Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 18
18 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
VIÐ skoðun á al-
mennum samnings-
skilmálum bílasamn-
ings SP Fjármögn-
unar vakna ýmsar
spurningar um rétt-
mæti samningsskil-
málanna. Ein þeirra
er hvort leigutakar/
lántakendur hafi verið
látnir semja frá sér
stjórnarskrárbundinn
rétt til friðhelgi heim-
ilis og einkalífs. Almenna samn-
ingsskilmála er að finna á bakhlið
samningsins. Eru þeir upptaldir í
19 greinum.
8. gr. fjallar um afnot og fleira,
en í 2. mgr. þeirrar greinar segir
eftirfarandi: „SP, eða þeir sem SP
tilnefnir, á að hafa óskoraðan að-
gang að starfstöð leigutaka, heim-
ili eða starfssvæði til að skoða bif-
reiðina.“ Hvað er hér átt við með
óskoruðum aðgangi?
Orðið óskoraður er skilgreint
svo í tölvutækri orðabók á snara-
.is: ó-skoraður L: algjör, óbif-
anlegur, skilyrðislaus, óskertur.
Því vaknar sú spurning hvort eðli-
legt sé að fyrirtæki sem býður upp
á neytendalán setji slíkan samn-
ingsskilmála í samning við neyt-
endur. Fyrirtæki sem á að hafa
sérþekkingu á fjármálaviðskiptum,
og hefur lögfræðinga í sinni þjón-
ustu eða starfsliði! Hvaða hags-
munir kalla á það að hafa óskor-
aðan aðgang að starfstöð
leigutaka, heimili hans eða starfs-
svæði? Má SP, eða þeir sem SP
tilnefnir, þar með vaða inn í lok-
aðar bílageymslur fólks á hvaða
tíma sólarhrings sem er, jafnvel
án þess að heimilisfólk sé heima, í
þeim tilgangi að skoða bifreiðina,
eins og gefið er í skyn með ákvæð-
inu um „óskoraðan aðgang“? Væri
ekki eðlilegra að fyrirtækið gæti
óskað eftir slíkum aðgangi í sam-
ráði við leigutaka, og takmarkað
þá ósk við aðgang að því svæði eða
húsnæði þar sem bifreiðin er jafn-
an geymd, s.s. bílskúr, bílskýli, al-
mennri bílageymslu o.s.frv.? Hvað
með starfssvæði? Getur leigutaki
leyft aðgang að starfssvæði sínu
án heimildar vinnuveitanda síns?
Getur SP gengið að
leigumun í lokaðri, að-
gangsstýrðri bíla-
geymslu vinnuveit-
anda leigutaka? Dæmi
eru um að svo hafi
verið gert. Eru þetta
eðlilegir viðskipta-
hættir?
Í 13. gr. laga um
eftirlit með við-
skiptaháttum og
markaðssetningu seg-
ir: „Óheimilt er að
hafast nokkuð það að
sem brýtur í bága við
góða viðskiptahætti í atvinnu-
starfsemi eins og þeir eru tíðkaðir
eða eitthvað það sem óhæfilegt er
gagnvart hagsmunum neytenda.“
SP hefur starfsleyfi samkvæmt
lögum nr. 161 frá 2002. Í lögunum
segir í 19. gr.: „Góðir við-
skiptahættir og venjur.
Fjármálafyrirtæki skal starfa í
samræmi við eðlilega og heilbrigða
viðskiptahætti og venjur á fjár-
málamarkaði.“
Að mínu mati stenst ofangreint
ákvæði bílasamnings ekki stjórn-
arskrárbundinn rétt einstaklinga
til friðhelgi heimilis og einkalífs,
þar sem samningsskilmálinn er
settur fram einhliða í stöðluðum
samningsskilmálum. En þó að
samið væri sérstaklega um þetta
ákvæði í samningi aðila í millum
er það óréttmætur samningsskil-
máli engu að síður, því þar er
gróflega gengið gegn 71. gr
stjórnarskrár þar sem stendur:
„Allir skulu njóta friðhelgi
einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn
eða leit á manni, leit í húsakynn-
um hans eða munum, nema sam-
kvæmt dómsúrskurði eða sérstakri
lagaheimild. Það sama á við um
rannsókn á skjölum og póstsend-
ingum, símtölum og öðrum fjar-
skiptum, svo og hvers konar sam-
bærilega skerðingu á einkalífi
manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má
með sérstakri lagaheimild tak-
marka á annan hátt friðhelgi
einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef
brýna nauðsyn ber til vegna rétt-
inda annarra.“
Það að eiga að gefa öðrum aðila
óskoraðan aðgang að heimili sínu
með samningi samkvæmt einhliða
framsettum samningsskilmálum er
gróf skerðing á einkalífi manns.
