Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
ins (1962-87), gegndi þar oft varafor-
setastörfum og var kjörinn heiðurs-
félagi Evrópuþingsins árið 1988. Er
þá fátt eitt talið af félagsmálastörfum
hans.
Þorvaldur Garðar var lífsverndar-
maður Íslands par excellence. Hann
stóð í fylkingarbrjósti þeirra sem
mæltu gegn frumvörpum um víð-
tæka rýmkun á eldri lögum sem
heimiluðu sk. fóstureyðingu á Ís-
landi, en slík lög náðu þó fram að
ganga árið 1975, honum til sárrar
raunar. Fyrstur manna flutti hann
frumvarp um að slíkar læknisaðgerð-
ir skyldu ekki leyfðar af félagslegum
ástæðum, enda ætti að leysa fé-
lagsleg vandamál með félagslegum
aðgerðum, það var jafnan hans við-
mið, og hann lét ekki undir höfuð
leggjast að bera fram tillögur í því
efni, einstæðum mæðrum og fátæk-
um fjölskyldum til aðstoðar. Þótt
hann sigldi á móti hávaðastraumi
þess tíma og talaði fyrir daufum eyr-
um margra á Alþingi, fékk hann líka
aðra þingmenn til liðs við sig, m.a.
Salóme Þorkelsdóttur, Lárus Jóns-
son og Árna Johnsen. Alls flutti hann
slíkt frumvarp á a.m.k. sex þingum,
oftar en ekki í samfloti við aðra, en
jafnan var hann leiðtoginn. Trúr var
hann þeirri hugsjón til æviloka og
hélt henni á loft í ræðu og riti og í
samtölum við sitt samferðafólk.
Hann var útnefndur heiðursfélagi
Lífsvonar, samtaka til verndar
ófæddum börnum, á aðalfundi þeirra
1992, og fjallaði þar í ræðu um mál-
stað lífsverndar. Er hún birt í frétta-
bréfi samtakanna.
Skynsamlega grundaðar þingræð-
ur hans og greinar verða lífsvernd-
arsinnum áfram aflvaki og hug-
myndabanki í baráttunni fyrir helgi
lífsins.
Með virðingu og söknuð í huga
minnist ég Þorvaldar Garðars og
hans göfugu hugsjónarbaráttu, tel til
gæfu minnar að hafa fengið að kynn-
ast honum persónulega og þiggja af
gnægtabrunni reynslu hans.
Hann var höfðinglegur í sjón og
reynd, naut virðingar samherja og
pólitískra andstæðinga á þingi, eins
og sýndi sig þegar vinstristjórnar-
meirihluti kaus hann áfram sem for-
seta efri deildar 1978.
Hann var hlýr maður og um-
hyggjusamur, með viðfelldinn róm,
glöggur í tali, gestrisinn og átti
glæsilega konu, Elísabetu Maríu
Kvaran, sem fyrir fáum árum er far-
in á undan honum yfir landamæri lífs
og dauða. Ég votta dóttur þeirra og
öðrum ástvinum hjartans samúð
mína.
Jón Valur Jensson.
Þorvaldur Garðar er látinn, rúm-
lega 90 ára. Hann átti að baki langt
og farsælt starf í þágu þjóðar sinnar,
í félagsmálum, stjórnmálum og fleiri
málum. Hann var m.a. forseti sam-
einaðs Alþingis og gegndi því starfi
af festu og virðingu, ekki aðeins virð-
ingu fyrir sjálfum sér heldur fyrst og
fremst virðingu fyrir Alþingi, sem þá
var enn löggjafarsamkunda þjóðar-
innar en ekki sú samkunda málþófs,
sem það er nú. Af kynnum mínum af
Þorvaldi er mér ljóst, að það var hon-
um að þakka, að Alþingi hélt þeirri
reisn undir hans forsæti, sem raun
ber vitni. Aðrir mér hæfari munu
sjálfsagt gera grein fyrir farsælum
störfum hans í þágu þjóðarinnar.
