Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 ✝ Ingi Einarssonfæddist 23. nóv- ember 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. maí sl. Hann var sonur hjónanna Dagnýjar Einarsdóttur og Ein- ars Aðalbergs Sig- urðssonar. Ingi ólst upp á Seyðisfirði, nánar tiltekið á Vest- dalseyrinni. Hann var næstyngstur al- systkina sinna en sú yngsta var í móð- urkviði er faðir þeirra lést, þá Ingi aðeins eins árs að aldri. Síðar bætt- ust í hópinn tveir hálfbræður, syn- ir Friðþjófs Þórarinssonar, stjúpa Inga. Systkinahópurinn var stór; 11 systkini og almannatrygg- ingakerfið ekki á máta dagsins í dag og því reyndi á útsjónarsemi var út af Borgey hf. Árið 1983 fluttist Ingi svo með fjölskyldu sína til Reykjavíkur, stundaði sjó- mennsku í nokkur ár til viðbótar á miklum aflabátum og aðra vinnu. Síðustu starfsár Inga starfaði hann hjá ÍTR við sundlaugar Reykjavík- ur og lét af stöfum kominn á átt- ræðisaldur. Ingi Einarsson hafði sterka póli- tíska sýn og hann átti sæti á lista Alþýðuflokksins á Austurlandi nokkur kjörtímabil. Ingi tók saman við Karen Karlsdóttur 1964, sem nú sér á bak lífsförunaut sínum í tæpa hálfa öld. Saman eignuðust þau synina Viðar Þorberg, 1967, og Dag Frey, 1972. Sameiginleg barnabörn þeirra eru Árný Eik, 2001, og Ingi Benedikt, 2007. Ingi gekk auk þess stjúpsonum sínum í föðurstað, Karli Birgi og Grétari Þorgeiri. Börn þeirra beggja og barnabörn sjá nú einnig á bak afa sínum. Ingi var maður stórra verka fremur en margra orða. Útför hans fer fram í dag, 14. maí 2010, frá Háteigskirkju, kl. 15. og dáð móðurinnar sem kom á legg myndarlegum hópi góðra þegna út í ís- lenskt atvinnulíf. Þessi raunveruleiki mótaði lífssýn Inga og gildismat. Systkini Inga sem látin eru: Guðlaug, Rósa, Garð- ar, Birna, Aðalsteinn, Einína. Eftirlifandi eru: Einar Björn, Sig- urveig, Halsteinn, Vífill. Ingi byrjar að stunda sjómennsku um fermingaraldur, reri síðar með skipstjóranum bróður sínum, Ein- ari Birni, annáluðum aflaskip- stjóra. Þeir stofnuðu saman útgerð og gerðu út Svaninn NS. Þeir bræður fluttu sig báðir til Horna- fjarðar og kvæntust þar. Þar flutt- ust þeir á Hvanney SF sem gerð Fyrir ellefu árum var ég staddur um borð í flugvél á leið frá Manchest- er í Englandi til Malaga á Spáni. Um borð var hópur roskinna breskra ferðalanga á leið í sumarfrí. Þegar einn gamli maðurinn um borð heyrði að ég væri frá Íslandi lifnaði hann við og tók að segja mér frá því þegar hann var sendur til Austfjarða á Ís- landi árið 1940, þegar landið var her- numið af Bretum. Hann sagði mér frá ýmsu varðandi aðbúnað bresku drengjanna sem hingað komu og einnig sagði hann mér frá tveimur ungum íslenskum drengjum sem hann mundi sérstaklega eftir og voru Bretunum innan handar um flest sem þeir þurftu hjálpar við. Hann mundi meira að segja nöfn þeirra, annar hét Ingi og bjó á Seyðisfirði. Ég varð alveg orðlaus, gamli maður- inn var að tala um föður minn og sex- tíu árum síðar var þessi íslenski ungi drengur honum enn svo hugleikinn. Þannig var pabbi, greiðvikinn, traustur og vinnusamur þannig að eftir var tekið. Sagt er að börn þarfnist frekar fyr- irmynda en gagnrýnenda. Pabbi var mín helsta fyrirmynd í lífinu, traust- ur, skynsamur og uppbyggilegur fað- ir. Traust er ekki eitthvað sem