Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
✝ Guðmundur Garð-ar Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
22. febrúar 1956.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans 5. maí síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Friðriksson og Guð-
ríður Ástráðsdóttir,
þau eru bæði látin.
Bræður Guðmundar
eru Ástráður, f. 1946,
Reynir, f. 1949, og
Gunnar, f. 1952.
Guðmundur kvæntist Sigríði Val-
geirsdóttur árið 1992 og eignuðust
þau dótturina Lilju 4. október 1988.
Þau bjuggu sín búskaparár bæði í
Hveragerði og
Reykjavík en slitu
samvistir árið 2007.
Fyrir átti hann
Hrafnhildi, f. 22. febr-
úar 1975.
Áhugamál Guð-
mundar voru stang-
veiði og hesta-
mennska, var hann
mikið viðloðandi
Lundarreykjadal og
unni sveitinni sinni
alla tíð, einnig hafði
hann gaman af leik
og söng og söng í
mörgum kórum.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Kristskirkju Landakoti í dag,
14. maí 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
Náinn vinur minn og félagi Guð-
mundur Garðar er fallinn frá í blóma
lífsins. Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an á Bændaskólanum á Hvanneyri
veturinn 1973-1974. Strax tókust
með okkur ágæt kynni. Ég komst
fljótt að því að Guðmundur Garðar
var mikill hæfileikamaður. Hann var
bráðgreindur, léttur í lund, úrræða-
góður, söngvinn, skemmtilegur,
sagna- og vísnamaður ágætur og
drengur góður.
Eftir Hvanneyrarvistina héldum
við kunningsskapinn og urðum á
seinni árum söngfélagar í kórum,
veiðifélagar og góðir vinir.
Ekkert þótti Guðmundi Garðari
skemmtilegra en að sækja heim
sveitina sína, Lundarreykjadalinn.
Þangað fór ég með honum nokkrum
sinnum og fann fljótt að þar var
hann svo sannarlega á heimavelli.
Naut ég mjög leiðsagnar hans.
Það er alltaf harmsefni þegar fólk
fellur frá langt um aldur fram. Hins
vegar er það huggun harmi gegn að
minningin um einstakan ágætis-
mann lifir. Ég þakka Guðmundi
Garðari kærlega fyrir áralanga vin-
áttu, gleðina, trygglyndi og hlýju í
minn garð. Ástvinum hans og fjöl-
skyldu sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Blessuð sé minning Guðmundar
Garðars Guðmundssonar.
Magnús Ástvaldsson.
Kveðja frá Kór Kristskirkju,
Landakoti
Guðmundur Garðar Guðmunds-
son kórfélagi okkar er látinn langt
fyrir aldur fram.
Lífið fór ekki alltaf sérlega mjúk-
um höndum um hann og síðustu árin
urðu þessum mæta dreng og góða
félaga áreiðanlega þung í skauti
enda margt honum mótdrægt og
heilsan tæp.
Guðmundur Garðar hafði brenn-
andi áhuga á tónlist og hann tók alla
tíð, hvar sem hann dvaldi, mikinn og
virkan þátt í tónlistarlífi og kór-
starfi. Eftir að hann flutti aftur til
höfuðborgarinnar gerðist hann ötull
og ómetanlegur félagi í kór kirkju
Krists konungs í Landakoti. Auk
þess að syngja í bassanum valdist
hann í forystusveit kórsins. Þar var
hann ötull og viljugur samstarfs-
maður sem ætíð lagði gott til mála
og leitaði ávallt lausna sem byggðust
á málamiðlun og sátt.
Guðmundar Garðars verður lengi
og sárt saknað meðal kórfélaga sem
minnast notalegrar nærveru hans,
hlýju og elskulegs húmorsins. Góður
og mætur maður er genginn. Megi
Guð hugga og styrkja ástvini Guð-
mundar Garðars, geyma anda hans
og blessa minningu hans.
F.h. kórs Landakotskirkju,
Stefán Ásgrímsson.
Við Guðmundur Garðar hittumst
fyrst þegar réttargeðdeildin á Sogni
var sett á fót í október 1992. Guð-
mundur hafði ráðið sig til starfa við
deildina og ég var þá nýorðinn fram-
kvæmdastjóri SFR stéttarfélags.
