Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
Í dag er formleg opnun á sjón-
varpsvef Fjölbrautaskólans við Ár-
múla. Á vefnum verður hægt að sjá
ýmislegt kvikmynda- og sjónvarps-
efni sem framleitt er af nemendum
skólans.
Á vormisseri unnu nemendur
kvikmyndaáfangans BÍÓ213 að
uppsetningu á fundaröð í skólanum
sem var sett upp eins og sjónvarps-
þættir. Fyrri þátturinn af „Upp úr
skotgröfunum“ fjallaði um framtíð
íslenskrar kvikmyndagerðar og sá
síðari um hvort lögleiða eigi spila-
víti á Íslandi. Er nú hægt að sjá
fyrri þáttinn á vefsíðu skólans, en
sá síðari mun birtast fljótlega;
http://www.fa.is/sjonvarp.
Verkefnið er undir handleiðslu
Þórs Elís Pálssonar kvikmynda-
gerðarmanns og snýr það að upp-
töku og vinnslu á sjónvarpsefni.
Gestir fyrri þáttarins voru m.a.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra og Páll Magnússon
útvarpsstjóri.
Upp úr skotgröfunum –
Umræðufundir á netinu
Fólk
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÍTÖLSK kvikmyndahátíð verður sett í Norræna
húsinu á morgun og stendur til 3. maí. Hátíðin
ber yfirskriftina Sögur af innflytjendum.
Sýndar verða fjórar myndir: Nuovo mondo, Il
vento fa il suo giro, Lamerica og Quando sei nato
non puoi piú nasconderti.
„Myndirnar sem við sýnum eru tengdar þem-
anu innflytjendur/útflytjendur og vandamálum
tengdum þeim; framandi og öðruvísi fólk, um-
hverfi og menning,“ segir Simona Storchi lektor
í ítölsku við Háskóla Íslands sem skipuleggur há-
tíðina ásamt fleirum. En að henni standa Nor-
ræna húsið, Ítalska sendiráðið, Ítalska félagið á
Íslandi, ítalskan við Deild erlendra tungumála
við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur.
„Ítalar flúðu land sitt áður fyrr en nú er það
öfugt. Mikið af innflytjendum kemur til Ítalíu í
von um betra líf og frelsi. Því miður fer ekki allt-
af vel fyrir þeim og margir þurfa að glíma við
fordóma og skort á umburðarlyndi. Málefni fjöl-
menningar og afnám kynþáttaaðgreiningar
snerta margt á Vesturlöndum svo við ákváðum
að sýna nokkrar ítalskar bíómyndir tengdar því
til að vekja umræðu um málefnið,“ segir Simona.
Sýningar eru í Norræna húsinu fimmtudag,
laugardag, sunnudag og mánudag og hefjast kl.
20 öll kvöldin. Enginn aðgangseyrir er inn á
myndirnar sem eru sýndar með enskum texta.
Sögur innflytjenda á Ítalskri kvikmyndahátíð
Ítölsk Úr myndinni Nuovomondo eftir Crialese.
Leikfélag Akureyrar hefur
ákveðið að koma suður og sýna
leikritið 39 þrep í Íslensku óper-
unni í maí. Uppselt var á nær fimm-
tíu sýningar fyrir norðan.
Í þessum óborganlega gamanleik
fara fjórir leikarar á kostum í 139
hlutverkum. Leikstjóri sýningar-
innar er María Sigurðardóttir en
hún sló eftirminnilega í gegn með
sýningunum Sex í sveit og Fló á
skinni.
Sýningafjöldi í Íslensku óperunni
er takmarkaður. Miðasala á 39 þrep
er hafin á midi.is og opera.is, einnig
er hægt að nálgast miða í síma 511-
6400.
Gamanverkið 39 þrep
sýnt fyrir sunnan
Á morgun, fimmtudaginn 29. apríl,
kemur út nýjasta viðbótin við Pott-
þétt seríuna. Gripurinn er númer
52 en alls hafa verið gefnir út um 90
diskar í Pottþétt-röðinni. Á honum
verður að finna helstu slagara
dagsins í dag, þar af tíu íslensk lög.
Fimm laganna munu ekki hafa ver-
ið gefin út áður, en þau eiga Friðrik
Dór, Pétur Ben og Eberg, Ingó og
Veðurguðirnir, Hvanndalsbræður
og Last Boy.
Hið gríðarlega vinsæla lag Dikta,
„Thank You“, er meðal þeirra laga
sem má finna á disknum, svo og
„Söngur um lífið“ með Páli Óskari.
Meðal erlendra flytjenda á plöt-
unni má nefna Adam Lambert,
Pixie Lott, Lady Gaga, Medina,
Goldfrapp og Sidney Samson.
Safnplatan Pottþétt 52
kemur út á morgun
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
NÆSTKOMANDI föstudag ætla
nemendur Tónlistarskóla FÍH að
syngja á tónleikum plötuna Lifun eftir
Trúbrot. Tónleikarnir eru verkefni
söngnema í rytmísku deild skólans en
þar er kenndur popp- og rokksöngur
þó áherslan sé að mestu leyti á djass.
Með söngvurunum spila hljóðfæra-
nemar við sömu deild og er samspil
fyrir uppsetninguna hluti hljóðfæra-
námsins. Umsjón með náminu og
verkefninu hafa kennararnir Ásgeir
Ásgeirsson og Kristjana Stefánsdóttir
sem sat fyrir svörum um tónleikana.
„Við setjum upp tvær svona upp-
færslur á ári, fyrir áramót varð fyrir
valinu söngbók Magnúsar Eiríkssonar
og svo Lifun núna eftir áramót,“ segir
Kristjana. Hún segir flesta nemend-
urna vera lengra komna, en að þau
hafi fengið að velja hvorri uppfærsl-
unni þau tækju þátt í. Það eru kenn-
arar skólans sem velja hvaða verk eru
tekin fyrir hverju sinni en þau eru val-
in með hliðsjón af nemendahópnum
sem flytur þau. „Við reynum að velja
þetta þannig að það henti nemend-
unum, við svona lítum yfir hópinn og
sjáum hvað passar. Í fyrra völdum við
Burt Bacharach og þar á undan We
Will Rock You með Queen, en okkur
langaði að leggja áherslu á íslenskt í
ár. Þessi samspil sem eru í skólanum
eru mikið djass-miðuð og ekki eins
mikið um rokk. Þannig að við vorum
bæði að hugsa þetta tónlistarlega og
sönglega, þó að þetta sé aðallega verk-
efni söngdeildarinnar.“
Aðlagað fyrir kvenraddir
Kristjana segir verkið mjög krefj-
andi, bæði fyrir söngvarana og hljóm-
sveitina, en að krakkarnir séu búnir að
vera einstaklega duglegir við æfingar
og að mikill metnaður verði lagður við
flutninginn. Lögunum hefur verið
bróðurlega skipt á milli söngnemanna
eftir því hvað hentar röddum þeirra en
allir koma þeir til með að syngja sóló
ásamt því að radda hvert hjá öðru.
Vegna þess hvernig Trúbrot var skip-
uð þegar Lifun kom út hefur þurft að
laga tónlistina að sönghópnum.
„Já, við höfum náttúrlega aðlagað
það heilmikið því þegar Lifun kemur
út 1971 þá voru þetta bara karlsöngv-
arar í sveitinni, en í þessum hópi sem
flytur þetta núna eru fimm stelpur og
tveir strákar. Þannig að við höfum
þurft að hafa tóntegundaskipti út af
stelpunum. Þetta er mjög mikið radd-
að og þetta eru mjög flóknar raddir,
sem þau hafa legið yfir og hefur bara
gengið mjög vel.“
Aðspurð segir Kristjana að tónleik-
arnir verði bæði fyrir augu og eyru en
að útvíðu buxurnar fái þó að hanga
inni í skáp að sinni. „Þetta verða al-
vöru rokktónleikar, það verða ljós og
rosa „sound“. En þau ætla ekki að fara
í hippagallann,“ segir hún og hlær.