dettur af himnum ofan, ekki meðfæddur hæfileiki. Við ávinnum okkur traust með orðum og verkum, undirstaðan er hvernig fólk kemur fram hvað við annað. Skynsemina held ég hins veg- ar að pabbi hafi fæðst með, þ.e. hæfi- leikann til að vega og meta og greina rétt frá röngu. Af sinni einstöku hógværð og æðruleysi vildi hann lítið tala um þreytu eða slappleika í veikindum sínum. Þessari vetrarvertíð er lokið eins og öllum öðrum með sóma og ég trúi að hann sé kominn á enn betri stað. Það var ekki hans leið að hlaupa fyrstur frá borði eða frá ókláruðu verki. Sú hugsun hans kom berlega í ljós síðustu daga lífs hans. Hann ætl- aði sér að klára nokkur verk og meðal annars dreif hann sig í að kaupa nýj- an bíl örfáum dögum fyrir andlátið og fram á síðasta dag var hann að huga að frekari framkvæmdum inni á heimilinu. En heimili foreldra minna var fallega búið og bar ætíð vott um að þar væru fagurkerar á ferð. Ég trúi að pabbi muni halda áfram að hugsa vel um móður mína. Guð gefi henni styrk. Virðing þeirra hjóna hvors fyrir öðru jókst mjög með ár- unum og yndislegt var að fylgjast með hversu náin þau voru og höfðu gaman af nærveru hvort annars. Gjarnan komu þau skrafandi og hlæjandi inn á heimili sitt úr bæjar- ferðum. Þau treystu á eiginleika hvort annars og úr varð falleg sam- vinna og kímni sem sprottin var úr hárfínum húmor sem skotið var að á réttum augnablikum; þá hlið átti pabbi í ríkum mæli en flíkaði ekki. Hann mun líka halda áfram að hugsa vel um strákana sína og ekki síst mun hann hugsa vel um og halda verndarvæng yfir barnabörnunum sínum. Missir þeirra er mikill því afi þeirra var þeim falleg fyrirmynd og vináttan og væntumþykjan var meiri en orð fá lýst. Nú er það okkar hinna að viðhalda fyrirmyndinni. Það er hollt að geta dáðst að eftirsóknar- verðum eiginleikum og hæfileikum annarra og leggja sig fram við að til- einka sér þá til að bæta sjálfan sig og verða eilítið aðdáunarverðari sjálfur. Dagur Freyr. Elsku afi. Þú ert besti afi í heimi. Þú lékst alltaf við mig og Guðrúnu Köru þegar við komum í heimsókn og kenndir okkur mörg spil, nú erum við snillingar að spila. Ég gisti oft hjá þér og ömmu og við fórum oft í göngutúr og út að hjóla. Stundum gafst þú mér og Guðrúnu Köru pen- ing og fórst svo með okkur í búðina að kaupa sælgæti. Við systurnar er- um þakklátar fyrir allt sem þú gafst okkur. Við munum aldrei gleyma þér elsku afi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Árný Eik og Guðrún Kara. Vorið 1964 kom ég heim eftir vetr- ardvöl hinum megin á landinu þar sem ekki sást til sjávar og nýr fiskur var ekki fáanlegur. Hann Ingi á Svaninum hafði þá krækt í hana móð- ursystur mína og var orðinn heim- ilisfastur á Þinghól, þaðan sem út- sýnið er fegurst á landi hér. Á Þinghól var heimilsbragurinn í föst- um skorðum og hæglæti og orð- vendni voru þar í heiðri höfð í bland við hárfínt spaug. Ingi haggaði því í engu. Ég gat meira að segja horft framhjá því að hann var krati. Fyrr en varði var eins og að hann hefði ávallt tilheyrt fjölskyldunni. Í minningunni á ég glögga mynd af hádeginu, amma að hlusta á síðasta lag fyrir fréttir, afi með kíkinn úti í glugga að fylgjast með bátakomum, Karen að hlusta á bátabylgjuna, Kalli og Grétar að leik á Guðmundarhóln- um, Ingi