Ekki vorum við hjá félaginu sátt við
þau kjör sem bjóða átti starfsmönn-
um við deildina svo það sló í brýnu
milli SFR og stjórnenda stofnunar-
innar. Úr hópi starfsmanna vakti
Guðmundur strax athygli því hann
var fremstur í flokki þeirra sem tóku
þátt í þessari baráttu. Við höfðum
mikil samskipti næstu árin meðan
hann vann á Sogni, en hann var m.a.
trúnaðarmaður starfsmanna þar.
Frá Sogni hélt hann til starfa hjá
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Suðurlandi. Hann tók þar að sér
verkstjórn og að þróa nýja fram-
leiðslu á vernduðum vinnustað. Síð-
ar flutti hann í bæinn og hóf störf á
geðdeildum Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Ekki var þess langt að
bíða að vinnufélagar hans kusu hann
til að verða trúnaðarmaður. Hann
tók sæti í samstarfsnefnd SFR og
LSH og þar reyndi fyrir alvöru á
hans miklu félagslegu hæfileika til
að koma málum á framfæri og leiða
þau til lykta. Guðmundur var kosinn
í stjórn SFR árið 2006 og sat þar til
dauðadags. Hann var virkur á flest-
um sviðum félagsins, sat m.a. í rit-
nefnd SFR blaðsins og í fyrravor var
hann hvatamaður að stofnun kórs
fyrir félagsmenn BSRB og var aðal-
sprautan í starfinu þar.
Guðmundur var einn af þeim
mönnum sem ætíð voru tilbúnir að
taka að sér verkefni sem leitað var
til hans með. Hann var alltaf já-
kvæður og eljusamur við að leysa
þau af hendi eins vel og unnt var.
Hann var eldhugi sem gott var að
hafa í kringum sig í félagslegu starfi
– starfi sem krefst ætíð meira og
meira en jafnframt verður erfiðara
að fá fólk til að taka þátt í.
Í lífi flestra eru hæðir og lægðir
og fór Guðmundur ekki varhluta af
þeim. Síðustu árin voru honum án
efa mjög erfið. Hann lenti í slysi og
fótbraut sig, sem í sjálfu sér hefði
ekki átt að hafa miklar afleiðingar. Í
einstökum tilfellum gerast hlutirnir
þó ekki eins og venjulega. Brotið
greri hægt og illa og hann var frá
vinnu meira og minna síðustu árin
og það reyndist honum mjög erfitt.
Hann kom oft á þessum tíma og sett-
ist inn á skrifstofu hjá mér, þá rædd-
um við stöðuna. Í þessum samtölum
okkar skynjaði ég að líf hans var
ekki bara dans á rósum og að það
hvíldu á honum áhyggjur af framtíð-
inni. Þrátt fyrir mótlætið sem hann
varð fyrir þessi síðustu ár slokknaði
aldrei baráttuandinn. Oftar en ekki
enduðu samtöl okkar á því að hann
kom með ábendingar og áeggjanir
um hvort stéttarfélagið yrði ekki að
pota betur hér og þar eða taka á
þessu og hinu málinu.
Missir okkar allra sem þekktum
Guðmund Garðar er mikill og við
munum sakna hans úr starfinu.
Hann hafði sterkan og gefandi per-
sónuleika og hreif aðra með sér,
hvort sem var í baráttu eða góðum
söng. Við hér hjá SFR stéttarfélagi
vottum fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð um leið og við kveðj-
um góðan dreng.
Árni Stefán Jónsson, for-
maður SFR stéttarfélags
í almannaþjónustu.
Það er erfitt að tala eða skrifa um
Guðmund Garðar í þátíð, svo brátt
varð um hann og svo lifandi er hann
enn í huga þeirra mörgu sem hann
þekktu og þótti vænt um hann.
Það er líka erfitt að sætta sig við
það að góður og glæsilegur maður á
besta aldri skuli skyndilega horfinn
úr þessum heimi.
Við Gummi, eins og vinir hans
kölluðu hann, vorum skólasystkin í
Landakotsskóla frá sex ára aldri.
Síðan skildi leiðir um langa hríð,
þangað til hann gerðist leigjandi hjá
mér fyrir nokkrum árum. Þar á milli
leið vissulega langur tími. Ekki þó
sérlega langur í huga okkar Gumma,
þar sem við áttum svo marga sam-
eiginlega vini og minningar, eins og
títt er um fólk á sama aldri.
