Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝ Jakob BragiBjörnsson fæddist
á Neðri-Þverá í Vest-
urhópi hinn 3. mars
1929. Hann andaðist
á líknardeild Landa-
kots hinn 6. maí 2010.
Bragi var sonur
hjónanna Jónínu
Bjarnadóttur frá
Bjarghúsum, f. 25.
september 1892, d.
18. júlí 1979, og Árna
Björns Jakobssonar,
f. 1. september 1889,
d. 30. júní 1938.
Systkini Braga: Lilja, f. 12. mars
1921, d. 2003, Ágúst Bjarni, f. 8.
september 1922, d. 1988, Hreiðar, f.
18. nóvember 1930, Sigurbjörg, f.
Bragi í föðurstað og ólu þau svo
upp son Hauks, Jóhannes, f. 9. októ-
ber 1979. Þau slitu samvistir árið
1999.
Bragi ólst upp á Neðri-Þverá.
Móðir hans brá búi árið 1944 og
fluttist til Reykjavíkur með börnin.
Hann fór í sveit að Mjósundi í Flóa
um tveggja ára skeið. 18 ára að
aldri fór hann að vinna í Stein-
stólpum í Höfðatúni, fyrst sem
verkamaður svo sem verkstjóri í
Byggingariðjunni á Stórhöfða. Að
lokum vann hann hjá Forsteypunni
í Kópavogi og á Kjalarnesi. Áhuga-
málin voru mörg. Bragi hafði
brennandi áhuga á ættfræði, landa-
fræði og lestri góðra bóka. Einnig
fannst honum gaman að spila brids.
Bragi ræktaði fjölskylduböndin vel
og „húsvitjaði“ reglulega.
Útför Braga fer fram í Grafar-
vogskirkju í dag, 14. maí 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
30. nóvember 1933, d.
2008, og Björn Skafti,
f. 17. apríl 1936.
31. desember 1957
kvæntist Bragi Helgu
Jónsdóttur, f. 18. des-
ember 1939. For-
eldrar hennar voru
Ragna Sigurgísladótt-
ir, f. 23. júní 1919, d.
1977, og Jón Þorberg-
ur Jóhannesson, f. 20.
október 1916, d. 1996.
Börn Braga og Helgu
eru Björn Gísli, f. 23.
október 1959, Ragn-
ar, f. 14. mars 1961, Jón Þorbergur,
f. 28. febrúar 1962, og Íris Kolbrún,
f. 23. september 1964. Syni Helgu,
Hauki Davíð, f. 6. júlí 1955, gekk
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri
lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina
stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Þín dóttir og tengdasonur,
Íris og Hannes.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja elsku afa minn. Afi var
reyndar svo miklu meira en afi fyrir
mér þar sem hann var minn uppeld-
isfaðir og því meira eins og pabbi
minn. Ég á því afa margt að þakka
og átti hann stóran þátt í því að
gera mig að þeim manni sem ég er í
dag.
Afi hafði mikinn áhuga á landa-
fræði og naut ég góðs af því. Þau
voru ófá skiptin sem maður hringdi
og spurði hann um eitthvað sem
maður þurfti að vita og þá stóð nú
aldrei á svörunum og alltaf komu
smáupplýsingar og fróðleikur með í
lokin. Það var nú ekki mikið sem
hann afi ekki vissi, hvort sem það
tengdist landafræði, ættfræði, sögu,
eða bara því sem var að gerast
hverju sinni.
Minnisstæðar eru allar ferðirnar í
Þjórsárdalinn á Lödunni og svo
seinna gamla Polonesinum. Ég er
enn að reyna að finna hvar sá bíll
var framleiddur því ég held að afi
hafi fengið eina eintakið af þessum
skrjóð. Það var svo sem ekkert leið-
inlegt að keyra niður brekkuna í
Hvalfirði á 80 km hraða með Rás 1 í
botni. Já, þetta var sko kerra í lagi!
Eins eru eftirminnilegar ferðirn-
ar til útlanda. Sérstaklega í eitt sinn
þegar panta átti mat á veitingahúsi
í Palma sem gekk nú ekki alveg
eins auðveldlega fyrir sig og ætla
skyldi. Fyrr en varði voru allar
hendur komnar á loft og dýrahljóð
notuð til þess að reyna að gera sig
skiljanlegan. Þjónninn skildi þó að
lokum hvað verið var að panta og
líka allir hinir sem voru í 5 metra
radíus!
Þegar afi kom í heimsókn voru
það alltaf sömu spurningarnar sem
bar á góma; hvernig gengi í
vinnunni, hvort það væri nóg að
gera þar, hvernig bíllinn gengi og
svo hvort það væri ekki nóg að gera
á barnaheimilinu hjá Hildi Rut. Svo
eftir að Bjartur Orri fæddist var
iðulega spurt um heilsuna hjá hon-
um, sem og hvort hann væri ekki
duglegur að borða svo hann myndi
stækka því ekki gerðist það nú
hratt hjá litla stubbnum. Meðan
Hildur Rut var að skrifa ritgerðina
sína spurði afi líka reglulega hvern-
ig gengi með hana og fannst það
greinilega ganga heldur hægt.
