Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 ✝ Ísak Rafael Jó-hannsson fæddist í Stokkhólmi þann 25. október 1972. Hann lést á Land- spítalanum í Reykja- vík 19. apríl, 2010. Foreldrar hans eru Aðalbjörg Jóns- dóttir, myndlist- arkona, f. 22. júní 1955 og Jóhann Vil- hjálmur Ólason, sál- fræðingur, f. 1.10. 1956. Bræður hans samfeðra eru Óli Dagmann Jóhannsson og Villy Böegh Olsen Jóhannsson. Fóst- urfaðir hans er Jóhann Rúnar Sigurðsson. Ísak ólst upp á Ak- ureyri, Gautaborg og í Reykjavík og lauk hefðbundinni skólagöngu. Hann bjó síðan í Reykjavík og gegndi þar ýms- um störfum en stundaði nám í tölv- unarfræðum við Iðn- skólann í Reykjavík þegar hann lést. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Ísaks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Aldrei hafði þetta nafn heyrst áð- ur: Ísak Rafael. Aldrei hafði fæðst fríðari drengur. Aldrei hafði sést breiðara bros, jafnglaðlegur hlátur; aldrei jafnmikill kraftur, jafnsár reiði. Þeir erfiðleikar sem hann þurfti að glíma við í lífinu voru þess eðlis að ætla hefði mátt að réttlát reiðin yrði sterkasti þáttur í skapgerð hans þeg- ar hann eltist. En svo varð ekki. Það var gleðin. Bros hans gat lýst upp heilu göturnar. Bjartsýni hans gat rutt burt fjöllum fordóma og búið til ný upphöf og endalausa drauma um eitthvað betra, eitthvað skemmti- legra. Þannig gekk hann með okkur alltof stuttan veg. Hann lærði margt. Við lítið. Í framtíðinni, þegar illa liggur á mér, ætla ég að loka augunum og sjá hann fyrir mér syngjandi í skafrenn- ingi eða ímynda mér að enn berist tölvupóstur: Maja mín, þetta verður allt í þessu fína, fína. Þá veit ég að mun birta til. Núna þökkum við afi hans bara alla hjálpina og gleði sam- verunnar. María Kristjánsdóttir Í dag kveðjum við ástkæran frænda okkar og vin, hann Ísak. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir á hér vel við. Ísak var að eðlisfari glaðlegur og léttur í lund og hafði afskaplega góða nærveru. Sá eiginleiki er gulli betri og dýrmætt að eiga slíka sam- ferðamenn í lífinu. Ísak var ættræk- inn og félagslyndur og lét sig sjaldan vanta ef eitthvað stóð til, ættarmót eða aðrar fjölskyldusamkomur. Ísak vann ýmis störf um ævina og tók þátt í margskonar félagsstarfi þar sem hann eignaðist gnótt góðra vina. Ísak var söngelskur og músíkalskur og söng m.a. í kór Iðnskólans þar sem hann stundaði nám um árabil. Hann tók einnig af alefli þátt í íþróttastarfi fatlaðra. En það sem helst átti huga Ísaks var áhuginn á tölvutækninni. Hann var bloggari og tók þátt í starf- semi vefsíðna og var m.a. vefstjóri hjá hugi.is. Á því sviði naut hann sín til fulls, enda manna færastur í þeim efnum. Margir vina hans nutu góðs af þekkingu hans þar, enda var Ísak ætíð boðinn og búinn að veita aðstoð. Hann var sannur vinur vina sinna eins og sjá má svo glöggt á vefsíðum þeim sem hann kom að, þar eru margar hlýjar og fallegar kveðjur frá vinum og vandamönnum sem bera góðmennsku Ísaks fagurt vitni. Meðan við bjuggum í vesturbæn- um í næsta nágrenni við Ísak, kom hann oft í heimsókn. Yngri frændum hans eru minnisstæðar samveru- stundirnar er farið var í bíó og sund- ferðir í Vesturbæjarlaugina þar sem oft var glatt á hjalla. En þrátt fyrir glaðværð sína var lífið Ísaki ekki allt- af léttbært. Hann hafði stórt og hlýtt hjarta en var þó viðkvæm sál. En á móti kom að hann naut þess að eiga góða að. Síðustu árin átti hann við sí- vaxandi veikindi að stríða. En við héldum þó alltaf í þá von fram á síð- asta dag að hann myndi rífa sig upp úr veikindum sínum og ná bata. Þrátt fyrir þá vitneskju að dauðinn bíði okkar allra er erfitt að horfast í augu við blákaldar staðreyndir lífsins. Dauðinn er svo fjarlægur okkur þrátt fyrir nálægð sína, eflaust vegna þess að hann er okkur svo illskilj- anlegt fyrirbæri. Þeir sem þekkja hann eru ekki til frásagnar. En við trúum því að Ísak hafi fengið góða heimkomu hjá ættmennum sínum sem héðan eru farnir. Það veitir okk- ur huggun í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Aðalsteinn, Sigríður, Magnús, Jökull, María, Sunnefa og Jón Bjartmar. Stórt hjarta í stórum umbúðum. Það er það sem hoppar upp í huga okkar þegar við hugsum um Ísak, kæran vin okkar sem lést þann 19. apríl sl. Ísak var hluti af okkar vinahópi. Við hittumst reglulega og þess á milli spjölluðum við saman á netinu. Oft fengum við magaverki af hlátri eftir að hafa spýtt út úr okkur bröndurum sem engan veginn má hafa eftir á prenti. Einnig hafði hann alltaf eitt- hvað til málanna að leggja, stundum reyndar bara bros en það var stra- tegískt vel staðsett bros sem smitaði út frá sér. Ísak var mikið jólabarn. Jólatil- hlökkun varð leyfileg þegar hann póstaði uppáhalds jólalaginu sínu með Jussa Björling á facebookið, – í september. Hann réttlætti það með því að tíminn væri nú fljótur að líða. Hann hafði einnig sérstakt dálæti á hundum. Í spjalli við eitt okkar fékk hann þá spurningu hvaða hundategund hann væri ef hann væri hundur. „Siberian Husky, ef ég mætti ráða, þeir eru svo fallegir“ svarar hann, „en ætli ég sé samt ekki meira svona Sankti Bernharðs.