Með sumum á maður reyndar fátt
annað sameiginlegt en ártalið, en
þannig var það ekki með okkur
Gumma. Það var skemmtileg tilvilj-
un að hann skyldi koma til búsetu
hér í húsinu og aldrei var nema gott
að hafa hann hér.
Aðrir munu væntanlega verða til
að rekja lífshlaup Guðmundar Garð-
ars. Við hér á Ásvallagötunni minn-
umst hans hins vegar best fyrir góð-
ar samvistir undanfarin ár.
Guðmundur Garðar var sérlega
ljúfur, greindur og góður maður.
Hann var vel lesinn, fróður og
skemmtilegur, hafði góða nærveru,
var frábær söngvari í kór Krists-
kirkju til fjölda ára og virkur í sínu
stéttarfélagi, enda með ríka réttlæt-
iskennd. Hann hafði komið víða við
og bjó að margþættri lífsreynslu.
Það var því hvergi komið að tómum
kofunum hjá Gumma og hægt að
ræða við hann um flest milli himins
og jarðar.
Syni mínum á unglingsaldri þótti
líka vænt um Gumma og gott að tala
við hann, enda kom Gummi fram við
alla af sömu prúðmennsku og
innsæi. Heimilishundurinn okkar
hér á efri hæðum, hún Skotta, hafði
síðan alveg sérstaka ást á Gumma,
fannst hún alveg eiga í honum hvert
bein. Það var, veit ég, alveg gagn-
kvæmt og þegar Skottan okkar safn-
aðist til feðra sinna í vetur sem leið
tók Gummi einlægan þátt í eftir-
sjánni. Vonandi hittast þessir góðu
vinir nú á annarri strönd.
Það fór síðan ekkert milli mála
hvað Gumma þótti vænt um börnin
sín og bar þau fyrir brjósti. Lilja,
dóttir hans, kom oft að heimsækja
pabba sinn hingað í Vesturbæinn og
var honum afar góð og umhyggju-
söm dóttir. Það er líka gott til þess
að hugsa að hann náði að mæta í
fermingu barnabarnsins Arons Orra
í vor. Það var stoltur og glaður afi
sem kom heim úr þeirri fermingar-
veislu.
Undir lokin átti Gummi við heilsu-
leysi að stríða, m.a. vegna fótbrota
sem höfðu í för með sér slæmar af-
leiðingar. Aldrei kvartaði hann þó né
bar sig illa. Slíkt var einfaldlega ekki
til í hans hugarheimi eða hegðan.
Grannar og vinir Guðmundar
Garðars hér á Ásvallagötunni kveðja
góðan dreng með söknuði og vænt-
umþykju.
Sendum fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Hildur Helga Sigurðardóttir.
Guðmundur Garðar
Guðmundsson
✝ Gísli Ólafur Em-ilsson, f. 16. sept-
ember 1924, lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Garðv-
angi miðvikudaginn
28. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðný Helga Guð-
mundsdóttir, f. 6.
ágúst 1896, d. 16. júní
1974, og Emil Theo-
dór Guðjónsson, f. 10.
maí 1896, d. 11. janúar
1976.
Gísli fæddist og ólst
upp í Hátúni við Seyðisfjörð og var
áttundi í röð tólf systkina, þrjú þeirra
eru enn á lífi, Valgerður, Friðrik og
Guðrún. Látin eru Guðjón, Ásdís, Jór-
unn, Guðmundur, Vilhjálmur, Val-
geir, Emil og Ásgeir. Uppeldissystk-
ini hans eru Jóhanna, Rún og Hreinn.
f. 1952, Rafn, f. 1954, Björg, f. 1960,
og Sigurður, f. 1965.
