Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 ✝ Guðlaug Berg-mann Júl- íusdóttir fæddist í Keflavík 29. janúar 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 22. apríl 2010. Foreldrar hennar voru Júlíus Eggerts- son, f. 12.7. 1904, d. 23.11. 1985 og Guð- rún Stefánsdóttir Bergmann, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989. Systkini Guðlaugar eru; Guð- mundur Rúnar Júlíusson, f. 13.4. 1945, d. 5.12. 2008, eiginkona hans er María Baldursdóttir, f. 1947, og Ólafur Eggert Júlíusson, f. 11. 7. 1951, eiginkona hans er Svanlaug Jónsdóttir, f. 1953. Hinn 23. ágúst 1958 giftist Guðlaug eftirlifandi eiginmanni sínum Valgeiri Ólafi Helgasyni, f. 13.1. 1937. Foreldrar Valgeirs voru; Helgi Helgason, f. 30.6. 1911, d. 6.10. 1985 og Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24.8. 1909, d. 15.2. 1969. Börn Guðlaugar og Valgeirs eru: 1) Júlíus Helgi, f. 29.4. 1957, kvæntur Ásgerði Þor- geirsdóttur, f. 17.9. 1960. 2) Guð- rún Bergmann, f. 6.3. 1960, gift Sigfúsi Rúnari Eysteinssyni, f. 23.9. 1960. 3) Jó- hanna, f. 20.3. 1960, í sambúð með Leifi Gunnlaugssyni, f. 7.2. 1958. 4) Erla, f. 20.7. 1963, í sambúð með Guðna Grét- arssyni, f. 30.4. 1961. 5) Einar, f. 9.3. 1966, kvæntur Unni Magneu Magnadótt- ur, f. 10.1. 1968. Fósturdóttir, Susan Anna Wilson, f. 16.7. 1972. Barnabörnin eru 14 og lang- ömmubörnin 4. Guðlaug ólst upp í Keflavík en flutti síðar með eiginmanni sínum til Ytri-Njarðvíkur en þar höfðu þau byggt sér hús að Reykjanes- vegi 12, þar sem þau hafa búið allan sinn búskap. Guðlaug lauk grunnskólagöngu í Keflavík en var einn vetur við nám í Hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Á sín- um yngri árum vann hún við verslunarstörf en eftir að börnin fæddust helgaði hún sig heimilinu og uppeldi þeirra. Eftir að börnin komust á legg vann hún í um þrettán ár í fatadeild Hagkaups í Njarðvík. Útför Guðlaugar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 30. apríl 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig með fáum orðum að minnast þín og allra samverustundanna með þér. Hér heima í Njarðvik og í hjólhýsinu á Laugarvatni þegar við systkinin vorum yngri og þar vorum við mest allt sumarið með þér en pabbi kom svo um helgar, þar var allt hægt að gera og þú naust þín svo vel þar með okkur. Og svo seinna austur í Vík á æskuheimilinu hans pabba sem hann og systkini hans gerðu að sumarhúsi fyrir stórfjölskylduna. Þú kunnir vel við þig í Víkinni og þær voru ófáar ferðirnar sem við Leifur og Gulli fórum með ykkur meðan verið var að endurbyggja húsið og svo þegar við fórum að vera þar en þá hafði Freydís bæst við. Það var alltaf hægt að leita til þín eftir aðstoð með barnapössun eða annað, þú varst alltaf boðin og búin til að hjálpa. Takk fyrir allt saman. Minningarnar um þig eru miklu fleiri sem ég ætla eiga fyrir mig í mínu hjarta. Þín verður sárt saknað og missir okkar mikill en þó er hann mestur hjá pabba en við eig- um eftir að gæta hans, styðja hann og styrkja. Þín dóttir, Jóhanna. Lífið er hverfult og getur tekið ótrúlegum breytingum á skömmum tíma, það á svo sannarlega við hjá Guðlaugu Bergmann tengdamóður minni eða Löllu eins og hún var ávallt kölluð. Lalla var ákaflega heilsuhraust alla tíð og kenndi sér einskis meins fyrr en nú í byrjun mars, sjúkdómslegan