gengur hægum skrefum svolítið lotinn í herðum frá bryggj- unni upp hólinn, með spröku í soðið. Svo komu synirnir Viðar og Dagur, og áfram hélt lífið, við þroskuðumst og urðum aðeins eldri. Eftir andlát afa átti amma hann svo sannarlega að, og Björg amma, stjúpmóðir ömmu, átti heimili hjá þeim Karenu og Inga. Honum var það mikils virði að syn- irnir gengju menntaveginn, þess vegna flutti fjölskyldan til Reykja- víkur haustið 1983 ásamt ömmu. Um tíma hélt hann samt áfram að róa frá Hornafirði. Þegar barnabörnin komu í heiminn var hann svo lánsamur að geta átt með þeim dýrmætar gleði- og gæðastundir. Ingi var skarpleitur og sviphreinn maður, fagurkeri, smekkmaður í klæðnaði og vildi svo sannarlega búa vel. Heimili hans og Karenar, hvort heldur heima á Höfn eða í Reykjavík, báru því sannarlega vitni. Útsjónar- semi hans var viðbrugðið og við krakkarnir hentum oft að því gaman eins og okkur er einum lagið. Nú er hann allur, blessaður, sjó- maður af þeirri kynslóð sem nú er að hverfa, farsæll maður, sem færði björg í bú, var með hönd á lífæð þjóð- arinnar. Hverju starfi sem hann sinnti, hvort heldur til sjós eða lands, skilaði hann af einstakri alúð og natni. Hann lifði samkvæmt þeirri gullnu reglu að ekkert sprettur af engu. Í dag kveðjum við öðlinginn hann Inga, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með honum samleið í tæpa hálfa öld. Sölvína Konráðs. „Ég ætla að fara í göngu, kem við í Kolaportinu og kaupi kartöflur.“ Alltaf á göngu, frekar þögull, hugs- andi, fastur fyrir og með hendur vinnumanns. Þannig minnist ég ást- kærs vinar og fyrrverandi tengdaföð- ur Inga Einarssonar. Ég kynntist Inga fyrir tæpum 11 árum þegar ég kom inn á fallegt heimili þeirra hjóna í fyrsta skipti. Ingi kom mér strax fyrir sjónir sem góðlegur maður. Seinna kynntist ég fleiri kostum sem Ingi hafði að geyma, kostum sem ein- kenna mann sem vill engum illt. Okk- ar kynni urðu strax góð og áttum við oft góðar samræður um menn og málefni á Snorrabrautinni og á heim- ili okkar Dags í Hafnarfirði. Ég fann að virðingin var gagnkvæm og sam- ræðurnar á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir aldursmun, ólík gildi og bak- grunn. Ingi var ávallt fylginn sér og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var mjög barngóður og einstaklega góður við eldri dóttur mína og þau hjónin tóku henni ávallt sem sínu eigin barnabarni. Ég kynnt- ist nýrri hlið á Inga þegar ég og Dag- ur eignuðumst okkar barn saman og Ingi varð afi. Hann varð strax mjög spenntur yfir væntanlegu barna- barni. Eftir að Árný Eik kom í heim- inn urðu heimsóknir Karenar og Inga tíðari í Hafnarfjörðinn þar sem hann sýndi henni og þeim systrum mikinn áhuga. Hann var mjög natinn við þær, lék og spilaði við hvert tæki- færi. Árný Eik sóttist líka eftir nær- veru hans og bað ósjaldan um að fara í heimsókn til ömmu og afa á Snorra- braut. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fékk að gista hjá þeim og þá var nú heldur betur stjanað við hana. Farið í göngutúra á Laugaveginn þar sem keyptar voru nýjar snuddur, eitthvað fallegt í hárið og stundum sælgæti. Hjólaferðir á Miklatún og bíltúrar. Ingi var einstaklega góð manneskja, ráðagóður og mátti aldr- ei neitt aumt sjá hjá sínum nánustu en lét berlega í ljós ef honum líkaði eitthvað illa. Í dag kveð ég einstakan mann og afa. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem börnin fengu til þess að kynnast afa sínum og skapa með honum minningar sem þau geta horf- ið til. Ég bið góðan guð að vera með fjölskyldu hans og hjálpa þeim að halda í minninguna um góðan mann. Inga Birna. Ingi Einarsson Elsku mamma mín, það er sárt að setjast niður og ætla að skrifa kveðju til þín. Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar og ég sakna þín svo mik- ið. En minningarnar um þig eru fjár- sjóður sem enginn getur tekið frá okkur. Það er margt sem leitar á hug- ann núna. Þegar við vorum litlir krakkar í Króknum og pabbi alltaf úti á sjó. Man eftir þegar allur hópurinn var kominn í rúmið og þú læddist inn og hvíslaðir að mér að ég mætti vaka aðeins lengur af því ég var elst. Þá sátum við tvær í eldhúsinu, þú að prjóna og við hlustuðum saman á eitt- hvað skemmtilegt í útvarpinu. Þegar við vorum öll komin í rúmið, storm- urinn hvein úti og við báðum saman fyrir pabba og öllum sjómönnunum sem væru úti á sjó í þessu vonda veðri, og báðum Guð að fylgja þeim heilum heim. Ferðin okkar Steina með ykkur pabba til Þýskalands þar sem við vorum saman í sumarhúsi í tvær vikur og þú varst svo heilluð af Alda Þórarinsdóttir ✝ Alda Þórarins-dóttir fæddist í Norðfirði 31. desem- ber 1935. Hún lést á krabbameinsdeild 11E á Landspít- alanum að morgni 9. apríl síðastliðins. Alda var jarð- sungin frá Hallgríms- kirkju 21. arpíl 2010. öllu sem þú sást, sér- staklega Rín og Mósel. Þetta voru ógleyman- legir dagar fyrir okkur öll og mikið hlegið. Í þau skipti sem ég kom vestur til þín á aðvent- unni og við sátum sam- an og bjuggum til jóla- kortin og svo margt fleira. En umfram allt hvernig þú varst alltaf til staðar ef eitthvað var að. Það er dýrmætt núna að hafa komið vestur um páskana og verið með ykkur í þessa viku. Einn morguninn þegar við löbbuðum út á Hóla til ykkar heyrðum við píanóspil- ið út á götu, það var yndislegt, minnti mig á þegar við vorum lítil og þú hó- aðir okkur öllum saman í kringum pí- anóið og spilaðir og við sungum. Þeg- ar Óli kom inn í fjölskylduna tókstu honum eins og syni og það var gaman að heyra ykkur tala saman, hann gat alltaf fengið þig til að hlæja og þegar þú varst flutt suður í síðasta skipti fárveik, þá byrjaðir þú á að spyrja hvort hann væri ekki með mér. Elsku mamma mín, söknuðurinn er sár en þú verður alltaf í hjörtum okkar. Við elskum þig. Hrönn. Kveðja til mömmu. Bernskuárin okkar voru frábær og að mörgu leyti öfundsverð, oft komum við blautir og kaldir heim eftir volkið í fjörunni, þá tókst þú á móti okkur með heitt kakó og háttaðir okkur niður í rúm og söngst fyrir okkur, eða sagðir okkur sögur. Fyrir okkur var mikill stuðn- ingur að vita að þú varst ávallt heima er við komum úr skólanum eða eftir leiki úti. Erfitt er að skilja það í dag hvernig þú komst yfir allt sem þú fram- kvæmdir á heimilinu. Fyrstu árin var allur þvottur þveginn í höndum, og þrátt fyrir stóran barnahóp skorti okkur krakkana aldrei neitt, ávallt í fínum nýprjónuðum peysum, sokkum og vettlingum. Og stundirnar sem við krakkarnir áttum fyrir framan píanó- ið þar sem þú spilaðir og söngst fyrir okkur mun fylgja okkur alla tíð. Tón- listin var þér í blóð borin og á yngri árum stóð þér til boða að fara til Reykjavíkur í frekara tónlistarnám, en af því varð ekki. Sjálf lést þú alla ganga fyrir og gerðir allt til að öllum í kringum þig liði vel og kvartaðir aldr- ei. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur systkinin, hjálpaðir okkur með heimaverkefnin og alltaf stutt í brosið þótt þú værir oft þreytt. Þegar þú byrjaðir að vinna úti eftir að létti á heimilinu komstu oft syngjandi ánægð heim úr vinnunni og fanst þetta meira afslöppun og tilbreyting en vinna. Oft var gaman að heyra í þér með Stefaníu og Brynju þar sem þú varst að kenna þeim á gítar og þið sunguð allar saman, þú hafðir mjög gaman af þessum stundum. Alltaf varstu fljót að galdra fram veislu ef við börnin eða barnabörnin komum í heimsókn. Sá missir er okkur mikill að þú skulir hafa kvatt þennan heim, þú sem hélst utan um stórfjölskylduna og allir þurftu að hringja reglulega til að heyra í þér, mömmu eða ömmu. Við viljum þakka starfsfólki bráða- móttökunnar á Landspítalanum og hjúkrunarfólki á Heilsugæslustöð Patreksfjarðar sem aðstoðaði móður okkar. Elsku pabbi, mikið hefur þú misst og við biðjum góðan Guð að styðja þig í þinni sorg, en við vitum að þú getur horft stoltur yfir farinn veg eftir nær 60 ára ástríkt hjónaband. Jón Bessi Árnason og fjölskylda, Sævar Árnason og fjölskylda. Fyrir nokkrum árum gaf amma mér bók sem heitir Húsmæðrabókin. Bókina keypti amma með móður sinni í kringum miðja síðustu öld og er hún skemmtileg áminning um það hvernig líf kvenna var á þessum tíma. Amma mín var sjómannskona með stóran barnahóp að hugsa um og eyddi meirihluta ævi sinnar inni á heimilinu, eins og svo algengt var um konur af hennar kynslóð. Þeirra af- rek fólust í að hugsa um fjölskyldurn- ar sínar við aðstæður sem fólki þætti óhugsandi í dag og að mestu leyti ein- ar því afi og hinir fjölskyldufeðurnir voru á sjó. Allra fyrsta minningin mín er frá því ég var lítil stelpa að ganga með- fram sjónum á Patreksfirði og held í höndina á ömmu. Þegar ég lít til baka og rifja upp stundirnar með henni og afa eru það fyrst lítil minningabrot á borð við þetta sem koma upp í hug- ann, amma að spila á píanóið, amma að baka hveitikökur, amma að horfa á Leiðarljós og amma að segja jahérna. Mér eru minnisstæð skiptin sem við systkinin fengum að gista hjá ömmu og afa. Sérstaklega vetrar- morgnar í eldhúsinu á Strandgötunni þar sem við borðuðum morgunmat og hlustuðum á veðurfréttir með afa, það hlýjar manni um hjartaræturnar í dag að rifja upp þessar stundir. Eld- húsið hennar ömmu er miðpunktur- inn í þessari upprifjun, það hefur allt- af verið hlýlegt og oft á tíðum þétt setið við eldhúsborðið. Í eldhúsinu hennar ömmu hittist stórfjölskyldan og þar voru sagðar fréttir, þar hjálp- uðust systur að við hárgreiðslu, ég man eftir lykt af Toni-permanenti og Carmenrúllum að hitna. Þar bakaði amma stóra stafla af pönnukökum, steikti kleinur og eldaði ýsu í raspi. Amma mín var amma eins og mað- ur les um í gömlum barnabókum, hún var góð við alla, hún kunni að hlýja manni á höndunum eftir dag úti í snjónum, hún átti alltaf eitthvað gott að borða og hún gaf sér tíma fyrir fólkið sitt. Svona man ég eftir ömmu minni. Alda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.