Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
✝ Sigurður ArnarSvanberg Ein-
arsson fæddist í Hafn-
arfirði 23.10. 1936.
Hann lést á heimili
sínu, Erluási 2 í Hafn-
arfirði, 23. apríl sl.
Hann var sonur
hjónanna Indíönu El-
ísabetar Guðvarð-
ardóttur f. 12.11.
1911, d. 18.5. 2006 og
Einars Sigurðssonar
f. 20.10. 1912, d. 10.9.
1942 úr Húnavatns-
sýslunni. Systkini Sig-
urðar eru Guðvarður Björgvin f.
21.7. 1931, d. 17.6. 1956, eftirlifandi
maki hans er Jóna Bríet Guðjóns-
dóttir, Sigurður f. 11.11. 1932, d.
25.10. 1935, Arnfríður f. 29.3. 1934,
d. 12.6. 1935, Svana Einey f. 4.1.
1943, maki hennar er Pétur Haf-
steinn Jóhannesson. Eftirlifandi
maki Sigurðar er Lísabet Sólhildur
Einarsdóttir ljósmóðir, f. 22.12.
1935, foreldrar hennar Viktoría
Gunnarsdóttir látin og Einar Þór
Jónsson látinn. Þau voru búsett að
Völlum í Hvolshreppi. Börn Sig-
urðar og Lísabetar eru 1) Indíana
F. E., f. 1958, maki Aðalsteinn Að-
alsteinsson, f. 1958, dóttir hennar
er Laufey Birna Ómarsdóttir, f.
1977, maki Benedikt Guðmundsson,
f. 1975, dóttir þeirra Eres Ósk, f.
2010. 2) Viktoría Ingibjörg, f. 1960,
maki Jón Marías
Torfason, þeirra börn
a) Lísabet Ósk, f.
1981, maki Helgi
Gunnarsson, f. 1980,
þeirra börn eru Vikt-
oría, f. 2004 og Breki,
f. 2005, b) Arnar
Bjarki, f. 1990, c) Al-
dís Anna, f. 1991, d)
Kristinn Þór, f. 1996.
3) Einar Svanberg, f.
1961, maki Dagrún
Njóla, f. 1964, þeirra
börn a) Birgir Þór, f.
1987, b) Viktoría Ósk,
f. 1994, c) Óskar Örn, f. 1996, d)
Ragnar Örn, f. 1999. 4) Sigríður
Lísabet, f. 1963, maki Guðmundur
Jónsson, f. 1957, þeirra börn a) Sól-
ey, f. 1985, b) Jón Magnús, f. 1987,
c) Sigurður Arnar, f. 1994, d) Guð-
mundur Þór, f. 1995. 5) Sólborg, f.
1965, hennar synir a) Pálmar, f.
1989 b) Arnar, f. 1992 Sveinssynir.
6) Sigurður Arnar, f. 1969, maki
Birna Kristjánsdóttir, f. 1970, dæt-
ur þeirra a) Sóley Rut, f. 1994, b)
Thelma Líf, f. 1999.
Sigurður gekk í Iðnskólann og
lærði bifvélavirkjun og vann við þá
iðn í 20 ár. Síðan lá leiðin til Olíufé-
lagsins. Þar vann hann við lag-
erverslun í 27 ár.
Sigurður verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín ástkæra eiginkona,
Lísabet.
Elsku hjartans pabbi minn. Þú
varðst þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að deyja heima í faðmi fjöl-
skyldunnar með mömmu þér við
hlið. Að fá að hjúkra þér í erfiðum
veikindum dag og nótt voru for-
réttindi fyrir mig sem ég hefði
ekki vilja missa af, elsku pabbi
minn.
Þú misstir systkini þín ung og
föður þinn einnig, en móður þína
95 ára. Þú varst fjórða barn for-
eldra þinna fæddur í Kóngsgerði
en það hét húsið sem þið bjugguð í
þá. Seinna fluttust þið á Álfaskeið
í Hafnarfirði en þá voru erfiðir
tímar, ekki mikið um vinnu. Stund-
um varð amma að sækja vinnu frá
heimilinu. Þú sagðir mér sögur af
því að í erfiðleikum og sorg þegar
þú varst lítill strákur og gast ekki
sofið þá fórst þú út í gluggann
horfðir til himins og þegar skýin
voru að dragast til fannst þér sem
himnarnir opnuðust og þú sæir
Jesú. Svona varst þú fallegur,
elsku pabbi.
