Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 missir í tvígang, fyrst tveggja ára, síðan tæplega 12 ára þegar hún missti ástkæra fósturmóður sína, það varð henni þungt áfall. Síðar eignaðist hún stjúpmóður sem hún átti í erfiðum samskiptum við. Amma sagði að lítið gagn væri í að eiga peninga ef ekki væri hægt að hlúa að sál barnsins. Að loknu námi í Verslunarskólanum hélt hún til náms í Húsmæðraskólanum á Sorø í Dan- mörku og bauðst þar staða sem að- stoðarkennari þegar hún lauk námi. Því hafnaði hún, fékk vinnu á sauma- verkstæði á Helsingør og lagði stund á píanóleik. Helst langaði hana að læra garðyrkju, en heimskreppan stóð sem hæst og hún hefði þurft að vinna kauplaust í þrjú ár sem nemi. Amma fékk þó síðar útrás fyrir garð- yrkjuáhuga sinn, skapaði tvo for- kunnarfagra garða á Akranesi. Fyrsta heimili ömmu og afa var í Ytri-Njarðvík þar sem afi rak m.a. verslun, sá um bókhaldið fyrir hreppinn og útgerð Karvels Ög- mundssonar. Húsakynni þeirra voru fremur frumstæð miðað við það sem amma hafði alist upp við. Ég spurði hana hvort það hefði ekki verið erfitt því hún hafði haft allt til alls þegar hún var lítil; baðherbergi með bað- kari, vatn hitað með gasi og salerni. Í Ytri-Njarðvík var ekki einu sinni rennandi vatn. Amma hló og sagði: „Það þurfti útsjónarsemi til þess að komast yfir þetta. Þetta voru svo óvenjulegir tímar, það var stríð. Við Íslendingar vissum ekki nema að næsta dag yrðum við hreinlega út- máð af kortinu, tilveran hékk á blá- þræði, við vissum ekki hvort við myndum sleppa við innrás Þjóðverja. Svo var matarskömmtun, fólk varð að láta sér duga það sem það fékk. Erfiðast var að láta sápuefnið duga, með öll börnin! En manni fannst þetta smámunir miðað við það sem gerðist úti í heimi. Þýddi ekkert að vera að barma sér yfir ónýtri sápu eða svoleiðis smámunum. Fyrst fólk lifði við þetta, hugsaði ég með mér: Því skyldi ég ekki geta það líka.“ Amma hafði einstaklega gott minni, hún mundi dagsetningar og veður áratugi aftur í tímann. Hún var mjög vel menntuð í víðtækustu merkingu; greind, hæfileikarík, mik- ill fagurkeri sem allt lék í höndunum á. Amma var í eðli sínu hógvær en þónokkur skapmanneskja, fylgdist mjög vel með stjórnmálum og heimsmálum, hafði á þeim sterkar skoðanir og gat funað upp ef henni mislíkaði eitthvað. Ég kveð ömmu með söknuði og þakka ríkidæmið sem hún færði mér með gjöfulli nærveru sinni. María Karen Sigurðardóttir. Sumar manneskjur lifa meira en aðrar, ekki í þeim skilningi að þær komist á forsíður dagblaða, sem er heldur enginn mælikvarði á líf, eða setji mark sitt á þjóðfélagið, nei, heldur þannig að þær lifa meira og dýpra vegna þess að þær eru stöðugt leitandi, stöðugt að spyrja, efast, undrast; andrúmið titrar í kringum þær. Og þannig manneskja var Rósa. Sífellt að horfa í kringum sig, sífellt að lesa, með sterkar skoðanir á öllu og gerði kröfur til lífsins. Ég tel mig gæfusaman að hafa fengið að kynnast Rósu, þegar líf mitt og barnabarns hennar, Maríu Karenar, læstust saman. Gæfusaman að hafa þekkt hana í nítján ár. Afasystir mín, kölluð Gógó, og Rósa voru jafnaldrar, og ólust báðar upp í Reykjavík. Gógó hafði sagt mér sögur af harðindum og fátækt í Reykjavík milli 1920 og 1930, en hjá Rósu kynntist ég allt annarri hlið; lífi efristéttar. Rósa og Gógó gengu í sama skóla, en það voru ljósár á milli tilvera þeirra. Rósa bar það með sér að hafa alist upp við gott atlæti, ef ekki munað. Fátæktin beygir suma og smækkar, en munaður spillir öðr- um og smækkar. Það átti ekki við Rósu. Það var tign yfir henni, fágun, hún gerði kröfur og lagði töluvert á sig til að uppfylla þær. En efnisleg gæði bægja ekki sorg og myrkri frá manneskjunni, og Rósa fékk sinn skammt, maður fann stundum fyrir trega innra með henni, eins og sárs- auka sem skyggði óvænt björtu aug- un hennar. Rósa kynntist því að eignast og missa, á tímabili var líf hennar ævintýrakennt, eins og upp úr skáldsögu, með ríkidæmi, ástúð, en síðan miklum missi, vondri stjúpu, útlegð og djúpum sárum. Svo djúpum að hún gat varla talað um það. En Rósa lifði vel, lifði lengi, lifði með reisn. Níutíu og tveggja ára. Það er góður aldur, en samt bjóst maður alls ekki við að missa hana strax, það var svo