Ekki einu sinni stjórnvöld mega
koma inn á heimili manns nema
með samþykki hans eða dóms-
úrskurði. Það er því klárlega
óhæfilegt að ganga svo gegn hags-
munum neytenda við samnings-
gerð, með stöðluðum einhliða
samningsskilmálum, að í þeim beri
að semja frá sér stjórnarskrár-
bundin réttindi!
Þennan skilmála er líka finna í
lánssamningum Avant. Lögmaður
SP vissi ekki að þennan skilmála
væri að finna í samningum SP,
þegar á það var bent. Hann sá
samt ekki ástæðu til að gera neitt
í að breyta honum nema þar til
bært ákvörðunarvald úrskurðaði
svo. Þetta er viðhorf SP í hnot-
skurn með öll mál og allar fyr-
irspurnir sem þeim eru sendar. SP
neitar að svara efnislega fyr-
irspurnum sem til þeirra er beint
um efni samninga, til þess að ekki
sé hægt að nota svörin gegn þeim
fyrir dómstólum, samkvæmt
þeirra eigin svörum. Eru þetta
eðlilegir viðskiptahættir? Hefði
lögfræðingurinn ekki átt að hafa
frumkvæði að því að breyta skil-
málanum, öllum viðskiptavinum til
hags? Hvað hafa þeir að fela?
Neytendastofa hefur nýlega
fengið ábendingu um þennan
samningsskilmála í 8. gr. Ekki
verður annað séð en að honum
verði að víkja til hliðar hið fyrsta
og banna frekari notkun hans.
Frekari hugleiðingar um lána-
starfsemi SP Fjármögnunar má
finna á bloggi mínu,
Meira: http://rlingr.blog.is/blog/
rlingr/.
Stjórnarskrárbrot SP?
Eftir Erling Alfreð
Jónsson » Það að eiga að gefa
öðrum aðila óskor-
aðan aðgang að heimili
sínu með samningi sam-
kvæmt einhliða fram-
settum samningsskil-
málum er gróf skerðing
á einkalífi manns.
Erlingur Alfreð
Jónsson
Höfundur er forstöðumaður.
FÖSTUDAGINN 3. júlí 1964 hóf
sig til flugs Fokker F-27-MK-200,
PH-FFW, í sitt fyrsta flug.
Vél þessi var smíðuð fyrir Al
Nippon Airways, og fengu þeir vél-
ina afhenta 15. júlí 1964. Vélin var
notuð í innanlandsflugi í Japan og
fór líka eitthvað til grannríkja. 8
júlí 1972 var vélin skráð sem TF-
FIN, Gljáfaxi Flugfélags Íslands. 1.
október 1979 var vélin skráð sem
TF-FLN, Náttfari Flugleiða HF.
Síðan var hún leigð til Libyan Arab
Airlines, var leigð með áhöfn hinn
8. janúar 1981. 14. janúar 1982 var
vélinni skilað aftur til Flugleiða.
Hinn 23. febrúar 1992 var vélin seld
sem PH-FFW, til Aircraft Fin-
anincing and Trading BV, og sama
dag var henni lagt í Maastricht í
Hollandi.
En saga hennar var þar með ekki
sögð, því að 6. júlí 1992 fékk hún
skráninguna OB-1484, hjá Express
Aero í Perú. Þeir leigðu hana frá
Aircraft Financing and Trading
BV. Hún kemur til Reykjavíkur,
frá Prestwick, hinn 11. júlí 1992, þá
hafði vélin 50.440 flugtíma og
59.573 lendingar, á leið til Miami í
Flórída. Þar sást hún 12. júlí 1992
og var hún þá í litum Flugleiða hf.
Hún fór svo til Lima í Perú 14. júlí
1992, þá á sömu skráningu,
OB-1484. Henni var svo skilað til
Aircraft Financing í janúar 1993.
Síðar var vélinni lagt í Mena, Ark-
ansas, Arizona í janúar 1994 og var
hún auglýst til sölu. Svo var hún
seld, sem OB-1484, til Air Nordic
SWE Avaition Inc, var það í maí
1995. Þeir keyptu hana í varahluti,
og var hafist handa við að rífa hana
í júní 1998, en það fréttist af henni í
pörtum í Mena í janúar 1998. Hún
var svo endanlega rifin í brotajárn í
júní 1998 og var hún þá enn í litum
Flugleiða hf.
