Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
999 kr/pk.
Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur
m
ar
kh
on
nu
n.
is HUMAR 1 kg
SKELBROT
KLEPRAGÍGUR heldur áfram að hlaðast upp í nyrsta
ískatli Eyjafjallajökuls og hraunið rennur áfram til norð-
urs að Gígjökli, samkvæmt upplýsingum Björns Odds-
sonar, jarðfræðings hjá Jarðvísindastofnum Háskóla Ís-
lands, sem fór í eftirlitsflug yfir eldstöðvarnar í gær með
flugvél Landhelgisgæslunnar.
Lítið sást til eldstöðvanna í gær en hægt er að fylgjast
með þróuninni á ratsjá flugvélarinnar. Gosið virðist svip-
að og undanfarna daga en þó mun minna en í upphafi.
Gjóskan sem kemur upp er mun grófari en fyrstu dag-
ana. Það vantar í hana fínu kornin sem valdið hafa mest-
um usla í háloftunum og þar með fluginu.
Björn var í hópi vísindamanna sem fór upp Hamra-
garðaheiði og að Skerjunum í Eyjafjallajökli í fyrradag.
Tilgangurinn var að safna sýnum af gjóskunni sem eld-
stöðin sendir frá sér núna. Björn segir að þeir hafi lent í
gjóskuregni. „Við fórum ekki það langt að fá í okkur
hnullunga, aðeins salla og smákorn og maður fann fyrir
því þegar þetta lenti á öxlinni.“ helgi@mbl.is
Klepragígur heldur áfram
að hlaðast upp í ískatlinum
Gjóskan mun grófari en í
upphafi goss í Eyjafjallajökli
„MÉR þykir vænt um það traust
sem mér er sýnt og mun reyna að
standa undir því,“ segir Hjálmar
Jónsson sem var kjörinn formaður
Blaðamannafélags Íslands á aðal-
fundi í gærkvöldi. „Ég mun leggja
áherslu á að setja niður þær deilur
sem hafa verið uppi í félaginu og ein-
beita mér að því að efla og styrkja
félagið svo það geti verið málsvari
blaðamanna, bæði faglega og kjara-
lega,“ segir Hjálmar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem
verið hefur formaður félagsins í eitt
ár og Hjálmar Jónsson fram-
kvæmdastjóri buðu sig fram til for-
manns. Þóra Kristín dró framboð
sitt til baka fyrir fundinn og var
Hjálmar því sjálfkjörinn formaður.
Hjálmar hefur áður verið formað-
ur félagsins en hætti fyrir sjö árum.
Fjórir nýir í stjórn
Miklar breytingar urðu á stjórn
Blaðamannafélagsins. Þrír stjórn-
armenn, Elva Björk Sverrisdóttir,
Svavar Halldórsson og Sólveig
Bergmann, sem allir áttu eitt ár eftir
af kjörtímabili sínu, sögðu sig úr
stjórn og Svanborg Sigmarsdóttir
gaf ekki kost á sér til endurkjörs að
þessu sinni. Magnús Halldórsson,
Egill Ólafsson, Óli Kristján Ár-
mannsson og Erla Hlynsdóttir voru
kjörin í þeirra stað.
Fóru yfir deiluefni
Í upphafi fundar var felld tillaga
Svavars Halldórssonar um að fresta
aðalfundi vegna ágalla sem hann
taldi á undirbúningi hans og fram-
kvæmd. Fráfarandi formaður og
framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir
sjónarmiðum sínum og skýrðu ýmis
atriði sem valdið hafa deilum.
Samþykkt var að kjósa þriggja
manna nefnd til að endurskoða lög
félagsins. helgi@mbl.is
Mun reyna að setja niður deilur
Hjálmar Jónsson kjörinn formaður Blaðamannafélagsins í
stað Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur Uppstokkun í stjórn
Morgunblaðið/Kristinn
Í eldlínu Fjölmenni var á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Hjálmar Jónsson voru þar í aðalhlutverkum.
STÓRU olíufélögin hækkuðu öll
verð á eldsneyti í gær og kostaði lítr-
inn af bensíni 212,80 krónur í sjálfs-
afgreiðslu hjá mörgum stöðvum í
gærkvöldi og lítrinn af dísilolíu
210,50 kr. Þjónustuverð á bensíni
var orðið tæpar 218 krónur.
Hjá Orkunni kostaði bensínlítrinn
almennt 207 krónur í gærkvöldi og
dísilolíulítrinn 205,50 krónur; hjá
Atlantsolíu var verðið 0,10 krónum
hærra.
Ódýrasta eldsneytið var hins veg-
ar á bensínstöðvum Orkunnar og
Atlantsolíu við Skemmuveg, rúmar
196 krónur bensínið og tæpar 195
krónur dísilolían.
Stóru félögin
hækkuðu
bensínverð
Einum starfsmanni Reykjavíkurborgar fannst tilefni til myndatöku af trjárunna í miðborginni sem tekinn er að grænka vel á einum stað, nákvæmlega á
þeim stað sem er yfir útblæstri frá bílakjallara á vegum borgarinnar. Ylurinn þaðan flýtir fyrir vextinum en trén eru annars að taka við sér dag frá degi.
Morgunblaðið/Golli
GRÓÐURINN TEKUR ÓÐUM VIÐ SÉR Í BORGINNI
MILLILANDA- og innanlandsflug
komst að mestu í lag í gær, eftir
að byrjað var að nota flugvellina
í Keflavík og Reykjavík á ný.
„Þetta gengur eins og smurð
vél,“ segir Hjördís Guðmunds-
dóttir, upplýsingafulltrúi Flug-
stoða. Þá er ekki útlit fyrir að
askan úr Eyjafjallajökli trufli flug
næstu daga.
Flugvélar Icelandair fóru af
stað á réttum tíma í gærmorgun
og héldu áætlun í gær. Seinkun varð hins vegar á
flugi hjá Iceland Express vegna þess að vél kom
seint í fyrrinótt. Matthías Imsland forstjóri segir að
búið sé að koma því í samt lag.
Innanlandsflug var eftir áætlun í gær, nema til
Vestmannaeyja, þar sem aska er á flugleiðinni. Bú-
ast má við truflun á flugi þangað næstu daga.
Gengur eins og smurð vél
Gos Askan truflar
flugið minna.
RANNSÓKNARVÉL þýsku loft-
rannsóknarmiðstöðvarinnar varð
ekki vör við mikla ösku yfir suðvest-
anverðu landinu í gærkvöldi. Á leið-
inni til landsins flaug vélin nokkrum
sinnum lágflug við Eyjafjallajökul.
Niðurstöður úr mælingunni koma
í dag en Haraldur Ólafsson veður-
fræðingur segir þegar ljóst að töl-
urnar verði lágar. Vélin fer í annað
flug í dag og áformað er að hún snúi
heim á leið á sunnudag.
Lítil aska
mældist í gær