var því snörp, krafturinn og þrótturinn þvarr smám saman. Leiðir okkar Löllu lágu saman fyrir rúmum þremur áratugum þegar við Júlli byrjuðum að draga okkur saman og var mér strax tek- ið opnum örmum sem einni af fjöl- skyldunni. Alltaf var glatt á hjalla og mikill gestagangur á Reykjanes- veginum, á heimili þeirra Löllu og Valla. Þangað sóttu ættingjar og vinir í heimsókn enda heimilið svo að segja í alfaraleið og tók Lalla vel á móti öllum, alltaf með heitt kaffi á könnunni og heimabakað bakkelsi. Tengdamóðir mín var húsmóðir af lífi og sál, tók slátur á hverju hausti, gerði heimsins bestu kjöt- súpu, snúðarnir og vínarbrauðin voru landsfræg og nutum við á mínu heimili oft góðs af því þegar snúðasendingar komu frá Löllu ömmu. Alltaf eldaði hún í hádeginu og allir þeir sem komu við á þeim tíma dagsins fengu að borða, annað var ekki tekið í mál. Oft var fullt út úr dyrum af börnum, ömmubörn- um, tengdabörnum og öðrum sem leið áttu hjá en alltaf var nóg til, sama hversu margir voru í mat enda sagðist hún ekki kunna að elda fyrir tvo. Fjölskyldan er sam- heldin og notaði hvert tækifæri sem gafst til að koma saman og leið Löllu best innan um stórfjölskyld- una sína en henni fannst einnig gaman að gleðjast í góðra vina hópi. Ómetanlegar minningar koma fram í hugann, frá jóladegi þegar við komum öll saman, slátur- og kjötsúpuveislur og skemmtilegar fjölskylduferðir í Víkina en þar undi Lalla sér einstaklega vel á ættaróðali fjölskyldu Valla. Tengdamóðir mín var einstaklega ljúf og hjartahlý en hún gat þó ver- ið föst fyrir og haft ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Það sem einkenndi hana hvað helst var hvað hún var kvik og létt á fæti og snör í snúningum, hún fór hratt yfir og henni féll aldrei verk úr hendi. Hún vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér og kom það berlega í ljós í veik- indum hennar, aldrei kvartaði hún, æðruleysi hennar var einstakt. Val- geir tengdapappi var kletturinn í lífi hennar og sást það best þegar Lalla veiktist hversu sterkt sam- band var á milli þeirra. Hann vék ekki frá henni og var hjá henni þar til yfir lauk. Missir hans og okkar allra er mikill. Það skiptast á skin og skúrir hjá okkur í fjölskyldunni þessa dagana, á sumardaginn fyrsta var yngsta langömmubarnið skírt og að kveldi þess dags kvaddi hún. Að leiðarlokum vil ég þakka Löllu tengdamóður minni fyrir alla umhyggjuna og velviljann í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja okkur öll. Ásgerður Þorgeirsdóttir. Kallið er komið og ljósið á kert- inu slokknað. Á sumardaginn fyrsta, kvaddi tengdamóðir mín Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir, eða Lalla eins og hún var ávallt kölluð, eftir stutta en snarpa bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Þó við vissum að hverju stefndi er erfitt að takast á við fráfall svo náins vin- ar. Sterk og góð kona er horfin á braut og fyrir vikið hefur myndast mikið tómarúm sem erfitt verður að fylla. Það er sárt og erfitt að sætta sig við og trúa því að Lalla sér horfin okkur, fasti punkturinn í tilveru okkar. Ég sá Löllu fyrst í ársbyrjun 1982. Ég var rúmlega tvítugur ung- lingur, á biðilsbuxunum eftir elstu dóttur hennar. Lalla var þá í blóma lífsins. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Þetta var líka í fyrsta sinn sem ég steig fæti inn fyrir dyrnar á Reykjanesvegi 12, aðal- bækistöð stórfjölskyldunnar, sem ég átti eftir að tengjast sterkum böndum síðar. Lalla og tengdafaðir minn, Valgeir Ólafur Helgason, eða Valli eins og hann var ávallt kall- aður, eignuðust fimm einstaklega mannvænleg börn. Lalla átti eflaust stærstan þátt í því uppeldi sem þau hlutu og árangurinn lét ekki á sér standa. Öll hafa þau, ásamt fjöl- skyldum sínum, auðgað líf foreldra sinna með ræktarsemi og um- hyggju. Það sem vafalaust heillaði tengdaföður minn hefur verið tig- inborið fas Löllu, þessi ólgandi lífs- orka og þessi óræða blendni stolts, stórlyndis og örlætis. Hennar hús stóð okkur öllum opið að nóttu sem degi, hvort heldur var í sorg eða gleði. Þar kom stórfjölskyldan sam- an til mannfagnaða og naut gest- risni hinnar örlátu húsfreyju. Þar var oft glatt á hjalla. Þrjár kyn- slóðir stórfjölskyldunnar stigu þar sín fyrstu spor og lærðu við hennar veisluborð að meta og njóta lífsins lystisemda. Samheldni fjölskyld- unnar var Löllu afar mikilvæg. Heimilið var einnig alltaf opið gest- um og gangandi og skipti engu hversu margir komu, óvænt eða boðnir, alltaf var nóg til af kærleik og kræsingum. Í yfir 50 ár hélt hún vinum sínum og venslafólki, sam- fellda veislu. Gestirnir komu og fóru, en veislan hélt áfram. Nú er þessari veislu lokið. Hin örláta kona, sem brá birtu yfir líf okkar allra, hefur skyndilega verið kölluð brott. Eftir sitjum við veislugestir, hljóðlátir og áttavilltir, og kveðjum gestgjafa okkar hinstu kveðju í dag Glæsileika sínum og reisn hélt Lalla allt þar til yfir lauk. Sárþjáð í veikindum sínum var hún slík hetja að lengra verður vart komist. Það vita allir sem hana þekktu að ekki er ofmælt. Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir sig um leið og við fylgjum okkar örláta gestgjafa til hinstu hvíldar. Ég vil þakka elsku- legri tengdamóður minni fyrir góð kynni og hjálpsemi um leið og ég bið algóðan Guð að veita Valla tengdaföður mínum, sem hefur misst svo mikið, styrk. Það er mikil gæfa fyrir undirritaðan að hafa átt Löllu að tengdamóður, vini, sam- ferðamanni og bakhjarli í tæpa þrjá áratugi. Sjáumst síðar, elsku Lalla mín. Sigfús Rúnar Eysteinsson. Tengdamóðir mín, Guðlaug Berg- mann Júlíusdóttir eða Lalla eins og hún var ávallt kölluð, lést að kvöldi sumardagsins fyrsta eftir stutta sjúkdómslegu. Nú á kveðjustund- inni vil ég þakka þér kærlega fyrir vináttu þína í tæpa þrjá áratugi, all- ar stundirnar saman, fyrir börnin okkar Jóhönnu og alla aðstoð sem þú hefur veitt mér í veikindum hennar Jóhönnu. Guð geymi þig, Lalla mín. Leifur Gunnlaugsson. Í dag kveðjum við Guðlaugu Bergmann Júlíusdóttir, tengda- mömmu mína. Sem betur fer fékk ég að kynn- ast og njóta hennar návistar þó vistin hennar hefði mátt vera lengri, en fyrir þann tíma sem ég fékk er ég ákaflega þakklátur. Guðlaug Bergmann var ákaflega góð kona sem ræktaði með sér þá góðu kosti að setja fjölskyldu sína í öndvegi og alveg örugglega hefur hún á dánarbeði sínum verið stolt af að sjá hversu samheldin fjöl- skyldan er í blíðu og stríðu. Hún var ákaflega hæglát kona, jarð- bundin og traust en gat þó verið föst á sinni meiningu. Ákaflega góð- ur hlustandi var hún og hver og einn fékk að hafa sína skoðun án þess að hún