Segja má að þessi vél hafi farið
víða, frá 1964 til 1998, á 34 árum.
Mér auðnaðist að fá mynd af vélinni
sem tekin var þegar hún var að
fara í sitt fyrsta flug fyrir Express
Aero, og fékk ég þá mynd frá kunn-
ingja mínum í Hollandi. Meðan hún
var í notkun í Perú var hún kölluð
Alpamayo. Fyrsta F-27 sem við
fengum, TF-FIJ, er enn í notkun
hjá finnska hernum, hét hérna
Blikfaxi.
Sérstakar þakkir til Baldurs
Sveinssonar fyrir afnot af mynd-
unum frá honum. Ef einhver á
mynd af Gljáfaxa er það vel þegið.
SIGURBJÖRN SIGURÐSSON
flugáhugamaður og hefur
safnað upplýsingum og
myndum af flugvélum í 30 ár.
ssair@isl.is
Fornir
faxar
Eftir Sigurbjörn Sigurðsson
Náttfari hefur sig til flugs.
✝ Guðmunda fædd-ist í Reykjavík 18.
mars 1947. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 19. apríl
2010.
Foreldrar hennar
voru Ása Guðbrands-
dóttir og Hjálmar
Sigurðsson. Hálf-
bróðir Guðmundu er
Sigurður Markússon.
Alsystkini hennar
eru Garðar, látinn,
Sigurður og Margrét.
Guðmunda giftist
Birgi Jónssyni og eiga þau saman
Ástu, f. 17. janúar 1978, og áður
átti hún Hjálmar, f.
18. febrúar 1969, d.
6. maí 1990. Guð-
munda gekk börnum
Birgis í móðurstað,
þeim Grétu, f. 23.
apríl 1961, d. 10. jan-
úar 1988, og Ár-
manni, f. 15. apríl
1962.
Guðmunda var
húsmóðir alla sína tíð
og mikil myndlistar-
og hannyrðakona.
Útför Guðmundu
fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 28. apríl 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
Kæra systir mín.
Ég sit hér og horfi á blaðið, hvað
get ég sagt. Það er svo óraunveru-
legt að þú sért farin frá okkur
þrátt fyrir löng veikindi. Þú varst
svo sterkur hlekkur í lífi okkar
margra. Þegar þú veiktist fyrir
fimm árum þá hélt ég að við mynd-
um missa þig, en með þrautseigju
og dugnaði tókst þér að lifa af. Eft-
ir það varstu bundin við hjólastól,
með mikla talörðugleika og dvald-
ist á hjúkrunarheimilinu Skóg-
arbæ. En hugurinn var skýr og þú
skildir allt.Við fórum margar ferð-
ir til talmeinafræðings og reynt
var til þrautar, en hæfni til tals
kom ekki, nema að litlu leyti. Eitt
er víst að þú lifðir þrátt fyrir allt
innhaldsríku lífi þessi 5 ár í Skóg-
arbæ. Fyrir áfallið hafðir þú verið
mikil hannyrðakona, þú prjónaðir
t.d. fallegan skírnarkjól fyrir
barnabörnin þín. Myndlistin átti
líka hug þinn og þú hélst myndlist-
arsýningar bæði fyrir áfallið og
síðar í Ráðhúsinu með List án
landamæra á vegum Fjölmenntar.
Sú sýning var stór dagur í lífi þínu.
Fólk laðaðist að þér vegna þinna
góðu eiginleika og þú áttir marga
vini. Við gerðum margt skemmti-
legt saman, fórum í gönguferðir, í
leikhús og á listasöfn með Berthu
besta vinkonu þinni. Oft var Biggi
þinn ekki langt undan og við köll-
uðum okkur tríóið hennar Mundu.
Minningabrot frá æskuárum
okkar á Skúlagötunni. Húsnæðið
var ekki stórt en þar var alltaf
hjartahlýja og nóg pláss að okkar
mati. Sunnudagsbíltúrarnir með
pabba á meðan mamma var að elda
steikina eru ógleymanlegir. Ekið
var niður að Reykjavíkurhöfn til að
skoða skipin og síðan vestur í
Garða við Ægisíðu til afa og ömmu.
Siggi stóri bróðir kom svo inn í líf
okkar vestan úr Dölum er hann hóf
nám við Verslunarskólann og síðan
Inga sem varð mágkona okkar, við
vorum mjög ánægð með þann
ráðahag því hún var bæði góð og
falleg.
Það var þitt gæfuspor í lífinu að
hitta Birgi sem varð síðan eigin-
maður þinn. Það var fallegt að sjá
hvað hann bar mikla umhyggju
fyrir þér. Saman eignuðust þið
dótturina Ástu og sólargeislarnir
þínir voru drengirnir hennar,
Hjálmar Freyr og Styrmir Sölvi.
