Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 19

Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 STJÓRN Bandaríkjanna hefur samþykkt að reist verði vindorkustöð und- an strönd Cape Cod (Þorskhöfða) og hún verður fyrsta vindorkustöð lands- ins á hafi úti. Stöðin var samþykkt þrátt fyrir mikla andstöðu, meðal ann- ars umhverfisverndarsinna og indíána, sem höfðu barist gegn henni í tæpan áratug. Samtök bandarískra vindorkufyrirtækja (AWEA) fögnuðu ákvörðun stjórnarinnar og sögðu hana marka þáttaskil í vindorkuframleiðslunni í landinu. Indíánaættbálkar á svæðinu sögðust hins vegar ætla að halda áfram baráttunni gegn vindorkustöðinni fyrir dómstólum. Andstæðingar stöðvarinnar segja hana m.a. spilla fiskimiðum, stefna flugvélum í hættu og draga úr ferðaþjónustu á svæðinu. bogi@mbl.is BANDARÍKIN 50 km Atlantshaf MASSACHUSETTS Boston New York Martha’s Vineyard Cape Cod Nantucket Cape Wind verður reist á sandrifi Stjórnvöld í Washington hafa samþykkt að Cape Wind, fyrsta bandaríska vindorkustöðin á hafi úti, verði reist undan strönd Cape Cod þrátt fyrir mikla andstöðu við stöðina, m.a. indíána, umhverfisverndarsinna og Kennedy-fjölskyldunnar VINDORKUSTÖÐ Á HAFI ÚTI Heimild: Capewind.org VINDORKUSTÖÐIN Í HNOTSKURN Bandarísk vindorkuver framleiða nú 28.206 megavött, eða um 1 prósent af orkuframleiðslu landsins Vindorkuverin hafa til þessa öll verið reist á landi og vindorkuframleiðslan er mest í Texas, Iowa, Kaliforníu, Minnesota og Washington-ríki Bandarísk fyrirtæki, sem ætla að reisa vindorkustöðvar á hafi úti, beina einkum sjónum sínum að austurströndinni vegna þess að Kyrrahafið snardýpkar fyrr og erfiðara er því að reisa vindmyllur við vesturströndina Gert er ráð fyrir því að í stöðinni verði 130 túrbínur sem framleiði 420 megavött, en það samsvarar um 75% af orkueftirspurninni á svæðinu Burðarstólpi í sjó Hæð turns: 78,6 m Þvermál: 4,8 m Burðarstólpinn á að ná 24,4 metra niður fyrir sjávarbotninn 134m Sjávarmál Rafall Oddhvasst og mjótt blað Leyfir fyrstu bandarísku vindorkustöðina á hafi úti RÚSSNESKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefði farið í ferð með vísindamönnum til Frans Jósefslands á norðurheimskautssvæðinu á dög- unum. Pútín sést hér aðstoða vísindamennina við að mæla ísbjörn sem svæfður hafði verið til að rannsaka hann. „Ísbjörninn er herra norðurhjar- ans,“ sagði Pútín sem strauk bjarndýrinu og skók hrammana þegar mælingunum var lokið. Reuters PÚTÍN HEILSAR UPP Á HERRA NORÐURHJARANS RÍKISSTJÓRI Louisiana í Bandaríkjunum, Bobby Jindal, lýsti í gær yfir neyðarástandi vegna mikils olíu- leka sem ógnar náttúruverndar- svæðum við ströndina. Risastór olíu- flekkur nálgast ströndina eftir að sprenging varð í olíuborpalli í Mexíkóflóa 20. apríl. Bandarísk yfir- völd skýrðu frá því í gær að olíu- lekinn væri fimm sinnum meiri en áður var talið. Um það bil 5.000 tunnur af olíu streyma út úr borhol- unni á degi hverjum, samkvæmt nýj- ustu upplýsingum. Minnst tíu friðlönd í hættu Að minnsta kosti tíu nátt- úruverndarsvæði í Louisiana og Mississipi eru í hættu vegna lekans. Við strönd Louisiana eru um 40% af votlendi Bandaríkjanna og talið er að olíumengunin geti ógnað varp- stöðvum margra fugla og mikil- vægum hrygningarstöðvum. Lýst yfir neyðar- ástandi Olíulekinn fimm sinn- um meiri en talið var Bobby Jindal FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is GILLIAN Duffy, 66 ára gömul ekkja og eftirlaunaþegi, hafði skroppið út í búð til að kaupa brauð og