Kynni okkar Þorvaldar hófust fyr-
ir rúmum 50 árum en urðu ekki náin
þá. Hann var 9 árum eldri en ég, en
eftir því, sem aldur færðist yfir okk-
ur báða, finnst mér, að hann hafi ekki
verið neitt eldri en ég. Á síðustu ár-
um treystust böndin milli okkar og
við hittumst nokkuð oft á heimili
hans og töluðum oft saman í síma;
eftir á að hyggja alls ekki nógu oft.
Fráfall Elísabetar konu hans var
honum mikið áfall og okkur öllum,
sem hana þekktum. En það treysti
vináttu okkar Þorvaldar og þá fjölg-
aði samverustundum okkar. Mér
þótti gaman og fróðlegt að spjalla við
Þorvald og hlusta á allt, sem hann
gat sagt mér af þeim fjölda manna úr
öllum stéttum þjóðfélagsins, sem
hann hafði kynnst og unnið með um
dagana, sjómönnum, verkamönnum
og stjórnmálamönnum í valdamestu
stöðum þjóðfélagsins. Aldrei minnist
ég þess, að hann talaði af virðingar-
leysi um aðra menn eða skoðanir
þeirra. Ekki var síður gaman fyrir
mig að blanda geði við traustan sjálf-
stæðismann, sem byggði viðhorf sín
á góðum íhaldssömum gildum, sem
flestir eru nú búnir að missa sjónir á
með þeim afleiðingum, sem alls stað-
ar blasa við, ekki síst í stjórnmálum.
Ég þakka Þorvaldi fyrir, hvað
hann var duglegur að hringja í mig
og halda því góða lífi í vináttu okkar
og samverustundum, sem ég á í
minningum mínum og verða aldrei
teknar frá mér.
Við Tóta sendum Elísabetu og allri
fjölskyldu hennar samúðarkveðjur
með þakklæti.
Axel Kristjánsson.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
verður okkur, sem unnum með hon-
um sem forseta á Alþingi, lengi
minnisstæður. Hann lét sannarlega
hendur standa fram úr ermum þegar
hann tók við forsetastöðunni. Okkur
leist ekki á blikuna. Miklu var breytt
innan dyra, fjölgað í starfsliði, kynn-
ingarstarfsemi efld, þingsköp endur-
skoðuð, alþjóðasamstarf aukið. Mikil
áform um byggingar á Alþingisreit.
Hann rak okkur áfram. Ekki gekk
allt upp en margt komst áleiðis.
Sjálfur dró hann ekki af sér, var
mættur fyrstur manna á skrifstof-
una, oftast upp úr kl. 8, og þá byrjaði
ballið; hringingar út og suður, aðal-
lega við kjósendur fyrir vestan eða í
stofnanir í þeirra þágu hér í bænum.
Hann bjó sig undir þingfundi með
kostgæfni, einkum atkvæða-
greiðslur, og gátu það orðið langar
setur með okkur starfsmönnum.
Formfestan var mikil og allt skyldi
fara fram lögum og reglum sam-
kvæmt. Þessi tilþrif gátu tekið á þol-
inmæði okkar sem yngri vorum. En
mitt í allri alvörunni átti Þorvaldur
það til að slá upp í grín, og vægði þá
ekki sjálfum sér.
Sjálfsagt hefur Þorvald dreymt
um að verða ráðherra í ríkisstjórn
eins og marga stjórnmálamenn og
hugsjónamenn. En aðstæður voru
honum andstæðar. Eftir kosningarn-
ar 1983 lá hins vegar beint við, eftir
langa reynslu hans sem deildarfor-
seti, að hann yrði forseti sameinaðs
Alþingis þótt fleiri litu þann stól hýru
auga.