Þú sagðir mér einu sinni frá
æsku þinni. Þú máttir leika þér úti
við á daginn eftir að þú varst bú-
inn að læra. Þú varst strax mikið
náttúrubarn. Úti hittust krakkarn-
ir í götunni og gerðu ýmislegt
skemmtilegt sér til dundurs. Það
var farið í leiki eins og fallin spýta,
það er nokkurs konar feluleikur,
þú lékst þér líka með sippuband og
hafðir gaman af. Svo þótti þér
skemmtilegt að fara í yfir, þá var
bolta hent yfir kofa og þurfti þá
vinur þinn að vera hinum megin
við kofann og grípa boltann. Þú
áttir ekki mikið af leikföngum, það
sem þú áttir bjóst þú til sjálfur. Þú
smíðaðir þér bíla og varst þú með
vegi út um allt, það var góður
maður sem gaf þér gamla sög sem
var hætt að bíta og notaðir þú
hana sem fjöður í bílinn þinn. Þú
smíðaðir þér líka byssur og sverð
og það voru sko bardagar í göt-
unni þinni. Þú lékst þér einnig í
snjónum á veturna og skíðaðir um
allan bæinn.
Þú þurftir mikið að bjarga þér
sjálfur, æska þín og uppeldi
kenndu þér það og þú með þetta
góða hugvit lagðir fljótt grunn að
þeim góða duglega ástríka manni
sem þú varst. Þú kenndir okkur
systkinunum að hugsa í lausnum
ekki í hindrunum Að tileinka sér
jákvæðni og bæta sig daglega.
Tala uppbyggilega um sjálfan sig
og umorða vandamálin á jákvæðan
hátt, þekkja kosti sína og rækta
þá. Þú kynntist mömmu ungur, þið
eignuðust mig og giftuð ykkur og
skírðuð mig í leiðinni í stofunni
heima hjá ömmu. Þar bjugguð þið
fyrst. Þið eignuðust fimm börn til
viðbótar, byggðuð ykkur fallegt
heimili að Erluhrauni 2b, þar sem
við ólumst upp við mikið ástríki. Í
minni æsku var mikið farið í ferða-
lög á sumrin, þá var gist í tjaldi og
alltaf var verið að veiða fisk í Þing-
vallavatni eða Rangánni. Þið héld-
uð alltaf vel utan um hópinn ykk-
ar, æska mín er uppfull af góðum
minningum.
Jólin pabbi. Þú varst svo mikið
jólabarn, fórst í búning til að lesa
upp pakkana fyrir okkur þegar við
vorum lítil og seinna fyrir barna-
börnin. Þingvellir, einhver fegursti
staður landsins, þar byggðuð þið
ykkur hús og þar hefur stórfjöl-
skyldan oft verið saman komin við
gleði og góðan mat.
Takk fyrir að vera pabbi minn.
Minningarnar um þig lifa sem gim-
steinar.
Þín dóttir,
Indiana.
Elsku hjartans pabbi minn. And-
lát þitt bar að hægt og hljótt, frið-
ur yfir og þjáningar þínar liðu frá.
Móðir mín við hlið þér í rúminu
ykkar, við börnin þín sex öll í
kring. Eins og þú hefðir óskað þér
og áttir þú það svo sannarlega
skilið pabbi minn. Eftir sjúkdóms-
greiningu þína ók ég eins og í
draumi upp í Erluhraun. Þar
byggðuð þið æskuheimili okkar
systkinanna. Ég staðnæmdist við
húsið svolitla stund og minning-
arnar streymdu fram.
Hugur minn leitar aftur um 30-
40 ár. Erluhraunið er malarvegur,
allt iðar af lífi, börn á öllum aldri
að leik. Ég 7 ára í hrauninu, hrufl
á hnéð, fæ koss og plástur og lífið
heldur áfram í leik og áhyggjuleysi
æskunnar í hrauninu heima. Það
kvöldar, systkinin háttuð í kojur,
mamma og pabbi fara með bæn-
irnar. Hvílíkur kærleikur – hvílík
umhyggja. Ég aðeins eldri átta
mig á því að síðasta setningin í
faðirvorinu er ekki „og góða nótt
elskurnar mínar“.
Föstudagur „baðdagur“, börnin
böðuð, tvö og tvö, ég og Sobba
saman, Erluhraunið iðar af lífi,
hlátrasköllin óma út í hraunið.
Laugardagur í æsku minni, börnin
í Erluhrauni fengu að vaka og fjöl-
skyldan sameinaðist yfir banda-
rískri bíómynd, tveir pakkar af ís,
hvorum skipt í átta sneiðar og
sykruð sólber með. Hvílík ánægja
skein úr litlu andlitunum, hvílík
gleði ríkti. Kisa sleikir bréfið, allir
fá jafnt.
Sunnudagur, afi og Sólborg í
heimsókn, húsið ilmar af steiktum
lambahrygg, afi með kóngabrjóst-
sykur, pokanum skipt jafnt á milli
barnanna. Hásumar, amma í heim-
sókn, allir á svölunum, mamma
smyr brauð og blandar djús á
flösku. Undirbúningur í Erlu-
hrauni fyrir jólin, það er bakað,
eldað, föndrað og útbúnar jólagjaf-
ir. Börnin bíða eftir pabba, hann
kemur heim úr vinnu, þá geta jólin
komið. Keyrum út gjafir, þvílík
gleði og kærleikur í loftinu. Jóla-
tréð bíður skreytt í stofunni.
Við á leið með tjald til Þingvalla,
mikil tilhlökkun, allir bíða spennt-
ir. Pabbi veiðir í þjóðgarðinum,
mamma sýður kartöflur og silung.
Sigga fer ekki í skólann í dag, hún
er með hita og uppköst, fæ að
liggja í ykkar rúmi, pabbi kemur
heim í hádeginu, óttast um Siggu
sína, sest á rúmstokkinn, strýkur
mér um ennið og óskar góðs bata.
Hvílík umhyggja. Erluhraunið iðar
af unglingum, líf og fjör, síminn
hringir mikið. Börnin í Erluhrauni
eru að fara út á lífið. Aldrei neinn
með lykil, mamma og pabbi vaka
eftir banki, allir skila sér á réttum
tíma heim. Aldrei neinn í straffi,
öllum treyst. Lífið hefur upp á
margt að bjóða, margar leiðir í
boði fyrir unglingana í Erluhrauni.
Allir rata réttu brautina.
Pabbi minn, takk fyrir að veita
mér kærleiksríka, áhyggjulausa
æsku, þar sem þarfir og hamingja
okkar systkinanna var ávallt í fyr-
irúmi. Takk fyrir að veita mér
stuðning í öllu sem ég tók mér fyr-
ir hendur og styrk í erfiðleikum.
Takk fyrir að elska mömmu, virða
og dá, öll ykkar ár. Það voru for-
réttindi að hafa þig sem föður og
fyrimynd í lífinu. Hvíl í friði, elsku
pabbi minn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín,
Sigríður L.
Það er skrýtið að sitja hér einn
og hugsa til þess að þú sért farinn,
pabbi minn, og hugsa til allra góðu
stundanna sem við áttum saman.
En þær ætla ég ekki að rifja upp
hér.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Höf. ók. Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson)
Takk fyrir allt og Guð geymi
þig, pabbi minn.
Sigurður Arnar.
Það var mikið lán að kynnast
Adda tengdaföður mínum sama ár
og faðir minn lést skyndilega fyrir
aldarfjórðungi síðan. Við náðum
strax vel saman enda Addi hvers
manns hugljúfi, léttlyndur, sannur
vinur og fjölskyldufaðir. Í litlu
samfélagi myndast oft skemmtileg
tengsl og hafði Addi gaman að
rifja upp frá bernskuárum sínum
vinskap sinn við Guðmund afa
minn, kaupmann í Hafnarfirði, ótal
sögur af veiðiferðum, ekki þótti
ónýtt í þá daga að eiga bindi sem
keypt hafði verið í útlöndum.