Frá unga aldri tók Gísli þátt í því
að draga björg í bú og byrjaði sjö
ára í beitningum á Seyðisfirði. Hann
stundaði sjómennsku og vertíð-
arvinnu á sínum yngri árum eða þar
til hann varð fyrir slysi um tvítugs-
aldurinn þegar hann fór í spil á báti
og var nærri búinn að missa fótinn
við ökkla. Betur fór en á horfðist, en
þetta háði honum þó alla tíð. Hann
tók þátt í síldarævintýrinu á árunum
1960 til 1965 eins og margir á þeim
árum og vann þá aðallega sem beyk-
ir á síldarplani á Seyðisfirði og Rauf-
arhöfn. Hann vann um tíma í tré-
smiðju Sigurðar Elíassonar hf. í
Kópavogi. Hann byrjaði sem aðstoð-
armaður í prentun í Prentsmiðjunni
Eddu 1966, var í Blaðaprenti 1972-
1991 og lauk sínum starfsferli hjá
Prentsmiðjunni Odda 1995.
Útför Gísla fór fram í kyrrþey frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 6. maí
sl.
Gísli kvæntist 2.
ágúst 1952 Málfríði
Jensdóttur, f. 12. júní
1929, d. 5. september
1987, dóttir hjónanna
Þorgerðar Guðmunds-
dóttur og Jens Krist-
jánssonar fisksala í
Hafnarfirði. Þau eign-
uðust soninn Heiðar 10.
september 1950. Kona
hans er Stefanía Víg-
lundsdóttir, f. 7.7. 1951
og eiga þau dótturina
Fríðu Kristínu, f. 31.
júlí 1979.
Síðustu árin bjó Gísli í Keflavík
með Sigríði Júlíusdóttur, f. 16. ágúst
1930 á Siglufirði. Sigríður giftist Hall-
dóri Péturssyni f. 21. janúar 1926, d.
22. mars 1991. Börn Sigríðar og Hall-
dórs eru Jóhann Pétur, f. 1946, d. 14.
janúar 2010, Júlíus, f. 1950, Ingibjörg,
Mig langar með nokkrum orðum
að þakka mínum elskulega tengda-
föður samfylgdina í næstum 40 ár.
Hann var einstakt ljúfmenni, hægur
og rólegur, vinnusamur og duglegur
og gerði vel allt sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Við Heiðar áttum góð ár
með honum og Fríðu heitinni þegar
við bjuggum undir sama þaki um
nokkurra ára skeið, og svo seinna eft-
ir að Fríða lést þá keyptum við okkur
aftur hús saman í Hafnarfirði og
bjuggum þar í u.þ.b. 10 ár eða þar til
Gísli flutti til Keflavíkur til Sissu
sinnar, þar sem hann bjó síðustu ár
ævi sinnar, en síðustu 10 mánuði á
hjúkrunarheimilinu Garðvangi í
Garðinum, þegar hinn illvígi sjúk-
dómur Alzheimer hafði náð algjörum
tökum á líkama hans.
Minningarnar um Gísla eru hlýjar
og ánægjulegar og frábært var að
hlusta á hann segja gamansögur af
mönnum og málefnum frá liðinni tíð
austan af Seyðisfirði og sögur af
stórum systkinahópi sem maður fann
hvað hann elskaði mikið og hvað
tengslin voru ljúf og góð. Við nutum
þess að fara í tjaldútilegur með Gísla
og Fríðu fyrstu árin okkar saman og
stundum var líka farið í sumarbú-
staðaferðir með veiðiskap, grilli og
leikjum og ekki má gleyma því að
alltaf var leitað að næsta sundstað og
aldrei sleppt að taka sundsprett hvar
sem því var við komið og svo naut
hann heitu pottanna alveg í botn.
Hann var einlægur aðdáandi enska
fótboltans og þá sérstaklega Man-
chester United.
Gísli reyndist Fríðu Kristínu ein-
staklega góður afi og vildi allt fyrir
hana gera. Hann var barngóður með
eindæmum og börn hændust að hon-
um, því hann gaf sig alltaf á tal við
þau þegar tækifæri bauðst. Hann lét
þau finna að þau skiptu máli. Einnig
var hann stríðinn og gantaðist með
þau og fór í leiki.
Það voru gæfuspor fyrir afa Gísla
þegar leiðir hans og Sissu lágu saman
eftir að hafa bæði misst maka sína.
Þau áttu góð og farsæl ár saman eða
þar til að sjúkdómurinn fór að ná al-
gjörum tökum á honum. Það er erfitt
að horfa upp á náinn aðstandanda
verða þessum sjúkdómi að bráð.
Sissa hefur reynst afa Gísla alveg ein-
staklega vel og hefur verið stoð hans
og stytta og erum við henni afar
þakklát fyrir umönnun hennar.