Fyrir Þorvaldi var forsetastaðan
ekki hægur og virðingarfullur sess,
heldur mikilvægt tækifæri til að láta
til sín taka og marka spor. Það var
hins vegar ekki auðveldur leiðangur
að reisa merki Alþingis, hvorki gagn-
vart meirihlutanum og forustu hans í
þinginu né heldur gagnvart almenn-
ingi í landinu. Alþingismenn sumir
sneru líka upp á sig og stundum
fannst fólki hann vera með hégóma
og uppskafningu þegar Alþingi var
annars vegar. En einmitt fyrir þrek
sitt gagnvart skilningsleysi margra á
veg og virðingu „elstu og æðstu
stofnunar þjóðfélagsins“ (eins og
hann orðaði það) á hann aðdáun
skilda. Þorvaldur Garðar var stoltur
af Alþingi Íslendinga. Þegar íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkurborg-
ar, sem undirbjó hátíðarhöld þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní 1984 og bauð
honum að koma í Alþingishúsið og
ganga þaðan út á Austurvöll þar sem
honum var ætlað sæti fyrir aftan
varaborgarfulltrúa, þá sagði hann:
„Nei, það verður ekki þannig!“ Slík
dæmi urðu mörg næstu árin.
Þetta var stundum erfitt stríð,
bæði við hann og með honum, en
þegar horft er til baka á forsetastörf
Þorvalds Garðars er gott til þess að
hugsa að hafa verið í liði með honum.
Persónulega er margt að þakka að
leiðarlokum, einkum þó traust og
trúnað sem hann sýndi mér óverð-
skuldað strax og kynni hófust, og síð-
an vináttu ævilangt. Jafnan var
hressandi að heyra í honum í síma
þegar eitthvað fór úrskeiðis á Alþingi
að hans mati, alþingismenn stóðu sig
illa eða forseti fór ekki rétt að. Þegar
slíkum ræðum lauk var alltaf slegið á
létta strengi, sagðar sögur og síðan
kvatt með innilegheitum.
Guð blessi minningu Þorvalds
Garðars Kristjánssonar alþingisfor-
seta.
Helgi Bernódusson.
Í dag er Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, fyrrum þingmaður Vestfirð-
inga, borinn til moldar. Kvaddur er
góður vinur en jafnframt maður sem
lét sér annt um velferð umbjóðenda
sinna og hvaðeina er laut að fram-
gangi og framförum á Vestfjörðum.
Ekki verða öll þau fjölmörgu mál er
hann beitti sér fyrir tíunduð hér en
kastljósinu þess í stað beint að orku-
málum Vestfirðinga.
Það voru framsýnir sveitarstjórn-
armenn á Vestfjörðum með Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga í farar-
broddi sem hófu að huga að því
hvernig orkumálum Vestfirðinga
yrði best fyrirkomið í upphafi átt-
unda áratugar síðustu aldar. Það var
sama hvert horft var, alls staðar
blöstu við verkefnin, meginþorri
húsa var kyntur með olíu og hluti raf-
orkunnar var framleiddur með dísil-
vélum. Þorvaldur Garðar, þáverandi
alþingismaður, tók málið upp á arma
sína, barðist fyrir stofnun orkufyr-
irtækis á fjórðungsvísu af öllu afli, vel
studdur af Vestfirðingum. Hann
vann Gunnar Thoroddsen, þáverandi
iðnaðarráðherra, á sitt band og
Gunnar kom málinu í gegn hjá rík-
isstjórninni. Þorvaldur Garðar er því
réttnefndur „ljósmóðir“ Orkubús
Vestfjarða eins og Guðmundur Ingi
Kristjánsson komst að orði í vísu
ortri á aðalfundi Orkubúsins 1979
þegar fluttar voru kveðjur frá þing-
mönnum sem komust ekki til fund-
arins.
Engan fjarstaddir þingmenn þreyta
en Þorvaldur Garðar kom hingað fús.
Líklega má hann líka heita
ljósmóðir þessa Orkubús.
Þó aðeins sé litið til þessa eina
máls eiga Vestfirðingar Þorvaldi
Garðari mikið að þakka.
Með þeim hjónum, Þorvaldi
Garðari og Elísabetu Kvaran, og
tengdaforeldrum mínum, Magnúsi
Amlín og Ingunni Angantýsdóttur,
var mikill vinskapur og vegna þess
vinskapar urðu fyrstu kynni okkar
Þorvaldar Garðars, ég ungur há-
skólanemi, hann margreyndur þing-
maður.