Í eitt skipti voru mikil „smiðs-
læti“ í íbúðinni fyrir ofan, þá var afi
fljótur að grípa tækifærið og spurði
hvort þessi væri farinn að smíða rit-
gerðina fyrir hana! Svona er afa
einmitt vel lýst, alltaf fljótur að
hugsa og finna spaugilegu hliðarnar
á hlutunum. Hann var mikill húm-
oristi og skein glettnin hreinlega úr
augunum á honum.
Bjarti Orra fannst alltaf gaman
að hitta afa sinn og hændist að hon-
um frá fyrstu kynnum. Þegar við
vorum að reyna að útskýra fyrir
honum að nú væri afi Bragi kominn
til Guðs og englanna á himninum
var hann nú ekki tilbúinn að sætta
sig við að afi sinn kæmi ekki aftur
til okkar og sagði: „En, mamma,
tunglið getur bara sent hann afa
Braga til okkar aftur“ svo horfði
hann til himins og fór að leita að afa
sínum. Já, hann er sko ekki sá eini
sem væri til í að afi kæmi í heim-
sókn með tunglinu því mikið á mað-
ur eftir að sakna hans!
Þér á ég margt að þakka, elsku
afi, þú kenndir mér margt um lífið
og tilveruna sem á eftir að koma
mér að góðum notum um ókomin ár.
Minningin um yndislegan afa mun
ávallt lifa í hjarta mínu.
Þinn,
Jóhannes Hauksson.
Bragi Björnsson móðurbróðir
okkar er látinn. Við það reikar hug-
urinn og margt rifjast upp.
Eftir æsku- og uppvaxtarár hans
að Neðri-Þverá í Vesturhópi flutti
Jónína amma með börnin sín til
Reykjavíkur. Afi Björn hafði dáið
sex árum áður. Það var erfitt á
þessum tíma að búa í sveit með
stóran barnahóp.
Hann fylgdist vel með og hafði
einlægan áhuga á að vita allt mögu-
legt enda fróður maður á ferð. Við
komum ekki að tómum kofunum hjá
honum þegar ættfræðin var annars
vegar.
Bragi kom á hverju ári og heim-
sótti æskuslóðirnar. Oftast gisti
hann hjá mér og konu minni á
Hvammstanga. Hann vildi aldrei
láta hafa neitt fyrir sér. „Ekkert
vesen,“ heyrðist þegar hann kom.
Hann spurði um ættingja og vini og
var mjög duglegur við að rækta þau
vinabönd.
Ekki minnkaði ánægjan í heim-
sóknum Braga þegar við systkinin
fengum okkur sumarbústað við
Vesturhópsvatn. Vesturhópið var jú
sveitin hans.
Ánægjulegt er að minnast þess
þegar Bragi kom norður snemma
vors í ekta norðlensku vorveðri, þá
á áttræðisaldri. Hann ætlaði að
hjálpa okkur við að byggja við sum-
arbústaðinn. Það var hvasst og
komin hríð. Sá gamli stóð í stig-
anum með hamar í hendi. Hann
vildi ekki hætta. Byrjað var á verk-
efninu og því skyldi lokið, brjóst-
birtan var vel þegin þegar hlaupið
var í skjól. Hann stóð við gefin lof-
orð. Viðbyggingin hlaut nafnið
Bragabót þó Stella systir hans vildi
heldur kalla viðbótina koníaksstofu.
Bæði nöfnin eru notuð til skiptis.
Bragi var trúr og tryggur. Hann
heimsótti systkini sín og kom yf-
irleitt alltaf á sama degi og sama
tíma hvað sem tautaði og raulaði.
Eftir fráfall Stellu, systur hans,
hélt hann áfram að heimsækja Sig-
urgeir á þriðjudögum klukkan
14:10. Þetta er stundvísi af gamla
skólanum.
Við þökkum Braga allan hlýhug
og góðmennsku sem hann hefur
sýnt okkur alla tíð.
Afkomendum hans sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hafi Íris og Hannes þakkir fyrir allt
sem þau gerðu fyrir frænda okkar.
Far þú í friði, elsku frændi,
sjáumst síðar.
Björn Ingi og Hrafnhildur.
Dagur er að kveldi kominn og nú
er hann Bragi búinn að fá hvíldina.
Hann hafði verið heilsuhraustur um
dagana og stundað vinnu sína fram
á áttræðisaldur. Því brá honum við
að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús
og gangast undir sína fyrstu aðgerð,
kominn nærri áttræðisaldri. Bragi
var dulur maður og hafði sig lítið í
frammi, en var vel heima í mörgum
málum og hafði sínar ákveðnu skoð-
anir. Vel fór á með okkur alla tíð og
við eigum eftir að sakna þess að
fundir okkar urðu ekki fleiri.