Með þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman kveð ég nú
Gísla með söknuði.
Stefanía.
Afi Gísli hefur kvatt þennan heim
eftir erfiða baráttu við Alzheim-
ersjúkdóminn.
Afi var yndislegur afi og góður
maður. Mér þótti svo vænt um afa,
hann hafði góða nærveru enda ljúfur
og með mikið jafnaðargeð. Mínar
bestu minningar eru stundirnar með
afa Gísla og ömmu Fríðu, enda um-
vöfðu þau mig hlýju og kærleika. Afi
var mjög þolinmóður, það fékk ég að
reyna þegar hann kenndi mér að
flauta, reima skóna mína, leysa hnúta
eða vinna í garðinum og hann þreytt-
ist aldrei á að spila við mig. Afi var
áhugamaður um enska boltann og
uppáhaldsliðið hans var „Manstu eft-
ir Júnæted“ – eins og hann sagði allt-
af. Í garðinum á Köldukinninni spil-
aði hann við mig fótbolta og kenndi
mér helstu reglurnar enda mátti nú
ekki gleymast að hann hefði spilað
með Hugin á Seyðisfirði sem ungur
maður og þótti nú bara býsna efnileg-
ur! Þegar ég var lítil fórum við afi oft í
sund í gömlu Hafnarfjarðarlaugina.
Hann hafði mikinn metnað fyrir því
að kenna mér að synda enda sagðist
hann vera algjör „syndaselur“ í þeirri
merkingu að í lauginni vildi hann
helst alltaf vera. Hann elskaði heitu
pottana þar sem hann spjallaði við
kunningjana, enda var hann alltaf
brúnn og sællegur og spurði okkur
reglulega að því hvort hann væri nú
ekki sætur? Svo hló hann. Afi fór
stundum með mig í heimsókn í Blaða-
prent og lét mig flauta fyrir vinnu-
félagana lagið úr Dallas-þáttunum
enda montinn af því hafa kennt mér
að flauta. Afi kallaði mig Fríðu litlu
lipurtá og söng gjarnan fyrir mig:
„Fríða litla lipurtá, ljúf með augu fög-
ur djúp og blá.“
Það var mikil sorg fyrir okkur afa
þegar amma Fríða féll skyndilega frá
58 ára að aldri. Eftir að hún lést
bjuggum við afi í sama húsi og var því
samgangurinn mikill. Afi fór með mig
í bíltúra niður á bryggju þar sem
hann sagði mér sögur af því þegar
hann var á sjó í gamla daga og við
fengum okkur ís í leiðinni enda var afi
ekki „sárhentur í sætabrauðinu“ eins
og hann sagði gjarnan.
Á síðari árum endurnýjaði afi
kynni sín við Sigríði Júlíusdóttur
(Sissu) og það varð honum mikil gæfa
því maður sá hvað þeim leið vel sam-
an. Eftir að ég veiktist var samgang-
urinn á milli okkar afa því miður of
lítill. En alltaf var gott að hittast þeg-
ar hann kom í heimsókn. Sissa hugs-
aði mjög vel um afa, ekki síst eftir að
hann veiktist. Síðasta sumar var afi
Gísli kominn á Garðvang þar sem
hann lést 28. apríl sl. Ég heimsótti afa
fáum vikum fyrir andlátið. Við viss-
um aldrei hvort hann þekkti okkur og
oft gat hann lítið talað en síðustu
orðaskipti okkar afa voru þau að ég
beygði mig niður að honum og kyssti
hann á kinnina í kveðjuskyni og
sagði: „bless afi minn“ og hann svar-
aði á móti: „bless elskan.“
Þegar ég lít til baka er ég þakklát
fyrir þessi hinstu lokaorð sem okkur
fóru á milli. Ég kveð nú elsku afa
Gísla og þakka honum fyrir yndislegu
árin sem við áttum saman og allar
góðu minningarnar. Ég bið þess að
hann sé nú umvafinn englum Guðs í
faðmi Jesú Krists á himnum þar sem
engin tár eða sorg eru framar til.
Blessuð sé minning afa Gísla.
Fríða Kristín afastelpa.
Meira: mbl.is/minningar
Gísli Ólafur Emilsson