Það var oft glatt á hjalla á heimili
tengdaforeldra minna, í Hallhúsi á
Þingeyri, þegar Þorvaldur Garðar og
Elísabet komu í heimsókn og þar
voru gjarnan sagðar sögur af ýmsu
sem gerðist á ferðalögum þegar
tengdafaðir minn ók Þorvaldi
Garðari vítt og breitt um vegleysur
kjördæmisins.
Þorvaldur Garðar var sérlega
vinnusamur og hafði skýra sýn á lok
þeirra verkefna sem hann vann að
hverju sinni. Dugnaði Þorvaldar
Garðars kynntumst við hjónin vel í
aðdraganda vetrarkosninganna 1983
en þá dvaldi hann á heimili okkar.
Hann gekk síðastur til náða og var
jafnan kominn aftur til starfa milli 5
og 6 að morgni.
Þorvaldur Garðar er kvaddur með
þökk fyrir hans góðu störf í þágu
vestfirskra byggða. Verk hans munu
halda minningu hans á lofti um ókom-
in ár
Dóttur Þorvaldar Garðars, Ebbu
og fjölskyldu hennar, senda góðir
vinir að vestan innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristján Haraldsson.
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson
Fleiri minningargreinar um Þor-
vald Garðar Kristjánsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Bækur til sölu
Kortasaga Íslands 1-2,
Alþingisbækur Íslands 1-9 ób.,
Jökull 1.-36. árg. ib., ób., Veðrið
1.-18. árg. ib., Árbók Þingeyinga
1.-20. árg. ib., Landskjálftar á
Íslandi Þ.Th., Náttúrufræðing-
urinn 1.-58. árg. ób., Náttúru-
fræðingurinn 1.-28. árg. ib með
kápum, gott band, Veiðimaðurinn
1.- 90. tb. ib., Heima er best 1. -
14 árg. gott band, Skotveiði
í íslenskri náttúru O.F.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Gisting Akureyri
Glæsileg 2 herb. íbúð til skammtíma-
leigu á Akureyri. Gisting fyrir 4. Uppl.
í s. 864 1816, eydisb3@gmail.com.
ÓDÝR GISTING Í REYKJAVÍK 110
Fullbúin íbúð til leigu í lengri eða
skemmri tíma. Skoðaðu myndir og
aðrar upplýsingar á www.annholt.is
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is
Leó, s. 897- 5300.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Í Hafnarfirði við lækinn
Til leigu 2 herbergja nýleg íbúð á
efstu hæð við Lækjargötu. Falleg
íbúð, parket á gólfum og flísalagt
baðherbergi/þvottahús í íbúð.
Leiguverð 105 þ. pr/mán. með hita,
rafmagni og hússjóð. Laus strax.
Uppl. um leigutaka sendist á
lovisa@heima.is
Húsnæði óskast
Íbúð í Reykjavík óskast
Viljum gjarnan taka á leigu 2ja herb.
íbúð á 1. eða 2. hæð. Barnlaus hjón.
Upplýsingar í símum 821 6676 og
895 9459.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tölvur
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Utsala - Útsala - Útsala
Handslípaðar kristal ljósakrónur frá
Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval.
Frábær gæði og gott verð
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhald -Ársreikningar -Framtöl
Bókhald, skattaframtöl, stofnun fél.,
ársreikningar, VSK-uppgjör, erfða-
fjársk., leigusamningar o.fl.
HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977.
framtal@visir.is
Þjónusta
Gluggahreinsun
Hreinsa þakrennur, hreinsa
lóðir, gluggahreinsun, vélavinna
og ýmis smærri verk. Uppl. 847
8704 eða manninn@hotmail.com
Ljósmyndastofa Gunnars
Ingimarssonar
Suðurveri - Stigahlíð 45 - s. 553 4852
- lgi.is - Myndatökur fyrir alla
fjölskylduna
Ýmislegt
Glow & blikkvörur
fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á
www.hafnarsport.is og skoðaðu
úrvalið.
Heitir pottar
Sími 565 8899
GSM 863 9742
www.normx.is
normx@normx.is
persónulegt púsl
Gisting
Húsnæði í boði