mjólk þegar hún hitti breska forsætisráðherrann Gordon Brown fyrir tilviljun á götu. Samtal þeirra átti að vera ósköp venjulegt spjall stjórnmálaleiðtoga og kjósanda en varð að pólitísku klúðri sem gæti orðið til þess að Verkamannaflokkurinn ætti enga von um að halda völdunum eftir kosning- arnar á fimmtudaginn kemur. Duffy hafði stutt Verkamannaflokk- inn alla ævina en vogaði sér að bauna á forsætisráðherrann óþægilegum spurningum um innflytjendamál, skatta og fjárlagahalla. Brown var með þráðlausan hljóðnema frá sjón- varpsstöð þegar hann talaði við kon- una og virtist koma nokkuð vel út úr samtalinu. Vel fór á með þeim þegar þau kvöddust en þegar hann var kom- inn inn í bíl sinn tók hann að baktala Duffy, kallaði hana „fordómafulla konu“. Hann virtist hafa gleymt því að hann var enn með hljóðnemann og komst að því síðar, sér til mikillar hrellingar, að baktalið hafði verið tekið upp og sent út í útvarpi og sjónvarpi. „Þetta var hinn sanni Gordon Brown – hörundsár, sjúklega tor- trygginn og sífellt í leit að blóra- böggli,“ sagði hægriblaðið Sun og vinstriblaðið The Guardian lýsti klúðr- inu sem mesta „pólitíska stórslysi“ kosningabaráttunnar. „Missti þúsundir atkvæða“ Brown gerði strax örvæntingar- fullar tilraunir til að „lágmarka skað- ann“, eins og spunameistararnir kalla það. Vandséð er þó að hann geti bjarg- að sér út úr þessum vandræðum. For- sætisráðherrann hefur verið staðinn að því að segja eitt opinberlega, annað á bak við tjöldin, viðra sig upp við kjós- anda fyrir framan myndavélarnar en niðra honum síðan þegar hann taldi að enginn heyrði. Þessi uppákoma hlýtur að verða til þess að margir Bretar velti því fyrir sér hvort Brown meini í raun og veru það sem hann segir opinberlega þegar hann reynir að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum. Alan Johnson, innanríkisráðherra Bretlands, sagði að forsætisráð- herranum hefðu orðið á „hræðileg mistök“ en hann væri ekkert „skrímsli“ og hefði sjálfur ákveðið að heimsækja Duffy til að biðja hana af- sökunar. Nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn Verkamannaflokksins óttast að klúður Browns verði til þess að flokkurinn geti ekki lengur gert sér vonir um að halda völdunum, að sögn The Daily Telegraph. Blaðið segir aðstoðarmenn for- sætisráðherrans hafa áhyggjur af því að hann hafi misboðið milljónum kjós- enda sem hafi svipaðar skoðanir og Duffy á fjölda innflytjenda í landinu og efnahagsmálum. „Flokkurinn hefur ekki aðeins misst atkvæði hennar, heldur einnig þús- unda annarra sem hlusta á það sem hún sagði og komast að þeirri niður- stöðu að þeir séu sammála henni,“ hafði The Daily Telegraph eftir Lance Price, sem var ráðgjafi Tonys Blairs í forsætisráðuneytinu. Spjallið varð að pólitísku stórslysi  Forystumenn Verkamannaflokksins óttast að Brown hafi misboðið milljónum kjósenda með því að baktala ekkjuna Reuters Niðurlútur Gordon Brown með hljóðnemann afdrifaríka. Sigurlíkur Verkamannaflokksins í Bretlandi voru ekki miklar fyrir en margir telja að þær hafi orðið að engu með stórfurðulegu klúðri Gordons Browns forsætis- ráðherra í fyrradag. Gordon Brown heimsótti Gillian Duffy í um 40 mínútur eftir klúðrið í fyrradag og aðstoðarmenn for- sætisráðherrans reyndu að telja hana á að fara út með honum til að þau gætu tekist í hendur fyrir framan fjölmiðlamenn en hún lét ekki til leiðast, að sögn frænda konunnar í gær. Vildi ekki í myndatöku með Gordon Brown

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.