„Þetta verður stíliserað og smart. Það
var lengi verið að spá í hvort við ættum
að gera það eða ekki, en við ákváðum
að hafa þau í sparifötunum.“
Krefjandi en skemmtilegt
Kristjana segir krakkana hafa
kannast misvel við plötuna en þau hafi
öll verið spennt að takast á við tónlist-
ina. „Þeim finnst þetta alveg frábært.
Þetta er lúmskt krefjandi og ég held
að það hafi komið þeim svolítið á óvart.
Það er mikið um tóntegundaskipti og
taktskipti og svo eru mjög flóknar
raddir inni á milli, mikið um þéttradd-
arsöng. Sem er ekki algengt í rokk-
tónlist, þannig að hljómalega er þetta
oft á tíðum mjög djass- og klassískt-
blandað í og með.
Þetta er kannski ekki ósvipað því
sem þau hafa kynnst í náminu tækni-
lega séð, en mörg þeirra eru að syngja
mjög djassaða eða þá poppskotna tón-
list, þannig að þetta er kannski í fyrsta
skipti sem þau syngja alvöru rokk.
Söngnámið er líka mjög einstaklings-
miðað nám en þetta er partur af nám-
inu, að læra að koma fram og læra á
æfingaferlið, sem getur verið mjög
flókið og stórt, og að læra þessa fag-
mennsku, að þurfa að koma á söng-
æfingar til að syngja saman. Þetta er
ekki eins og að vera í kór, þau þurfa að
syngja þetta á fullu blasti í míkrófón
og það þarf að hljóma mjög vel, þannig
að við erum búin að vera með æfingar í
gegnum söngkerfi og þau eru búin að
vera að stilla sig saman.
Þannig að þetta er gífurlegur lær-
dómur sem þau fá af því að taka þátt í
svona uppfærslu og þau koma vel skól-
uð og svolítið sjóuð út í bransann, þau
sem ætla sér í hann eftir námið. Ég
held að það hafi komið þeim öllum
mjög á óvart hvað þetta er flókið, en
svo þegar þau hafa verið að æfa þetta
hafa þau bara tekið ástfóstri við mús-
íkina.“
Morgunblaðið/Kristinn
Rokk „Þetta er ekki eins og að vera í kór, þau þurfa að syngja þetta á fullu blasti í míkrófón,“ segir Kristjana Stefánsdóttir söngkennari krakkanna.
Lifun á fullu blasti í míkrófón
Tónlistarnemar í FÍH flytja Lifun eftir Trúbrot á tónleikum á föstudaginn
Lofa miklu rokki og róli Meðlimir Trúbrots hafa boðað komu sína
Hljómsveitin Trúbrot varð til árið
1969 í kjölfar þess að forsprakkar
Hljóma og Flowers ákváðu að
stofna nýja grúppu. Upphaflegir
meðlimir sveitarinnar voru Gunnar
Þórðarson, Rúnar Júlíusson,
Shady Owens, Karl Sighvatsson og
Gunnar Jökull Hákonarson.
Lifun kom út 1971 og var þriðja
plata sveitarinnar, en þegar hún
kom út höfðu breytingar orðið á
bandinu og meðlimir komið og far-
ið. Shady hafði t.d. yfirgefið strák-
ana en Magnús Kjartansson geng-
ið til liðs við þá.
Lifun var frumflutt í Háskólabíói
13. mars 1971 við mikinn fögnuð
áheyrenda. Samning plötunnar og
æfingar fyrir tónleikana tóku að-
eins sex vikur en hún er af mörg-
um talin ein besta íslenska plata
sem út hefur komið og hefur með-
al annars verið flutt af Sinfóníu-
hljómsveit Íslands.
Lifun var samin og æfð á sex vikum