reyndi að hafa áhrif til annars og alltaf tók hún hagsmuni annarra fram fyrir sína. Hún var ákaflega snör í snúningum og oft skemmtilegt að sjá hana hreinlega hlaupa við fót á milli hesthúsa eins og ungling á morgnana þegar hún var að gefa með tengdapabba morgungjafirnar úti í hesthúsa- hverfi. Mikill gestagangur hefur alltaf verið á heimilli þeirra hjóna, Guð- laugar og Valgeirs, alltaf fullt hús matar og allir velkomnir. Ég hef oft sagt að tengdaforeldrar mínir séu það ríkasta fólk sem ég hef kynnst því samheldni afkomenda þeirra er einstök. Þó tengdapabbi og fjöl- skyldan sjái nú á eftir þeirri góðu konu sem nú kveður þá þarf tengdapabbi ekki að kvíða einver- unni með þennan fríða hóp í kring- um sig. Guðlaug Bergmann má vera stolt af því ævistarfi sem hún hefur skil- að. Minning hennar lifir sterk og genin hafa skilað sér til næstu kyn- slóða. Einmitt þann dag sem hún kvaddi var yngsta langömmubarnið skírt. Hún spurði, fékk að vita nafnið og sagðist við það sátt. Ég votta tengdapabba og fjöl- skyldunni allri innilega samúð á þessum erfiðu stundum. Guðni Grétarsson. Elsku amma Lalla. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig núna. Það er svo sárt að missa þig og við eigum eftir að sakna þín ótrúlega mikið. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri ömmu. Það var svo gott og gaman að heimsækja þig og afa á Reykjanesveginn, þú tókst okkur alltaf með opnum örmum. Þá þótti þér sérstaklega gaman að hitta hann Patrek okkar. Patrekur er enn svo lítill og skilur ekki hvað gerðist en þegar hann verður eldri munum við segja honum frá ömmu Löllu og hve yndisleg hún var. Í hádeginu var yfirleitt fullt hús og heitur matur á boðstólnum. Búið að leggja á borð fyrir þá sem höfðu boðað komu sína og jafnvel þá sem ekki höfðu boðað komu sína. Því- líkir kanilsnúðar og vínarbrauð sem þú gerðir, já það var alltaf eitthvað til í dollunum á Reykjanesveginum. Þér þótti ekki mikið að töfra veislur fram úr erminni. Jólaboðin þín voru yndisleg. Elsku amma, þú varst ekki mikið fyrir það að hanga yfir hlutunum heldur gekkst í þau verk sem þurfti að ganga í með hraðri hendi. Minni- stætt er þegar við sáum til ykkar afa í hesthúsunum þar sem þið vor- uð við heygjafir núna eftir áramót. Þú fórst eins og elding á milli hest- húsa og þurfti afi að hafa sig allan við að hafa undan þótt hann væri á bíl. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar og minningin um þig lifir að eilífu. Megi algóður Guð taka á móti þér í nýjum heim- kynnum þínum og leiða þig til Rúna bróður þíns. Við biðjum Guð um að styrkja okkur öll á þessum erfiða tíma og sérstaklega afa Valla. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig (Rúnar Júlíusson) Takk fyrir allar frábæru stund- irnar amma. Atli Geir, Gígja og Patrekur. Elsku amma mín, ég sakna þín mjög mikið og mér finnst erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt. Þú varst alltaf svo hress og kát og það var alltaf gaman að koma til ykkar afa á Reykjanesveginn og fá hjá þér nýbakaða snúða og vínarbrauð. Minningarnar eru margar og dýr- mætar sem ég mun geyma í hjarta mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér. Ég er stolt af því að vera nafna þín. Þín, Guðlaug Björt. Elsku amma Lalla. Það er ólýs- anleg tilfinning að þú sért farin og komir ekki aftur, þetta gerðist allt svo hratt en þú varst alla tíð svo hraust og heilsugóð. Minningarnar eru margar og þær hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Alltaf var fjör á Reykjanesveginum hjá ykkur afa þar sem við fjölskyldan komum oft saman og áttum frábærar samveru- stundir, þá naust þú þín vel. Sterk fjölskyldubönd eru eitt það mik- ilvægasta í lífinu og fjölskyldan var þér allt. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir dýrmæta tímann sem ég átti með þér í veikindum þínum, hann er ómetanlegur. Eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig var „takk fyrir mig“, nú vil ég fá að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín ömmustelpa, Ebba Lára. „Engin björg er í að barma sér, brátt mun sólin aftur ylja mér.“ Kær systir og mágkona hefur kvatt. „Snaggaraleg“ er orð sem kemur fyrst upp í hugann þegar mér verð- ur hugsað til mágkonu minnar sem hefur kvatt þennan heim svo skyndilega. Það var upp úr miðjum mars mánuði sl. sem ég heyrði fyrst að það væri einhver slæmska að hrjá hana Löllu, eins og hún var ávallt kölluð. Slæmskan reyndist síðan vera sá illvígi sjúkdómur krabbamein, sem lagði hana að velli tæpum 5 vikum síðar. Hvílíkt æðru- leysi. Lalla ætlaði að berjast og tak- ast á við það verkefni sem henni hafði verið falið og þiggja meðferð. Slíkt kom síðan aldrei til. Það má því segja að hún hafi gert þetta snaggaralega eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún giftist Valgeiri Ó. Helgasyni rúmlega tvítug og þau eignuðust fimm vænleg börn á níu árum. Það var aldrei nokkur vafi hvað var í fyrsta sæti hjá henni Löllu, það var elskulegur eiginmaður hennar svo og börnin, tengdabörnin og þeirra fjölskyldur. Hún var húsmóðir af guðs náð, hafði lokið prófi frá Hús- mæðraskólanum á Ísafirði og var heimavinnandi meðan börnin uxu úr grasi og fóstraði þar að auki eina stúlku til í mörg ár. Þegar börnin voru síðan öll farin að heiman og komin með sín eigin heimili, fór hún út á vinnumarkaðinn og vann við verslunarstörf í tæp 15 ár. Snemma á þessu ári voru liðin 40 ár frá því ég hitti verðandi mágkonu mína fyrst. Vinátta okkar var sönn frá fyrstu stundu, þar sem aldrei bar skugga á. Hún var alltaf til staðar og tranaði sér aldrei fram, taldi sig aldrei öðrum betri. Það er því ein- mitt nú þegar hún hverfur á braut sem maður finnur fyrir missinum. Ekki kemst ég hjá því að nefna að skammt sé stórra höggva á milli í fjölskyldunni þar sem kær bróðir þeirra Löllu og Óla, Guðmundur Rúnar, lést fyrir tæplega 17 mán- uðum. Er þeirra beggja nú sárt saknað. Elsku Valgeir, Júlíus, Guðrún, Jóhanna, Erla og Einar, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og fjölskyldu ykkar, einnig til fóstur- dóttur ykkar Susönu, frá okkur Óla og fjölskyldu. Við þig, kæra systir og mágkona, segjum við takk fyrir samfylgdina og trygglyndið. Hvíl í friði, elsku Lalla og guð veri með þér. Svanlaug og Ólafur. Við Lalla vorum systkinabörn, jafnaldrar og örstutt milli húsa for- eldra okkar. Þegar við vorum börn lékum við okkur saman á hverjum degi. Mér sýnist að við höfum verið nokkuð seig við að rífa þann vegg sem rís á milli heima stráka og stelpna í litlu plássi: Lalla kunni á vörubíla og ég þekkti dúkkulísur, Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.