Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 38

Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR LEIÐIST EN EKKI OF MIKIÐ HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA? STEFNA Í ÁTT AÐ FULLKOMNUN ÞÚ REIFST HESTINN MINN! JÁ, MYNDIN HAFÐI EKKERT LISTRÆNT GILDI EKKERT LISTRÆNT GILDI?!? ÞAÐ TÓK MIG ÞRJÚ KORTER AÐ TEIKNA ÞENNAN HEST! ALVÖRU LISTAVERK TAKA MINNST KLUKKUTÍMA ÞÚ MÁTT KALLA MIG UNGAN RÓMANTÍSKAN KJÁNA, EN ÞEGAR ÉG HUGSA UM HJÓNABAND ÞÁ... ÞÚ ERT UNGURRÓMANTÍSKUR KJÁNI ELLI, ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI TIL AÐ TAKA NÆSTA SKREFIÐ Í ÞESSU SAMBANDI PRÓFAÐU AÐ SEGJA „HALLÓ“ LETIDÝRIÐ ELLI Á HRAÐSTEFNUMÓTI ÆTLAR ÞÚ AÐ KJÓSA JOHN McCAIN?!? ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEFUR VERIÐ AÐ VINNA FYRIR OBAMA HER- FERÐINA, EN SAMT... ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HLUTINA Í RÉTTU LJÓSI. OBAMA HEFUR ÝMSA KOSTI, EN HANN ER SAMT BARA ENN EINN PÓLITÍKUSINN ÞÚ ERT FARIN AÐ LÍKJAST HENNI MÖMMU ÞINNI MEIRA OG MEIRA! ÉG SAGÐI BARA AÐ ÞAÐ ER ÝMISLEGT VIÐ HANN SEM MÉR LÍST VEL Á ÉG ER ALLT Í EINU EKKI MJÖG HRIFINN AF ÞVÍ HELDUR ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI! HANN ÆTTI FREKAR AÐ LÁTA ÞIG Í FRIÐI! ÉG ER EKKI HRIFINN AF ÞVÍ AÐ ÞÚ HITTIR FYRRVERANDI KONUNA MÍNA! ISbook ISbook er ný og skemmtileg tengsla- netsíða sem er hönnuð á Íslandi en er hýst hjá tæknirisanum Webs í Bandaríkjunum. ISbo- ok býður notendum upp á ýmsa afþrey- ingu, eins og til dæmis ókeypis kvikmyndir og tónlist sem er alltaf hægt að nota og öruggara spjallforrit en á Facebook og Mys- pace, það kallast ,,Meboo’’ og er ein- ungis aðgengilegt á ISbook og öðrum WEBS-heimasíð- um. ISbook verður sífellt stærri með hverjum klukkutímanum sem líður enda er vefurinn uppfærður reglulega og einnig eru mun færri auglýsingar en á Facebook, Mys- pace og slíkum vefsíðum. Bíómynd- irnar á ISsbook eru öllum aðgengi- legar. ISbook er flott í útliti og mun nútímalegri en Facebook og Mys- pace. Sjá www.isbook.webs.com. Sigþór Constantin. Vélar í hreinsunina? MIKIÐ dáist ég að hetjunum sem fóru austur með tvær hendur sínar og sálarkrafta að berjast við öskuna undir Eyjafjöllunum. Mér hefur dottið í hug að gúmmí- hjólavélar með breiðkjafti gætu drýlað öskunni á ökr- unum undir Eyjafjöll- unum núna meðan ekki er komin mikil bleyta í svörðinn. Akr- arnir á Þorvaldseyri og túnin á bæjunum í kring yrðu þá eins og Mini-Vatnsdalshólar til að sjá, kannski yrði líka skjól af drýlunum og betri spretta í kring. Drýlin má svo hugsanlega verja fyrir vindi með rúllubagga- plasti fyrst og svo setti maður kannski grasfræ í þau (maður má víst ekki stinga upp á þjóðarblóminu sem Álfheiður vill útrýma) og þá bindast þau til sumarsins og áfram og geta þá geymst til seinni tíma, komist á Minjaskrá og orðið náttúruvætti. Hola þau að innan og leigja túr- istum. Á milli drýlanna yrði styttra nið- ur á grasrótina og þá gæti eitthvað sprottið á milli þeirra. Væri ekki gaman að gera ein- hverjar tilraunir í öskufallsstjórnun úr því að bæði gosstjórnun, fjár- málastjórnun og ferðamálastjórnun virðist vera lítt vera á færi Íslend- inga? Halldór Jónsson Ást er… … þegar margra mánaða aðskilnaður gleymist á augabragði. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofur opnar kl. 9.- 16.30, út- skurður, bingó sem vera átti kl. 13.30. fellur niður. Árskógar 4 | Smíðastofa opin kl. 9 Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9. Dalbraut 18-20 | Söng- og harmonikkustund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Listamaður mánaðar- ins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lagsfundur í Stangarhyl 4 kl. 14 með frambjóðendum til borgarstjórnarkosn- inga 29. maí. Frambjóðendur skýra frá stefnumálum sínum sem snerta eldri borgara, fyrirspurnir, kaffiveitingar. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Borgartríó leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Vegna opn- unar á nýju félagsheimili eldri borgara í Boðaþingi verður engin starfsemi í Gjá- bakka eftir kl. 13.30 í dag. Félagsvistin verður á sínum stað kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir koma saman og syngja kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Félagsvist FEBG kl. 13, opið til kl. 16. Furugerði 1, félagsstarf | Messa í dag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Messukaffi. Háteigskirkja | Brids fyrir konur alla föstudaga kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía kl. 10, bókabíll kl. 14.45. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, opið hús 6. maí, dansleikur 7. maí, Þorvaldur Hall- dórsson leikur og syngur. www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa kl. 9, postulínsmálning, myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Baðþjónusta fyrir hádegi, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Uppl. í síma 554-2780 og á glod- .is Korpúlfar Grafarvogi | Laugardaginn 1. maí er opið hús frá kl. 13-16 á Korpúlfs- stöðum. Til sýnis og sölu verður ýmis varningur sem Korpúlfar hafa unnið. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús - vist/brids, veitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9, leikfimi kl. 13. S. 411-2760. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð, glerbræðsla, enska kl. 11 30, tölvukennsla kl. 13.30, sungið við flyg- ilinn kl. 14.30, kaffiveitingar kl. 14.30, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun kl. 9, handavinnustofan opin, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Hjálmar Freysteinsson yrkir aðgefnu tilefni: Flest þarf að skera naumt við neglur, nú sækir kreppan okkur heim. Þá eru settar siðareglur – en svo er að fara eftir þeim. Friðrik Steingrímsson í Mývatns- sveit var fljótur að bæta við: Eftir á margir naga neglur og nægtalíf endi skjótan fær, sumir halda að siðareglur séu til þess að brjóta þær. Það er jafnan auðsótt mál að fá vísur Friðriks birtar: Þó að bæði þetta og hitt þurfi reglur strangar, birta máttu bullið mitt bara ef þig langar. Ólafur Stefánsson heyrði af því, að Sigrún Haraldsdóttir og Jón Ingvar Jónsson væru hlið við hlið í Vísnahorninu, og orti í léttum dúr: Heyrði áðan undir væng, – olli hugar pínu, að þau væru í einni sæng inni á Moggadýnu. Sigrún svaraði að bragði: „Já, ég er í góðum félagsskap í Mogganum í dag. Lítið heldur leiðist mér lífið við að dunda. Gríðarlega gaman er með Gylfa, Jóni og Munda. Þar er einnig Birgir Hartmanns- son en ég kom honum ekki í vísuna með góðu móti.“ Og hún bætti við: Ég er eins og fleiri frúr, forðast eymd og doða, reyni að hafa alltaf úr einhverju að moða. Vísnahorn pebl@mbl.is Af kreppu og siðareglum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.