Velkomin nótt sem allir þreyttir þrá,
og þjáða getur svæft með frið-
arkossi.
Hver tekur sér það vald að vekja þá,
sem vakna undir dagsins þyngsta
krossi?
Þið munduð ekki girnast glaum og
dans,
ef gistuð þið í verkamannsins kofa.
Ó hafið lágt við litla gluggann hans
og lofið dagsins þreytta barni að
sofa.
(Davíð Stefánsson)
Við sendum ástvinum hans sam-
úðarkveðjur.
Jóna Gísladóttir og
Ívar Hannesson.
Bragi Björnsson
Lífið er flókið og
mannfólkið með. Við
berjumst fyrir lífinu
og reynum hvað við
getum að gefa okkar nánustu það
besta. Ég átti mér frænku sem var
11 ára þegar ég fæddist á afmæl-
isdegi hennar, rétt einum degi fyrir
afmælisdag mömmu. Móðir mín var
elst sjö systkina frá Arnkötlustöð-
um og Áslaug yngst.
Við Sigga systir heimsóttum Ás-
Áslaug Hannesdóttir
✝ Áslaug Hann-esdóttir fæddist á
Arnkötlustöðum í
Holtum 23. mars
1943. Hún andaðist á
Heilbrigðisstofun
Suðurlands 16. apríl
sl.
Útför Áslaugar fór
fram frá Selfosskirkju
23. apríl 2010.
laugu um daginn,
heyrðum hennar
kunnuglegu rödd og
bergmálið af þekktum
hlátri. Hlustuðum eft-
ir líðan hennar og
skynjuðum barátt-
una. Þrátt fyrir þunga
árás mikils meins náði
hún að gantast við
gestina. Það er eitt-
hvað svo sjálfsagt að
vinna þrekverkin og
láta ekki á neinu bera
þótt brattinn sé nán-
ast óheyrilegur.
Næsta dag vaknaði hún ekki til lífs-
ins.
Hugurinn leitar minninga. Að
vera yngst felur í sér eilífan ung-
dóm. En lífið er bara barátta og sú
yngsta þarf líka að leggja þetta allt á
sig. Mér fannst þau Hörður falleg
þegar ég var lítil og dæturnar þeirra
tvær. Selfoss alltaf í leiðinni í sveit-
ina. Heilt tímabil hverfur mér vegna
langdvalar erlendis. Þau Hörður
áttu enn tvo myndarlega syni,
bjuggu um tíma í Lækjarhvammi en
skildu sárt um síðir. Næst hitti ég
hana hamingjusama með Valla. Ein-
hver dásamleg ró yfir þeim saman.
Þau voru miklir félagar, sérlega
samrýnd og ánægju höfðu þau mikla
af ferðalögum innan lands sem utan.
Áðu meira að segja eitt árið á fæð-
ingarstað pabba í Fossgerði á Beru-
fjarðarströnd. Þannig hittumst við
einhvern tímann alltaf aftur. Minn-
ing á minningu ofan.
Innileg kveðja hennar í faðmlagi á
erindi til allra þeirra sem henni þótti
vænt um. Gangi þér vel.
Hanna Steinunn.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Vér munum þína högu hönd
og hetjulega dug,
og ríkan samhug, sanna tryggð
og sannan öðlingshug.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti)
Þinn elskandi eiginmaður,
Valdimar.
Elsku Sigga mín,
mig langar að kveðja
þig með fáeinum orð-
um. Þú fórst hægt og
hljótt þrátt fyrir þær
þungu byrðar sem
lagðar voru á þínar
herðar á lífsleiðinni en
alltaf hélstu áfram róleg og prúð í fasi
og með fallega brosið þitt. Við Árni
áttum notalega stund með þér eftir
að þú misstir hann Gauja þinn svo
stuttu seinna komst þú til mín og
færðir mér fallega gjöf sem þú bjóst
Sigríður Ásgeirsdóttir
✝ Sigríður Ásgeirs-dóttir fæddist 3.
september 1958.
Útför Sigríðar fór
fram frá Laugarnes-
kirkju 31. mars 2010.
sjálf til, og ætluðum
við að hittast aftur
fljótlega en af því get-
ur því miður ekki orðið
að sinni.
Elsku Sigga, mín ég
veit að Gaui og allir
aðrir sem voru þér ást-
kærir hafa tekið vel á
móti þér.
Ég bið Guð að
blessa börnin þín,
barnabörn og systkini
sem syrgja þig sárt.
Minning þín mun
lýsa þeim í framtíðinni.
Guð þig ávallt geymi
elsku stelpan mín.
Englar Guðs þig leiði
beina leið til sín.
Erla föðursystir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar