Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 27

Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 NÚ STENDUR í Bókasafni Seltjarnarness sýning til- einkuð skáldinu Jóhanni Jóns- syni. Málstofa um Jóhann og órbirt verk hans verður haldin í safninu í dag undir yfirskrift- inni Ef til vill hef ég séð inn í himininn. Lesið verður úr bréf- um Jóhanns, ferðasögum, ör- lagasögu ásamt ljóðum sem verið hafa til sýnis á safninu í apríl og markar málstofan lok sýningarinnar, en þar getur meðal annars að líta óbirt ljóð og bréf eftir skáldið. Lesarar verða Gunnar Már Hauksson, Þorleifur Hauksson og Ásgeir Jóhannesson. Málfríður Finnbogadóttir stýrir dagskránni. Bókmenntir Málstofa um Jóhann Jónsson Jóhann Jónsson KAMMERKÓR Seltjarnar- neskirkju heldur vortónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20.00. Á efnisskránni er meðal annars Missa Brevis eftir Ja- cob de Haan, Freaut euch alle eftir J.S. Bach, sálmurinn Hver fögur dyggð í fari manns eftir Egil Gunnarsson í nýrri út- setningu og Tantum ergo eftir Mozart fyrir þrjár kvenna- raddir. Einsöngvarar koma úr röðum kórsins. Kórstjóri er Friðrik Vignir Stef- ánsson, organisti kirkjunnar, sem leikur einnig undir í flestum verkanna. Tónleikarnir marka upphaf Listahátíðardag- skrár Listvinafélags Seltjarnarneskirkju. Tónlist Vortónleikar í Sel- tjarnarneskirkju Friðrik Vignir Stefánsson SÖNGVARARNIR Gissur Páll Gissurarson og Nathalía Druz- in Halldórsdóttir flytja aríur, ljóð og rússnesk sönglög í Gerðubergi á föstudag kl. 12:15, við píanóundirleik Nínu Margrétar Grímsdóttur. Á efn- iskránni eru meðal annars verk eftir Tsjajkovskíj, Rakhman- inoff og Sjostakovitsj, Glinka, Liszt, Verdi, Massenet, Tosti, Meyerbeer og Lehár. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni „Klassík í hádeginu“ og lokatónleikarnir í röðinni á þessu starfsári. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Nína Margrét Grímsdóttir. Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 2. maí kl. 13:15. Tónlist Klassík í hádeginu í Gerðubergi Nína Margrét Grímsdóttir Allir vita að sá fundur var ekki til mikillar lukku fyrir frum- byggja Norður-Ameríku 30 » TÓNLISTARFÓLK er sífellt á ferð og flugi eins og sannaðist þegar gosaska úr Eyjafjallajökli sáldraðist yfir Evrópulönd með þeim afleið- ingum að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Fjölmörgum tónleikum varð að aflýsa þegar stjórnandi eða einleikari gekk úr skaftinu, eins og íslenskir tónleikagestir fá að kenna á á morgun, því klarínettleikarinn Martin Fröst komst ekki til landsins eins og greint er frá á baksíðu. Það hafa fleiri þurft að breyta tónleikahaldi og þannig komst Pierre Boulez ekki til San Diego, sat fastur í París, Valery Gergiev, sem stýra átti tónleikum Fílharmóníu- sveitar New York á tónlistarhátíð komst ekki þangað í tæka tíð fyrir fyrstu tónleikana. Söngkonan Anna Sophie Otter komst ekki frá Stokk- hólmi til New York heldur. Leif Ove Andsnes sem er vænt- anlegur á Listahátíð í maí sat fastur í Ósló, en hann átti að spila í Barce- lona. Nikolai Demidenko hljóp í skarðið, rétt náði í miða með Eu- rostar-lestinni frá Lundúnum til Parísar. Hann þurfti að standa frammi á gangi alla leiðina og ók síðan tíu tíma til Barcelona. Tepptur Norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes sat fastur í Ósló. Gosið setur allt úr skorðum Tónleikahald í upp- námi víða um heim Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is LISTAKONAN Þorbjörg Pálsdóttir lést í nóvember síðastliðnum, ríflega níræð að aldri. Hún átti að baki lang- an listamannsferil og merkilegan, enda voru verk hennar fyrir allra augum – nefni sem dæmi verkið Dansleik sem stendur við Perluna á Öskjuhlíð og er líklega það listaverk íslenskt sem flestir hafa fest á filmu á síðustu árum, nema ef vera skyldi Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar. Fyrir stuttu var sett upp óvenju- leg sýning á verkum Þorbjargar og sú stendur líka stutt; síðasti sýning- ardagur verður nú á sunnudaginn. Sýningin er á Sjafnargötu 14, Reykjavík, heimili og vinnustofu listakonunnar til margra ára. Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson settu sýninguna upp og Hannes segir að á sýningunni sé að finna verk sem spanni að segja allan feril Þorbjargar. „Fyrst og fremst eru þetta þó verk sem tengjast eig- inlega fjölskyldu hennar, nær- umhverfi hennar, enda lögðum við áherslu á þau verk.“ Hann segir að þó ýmis verkanna hafi verið sýnd áð- ur hafi þau aldrei verið sýnd saman á þennan hátt. Einskonar minningarsýning Hannes segir að hugmyndin að sýningunni komi frá börnum Þor- bjargar og í raun megi segja að þetta sé einskonar minningarsýning um hana. Eins og getið er er sýningin ný- stárleg fyrir það að á henni eru verk sem sjaldan eða aldrei hafa sést op- inberlega og aldrei í því samhengi sem þau eru núna, en einnig sé húsið á Sjafnargötunni hluti af sýning- unni, sá staður þar sem Þorbjörg bjó og var með vinnustofu sína. „Þar urðu næstum öll verkin á sýningunni til og mótífin tengjast húsinu líka sterkum böndum,“ segir Hannes. Á sýningunni eru ríflega fimmtíu verk, og komast ekki öll fyrir innan dyra þannig að stór hluti þeirra er í garðinum. „Þau stóðu líka mörg þar á sínum tíma, því garðurinn var allt- af hluti af vinnustofu hennar.“ Mikil aðsókn Eins og getið er stendur sýningin stutt, hófst fyrir viku og lýkur á sunnudag. Hannes segir það að- allega skýrast af því að sýningin sé inni á heimili og því ekki aðstaða til að hafa hana opna lengur. „Það var ákveðið að hafa sýning- arvikurnar tvær en ekki bara eina vegna þess hve aðsókn að sýning- unni var mikil,“ segir hann og bætir við að sýningin sé opin virka daga frá kl. 15:00 til 18:00 og um helgina frá kl. 12:00 til 18:00. 0Aðgangur er ókeypis. Þorbjargar Pálsdóttur minnst Morgunblaðið/Árni Sæberg Minning Verk Þorbjargar Pálsdóttur þekkja flestir þó þeir þekki kannski ekki til höfundarins. Nú stendur yfir sýning sem spannar allan feril hennar. Í HNOTSKURN » Þorbjörg Pálsdóttir fædd-ist 10. febrúar 1919. Hún lést 11. nóvember 2009. » Þorbjörg lærði ljós-myndun í Iðnskólanum og lærði síðan í Berggrens Mål- arskola og Konstfack í Stokk- hólmi. » Hún stundaði nám hjá Ás-mundi Sveinssyni, Sigur- jóni Ólafssyni og Jóhanni Ey- fells. Sýnt á heimili og vinnustofu NÆSTKOMANDI fimmtudag hefst listahátíðin List án landamæra í sjö- unda sinn. Að þessu sinni eru ríflega 50 viðburðir á dagskrá víða um land á næstu vikum. Mest verður um að vera á höfuðborgarsvæðinu, en einn- ig verða viðburðir í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egils- stöðum, í Vestmannaeyjum, á Sel- fossi og á Suðurnesjum. Fyrsta atriði hátíðarinnar verður opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka kl. 15:00 á fimmtudag, en eiginleg opnun hátíð- arinnar verður í Ráðhúsi Reykjavík- ur kl. 17:00 þann dag. Þá mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, setja hátíðina og fram koma Linda Rós Pálmadóttir og Ari Agnarsson, Gjóla og Meist- ararnir, Valur geislaskáld, Margrét Eiríksdóttir, Skúli Steinar Pét- ursson og Haffi Haff ásamt Ung- Topp. Kynnar verða Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord. Í kjöl- farið verður opnuð samsýning myndlistarfólks í Ráðhúsinu sem standa mun til 9. maí. Meðal annarra viðburða í Reykja- vík má nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Á Suð- urnesjum hefst dagskrá í Garði á föstudag undir yfirskriftinni „Fugl- arnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí. Fyrsta maí verður opnuð sýning Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ verður opnuð ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu listamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. List án landamæra haldin í sjöunda sinn Fimmtíu viðburðir í boði á listahátíð um land allt Kristinn Þór Elíasson Hátíð Forsíðumynd dagskrárbækl- ings Listar án landamæra. SL. LAUGARDAG var opnuð sýn- ing í Bókasal Þjóðmenningarhússins helguð rithöfundinum Sigurði A. Magnússyni. Á sýningunni, sem var valin yfirskriftin Í ljósi næsta dags, eru störf Sigurðar í gegnum árin dregin fram með munum, myndum og texta með áherslu á feril hans sem rithöfundar, gagnrýnanda og þýðanda. Sigurður A. Magnússon er rithöf- undur og hefur starfað sem ritstjóri, blaðamaður, gagnrýnandi, þýðandi, höfundur ferðabóka og kynning- arrita og síðast en ekki síst höfundur skáldlegrar sjálfsævisögu. Hann er einnig afkastamikill þýðandi, hefur skrifað bækur og ritgerðir þar sem hann kynnir Ísland og íslenska menningu fyrir erlendum lesendum og þýtt mikið af íslenskri ljóðlist á ensku. Ennfremur hefur Sigurður þýtt ljóð úr ýmsum málum á ís- lensku, starfað sem leiðsögumaður og unnið talsvert að félagsmálum og gegnt formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum og var fyrsti formaður hins sameinaða Rithöf- undasambands Íslands. Sýningin stendur til 15. janúar nk. Sýning helguð Sig- urði A. Magnússyni Störf Sigurðar í gegnum árin dregin fram með munum, myndum og texta Afköst Sigurður A. Magnússon, rit- höfundur, gagnrýnandi og þýðandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.