“ „Með slefunni og öllu?“ spyr viðmæl- andinn. „Já, þú yrðir hundblaut frá toppi til táar eftir að ég settist í kjölt- una á þér“. Eins og fyrr segir var Ísak stórt hjarta í stórum umbúðum. Hann hafði einnig afskaplega fallega sál. Það höfðu samt ekki allir fyrir því að kíkja inn fyrir umbúðirnar. Á lífs- göngunni hitti hann fyrir allnokkra einstaklinga, sem náðu að gera þessa fallegu sál afskaplega tætta með orð- um sínum og gjörðum. Við sem kíkt- um inn fyrir, sáum hversu gefandi einstaklingur Ísak var og hversu góðan vin við áttum þar að. Líf okkar og hugsun er breytt fyrir það eitt að hafa þekkt hann. Hann Ísak okkar kveður allt of snemma og allt of snöggt. Hugur okkar er með fjölskyldu hans, eink- um Aðalbjörgu móður hans. Þótt sársaukinn yfir fráfalli hans sé níst- andi hugsum við til hans með þakk- læti fyrir góðu minningarnar og fyrir að hafa verið þessi „one of a kind“ einstaklingur sem auðgaði líf okkar. Alexía Nótt, Ásgeir, Brynjar, Þórdís, Harpa Lind, Jónas og María. Elsku Ísak minn. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Sú varð því miður raunin hjá þér, elsku vinur minn. Ég trúði því varla þegar ég frétti að þú værir látinn því að þinn tími var svo langt frá því að vera kominn. Seinast þegar við töluðum saman varstu svo bjartsýnn á að þú myndir sigrast á þínum veikindum og varst kominn með leyfi fyrir því að fá hund eins og þig hafði alltaf dreymt um. Ég var svo ánægður fyrir þína hönd, að núna væri loksins lífið að fara að snúast þér í hag. Þú varst alltaf svo jákvæður, hress og frábær vinur. Betri vinar en þín væri ekki hægt að óska sér og ég er mjög þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við kynntumst árið 1994 á spjallrás á netinu og hittumst síðan fyrst um tveimur árum síðar þegar við vorum báðir við nám í Iðnskól- anum. Eins og hjá öllum þá vorum við ekki alltaf sammála en vorum þó yf- irleitt fljótir að sættast á ný. Það var svo margt sem við gerðum saman eins og þegar við vorum saman á námskeiðunum hjá Gauja litla að berjast við aukakílóin okkar, árin sem við vorum skólabræður í Iðn- skólanum, þegar við æfðum saman kraftlyftingar hjá Íþróttafélagi fatl- aðra og sameiginlegur áhugi okkar á tölvum. Alltaf varstu með góða skapið meðferðis og hlátur þinn smitaði ávallt út frá sér. Ég sakna þín svo mikið, elsku vinur minn. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna hjá Guði og ég mun hitta þig þar þegar tíminn minn hérna er liðinn. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem) Emil Nicolas Ólafsson. Ísak Rafael Jóhannsson Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR VALDIMARSSON vélstjóri, síðast til heimilis Hrafnistu í Hafnarfirði, andaðist miðvikudaginn 21. apríl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Óskarsdóttir, Eiríkur Skarphéðinsson, Þóra Óskarsdóttir, Olav Ballisager, Jón Óskarsson, Sigdís Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HALLDÓR GUNNARSSON, Þinghólsbraut 45, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 28. apríl. Jarðarförin tilkynnt síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Jónasdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ÁLFHEIÐUR BJÖRK EINARSDÓTTIR, Hjallavegi 68, lést föstudaginn 23. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. maí kl. 13.00. Lára Björk Hördal, Kjartan Guðmundsson, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Sigrún M. Einarsdóttir, Ásgeir Eiríksson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HENNÝ TORP KRISTJÁNSSON, Birkilaut, Grundarhvarfi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí kl. 13.00. Hinrik T. Pálmason, Margrét Jakobína Ólafsdóttir, Kristján Pálmason, Hulda Ósk Sigurðardóttir, Sóley Pálmadóttir, Þorbjörn Helgi Pálsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR FRIÐRIK ÖGMUNDSSON, til heimilis að Grænumörk 5, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðju- daginn 20. apríl, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 1. maí kl. 14.00. Ögmundur Ólafsson, Helga Halldórsdóttir, Alda Guðlaug Ólafsdóttir, Lilja Guðrún Ólafsdóttir, Björn Friðriksson, Erna Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurjónsson, Guðlaugur Jón Ólafsson, Angela Rós Sveinbjörnsdóttir, Baldur Ólafsson, Kristín Erna Leifsdóttir, Halla Ólafsdóttir, Guðni Einarsson, Jón Geir Ólafsson, Ólöf Ragna Ólafsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.