Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
læga vináttu sem við áttum frá því
við vorum litlar telpur og það var
mér mikil gæfa að fá að fylgja þér
öll þessi ár.
Fjölskyldu þinni sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur, einn-
ig systkinum þínum og þeirra fjöl-
skyldum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Minning um góða og trygga vin-
konu lifir.
Bertha Biering.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir
þér.
(Terri Fernandez.)
Þetta ljóð hef ég tileinkað þeim
sem mér eru kærastir. Munda
frænka er ein af þeim. Hennar
faðm og hlýhug átti ég jafn vísan
og hjá minni eigin móður. Orðin
voru jafnvel óþörf, Munda var
næm á fólk og aðstæður. Kannski
þess vegna finn ég enn svo sterkt
fyrir henni, nú tæpri viku eftir að
hún kvaddi sitt jarðneska líf. Í síð-
ustu heimsókninni sýndi hún mér
stolt fjölskyldumyndir, við gædd-
um okkur á konfekti og rauluðum
saman lagstúf. Þrátt fyrir málstol
hafði Munda unun af söng og trall-
aði oft af innlifun með okkur hin-
um. Í messum á Skógarbæ fékk
hún líka notið tónlistarflutnings og
tók virkan þátt. Við Munda spjöll-
uðum um allt milli himins og jarð-
ar, jafnvel um hluti utan þessa
jarðríkis. Hún sá meira en við hin,
gat lýst árunni minni, spáði í bolla,
spil og engin furða að margir leit-
uðu til hennar með slíkt. Þessir
hæfileikar gerðu samskiptin við
Mundu svo skemmtileg, persónu-
leg og jafnvel spennandi.
Í vetrarkuldanum í Kanada 1990
sendi Munda mér prjónasokka og
ullarföt sem hlýjuðu mér ekki síð-
ur um hjartaræturnar en kropp-
inn. Þannig fann ég fyrir vernd
hennar og stuðningi þó hún væri
mér ekki nær og finn enn. Í mínum
augum var Munda hetja fyrir það
að halda ótrauð áfram, standa með
sjálfri sér og sýna kjark þrátt fyrir
allar hindranirnar. Fordómaleysi
og kærleikur voru ríkjandi eigin-
leikar í fari Mundu, sem hún fékk
eflaust í arf frá Ásu ömmu.
Mamma og Munda áttu fallegt
systrasamband sín í milli, þar sem
umhyggja, virðing og kærleikur
réðu ríkjum, að ógleymdri
gleðinni, því þær og við hin hlógum
líka oft saman. Mamma leit veik-
indi Mundu sinnar líka með augum
hjúkrunarfræðingsins enda með
mikla reynslu af endurhæfingu og
innsæi gagnvart sjúkum og
umönnun þeirra.
Eins mikið og maður vill ekki
kveðja í síðasta sinn þá getur mað-
ur ekki án þess verið. Dagarnir
eftir fráfall Mundu hafa á einhvern
hátt verið heilandi. Þegar maður
er í sem mestum vanmætti gagn-
vart lífi og dauða fyllist maður
þakklæti fyrir samverustundir sem
nú eru orðnar að dýrmætum minn-
ingum. Það er huggun harmi gegn
að hugsa til þess að við grátum yfir
því sem var gleði okkar. Munda lif-
ir í okkur og með upprifjun góðra
minninga. Ég samhryggist þér
Birgir og börnunum ykkar inni-
lega.
Ég lýk þessum minningarorðum
mínum á texta úr Þýskri sálu-
messu eftir Brahms sem Mótettu-
kór Hallgrímskirkju flutti helgina
sem Munda veiktist. Verkið fjallar
um trú, von, sorg, gleði og þján-
ingu og talaði til mín þar sem
Munda var mér efst í huga.
Lokasöngurinn hljómaði svona:
„Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni
deyja upp frá þessu. Já, segir and-
inn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði
sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“
(Opb 14. 13.)
Elsku Munda, mín einstaka
frænka. Hjartans þökk fyrir allt.
Megi englar alheims umvefja
þig.
Þín
Ása Valgerður.
Þegar líf fólks slokknar koma
margar minningar fram í hugann.
Minningarnar um Guðmundu, eða
Mundu eins og hún var kölluð af
okkur íbúum í Laufrima 4.
Fyrstu kynni okkar við Mundu
og Birgi voru er þau fluttu ásamt
fleirum í nýlegt húsnæði í Lauf-
rimanum sumarið 1995. Þá var
fljótlega hafist handa við að koma
lóð og öðru sem því tilheyrði í
stand. Munda var mikil blóma- og
ræktunarkona og í dag eru á lóð-
inni við Laufrimann fjölmargar
plöntur af hennar sáningu.
Munda var mikil listakona bæði
á prjón, hekl, leir og málun og eru
margar til fígururnar sem hún
föndraði og myndir sem hún mál-
aði.
Margar voru ferðir farnar til
Mundu og Birgis ef eitthvað þurfti
að laga eða fá álit á.