Það er dýrmætt ungu fólki að
geta leitað til reyndari manna um
hvað eina. Hann hafði sterkar
skoðanir, ákveðinn, traustur og
fastur fyrir. Addi var afar hand-
laginn og skipti engu máli hvaða
iðngrein var undir, allt lék í hönd-
unum á honum, vandvirkur og
kröfuharður, hans verk munu lengi
standa.
Adda verður sárt saknað af
stórum hópi barna, þar er ríki-
dæmi hans mikið. Þau hjón voru
mjög samrýmd og náin, ferðuðust
mikið hin síðari ár. Þau byggðu
upp unaðsreit á Þingvöllum þar
sem Addi naut sín öllum stundum.
Það má segja að hans ókostur hafi
verið hversu ósérhlífinn hann var,
hann vann alltaf mikið, gleymdi
sjálfum sér, skæðir sjúkdómar
bönkuðu upp á sem hann hafði
jafnan sigur á, sjónin skertist mik-
ið hin síðari ár sem reyndist hon-
um mjög þungbært. Enn réðst
hinn illvígi sjúkdómur á hann og
nú varð ekki við neitt ráðið.
Ég vil að lokum þakka honum
allt, minningin um þennan góðan
mann mun ávallt lifa.
Guðmundur Jónsson.
Elskulegur tengdafaðir minn
Sigurður Arnar Einarsson er lát-
inn. Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast Adda en það var
hann kallaður. Gleði, hlýja og
sterk fjölskyldubönd og jákvæð
sýn á lífið einkenndu hann. Sig-
urður sagði alltaf að maður ætti að
gera það sem maður vildi en ekki
bíða með það því það gæti orðið of
seint. Ég man svo vel eftir því er
ég kynntist dóttur þeirra. Hún
bauð mér heim í kaffi. Þá bjuggu
foreldrar hennar hjá henni, þau
Addi og Dista, en ég vissi ekkert
um það, ég er ekki frá því að ég
hafi fengið þarna kvíðasting er inn
var komið, en sá kvíði hvarf fljótt
er ég fann hvað þau tóku mér vel.
Bros hlátur og spaug var aldrei
langt undan hjá tengdaföður mín-
um.
Blessuð sé minning þín.
Aðalsteinn.
Elsku afi minn.
Hér sit ég og reyni að koma í
orð hversu mikilvægur einstak-
lingur þú varst og munt ávallt vera
í mínu lífi. Ég er svo lánsöm að
hafa fæðst inn í þessa yndislegu
fjölskyldu sem þú og amma eruð
svo stolt af. Þú varst alla þína tíð
svo duglegur maður, vannst mikið
og vel og ólst af þér sex börn sem
öll eiga um sárt að binda í dag.
Fjölskyldan hefur farið stækkandi
með hverju árinu og erum við
barnabörnin nú orðin sautján og
barnabarnabörnin þrjú.
Þið amma hafið alltaf verið svo
stolt af þessari fjölskyldu og því er
það dýrmætt að þú hafir fengið
þína síðustu ósk uppfyllta að
kveðja þennan heim á þínu heimili
með fjölskylduna hjá þér.
Ég er svo lukkuleg að eiga fullt
af minningum um þig, elsku afi
minn. Þú varst alltaf svo jákvæður
og studdir okkur barnabörnin í
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Ég man eftir páfagauka-
ræktuninni sem þú varst með í bíl-
skúrnum í Erluhrauni þegar ég
var barn og eftir innkaupaferð-
unum í Miklagarð. Fékk ég iðju-
lega að borða kremkex á leiðinni
heim sem þið amma keyptuð í
stórum pokum. Og þegar þið
amma voruð að passa mig og Lís-
betu kúrðum við tvær á milli ykk-
ar ömmu. Eins situr í mér þegar
þú leiddir mig upp að altarinu í
fermingunni minni, það þótti mér
voða vænt um.
Þið amma áttuð yndislegt heim-
ili alla ykkar tíð og var ég svo lán-
söm að búa hjá ykkur fyrstu fjög-
ur árin í Erluhrauni. Þar var alltaf
mikið líf og fjör og held ég að betri
stað til að alast upp á sé erfitt að
finna. Allir krikketleikarnir sem
spilaðir voru á sumrin í garðinum,
öll jólaboðin þar sem stórfjölskyld-
an kom saman á aðfangadag og
allar aðrar veislur sem haldnar
voru í þessu húsi. Veisluhald var
eitthvað sem þér leiddist alls ekki
en þér þótti mjög notalegt að hafa
alla fjölskylduna hjá þér.
Fyrir rúmum tuttugu árum
byggðuð þið amma sumarbústað á
Þingvöllum. Þér þótti svo ómet-
anlegt að geta eytt lunganum af
sumrinu í sveitinni með Þingvalla-
vatnið við hliðina á þér. Það eru
ófáar veiðiferðirnar sem farnar
hafa verið að vatninu og ævinlega
verkaðir þú Þingvallableikjuna og
eldaðir hana eftir kúnstarinnar
reglum. Betri fisk þekktir þú ekki.
Allt frá því að þú kynntist ömmu
hefur samband ykkar verið aðdá-
unarvert og hef ég ávallt tekið
ykkar samband mér til fyrirmynd-
ar. Þið minntuð mig alltaf á ást-
fangna unglinga og varst þú ekk-
ert feiminn við að segja við hvern
þann sem þú hittir að Dista þín
væri fallegasta konan sem þú hefð-
ir augum litið. Samband ykkar var
sterkt og samheldnari hjón hef ég
ekki kynnst á minni ævi.
Elsku afi minn, aldrei hefði mig
grunað að þú fengir ekki meiri
tíma hér á jörð. Að þú kæmist ekki
í skírnina hennar Eresar Óskar og
að þú fengir ekki meiri tíma með
henni en þennan eina mánuð. Ég
mun sjá til þess að minning þín
muni aldrei gleymast og að Eres
Ósk fái að heyra af því hversu
yndislegur maður hann langafi
hennar var. Betri mann er erfitt
að finna. Ég mun ávallt elska þig,
elsku afi minn. Hvíldu í friði.
Þitt elsta barnabarn,
Laufey Birna.
Elsku afi Addi, þín er sárt sakn-
að, við söknum gleði þinnar þegar
við komum í heimsókn og hve
ánægður þú varst þegar við kom-
um í sveitina þína á Þingvöllum og
veiddum handa þér fisk og þú
tókst alltaf á móti okkur með bros
á vör. Við munum alltaf muna eftir
fallega dansinum þínum sem þú
tókst fyrir okkur á Þingvöllum síð-
astliðið sumar.
Heimilið og fjölskyldan var
ávallt efst í huga afa, hann naut
sín best þar sem öll fjölskyldan
var samankomin og sérstaklega
þegar allir komu saman á Þingvöll-
um og þegar við gerðum saman
laufabrauð á jólunum sem var hefð
á hverju ári. Amma og afi höfðu
verið saman í tugi ára og fengu
þau að skoða allan heiminn á þeim
tíma, þau voru varla komin heim
þegar þau voru búin að panta aðra
ferð. Alltaf hugsaðirðu vel um okk-
ur, afi, og vildir það besta fyrir
okkur. Eins og þegar við fórum í
heimsókn til ykkar ömmu og vor-
um á leiðinni heim klukkan hálf
Sigurður Arnar
Svanberg Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn, ég sakna þín
svo mikið en nú ertu kominn til
Guðs og allra englanna. Ég veit
samt að þú munt alltaf verða
hjá okkur. Ég mun sakna þess
að hafa þig ekki hjá okkur á
Þingvöllum, ég sakna þess að
geta ekki veitt fleiri fiska fyrir
þig í soðið.
Ég mun sakna þess að þú
kemur ekki oftar í mat til okkar
og ég mun sakna þess að þú
verður ekki meira hjá okkur á
hátíðum. Þinn,
Guðmundur Þór.