Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 2
2 FréttirFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikill kraftur var í eldgosinu í Eyja-
fjallajökli í gær og náði gosmökk-
urinn allt að níu km hæð. Gosvirkni
var stöðug. Mökkurinn er þónokkuð
hærri en á miðvikudag og eins og
landið liggur núna bendir ekkert til
gosloka. Tilkynningar bárust frá
nokkrum bæjum undir Austur-
Eyjafjöllum um öskufall sem stóð
frá því snemma í morgunsárið og
fram eftir degi með hléi um miðjan
daginn. Askan var hins vegar
nokkru fíngerðari en áður.
Lítið skyggni
„Öskufall hér byrjaði snemma í
morgun og er búið að vera sleitu-
laust síðan. Að vísu kom einhver
smáuppstytta milli þrjú og fimm í
dag en síðan helltist þetta yfir aftur
og askan sest á allt. Ætli skyggnið
sé nema hundrað metrar. Hér er
logn í augnablikinu en ef vind hreyf-
ir fýkur askan,“ sagði Sigurjón Páls-
son, bóndi á Steinum undir Eyja-
fjöllum.
Sigurjón er með fjárbú og um
sextíu vetrarfóðraðar ær á húsi.
Sauðburður er langt kominn og þarf
að hafa fé á húsi vegna öskunnar, en
hafa þó gengt í gerði utan fjárhúss-
ins. Víða eru þrengsli þó farin að
valda bændum vandræðum og hafa
nýborin lömb drepist.
Þrengsli orsök veikinda
Katrín Helga Andrésdóttir,
héraðsdýralæknir á Suðurlandi,
segir ekki hægt að alhæfa að
þrengsli í fjárhúsum séu orsök fjár-
dauða. Vissulega geti slíkt þó verið
orsök ýmissa veikinda, svo sem um-
hverfissýkinga, garnapestar, júgur-
bólgu og flosnýrnaveiki í lömbum.
Þá geti flúroreitrun valdið doða.
Katrín segir að ef fé veikist sé mik-
ilvægt að bændur tilkynni slíkt.
Drepist fé séu vottorð grundvöllur
greiðslna úr Bjargráðasjóði.
Flugi flýtt
Í dag, föstudag, spáir Veður-
stofan öskufalli suður og suðvestur
af eldstöðinni og hefur flugáætlun-
um verið breytt til samræmis við
það. Vélar Icelandair til Evrópu
áttu að fara utan kl. fimm nú í
morgun í stað þess að fara milli
klukkan sjö og átta. Síðdegisflug til
Kaupmannahafnar og Bretlands-
eyja hefur verið blásið af.
Morgunblaðið/RAX
Mökkur Gosstrókurinn nær um níu kílómetra hæð og er svipmikill víða frá. Skagnes í Mýrdal er hér í forgrunni.
Sleitulaust öskufall
Eldgosið enn kröftugt Öskufall undir Eyjafjöllum og
sáralítið skyggni Flugáætlanir í uppnámi og ferðum aflýst
Morgunblaðið/RAX
Lambfé Víða er basl með sauðburð því fé er á húsi vegna öskufallsins.
Bændurnir í Hraungerði í Álftaveri sjást hér huga að lömbum og marka.
„Mér finnst í raun undarlegt að
sveitarfélögin hafi ekki sýnt lit á því
að ganga frá þessu máli. Við viljum
launahækkanir í samræmi við það
sem framhaldsskólakennarar og rík-
ið sömdu um og þar er rétt að tala
um óskir frekar en kröfur,“ segir Ei-
ríkur Jónsson, formaður Kennara-
sambands Íslands.
Samningslausir í eitt ár
Viðræðunefndir kennara og sveit-
arfélaga hittast hjá ríkissáttasemj-
ara í næstu viku. Þar verður farið yf-
ir mál kennara í grunn-, leik- og
tónlistarskólum sem hafa verið
samningslausir í um það bil eitt ár.
Kennarar sem starfa við framhalds-
skólana hafa hins vegar gildan
samning og leggur Eiríkur áherslu á
að ekki myndist enn frekari launa-
munur milli þeirra kennara sem
starfa hjá ríki annars vegar og hins
vegar sveitarfélögum.
Í áðurnefndum samningum ríkis
og framhaldsskólakennara á sl. ári
var lögð áhersla á hækkun lægstu
launa. Hún kemur til framkvæmda í
sumar þegar mánaðarlaun undir 285
þús. kr. hækka um 6.500 kr. „Okkur
reiknast til að launahækkun á þess-
um nótum sé kostnaðarauki fyrir
sveitarfélögin sem er vel innan við
eitt prósentustig,“ segir Eiríkur.
Ganga ekki í takt
Fulltrúar Kennarasambands Ís-
lands hafa sett fram þau sjónarmið
að takist ekki að gera nýja kjara-
samninga fyrir öll aðildarfélög sam-
bandsins sé tómt mál að tala um að
KÍ verði í samfloti við aðra aðila á
vinnumarkaði. Þar er átt við ein-
hverskonar framlengingu á stöðug-
leikasáttmálanum þar sem Eiríkur
telur það fjarri lagi að allir hafi
gengið í takt.
Hnífnum beitt
„Niðurskurðarhnífnum hefur trú-
lega verið beitt heldur meira en ráð
var fyrir gert. Þá eru vextir enn allt
of háir og gjaldeyrishöft hindra eðli-
lega uppbyggingu í atvinnulífinu
sem leiðir til allt of mikils atvinnu-
leysis,“ sagði Eiríkur á ársfundi KÍ á
dögunum. sbs@mbl.is
Kennarar segjast
vera með óskir,
ekki kröfur
Vilja kjarasamninga við sveitarfélögin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ósamið Grunnskólakennarar með
lausa samninga frá júní 2009.
Á ársfundi KÍ á dögunum gerði Eiríkur Jónsson að um-
talsefni starf nefndar sem starfar í krafti stöðug-
leikasáttmálans og fjallar um lífeyrismálin í heild
sinni. Þar hefði komið í ljós að opinbera lífeyris-
sjóðakerfið ætti mjög undir högg að sækja. „Skuld-
bindingar þar eru háar og vaxa mörgum í augum,“
sagði Eiríkur Jónsson. „Hitt er svo allt annað mál hvort
samkomulag tekst um það að setja á stofn eitt
lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hvað varðar framtíð-
ina. Áður en ákvörðun um slíkt verður tekin verður að
liggja fyrir að núverandi lífeyrisþegar og þeir sem nú
eru í starfi og greiða í opinberu sjóðina verði ekki fyrir
ólögmætri eignaupptöku með skerðingu á greiðslum.“
Skuldbindingar vaxa í augum
OPINBERA LÍFEYRISKERFIÐ Á UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA
Lífeyrismálin eru
mikilvæg.
„Ég lít svo á að þessi yfirlýsing ráð-
herra sé ekki minni en svo að samn-
ingaviðræður við Evrópusambandið
hljóti að vera í algjöru uppnámi,“
segir Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks.
Einar beindi þeirri fyrirspurn til
Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, á Alþingi í
fyrradag hvort til álita kæmi að
hverfa frá núgildandi landbúnaðar-
stefnu, heimila innflutning á lifandi
dýrum og aflétta tollvernd gagnvart
landbúnaðarafurðum í samræmi við
álit framkvæmdastjórnar ESB.
Jón svaraði því til að það væri „al-
veg klárt að þeir fyrirvarar sem
settir eru, bæði af hálfu Bænda-
samtakanna og af hálfu Alþingis í
þessu efni, ég er ekki reiðubúinn að
falla frá þeim. Það liggur líka fyrir af
hálfu Vinstri grænna að flokkurinn
er ekki samþykkur því að gerast að-
ili að Evrópusambandinu“. Einar
segist fagna þessari afstöðu sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra og
hann er henni sammála.
„En það er ljóst mál að ef menn
halda fast við þessa fyrirvara þá eru
þeir ekkert að fara að semja við Evr-
ópusambandið um aðild vegna þess
að hér er um að ræða þvílík grund-
vallaratriði í sjálfri Evrópulöggjöf-
inni að þau verða ekki leyst með
neinum tæknilegum lausnum.“
Einar telur að aðildarmálin hljóti
að bera á góma á þingfundi í dag í
ljósi hinnar afdráttarlausu yfirlýs-
ingar Jóns. una@mbl.is
Segir að viðræður við ESB
hljóti að vera í uppnámi
Einar K.
Guðfinnsson
Jón
Bjarnason
Ráðherra segist ekki falla frá fyrirvörum stjórnvalda og BÍ
fjórir
jarðskjálftar mældust undir
Eyjafjallajökli í gær. Skjálftarnir
voru allir grunnir.
sex
km er jafnaðarhæð gos-
makkarins. Hann rís þó stundum
upp í 9 km hæð.
‹ ELDGOSIÐ Í TÖLUM ›
»