Munda hafði góðan hæfileika í
að leggja spáspil og kom margt
skondið fram í þeim. Þau hjón voru
afar samstiga og ferðuðust víða er-
lendis og áttu sínar stundir hér á
Fróni.
Það var gott að eiga Mundu að.
Hún hafði rólyndisfas svo öllum
leið vel í návist hennar. Fyrir um 5
árum síðan veiktist Munda alvar-
lega og var frá því í Skógarbæ þar
sem hún naut afbragðs þjónustu til
hinstu stundar.
Að lokum viljum við íbúar í
Laufrima 4, bæði fyrrverandi og
núverandi, þakka Guðmundu öll
góðu sambýlisárin og vottum fjöl-
skyldu hennar innilega samúð.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Fyrir hönd íbúa Laufrima 4,
Hafdís B. Hannesdóttir.
✝ Lára Loftsdóttirfæddist á Bólstað
í Steingrímsfirði 13.
júní 1925. Hún lést á
Hrafnistu 21. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar Láru voru Pál-
fríður Ingigerður Ás-
kelsdóttir, fædd 6.
mars 1897 á Svans-
hóli, Kaldrananes-
hreppi, látin 12. nóv-
ember 1966, og
Loftur Annas Bjarna-
son, fæddur á Bólstað
í Steingrímsfirði 18.
júlí 1895, látinn 21. febrúar 1981.
Systkini Láru eru Björg, fædd 1918,
látin 1936, Ása Guðríður, fædd
1919, Bjarni fæddur 1920, látinn
1990, Kristján Hólm fæddur 1921,
látinn 2005, Lovísa, fædd 1922,
Fjóla, fædd 1927, Ragnheiður Guð-
rún, fædd 1928, Sigrún Svava, fædd
1931, Björg, fædd 1937 og Ingi-
munda Þórunn, fædd 1940.
Lára giftist Benjamín Magnúsi
Sigurðssyni frá Eyjum, Kald-
rananeshreppi, þann 8. desember
1944. Benjamín var fæddur 30.
október 1917, látinn 30. september
2004. Foreldrar Benjamíns voru
Guðrún Ingibjörg Benjamínsdóttir,
f. 8. apríl 1888, látin 1. febrúar 1957,
og Sigurður Hólm Guðjónsson,
fæddur 23. apríl 1886, látinn 20. júlí
1971. Þau eignuðust þrjár dætur.
1) Pálfríður Guðrún, fædd 8. sept-
ember 1946, gift Hákoni Erni Hall-
dórssyni, fæddum 1945. Þeirra börn
Hákon Örn, kona hans
Sibylle von Löwis.
Sonur þeirra Hendrik.
Gróa Halla, maður
hennar Guðni Kr.
Guðmundsson. Þeirra
börn Gunnar Örn,
Þrúður Sóley, Þórdís
Páley og Þórunn Arn-
ey, hún er látin.
2) Sóley fædd 4. júlí
1950. Fyrri maður
hennar Laust Freder-
iksen, fæddur 4. októ-
ber 1950, látinn 1994.
Synir þeirra Jack
Benjamín, sambýliskona Anja Vad-
um Holst. Sonur hans Nikolaj.
Laust René, kona hans Lisa. Börn
þeirra Kennie, Mike, Mille og Basti-
an.
3) Guðrún Ragnheiður fædd 14.
febrúar 1957. Látin 1999. Barns-
faðir Guðmundur Bjarnason, fædd-
ur 1953, sonur þeirra Einar Þór,
kona hans Elva Dröfn Sveinsdóttir.
Börn þeirra Daníel Fannar og Guð-
rún Lára.
Fyrri maður Guðrúnar Óskar
Hansson, fæddur 1949. Þau skildu.
Þeirra börn Lára Ósk og Benjamín
Magnús. Seinni maður Guðrúnar
Jörgen Pétursson, fæddur 1948.
Sonur þeirra Jörgen Pétur.
Lára og Benjamín bjuggu á Eyj-
um, Skagaströnd, í Reykjavík og
Kópavogi.
Jarðarför Láru fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 28. apríl
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Láru Loftsdóttur kynntist ég fyrst
haustið 1965, er ég kom til Skaga-
strandar að hitta tilvonandi konuefni
mitt. Lára var hæglát og orðvör. Lítt
gefin fyrir að trana sér fram, en
seinna átti ég eftir að komast að því
hve föst fyrir hún gat verið þegar því
var að skipta. Lára ólst upp á Bólstað
í Steingrímsfirði. Skólagangan var
stutt, farskóli, þar sem kennarinn
ferðaðist á milli bæja og dvaldi fáar
vikur á hverjum. Málfundafélag var
stofnað í Selárdalnum og voru fundir
gjarnan haldnir á Bólstað. Að fund-
um loknum var öllu rúttað út úr stof-
unni og dansaði fólkið við munn-
hörpuleik. Ljómaði andlit Láru ætíð
er hún rakti þessar minningar, enda
hafði hún mjög gaman af dansi.
