Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 18
18 ViðskiptiVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
● AXEL Ólafsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri endurskoðunar-
fyrirtækisins Ernst & Young hf. Axel
Ólafsson er með
meistaragráðu í
rekstrarverkfræði
frá Álaborgarhá-
skóla í Danmörku
og lauk MBA-
gráðu frá Háskól-
anum í Reykjavík
árið 2008. Segir í
tilkynningu að Ax-
el hafi viðtæka
stjórnunar-
reynslu, bæði á Íslandi og erlendis.
Hann kemur úr starfi framkvæmda-
stjóra KFD Aps. í Danmörku.
Ernst & Young er alþjóðlegt ráð-
gjafarfyrirtæki, með yfir 135.000
starfsmenn. Ernst & Young hf. hóf
starfsemi á Íslandi árið 2002.
Nýr framkvæmdastjóri
hjá Ernst & Young
Axel Ólafsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
STJÓRN Gildis lífeyrissjóðs telur að Glitnir
hafi blekkt sjóðinn, þegar Gildi ákvað að taka
þátt í útboði á víkjandi skuldabréfum frá bank-
anum.
Vilhjálmur Egilsson, stjórnarformaður Gild-
is, segir að lífeyrissjóðurinn hafi gert þá kröfu
við skiptastjórn Glitnis að um 3,7 milljarða
króna víkjandi kröfu verði breytt í almenna
kröfu vegna forsendubrests. „Þegar okkur
býðst í ársbyrjun 2008 að taka þátt í þessu út-
boði gerum við það í góðri trú. Kjörin voru mjög
góð, eða átta prósenta verðtryggðir vextir. All-
ar upplýsingar sem við fengum, bæði opinberar
upplýsingar og þær sem okkur voru afhentar á
þessum tíma, sýndu fram á sterka eiginfjár-
stöðu Glitnis og gott tekjustreymi.“
Raunveruleg staða bankans var hins vegar
öllu verri, eins og vitað er nú, og segir Vilhjálm-
ur að þeir sem sjóðurinn átti samskipti við hjá
Glitni hafi vitað eða hafi mátt vita hvernig mál-
um var háttað hjá bankanum. Sjóðurinn hafi
með öðrum orðum verið blekktur.
„Ef skiptastjórnin samþykkir ekki að breyta
víkjandi kröfunni í almenna kröfu munum við
fara með málið fyrir dómstóla,“ segir hann.
Neikvæð raunávöxtun í fyrra
Afkoma Gildis var kynnt á ársfundi sjóðsins á
miðvikudagskvöldið. Kom þar fram að raun-
ávöxtun árið 2009 hefði verið neikvæð um 1,5
prósent, en nafnávöxtun hefði verið jákvæð um
6,8 prósent. Skuldabréfaeign var færð niður um
10,6 milljarða króna á síðasta ári og bætist það
við um 12,5 milljarða niðurfærslu árið áður. Að
langstærstum hluta er hér um að ræða niður-
færslu vegna skuldabréfa fjármálastofnana og
fyrirtækja. Hrein eign til greiðslu lífeyris var
227,3 milljarðar í árslok og hafði aukist um 8,8
prósent á árinu. Heildarskuldbindingar sjóðs-
ins eru hins vegar 11,6 prósentum meiri en
eignir. Ákveðið var að lækka áunnin réttindi
sjóðsfélaga um sjö prósent og verður hún fram-
kvæmd í tvennu lagi, 3,5 prósent 1. júní í ár og
3,5 prósent 1. nóvember nk.
Lífeyrissjóðurinn blekktur
Útboð Skuldabréfaútboðið, sem Gildi tók þátt
í, nam alls um 15 milljörðum króna.
Í HNOTSKURN
» Líta má á víkjandi lán sem eins kon-ar blöndu af skulda- og hlutabréfi.
» Í bókhaldi má nota víkjandi lán tilað „hækka“ eigið fé lántaka, sem í
þessu tilviki var Glitnir.
» Fari lántaki hins vegar í þrot fá eig-endur víkjandi skuldabréfa ekki
kröfur sínar greiddar fyrr en almennir
kröfuhafar hafa fengið allt sitt greitt.
» Ekki er útlit fyrir að almennar kröf-ur á Glitni fáist greiddar að fullu og
því skiptir máli fyrir Gildi að kröfunni
verði breytt.
Gildi lífeyrissjóður vill að víkjandi kröfu
sem hann á á þrotabú Glitnis verði breytt í
almenna kröfu þar sem upplýsingar, sem
veittar voru við skuldabréfakaup, hafi ver-
ið rangar og bankinn hafi mátt vita það.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
● HAGNAÐUR íslenska tölvuleikjafram-
leiðandans CCP nam tæpum 6,2 millj-
ónum dollara í fyrra, sem samsvarar
um 795 milljónum króna, samkvæmt
upplýsingum frá CCP. Árið 2008 nam
hagnaður fyrirtækisins um fimm millj-
ónum dala.
