Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 10
Leikkonan Sarah Jessica Parker er farin að láta meira á sér bera upp á síðkastið enda styttist óðum í að nýj- asta mynd hennar Sex and the City 2 verði frumsýnd. Það verður örugglega nóg af flottum flíkum í henni til að slefa yfir en þangað til verðum við að láta okkur Parker á rauða dreglinum nægja. Hún hefur einstakt lag á að líta vel út, yfirleitt í sætum en um leið töff kjólum, dásamlegum skóm og með krúttlega fylgi- hluti. Já þær eru eflaust margar sem væru til í að vera í skóm Sö- ruh Jessicu Parker. ingveld- ur@mbl.is Tískufríkið Sarah Jessica Parker úr Beðmálunum Sætir kjólar og töff skór Reuters Töffari Parker á ShoWest verðlaunahá- tíðinni í Las Vegas í mars. Gullin rós Hér er Par- ker á Óskars- verðlaunahátíðinni í byrjun mars. Prinsessa Heldur betur fönguleg og fín á Metropolitan galasamkomunni í byrjun maí. Flott Óneitanlega glæsileg í æðislegum skóm við fínan kjól á frumsýningu í New York í desember. Fataskápsundraland er tískublogg sem þrjár stelpur úr Reykjavík, hel- teknar af tísku, halda úti. Bloggið er nýtt, virðist hafa verið stofnað í mars á þessu ári. Þær segjast hafa haft í huga að stofna tískublogg í langan tíma og ákveðið að láta vaða þar sem tíska er eiginlega eina áhugamál þeirra. Þær segja í einni af fyrstu færslunum að þær vilji hafa fjölbreytni á blogginu; myndir og um- fjallanir um það sem þær klæðast, umfjöllun um götutískuna, það sem blæs þeim í brjóst, um hluti sem þær kunna vel við og hluti sem þær kunna ekki vel við og annað sem vekur athygli þeirra. Svo virðist sem þetta markmið þeirra hafi náðst því bloggið er mjög fjölbreytt og líflegt. Þær taka mikið myndir af sjálfum sér og setja á bloggið, við hverja mynd segja þær hvar þær fengu fatnaðinn sem þær klæðast og fylgihlutina sem þær bera. Er það bæði skemmtilegt og fræðandi fyrir lesendur og svolítið sem vantar oft upp á hjá tískubloggurum, því það er mikilvægt að vita hvar tískuvitr- ingarnir fá fötin sín. Síðuhaldararnir fjalla sem von er um erlenda tískuhönnuði og fyr- irsætur og setja inn myndir af hinu og þessu sem verður á vegi þeirra. Mamma einnar þeirra er flott kona og birta þær stundum myndir af henni í ýmsum fatnaði. Verð ég Vefsíðan: www. wardrobe-wonderland.blogspot.com Líflegt tísku-undraland Bambi Nýlega var fjallað um áströlsku fyrirsæt- una Stephanie Northwood, á síðunni. að segja að mér þykir það áhuga- verður liður, mamman er með þroskaðan og flottan fatastíl og er því virkilega gaman að sjá hvernig hún klæðir sig, sem er alltaf töff. Það er líka gaman að sjá konu á tískubloggi því oft er bloggunum haldið úti af ungum stelpum og markast tískuumfjöllunin af því. Wardrobe-wonderland.blogs- pot.com er lífleg bloggsíða sem vert er að kíkja á. ingveldur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g hef haft áhuga á kvik- myndum alveg frá því ég var smástrákur,“ segir Úlfar Örn Krist- jánsson sem er á fyrsta ári á listabraut í FB og með óslökkv- andi áhuga á kvikmyndum og öllu sem þeim viðkemur. „Ætli þessi áhugi hafi ekki kviknað þegar ég fékk að njóta góðs af VHS-spólusafni sem foreldrar mínir eiga. Ég var um sjö ára þegar ég fór að ráðast í klassíkina sem þar er að finna, eins og til dæmis The Godfather sem Francis Ford Cop- pola gerði og ég sökkti mér líka í gömlu góðu Carpenter-myndirnar og annað slíkt. Ég var svo ungur að ég skildi kannski ekki mikið en ég naut þess engu að síður að horfa. Þegar ég var tíu ára fór ég að skilja sögurnar og þá fór ég að sækja mér sjálfur myndir, til dæmis eftir Federico Fell- ini, Sam Peckinpah, japanska leik- stjórann Akira Kurosawa og aðra meistara.“ Blóðsuguhryllingur heillar Þótt Úlfar sé hrifinn af alls kon- ar myndum eru hryllingsmyndir í miklu uppáhaldi og hann kann ekki síður að meta þær gömlu. „Elsta myndin í safninu mínu er Dr. Calig- ari, en hún er einmitt talin vera fyrsta hrollvekjan sem gerð var, en það var árið 1919. Þjóðverjinn Rob- ert Wiene gerði hana og hún er alveg ótrúlega góð. Hún er vissulega gerð með frumstæðum handsnúnum myndavélum en það undirstrikar bara hryllinginn,“ segir Úlfar og tel- ur upp nokkra gullmola í þessum flokki eins og blóðsuguhryllings- myndina Nosferatu eftir Murnau, frá árinu 1921. Hinn austurríski kvik- myndaleikstjóri Fritz Lang er einn þeirra gömlu sem Úlfar kann vel að meta og nefnir hann þar „science- fiction“- myndina Metropolis frá 1927 og mynd- ina M frá 1931. Ekki kemur á óvart að Úlfar er mikill aðdáandi hinnar einu sönnu Rocky Horror. „Ég horfði mikið á hana þeg- ar ég var lítill og í fyrra sá ég hana á kvikmyndahátíð þar sem allir mættu í búningum og sungu með. Það var al- veg geggjað.“ Allt fallegt í svarthvítu En hvað er það við myndir gömlu meistaranna sem eru svona heillandi? „Gömlu kvikmyndaleikstjór- arnir höfðu ekki tólin og tæknina sem til er í dag og þeir þurftu því að treysta meira á handritið og fram- vindu sögunnar í myndinni, í stað þess að beita brellum til að ná áhuga áhorfandans. Það er gaman að skoða þetta í kvikmyndasögulegu samhengi og sjá hvernig tæknibrellurnar hafa þróast í gegnum tíðina. Mér finnst andrúmsloftið í svarthvítum myndum allt annað en í þeim sem eru í lit, vegna þess að allt verður fallegt í svarthvítu. Í gömlu þöglu myndunum er líka gam- an að fylgjast með ýkt- um leiknum, því leik- ararnir voru sviðsleikarar og vanir að leika þannig að allt skilaði sér á aftasta Hryllingur, blóðsugur og gamlir snillingar Hann á um 800 kvikmyndir í safni sínu og sú elsta er frá 1919 enda er hann hrif- inn af gömlu meisturunum. Hann gerði sér lítið fyrir og vann til verðlauna þegar hann gerði sína fyrstu stuttmynd, hina draugalegu Phasmatis. Úlfar heldur drungalegur í hlut- verki sínu í mynd sinni, Phasmatis. Það er föstudagur og nóg um að vera í höfuðborginni. Í Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda á Laugavegi 21 er Rockabilly- kvöld. Þeir sem hafa löngun til að tvista botninn af skónum ættu að kíkja þangað. Fjörið hefst um kl. 23. Fyrir hina sem vilja öðruvísi stuð hefjast Kimi Records-tónleikar á Só- dómu kl. 22. Þar leika tónlistarmenn- irnir Snorri Helgason (úr Sprengju- höllinni), Stafrænn Hákon, sem sendi nýverið frá sér plötuna Sanitas, og hljómsveitin Miri. Á skemmtistaðnum Jacobsen í Austurstræti snúa Hugarástands- bræður, þeir Arnar og Frímann, plöt- um með dúndrandi danstónlist. Það verður því nóg um að vera fyrir dansþyrsta Íslendinga. Reuters Dans Það má sýna kúnstir. Ætlar þú út að dansa í kvöld?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.