Fyrir áttir þú soninn Hjálmar sem
lést í mótorhjólaslysi 21 árs, það
var okkur öllum mikið áfall.
Kæra Bertha mín, takk fyrir
hvað þú reyndist Mundu okkar vel,
varst sannur vinur og alltaf til
staðar. Elsku Birgir, Ásta, Kári,
Hjálmar og Styrmir, Ármann og
Svava, sorg ykkar er mikil en
minning um góða eiginkonu, móðir
og ömmu lifir. Alúðarþakkir til
starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða
hjúkrun og kærleiksríka fram-
komu.
Elsku Munda mín. Þegar ég lít
til baka er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt þig fyrir syst-
ur. Þú kenndir mér að orðin eru
ekki alltaf besta tjáningarformið,
heldur viðmótið, augnatillit og
nærvera. Ég sé þig fyrir mér við
útidyrnar í Skógarbæ, við búnar að
knúsast og þú segir bless með þínu
fallega brosi og frá þér streymir
hlýja, þú veifar mér í kveðjuskyni.
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Vertu sæl að sinni, elsku systir.
Það var eitt sinn hjá okkur lifandi ljós
en lífið er hverfult í mannanna
heimum.
Ef fellum við tár yfir fölnaðri rós
við fegurstu minningar um hana
geymum.
(B.S.)
Margrét.
Elsku Munda mín, þá er komið
að kveðjustund. Þær eru margar
minningarnar sem ég á um þig og
ég þakka þér fyrir alla þá góðu
tíma sem við áttum saman. Sér-
staklega er það mér ákaflega dýr-
mætt hversu margar góðar stundir
við áttum saman eftir að þú veikt-
ist svo alvarlega haustið 2004, sem
gerði það að verkum að þú varst
bundin í hjólastól og áttir erfitt
með að tjá þig við fólk.
En þú lést það ekki hefta þig, þú
hélst áfram að mála og föndra,
fórst á listasöfn, kaffihús og í bíl-
túr með okkur Grétu systur þinni
sem þér þótti svo vænt um og
henni um þig. Grétu var alltaf svo
annt um það að þér liði vel og að
þú fengir sem mest út úr lífinu. Við
þrjár vorum alltaf svo ágætar sam-
an, við hittumst hjá þér og spil-
uðum, komum með nammi og ís og
spjölluðum saman, við vorum líka
duglegar við það að skoða myndir
og rifja upp gömlu góðu tímana
þegar við vorum litlar. Einnig var
svo gaman hjá okkur þegar hann
Birgir þinn bauð okkur heim til
ykkar í Laufrima í kaffihlaðborðið
sitt, þá varst þú nú aldeilis ánægð
með lífið.
Þú varst ung þegar þú kynntist
honum Birgi þínum og það var
mikið gæfuspor fyrir þig að hitta
hann. Þá varstu búin að eignast
frumburðinn þinn hann Hjálmar,
yndislegur drengur sem þú misstir
í svo hræðilegu slysi vorið 1990, þá
var Hjálmar aðeins nýorðinn tutt-
ugu og eins árs gamall, tveimur ár-
um áður hafði Birgir misst dóttur
sína (fósturdóttur þína) í slysi, svo
það er óhætt að segja að lífið hafi
oft verið erfitt hjá þér. En það sem
hefur haldið þér gangandi er
örugglega hversu mikill kraftur
var alltaf í þér og viljinn að halda
áfram.
Þið Birgir eignuðust saman fal-
lega og góða dóttur, hana Ástu
sem hefur gefið ykkur tvo ynd-
islega ömmustráka sem þú elsk-
aðir út af lífinu. Við gátum stund-
um gleymt okkur þegar við vorum
að skoða myndir af þeim, og alltaf
birti yfir þér þegar þú skoðaðir
myndirnar en stundum sá ég tárin
streyma hjá þér og það voru
örugglega gleðitár yfir því að horfa
á þessa fallegu drengi.
Heimsóknir mínar til þín í
Skógarbæ hafa verið fastir liðir í
lífi mínu sl. ár og það er skrítið að
þú skulir vera farin frá okkur. En
núna vil ég trúa því að þú sért búin
að hitta hann Hjálmar þinn og for-
eldra líka, nú líði þér vel og sért
laus úr fjötrum líkama þíns. Þín er
sárt saknað, elsku Munda mín, ég
vil að lokum þakka þér fyrir ein-
Guðmunda
Hjálmarsdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS