Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Jóni Magnússyni er bersýnilegabrugðið vegna dæmalausrar framgöngu þingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Guðmundar Steingrímssonar. Jón, sem hefur bæði reynslu sem þingmaður og hæstaréttarlögmaður, undrast að vonum að þing- mennirnir virð- ast telja eðlilegt að þeir sem stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendur á ákæru- valdi og dóm- stólum.     Jón segir: „Þeg-ar óeirðafólk- ið sem sótti að Alþingi, slasaði starfsfólk við ör- yggisvörslu og olli eignaspjöllum er sótt til saka fyrir framferði sitt, finnst þeim Birni Val og Guðmundi eðlilegt að stjórnmálin hafi afskipti af málinu. Treysta þeir ekki dóm- stólum landsins?     Óneitanlega senda þessir þing-menn furðuleg skilaboð nú þegar óeirðafólkið sýnir dóm- stólum algjöra lítilsvirðingu eftir að hafa sýnt Alþingi lítilsvirðingu.     Þetta er í fyrsta skipti sem dóm-stólum er sýnd lítilsvirðing og reynt að tálma störf þeirra. Það er alvarlegt mál og í kjölfar þess er málflutningur þingmannanna þeim til skammar.     Ef til vill er þeim vorkunn eftir aðhafa hlustað á holtaþokuvælið í dómsmálaráðherra í framhaldi af því að óeirðafólkið veittist að dóms- valdinu og lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu bauð óeirðafólk- inu síðan í kaffi á lögreglustöðina.     Í framhaldi af því var að sjálfsögðueðlilegt að prestur Laugarnes- safnaðar skyldi blessa yfir athæfið. Kirkjan á jú alltaf sína svörtu sauði.“ Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður. Fyrst Alþingi svo dómstólar Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 3 slydda Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 8 alskýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Nuuk 2 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 9 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 14 skúrir Helsinki 21 skúrir Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 skúrir Dublin 12 skýjað Glasgow 8 skúrir London 12 heiðskírt París 9 skýjað Amsterdam 9 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 10 alskýjað Vín 17 þrumuveður Moskva 25 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 9 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Róm 19 skýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 13 skýjað Montreal 14 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 16 þoka Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:16 22:33 ÍSAFJÖRÐUR 3:57 23:02 SIGLUFJÖRÐUR 3:39 22:46 DJÚPIVOGUR 3:39 22:09 Hinir árlegu vortónleikar Drengja- kórs Reykjavíkur verða í Hall- grímskirkju á morgun, laugardag- inn 15. maí. Tónleikarnir eru jafnframt haldnir til þess að minn- ast þess að kórinn á 20 ára afmæli í ár. „Þetta er gaman og sérstakt,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórn- andi kórsins, og bætir við að senni- lega sé um að ræða eina drengja- kór landsins sem starfi í kirkju. Agi og kurteisi Kórinn æfir reglulega tvisvar í viku og að jafnaði syngur hann í messu í Hallgrímskirkju mánaðar- lega á starfsárinu frá september fram í júní auk þess sem hann kemur fram við ýmis tækifæri. Friðrik segir að kórfélagarnir séu jafnframt á fullu í mörgu öðru og margir þeirra séu hljómlistarmenn. „Þetta eru duglegir strákar og þeir eru fljótir að læra, hafa þessa gáfu að geta tekið þátt í þessu öllu og skilað sínu með sóma,“ segir hann. Einkunnarorð kórsins eru að syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Friðrik segir að starfsem- in snúist ekki eingöngu um söng heldur skipti uppeldið miklu máli. Mikið sé lagt upp úr framkomu og aga, að bera virðingu hver fyrir öðrum og sýna öðrum kurteisi. Drengjakórinn var stofnaður 6. október 1990 og í honum eru nú um þrjátíu 8-14 ára drengir. Ron- ald Turner, organisti í Laugarnes- kirkju, var helsti hvatamaður átaksins og stjórnaði hann kórnum þar til Friðrik tók við stjórninni 1994. Kórinn nefndist fyrst Drengjakór Laugarneskirkju, Drengjakór Neskirkju 2001 til 2004 og síðan Drengjakór Reykjavíkur eftir að starfsemin fluttist í Hall- grímskirkju. Til Bandaríkjanna í júní 15 drengir á aldrinum 10-12 ára voru stofnfélagar og munu söngv- arar úr þeim hópi syngja með kórnum á afmælistónleikunum. Annað hvert ár fer kórinn um land- ið og heldur tónleika en hitt árið er farið til útlanda. Kórinn hefur m.a. sungið í Bandaríkjunum, Austur- ríki, Englandi, Tékklandi, Frakk- landi og á Spáni. Að þessu sinni fer kórinn í 10 daga ferð til Bandaríkj- anna upp úr miðjum júní, þar sem hann tekur meðal annars þátt í há- tíð Íslendingafélaganna í Minnea- polis og norrænni sumarhátíð í Fargo auk þess sem hann syngur í Mountain. Friðrik stjórnar líka Karlakór Reykjavíkur og þar er hann farinn að sjá menn sem byrjuðu í Drengjakórnum. „Karlakór Reykjavíkur er verndari Drengja- kórsins og vonandi fáum við sem flesta úr Drengjakórnum í Karla- kórinn þegar fram líða stundir,“ segir Friðrik. Hátíðarsamkoman á laugardag hefst klukkan 14 og eru meðlimir Karlakórs Reykjavíkur sérlegir gestir. Morgunblaðið/Kristinn Á æfingu Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar æfir stíft fyrir afmælistónleikana. Englar, herrar og strákar  Afmælistónleikar Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju á morgun  10 daga ferð til Bandaríkjanna í júní Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs, hefur sent Sjómannafélagi Íslands svar við bréfi þess frá 29. apríl, þar sem Sjó- mannafélagið krafðist afsagnar stjórnar og framkvæmdastjóra Gild- is. Kemur fram í svarinu að réttindi sjómanna í Gildi hafi hækkað um 1,9% umfram hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu janúar 2005 til apríl 2010, að teknu tilliti til 7% lækkunar rétt- inda nú. „Hrun fjármála- kerfisins á Íslandi í október 2008 hefur haft mikil áhrif á afkomu Gildis eins og annarra lífeyrissjóða og fjárfesta og því miður hefur Gildi eins og margir aðrir lífeyrissjóðir þurft að grípa til lækkunar réttinda. Það vill hins vegar gleymast að Gildi hækk- aði réttindi um 7% árið 2006 og um 10% árið 2007. Þá fengu sjómenn 4,1% réttindahækkun við stofnun Gildis árið 2005. Þessar hækkanir eru umfram hækkun vísitölu neyslu- verðs sem lífeyrisgreiðslur miðast við,“ segir í svarbréfinu. Bera sömu ábyrgð á fjárfest- ingarstefnunni og aðrir „Á ársfundi Gildis 28. apríl sl. var borin upp tillaga Jóhanns Páls Sím- onarsonar um að stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri segðu af sér. Ástæða er til að benda á að Sjó- mannafélag Íslands (áður Reykja- víkur) átti ávallt fulltrúa í stjórn Líf- eyrissjóðs sjómanna og bera þeir fulltrúar sömu ábyrgð á fjárfest- ingum sjóðsins og aðrir stjórnar- menn,“ skrifar Árni Guðmundsson í bréfinu. Báru ekki skarðan hlut Framkvæmdastjóri svarar gagnrýni Gildi hækk- aði réttindi um 7% árið 2006 og um 10% 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.