mikill eldur í henni. Þannig var það alltaf, þannig þekkti ég hana, þannig man ég hana. Man garðinn fyrir utan litla raðhúsið á Akranesi, undurfagran. Ég man Rósu við píanóið, ögn kýtt í herðum, gamlir fingur sem urðu ungir um leið og þeir snertu á nótnaborðinu og síðan streymdi Chopin, Mendels- sohn, frá hljóðfærinu, leikið af til- finningu og greinilegum hæfileikum. Rósa hafði listamannasál, á öðrum tímum, og í öðru samfélagi, hefði hún sjálfsagt orðið píanóleikari, líf hennar orðið að tónlist. Mér finnst stundum eins og hún hafi sett tón- listina ofan í moldina, þeir garðar sem hún fóstraði voru einskonar tón- list, það voru garðar listamanns. Ef til er réttlæti í þessum heimi, þá krýpur hún einhverstaðar núna í ei- lífðarlandinu, strax byrjuð að gróð- ursetja, skapa fegurð í kringum sig, og strax byrjuð að senda englana eftir ýmsu smálegu, þeir flýta sér dálítið, þessi kona hefur aldrei verið fyrir hangs. Rósa lifði margt, skilaði mörgu, en samt er eins og hún hafi farið alltof snemma, maður situr eftir með söknuð, en líka þakklæti yfir því að hafa þekkt hana, eignast með henni stundir sem aldrei gleymast. Stundir sem eiga eftir að lýsa innra með mér. Jón Kalman Stefánsson. ✝ Guðmundur F.Þórðarson fædd- ist í Reykjavík 28.4. 1930. Hann lést 17.4. 2010 á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Guðmundur var sonur hjónanna Þórð- ar Eiríkssonar, f. 14.7. 1904, d. 15.8. 1931 og Dagbjartar J. Jóns- dóttur, f. 30.4. 1892, d. 12.7. 1978. Eft- irlifandi bróðir Guðmundar er Valdimar Þórðarson, f. 14.12.1928, giftur Erlu Soffíu Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn. Guðmundur læt- ur eftir sig eina dóttur, Carlottu Rósu Guðmundsdóttur, f. 5.12. 1955. Móðir Carlottu er Jóhanna Bruvik. Synir Carlottu eru Ragnar Jóhann Sævarsson, f. 23.8. 1972; dóttir hans er Gabríela, f. 22.9. 2000 og yngri sonur Carlottu, Loft- ur Karl Magnússon, f. 12.12. 1990. Vinkona Guð- mundar til margra ára var Katrín Júl- íusdóttir sem lést árið 1998. Guð- mundur vann um ára- bil hjá Hreins- unardeild Reykjavíkurborgar og vann m.a. síðar við bifreiðaviðgerðir, smíðar og síðast hjá Stálumbúðum hf. Hann var laghentur mjög og smíðaði bæði stóra hluti og smáa af mikilli lagni eins og skipslíkön hans bera glöggt vitni um. Guðmundur var hjálpsamur mjög og greiðvikinn og var ávallt hægt að leita til hans. Útför Guðmundar fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík föstudaginn 30. apríl 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundur verður jarðsettur í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Elsku afi minn, Ég þakka þér fyrir góðvild þína og væntumþykjuna sem þú sýndir mér alla tíð. Ég man eftir hvað mér þótti gaman að heimsækja þig í vinnuna þína. Eins var alltaf gaman að heim- sækja þig í Norðurbrún. Þú varst alltaf kátur og glaður og varst alltaf tilbúinn að rétta mér hjálparhönd. Ég man einnig eftir þeim stundum sem við áttum saman í bílaviðgerð- um. Ég minnist þín sem góð manns og mun aldrei gleyma þér. Blessuð sé minning þín. Ragnar Jóhann Sævarson. Kær vinur minn Guðmundur Fífill hefur kvatt þetta líf. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þann 17. apríl, örfáum dögum fyrir 80 ára afmælið sitt, sem fagnað skyldi með vinum og ættingj- um í sal Sóltúns. Hnallþórur, pönnu- kökur, kóka kóla, ís og ekki gleyma konfektinu frá Nóa. Lífið er hverfult. Við lifum í dag, erum horfin með morgni. Starfsfólki Sóltúns vil ég þakka frábært starf við umönnun vinar míns. Honum hefði hvergi liðið betur. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. (Helgi Hálfdanarson) Auður Axelsdóttir Í dag kveðjum við kæran fjöl- skylduvin okkar, hann Gumma. Eftir að hann flutti til Katrínar á Njarð- argötuna í kringum 1980, hefur hann verið okkur eins og einn af fjölskyld- unni. Katrínu var hann mikil hjálp á heimilinu og hennar einkabílstjóri hvert á land sem var. Hún var hon- um einnig mjög kær. Samband þeirra byggðist á traustri vináttu og stuðningi við hvort annað. Óteljandi minningar hrannast upp. Notalegar stundir á Njarðar- götunni, jólaboð, veislur og matar- boð. Alltaf var Gummi hlýr og skemmtilegur. Aðdáunarvert var hversu vel hann hlúði að Katrínu síð- ustu mánuðina