Lára var víkingsdugleg og var þess
vegna eftirsótt til vinnu. Vann hún í
fiski á Skagaströnd, í Keflavík og
Reykjavík. Fór ekki mikið fyrir henni
við vinnuna en að degi loknum var
hlutur hennar oftast mestur. Meðan
Benjamín maður hennar réri frá
Skagaströnd tók hún þátt í að beita
línuna. Hún stundaði línubeitingu í
Grindavík og kom þar einnig í ljós að
afköst hennar voru meiri en flestra,
þó hægt hefði um sig.
Um 1970 hóf Benni að stunda grá-
sleppuveiðar frá Eyjum á Bölum og
sá Lára um verkun hrognanna í landi.
Seinna fór hún einnig á sjóinn með
Benna að vitja um netin. Einhverju
sinni er við hjónin dvöldum fyrir
norðan var ég að hæla henni fyrir
dugnaðinn. Fyrst að fara eldsnemma
að vitja um netin, þá að kútta og hella
í síuna og svo heim að elda ofan í
mannskapinn. „Æ mér hefur nú alltaf
leiðst heldur að elda,“ sagði hún og
brosti.
Allt hennar viðmót var hlýlegt og
elskulegt. Hún var ein af þessum
manneskjum sem maður tekur lítt
eftir en saknar því sárar þegar
gengnar eru. Flatkökurnar hennar
beint af olíukabyssunni með smjöri
eru með því besta er ég hef fengið.
Þannig leysti hún öll sín verk af hendi
af vandvirkni og alúð. Á meðan sel-
veiði var enn stunduð frá Eyjum sá
Lára um þvott á skinnunum og fóru
skinn frá þeim ætíð í fyrsta flokk.
Undu Lára og Benni, en þannig var
að ef annars var getið var hitt jafnan
nefnt samtímis, sér vel á Eyjum, þó
svo að nánast öll nútímaþægindi
skorti. Af mikilli natni hugsaði hún
um æðarvarpið í eyjunum og varði
mörgu vetrarkvöldinu við að útbúa
veifur til nota í eyjunum.
Eftir lát Benna flutti Lára á
Hrafnistu í Reykjavík og undi þar
hag sínum hið besta. Tók þátt í spila-
mennsku af lífi og sál og á böllin lét
hún sig ekki vanta. Hjá einni vinkonu
sinni á Hrafnistu lærði hún að sauma
í og útbúa jólahús og kirkjur sem hún
gaf dætrum sínum og barnabörnum.
Eftir að ég hóf sjómennsku voru
kveðjuorð hennar ætíð „og farðu nú
varlega“. Á ég eftir að sakna þeirrar
kveðju og allrar hennar elskusemi.F-
ar í friði.
Hákon Örn Halldórsson.
Elsku amma og langamma, það var
laugardagssíðdegi, þú búin að eyða
deginum í það sem þér þótti einna
skemmtilegast að gera, spila á spil.
Áfallið kom og þú vaknaðir ekki aft-
ur, við kysstum þig á ennið og hvísl-
uðum í eyrað þitt, kveðju til afa og
litla engilsins okkar. Með langömmu
og langafa lærir Þórunn Arney nú að
spila olsen olsen, leggja kapla og sigla
um höfin.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig, elsku amma okkar
Gróa Halla Hákonardóttir,
Gunnar Örn, Þrúður Sóley,
Þórdís Páley.
Lára Loftsdóttir
✝
Hjartkær eiginkona, móðir okkar og dóttir,
GRÓA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Írabakka 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu-
daginn 19. apríl.
Fjölskyldan vill færa starfsfólki Karitas og líknar-
deildar þakkir fyrir veitta umönnun.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd systkina og annarra ástvina,
Jacek Marcin Polaszczyk,
Egill Örn Erlingsson,
Gunnlaugur Erlingsson,
Hildur Jónsdóttir,
Gunnlaugur Baldvinsson.
✝
Ástkær sambýlismaður, faðir, stjúpfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRMANN ÞÓR ÁSMUNDSSON,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 25. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
4. maí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Karlsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir,
mágur, afi og barnsfaðir,
PÁLL SKÚLASON,
lést laugardaginn 24. apríl.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn
30. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á SÁÁ.
Sóley Anna Pálsdóttir, Ólafur Björnsson,
Ísar Daði Pálsson,
Adrían Óli Pálsson,
Skúli Pálsson, Guðrún Hlíf Ludviksdóttir,
Anna Júlía Skúladóttir, Ólafur Ingi Jónsson,
Birgir Skúlason, Anna Guðrún Jónsdóttir,
Sylvía Rán Ólafsdóttir,
Hanna Sigríður Stefánsdóttir,
Sigríður Sæland Óladóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Fremstuhúsum,
Dýrafirði,
andaðist laugardaginn 24. apríl.
Guðjón Torfi Guðmundsson, Stefanía Magnúsdóttir,
Þorgeir Guðmundsson,
Valgerður Guðmundsdóttir,
Dýri Guðmundsson, Hildur Guðmundsdóttir.