velferðarkerfisins og stórfelld lækkun á lífeyrisgreiðslum til aldraðra. Félög eins og Baugur Group eru búin að ryksuga upp alla sjóði í ís- lensku bönkunum. Ekki má gleyma öllum þeim gríðarlegu fjár- munum sem lífeyrissjóðirnir lögðu í ykkar félög sem nú eru öll gjald- þrota. Svona mætti lengi telja. Nú þegar skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis liggur fyrir – gögnin skýr og staðreyndir tala sínu máli – er hin íslenska þjóð að vakna upp við vondan draum. Ég má til með að senda þér smá línu vegna pistils þíns sem birtist í dagblaði eiginkonu þinnar 22. apríl sl. Þar fjallar þú m.a. um vanlíðan þína yfir hruni Íslands og fullyrðir að þú munir gera allt til að bæta íslensku þjóðinni upp mistök þín og aðstoða við að byggja Ísland upp að nýju. Að vísu eru þetta nánast sömu orð og þú ritaðir í grein þinni í desember 2008, „Setti ég Ísland á hausinn?“ Eftir þá grein var nú lítið um aðstoð frá þér og þínu fólki, þar sem allur tími þinn fór í að tryggja þér stór- an hlut í verslunarveldinu Högum og skrá það á föður þinn, svo og að ná tangarhaldi á fjölmiðlaveldinu 365 og skrá það á eiginkonu þína, ásamt ýmsum öðrum „fléttum“. Þú talar í greininni um draum þinn að byggja upp fyrirtæki sem þú gætir verið stoltur af, og léti gott af sér leiða fyrir íslenskt samfélag, og lýsir hvernig þú hafir í 12 ár unnið dag og nótt til að ná því mark- miði. Það er dapurlegt að þetta hafi mistekist því eins og allir Ís- lendingar vita stóð fyrirtækjanet þitt fyrst og fremst fyrir þau gildi sem þú minnist á: „Gjaf- mildi og gegnsæi.“ Eða hvað?! Það var t.d. aðdáunarvert hversu örlát- ur þú varst að deila leiktækjum þínum með þjóðinni. Til vitnis um það eru t.d. 3 þús- und milljón króna einkaþotan, 3 þúsund milljón króna 101 lysti- snekkja ykkar hjóna, 2 þúsund milljón króna 101 Charlet skíða- skálinn ykkar í Frakklandi, og ekki má gleyma lúxusíbúðinni ykk- ar í New York sem kostaði vel yfir 3 þúsund milljón krónur. Þú segir í grein þinni að þú eigir enga pen- inga á aflandseyjum og gefur til kynna að þú sért þar með nánast eignalaus maður. Það er auðvitað skelfilegt. Ekki er lengra síðan en árið 2007 þegar þú fékkst Tinu Turner til að syngja svo eft- irminnilega „Simply the best“ í Mónakóveislunni frægu. „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“ orti skáldið. Vonandi þarftu ekki að fara í biðröð eftir matvælum eins og þúsundir Íslendinga þurfa að gera í dag, ég vona alla vega að þú eigir fyrir Diet Coke. Og þá er- um við komin að tilefni þessara bréfaskrifta. Nýlega birtust op- inberlega tölvupóstar sem voru í stefnu Glitnis á hendur þér þar sem þú pirrast yfir því hversu seint bankastjóri Glitnis bregst við tilmælum þínum að afhenda þér um 1000 milljónir á einkareikning þinn. Orðrétt segir þú í póstum til bankastjóra almenningshluta- félagsins Glitnis: „Klára Goldsmith ef þessu 1 milljarði sem ég átti að fá greitt þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir á mér. Rest get ég í raun geymt hjá GLB þ.e.a.s. 750 þannig að net cash út hjá GLB er 1,2 til PH.“ „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB.“ Þessir póstar gefa sterklega til kynna að þú hafir verið með litlar sem engar persónulegar skuldir í bankakerfinu, enda sagðir þú svo eftirminnilega i viðtali við Við- skiptablaðið nýlega: „Ég er ekki umvafinn persónulegum ábyrgðum. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Því langar mig að forvitnast hjá þér, Jón minn: 1) Arðgreiðslur til þín og fjöl- skyldu þinnar undanfarin 5 ár úr íslenskum eignarhalds- félögum nema mörg þúsund milljónum króna – þetta eru raunverulegir peningar sem voru greiddir til þín úr íslensk- um bönkum. Skv. seinasta árs- reikningi Gaums nam innleystur hagnaður hluthafa Gaums (þ.e. þú og fjölskylda þín) þúsundum milljóna króna. Hvar eru þessir fjármunir í dag? 2) Arðgreiðslur úr eignarhalds- félögum eiginkonu þinnar nema einnig mörg þúsund milljónum króna undanfarin ár. Í sept- ember 2008 – korteri fyrir hrun – greiðir bara eitt félaga henn- ar, ISP ehf., henni 300 milljón krónur í arð, skv. opinberum ársreikningi. Hvar eru þessir fjármunir? 3) Ertu tilbúinn að upplýsa hvaða eignir þú geymir í félögum þín- um í Lúxemborg – þau skipta tugum en ég spyr þig bara um þessi til að spara plássið: Purple Holding. Piano Holding. Epping Holding. Gaumur Holding. Er eiginkona þín tilbúin að upp- lýsa hvaða eignir hún geymir í Edmound Holding, en eins og þú veist flutti hún margvíslegar eignir þangað fyrir hrun, skv. ársreikningum félagsins. 4) Hvaðan komu 1,5 þúsund millj- ón krónurnar sem þú lagðir fram árið 2008 til að kaupa fjöl- miðlaveldið 365? ´ 5) Hvaðan komu 1 þúsund millj- ónirnar sem þú lagðir fram um daginn til að tryggja þér endan- lega yfirráð yfir fjölmiðlaveldinu 365? 6) Hvaðan komu þær mörg þúsund milljónir króna sem þú varst tilbúinn að leggja fram í tilboði þínu til Arion banka vegna Haga? 7) Hvaðan munu peningarnir koma til að opna 3 nýjar Bónus-búðir í London, sbr. fréttir þess efnis nýlega? 8) Hvar eru þessar 1 þúsund millj- ónir sem Pálmi vinur þinn Har- aldsson var svo almennilegur að millifæra á einkareikning þinn eins og frægt er og lesa má um í stefnu Glitnis? 9) Hvar er hagnaður ykkar hjóna af framvirkum hlutabréfasamn- ingum og gjaldmiðlasamningum þar sem þið tókuð stöðu á móti íslensku krónunni sem nefndin minnist á í skýrslu sinni? Ljóst er að hann nemur þúsundum milljóna króna og veikti mjög ís- lensku krónuna vorið 2008 sem þjóðin er núna að súpa seyðið af. Ætli ég láti þetta ekki duga að sinni en fagna þeim orðum þínum að þú munir gera allt sem í þínu valdi stendur til að bæta fyrir mis- tök þín og leggja þitt af mörkum til að byggja upp Ísland að nýju. En þá verða menn einnig að vera búsettir á Íslandi, Jón Ásgeir. Það kom fram í fjölmiðlum um daginn að þú og þín kona hafið ákveðið að flytja lögheimili ykkar til Bret- lands og því er ljóst að hinar miklu skattahækkanir ríkisstjórnarinnar sem og hinn stórfelldi niður- skurður á öllum sviðum íslensks samfélags mun ekki bitna á þér og þinni fjölskyldu. Eða mun „að- stoðin“ eingöngu verða í formi „hugskeyta“ til hinnar íslensku þjóðar? Eftir Jón Gerald Sullenberger » Vonandi þarftu ekki að fara í biðröð eftir matvælum eins og þús- undir Íslendinga þurfa að gera í dag, ég vona alla vega að þú eigir fyrir Diet Coke. Jón Gerald Sullenberger Höfundur er kaupmaður. Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.