sem hún lifði og verð- um við honum ævinlega þakklátar fyrir það. Við þökkum Gumma fyrir langan og traustan vinskap. Megi hann hvíla í friði. Sigrún og Anna Lára. Guðmundur F. Þórðarson Þú siglir alltaf til sama lands um svalt og úfið haf. Þótt ef til vill sértu beggja blands og brotsjór á milli lífs og grands, þú kynnir að komast af. (Þorsteinn Gylfason) Það var mikið um það talað á sín- um tíma og glaðst yfir, að enginn ís- lenskur sjómaður hefði farist í ís- lenskum eða erlendum farvötnum árið 2008. En einn sigldi í fjarlægum farvötnum það ár, beggja blands, í brotsjó milli lífs og grands, og hlaut vota gröf. Jakob Fenger. Vinur minn. Ég bar lengi í brjósti þá von að hann væri ekki allur, kynni að hafa komist af, skáldaði björgunarsögur og beið endurfunda. Því vinátta okk- ar var löng og sterk, hafði varað yfir 25 ár, í nýrri og kærri mynd síðustu árin. Það hvarflaði ekki að mér annað en Jakob myndi „Kobba þetta“, eins og stundum var sagt í gamni þegar hann tók hlutina á seiglunni og þrjóskunni, myndi „sigla án afláts með seglin þönd, til sama kalda lands“. En enn er hann ókominn og skynsemin segir að komið sé að kveðjustund, þó vonin slái aldrei af í sínum sterka mætti og krefjist hins áþreifanlega. Þó Jakob væri það sem kallað er breyskur maður, eins og við erum öll í einhverri mynd, þá var hann fyrst og síðast sannkallað góðmenni, hlýr og hjálpsamur. Hann var fádæma fordómalaus gagnvart breyskleikum annarra, hafði gott innsæi á fólk, sá fljótt gæði þess eða galla, og ef gæðin voru honum að skapi horfði hann framhjá göllunum. En „vammleys- ingjana“ átti hann bágt með, þá sem upphefja sig af góðmennsku sinni og láta fánýt orð duga frekar en verkin tala. Mér eru minnisstæðar smiðshend- Jakob Fenger ✝ Jakob Fenger tré-smiður fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1952. Hann fórst er hann var að ferja skútu frá Miami í Flórída til Íslands í júní 2008. Minningarathöfn um Jakob fór fram í Neskirkju 21. apríl 2010. urnar hans Jakobs, sem vart gátu talist fagurskapaðar, fing- urnir sérkennilega stuttir og hrjúfir og sárum merktir, ör ótal verka og amboða. En sterkar og heitar voru þessar hendur og kunnu ekki bara að smíða listavel, heldur enn betur að rétta hjálparhönd og sýna samúð. Vinarþelsm- júkar hendur. Sjómennskan hafði kennt Jakobi að lesa í himin og haf og hann var vel læs á náttúruna, veðra- brigði og dýralíf. Á ferðalögum síð- ustu árin lærðum við hvort af öðru og auðguðum náttúruupplifun hvort annars og fátt þótti mér skemmti- legra en sjá hann glaðan og brosandi í óbyggðum og öræfum og heyra hann hlæja innilega. Þannig er mynd hans greypt í huga mér, mitt í íslenskri náttúru. Í þeirri mynd býr fullvissan um að ekkert glatast eða mun glatast, allt á einfaldlega sinn tíma. Hugur minn og samúð er með fjöl- skyldunni, Ylfu, Olgu, Emil, Gunn- hildi, Kristjönu, Hjördísi, Heru, Úlf- ari, Kolku, vinum, vinnufélögum, frændfólki. Blessuð sé minning Jak- obs. Ferðalangur – einn á ferð leitar hins liðna á lúðum steinum undrast það sem eitt sinn var alla þá ást sem hvarf alla þá sem voru elsku verðir þó kossar og atlot hverfi hjörtu hætti að slá og hugsanir að smíða sín völundarhús þá standa steinarnir eftir undrunarefni ferðalangi fjöllin hvergi á förum og sjórinn veltist blár og breiður og veitir öðrum byr Ódysseifur, einn á ferð. Harpa Björnsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BÖÐVARSSONAR fyrrv. skólameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítalanum í Fossvogi, starfsfólks heimahjúkrunar og á hjúkrunarheimilinu Eir. Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Björgvin Jónsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Böðvar Jónsson, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, vinkonu, dóttur, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDU MAGNEU GUNNARSDÓTTUR, Fannafelli 12 Reykjavík. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HENNINGS KR. KJARTANSSONAR, Aðalgötu 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Jónína Ingólfsdóttir, Inga María Henningsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Bjarney Sigríður Snævarsdóttir, Bjarni Friðrik Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.