Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 40
Jóna Guðlaug Vigfús-
dóttir, landsliðskona í
blaki frá Neskaupstað,
varð á dögunum tvöfaldur
Noregsmeistari með liði
sínu UIS Volley frá Stav-
anger. „Það var ein-
staklega sætt að vinna
þennan leik,“ sagði
Jóna við Morgun-
blaðið um sigurinn í
úrslitaleiknum um
norska meistaratitil-
inn. »4
Norðfirðingurinn
Noregsmeistari
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Íslenskar stúlkur lausar úr haldi
2. Jón Ásgeir í The Times
3. Mök í miðjum tíma
4. Íslensk kona dæmd í New York
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Opnunartónleikar Listahátíðar í
Reykjavík með malíska tvíeykinu
Amadou og Mariam voru afar vel-
heppnaðir. Fjallað er um tónleikana í
gagnrýni í dag. »36-7
Velheppnaðir
opnunartónleikar
Jónsi og félagar í hljómsveitinni Í
svörtum fötum ætla að fagna út-
gáfu safnplötunnar Tímabil með
tveimur dansleikjum um helgina, í
Kaupfélaginu Akranesi í
kvöld kl. 23 og í
Hvíta húsinu á Sel-
fossi á morgun á
sama tíma. Platan
hefur að
geyma helstu
smelli sveit-
arinnar auk
þriggja nýrra
laga.
Í svörtum fötum
fagnar safnplötu
Hversu mikið
hafa höfundar ís-
lenskra gaman-
þátta fengið að
láni frá erlendum
grínistum á borð
við Rowan At-
kinson? Blaða-
maður veltir því
fyrir sér í pistli og
segist m.a. vona að þættir á borð við
Gættu að því hvað þú gerir maður og
Fastir liðir eins og venjulega, séu ekki
fengnir að utan. »33
Hversu íslensk er
íslensk fyndni?
Á laugardag Norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum norðan- og austanlands, en
annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag Norðan 5-13 og slydda n- og austanlands, annars bjart veður. Kólnar heldur.
Spá kl. 12.00 í dag Skýjað með köflum suðvestanlands en annars skýjað og rigning með
köflum. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
VEÐUR
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir
fær heldur betur verðuga andstæð-
inga á demantamótinu í Katar í dag.
Þar mætir hún öllum þremur verð-
launahöfunum frá Ólympíuleikunum í
Peking og einn þeirra er jafnframt
heimsmethafinn í greininni,
Barbora Spotaková frá
Tékklandi. Sex af sjö
mótherjum Ásdísar
hafa kastað lengra
en Íslandsmet
hennar er. »1
Ásdís gegn
þeim allra bestu
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands, er nú
staddur í Þýskalandi þar sem hann
stendur í kosningabaráttu. Á morgun
verður kosið á milli Ólafs og Tyrkjans
Turgay Demirel um það hvor verður
næsti forseti evrópska körfuknatt-
leikssambandsins FIBA Europe. Ólaf-
ur ræðir við Morgunblaðið um kosn-
ingabaráttuna. »1
Ólafur Rafnsson í
kosningabaráttu
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Ómar
Legókallar? Smiðirnir raða grindinni saman eftir kúnstarinnar reglum.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Loks má sjá glögg merki þess að
Lækjargata 2 rís á ný. Hafist er
handa við að setja að nýju saman
grind hússins en eftir eldsvoðann
fyrir rúmum þremur árum var húsið
tekið niður, spýtu fyrir spýtu, og not-
hæft timbur úr því sett í þurrk. Verð-
ur síðan notast við það efni sem heil-
legt er til að endurbyggja húsið en
fyrsta hæðin, svokallað fótstykki, var
orðin mjög fúin og þarf því talsvert
af nýju byggingarefni þar. Til að
hafa mælingar sem nákvæmastar
og halda upprunalegri smíð hússins
var húsgrindin sett saman vestur á
Fiskislóð og er síðan flutt í pörtum
að Lækjargötu þar sem smiðir
vinna að endurbyggingu. Má því
nánast segja að smiðirnir séu í
kubbaleik, þar sem þeir raða húsinu
saman. Mikil nákvæmnisvinna er þó
framundan en gaman verður fyrir
borgarbúa og aðra að fylgjast með
framvindu endurbyggingarinnar að
Lækjargötu 2 í sumar.
Raða húsi saman
Lækjargata 2 rís eins og fuglinn Fönix
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð Ís-
landsmóts kvenna í fótbolta í gær
þegar Þór/KA varð að sætta sig við
jafntefli, 2:2, gegn liði Grindvíkinga.
Reiknað hafði verið með því að Ak-
ureyrarliðið væri einna líklegast til
að veita Val keppni um Íslands-
meistaratitilinn en það missti tvö
dýrmæt stig í þeirri baráttu.
Dagmar Þráinsdóttir var hetja
Grindvíkinga, sem lentu 0:2 undir í
leiknum, því hún skoraði tvö mörk
beint úr aukaspyrnum og jafnaði
metin.
Íslandsmeistarar Vals misstigu
sig hins vegar hvergi og sigruðu ný-
liða Hauka í Hafnarfirði, 5:0. Dóra
María Lárusdóttir skoraði tvö mark-
anna.
Breiðablik sigraði Fylki, 3:1, í
leik tveggja liða sem reiknað er með
að verði í toppbaráttunni. KR lagði
FH að velli í Vesturbænum, 2:0, og
Stjarnan vann Aftureldingu, 5:0, í
Mosfellsbæ. » Íþróttir
Grindvíkingar komu á óvart
Dagmar skor-
aði tvö mörk úr
aukaspyrnum
Morgunblaðið/Golli
Ánægðar Valskonur fagna einu af fimm mörkum sínum gegn nýliðum Hauka á Ásvöllum í gær.