Mikil fjölgun spilara EVE skýrir þessa
aukningu að stórum hluta. Þeir eru nú
um 340.000 talsins en voru tæplega
245.000 í árslok 2008. bjarni@mbl.is CCP Hilmar V. Pétursson, forstjóri.
Hagnaður CCP eykst um 1,2 milljónir dala
● Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25% milli mars og apríl samkvæmt mæl-
ingum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,26% frá
mars. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% milli mánaða.
Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,3%, en án húsnæðis um
11,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2%,
sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári en 11,1% án húsnæðis.
Vísitalan er nú birt á nýjum grunni og byggist hann á niðurstöðum úr út-
gjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2006-2008. Auk hennar hefur Hagstofan
notað ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins.
8,3% verðbólga síðustu 12 mánuði
● GENGI skuldabréfa breyttist ekki
mikið í gær, en skuldabréfavísitalan
Gamma: GBI hækkaði um 0,3% í 14,4
milljarða króna viðskiptum. Verð-
tryggð skuldabréf - Gammai: verð-
tryggt - hækkuðu í verði um 0,3% í
3,3 milljarða króna veltu. Óverð-
tryggða vísitalan, Gammaxi: óverð-
tryggt, hækkaði um 0,2% í 11,1 millj-
arða króna viðskiptum.
Skuldabréf hækka
STUTTAR FRÉTTIR ...
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./0
+01.23
+,4.-4
,,.-1+
,+.2/
+4.21+
++-.14
+./21,
+0/.10
+45.5-
+,-.4
+02.+,
+,-.,3
,,.0+-
,+.203
+4.45/
++-.0
+./20,
+03.+4
+45.12
,,4.,-/,
+,0.5+
+02.2
+,-.2+
,,.0-1
,+.41-
+4.411
++0.,/
+./4/,
+03.41
+4+.53
● BJÖRGUN ehf. og norski sements-
framleiðandinn Norcem AS hafa ákveð-
ið að leggja Sementsverksmiðjunni á
Akranesi til nýtt hlutafé. Segir í tilkynn-
ingu að með hlutafénu og fjárhagslegri
endurskipulagningu, með aðkomu Ar-
ion banka og Lýsingar, sé starfsemi
verksmiðjunnar tryggð.
Björgun og Norcem leggja strax fram
120 milljónir króna sem nýtt hlutafé og
verða fyrirtækin aðaleigendur verk-
smiðjunnar. Björgun og Norcem skuld-
binda sig einnig til þess að leggja allt að
50 milljóna króna viðbótarhlutafé til
verksmiðjunnar
síðar á árinu. Ar-
ion banki og Lýs-
ing eru minni-
hlutaeigendur í
Sementsverk-
smiðjunni og
stefna á að selja
hlut sinn innan
tveggja til
þriggja ára, að
því er fram kem-
ur í tilkynningunni. Hjá verksmiðjunni
starfa 130 manns.
Nýtt hlutafé í Sementsverksmiðjuna
Akranes Starfsemin
tryggð.
AÐALFUNDUR
ICELANDAIR GROUP HF. 2010
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðenda,
lagður fram til staðfestingar
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs
4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6. Kosning stjórnar félagsins
7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfyrirtækis)
8. Starfskjarastefna
9. Tillaga um nýjar samþykktir
10. Önnur mál löglega fram borin
Reglur um þátttöku hluthafa og atkvæðagreiðslu
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með
skriflegum eða rafrænum hætti, allt þar til endanleg dagskrá og tillögur eru birtar 14. maí. Hverjum hlut
í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Aðgöngumiðar,
atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem sækja ekki aðalfundinn geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skriflegum eða
rafrænum hætti, eða 2) veitt umboð. Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti
þarf að berast félaginu eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir
aðalfund. Hluthafar geta einnig greitt atkvæði í höfuðstöðvum félagsins á skrifstofutíma alla virka daga
fyrir aðalfundardag. Hluthafar geta annaðhvort veitt skriflegt eða rafrænt umboð að uppfylltum ákveðnum
formkröfum. Rafrænt umboð þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að
berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is.
Aðrar upplýsingar
Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaðir samstæðureikningar fyrir árið 2009 og ársskýrsla
fyrir árið 2009, auk draga að ályktunartillögum og athugasemdum við hvert dagskrármál, verða birt á
vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is. Hluthafar geta einnig nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins á
Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofutíma alla virka daga.
Hluthöfum er bent á að samkvæmt 63.gr.a. í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, er hægt að tilkynna um
framboð til stjórnar skriflega skemmst fimm dögum fyrir aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla
frambjóðendur til stjórnar kunngerðar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is
Stjórn Icelandair Group hf.
Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn föstudaginn 21. maí 2010,
klukkan 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
50
17
5
04
/1
0