Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Síða 6

Nýr Stormur - 23.09.1966, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. sept. 1966 \ ) Menn hafa tekið efW því undanfarið, að þeir Morgun- talaðsmenn hafa saknaö „Austra“ nánar tiltekiö Magn úsar Kjartanssonar ritstjóra Þjóðviljans mjög mikið, /en hann hefir dvalið meðal vina sinna í Austur-Evrópu undan farið. Mjög óttast þeir Mbl.- menn um sálarheill Magnús- ar á þessum ferðum hans, en eru þó öðrum þræði fegnir því að hinn bitri penni hans húðflengir þá ekki þá stund- ina. Uppáhaldsnafn þeirra á Magnúsi eru „slúðursagnahöf undur“, en við engann mann ræða þeir þó meir í blaði sínu, en slúðursagnahöfundar hafa ekki hingað til verið hátt skrif aðir meðal íslendinga! Ekki hafa hinir verið hærra skrif aöir, sem eltazt við slúðursög ur og má þá segja að „skrif- X>XS GI bentar“ Mbl. hafi skipaö sjálf um sér verðugan sess. Þótt þeir Mbl.-menn hafi þannig dregið sjálfa sig í dilk, mun þó hitt vera sönnu nær, að „slúðursögur“ Magnúsar hitta í mark. „Sálarháski“ hans er ekki meir en svo, að fylgst er með hverju orði sem hann skrifar og reynt að neyta afls munar í mismun þeim, sem er á útbreiðslu Morgunblaðsins og Þjóðviljans. Hins vegar er hér um mikla auglýsingu aö ræða fyrir Magnús og Þjóðviljann og munu æsingaskrif Morgun- blaðsins gegn Magnúsi hafa þveröfug áhrif við það sem til er ætlast. 310 milljónir Ráðlegt væri forsætisráö- herranum að hlusta á segul- bandstækið, áður en hann lætur skrifa upp eftir sér Reykjavíkurbréfið, og bera saman við það er hann hefir áður ritað og rætt. Laugar- daginn 17. september s.l. skýr ir hann á sinn glögga og grein argóða hátt hinn „þrautseiga misskilning" að hinar miklu framfarir á íslandi síðustu ár ín eigi rót sína að rekja til ágóða íslendinga af setulið- inu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherrann leið- réttir þennan misskilning rækilega og bendir vafalaust réttilega á að netto tekjur þjóðarinnar af varnarliðinu, séu aðeins 310 milljónir kr. — Jafnframt vekur hann athygli á að þessar tekjur séu að- eins 1,5% af þjóðartekjunum og síðan segir herra forsætis- ráðherra: „Af þessu er ljóst, að þær miklu framkvæmdir og um- bætur, sem hér verða ár frá ári, eiga að sáralitlu leyti rætur sínar að rekja til tekna af varnarliðinu. Sannleikur- inn er sá, að fjárhagslega skiptir vera þess okkur litlu sem engu.“ Allir vita að forsætisráð- herrann hefir sett sína póli- tísku framtíð á spil, til þess að fá erlent fjármagn inn I landið. Yfirleitt eru menn ekki mótfallnir því, en deilir hinsvegar á um, með hvaða hætti það skuli vera. Ráð- herrann ruddi nýjar brautir i þessu máli, sem ekki eiga sér fordæmi meðal nágranna okkar svo sem þeirra er við berum okkur helzt saman við af eðlilegum ástæðum, en það eru Norðmenn. Erlendir aðilar eiga að öllu leyti þau atvinnutæki. sem hér er um að ræða, á sama hátt og Bandaríkjamenn eru EINIR um hernaðarrekstur- inn á. Keflavikurflugvelli. Tekjur þjóðarinnar af her- stöðvunum á Keflavíkurflug- velli eru þær sömu, eða þá öllu heldur nokkru meiri, en áætlaðar tekjur þjóðarinnar eiga að vera af hinni erlendu aluminvinnslu! Forsætisráðherrann hefir skrifað ótal greinar og hald- ið enn fleiri ræður um hve geysilega þýðingarmikið það væri fyrir þjóðina að fá hina erlendu „álbræðslu“ inn í landið. Tekjurnar, um 300 milljónir á ári, á að nota til atvinnuuppbyggingar um allt land. íslenzku þjóðinni er bú- in björt og betri framtíð, ein- mitt vegna hinna fyrirhuguðu framkvæmda hinna erlendu aðila. Þá eru hér ekki lengur „1,5% af þjóðartekjum" sem „fjárhagslega skiptir . . . okk ur litlu sem engu“, heldur er þar um að ræða mestu og dýrmætustu framkvæmdir, sem nokkurn tíma hafa verið unnar í þessu landi! „ . . . og dettur hann enn!“ Það er engu líkara en for- sætisráðherrann sé alltaf „á hrömmunum". Spjótin berast að honum svo ótt og títt að hann nær ekki að rísa al- mennilega á fætur. Það er ekki aðeins að „Magnús Kjart ansson sé stöðugt að hrella hann, heldur standa stað- reyndirnar í götu hans, ekki sem hundaþúfur, heldur stór björg, sem ekki er unnt að bifa, eða komast framhjá. Með því að reyna að gera upp reíkningana í sambandi við setuliðið raskast allt bók haldið og talnadálkarnir breyt ast úr tiltölulega saklausum dálkum, yfir í púka, sem eru líkastir þeim, sem menn muna úr „Pétri Gaut“. Niðurstaðan er: 310 milljón króna tekjur af setuliðinu skipta okkur „litlu, sem engu máli“ en 300 milljón króna árstekjur af „ál- bræðsiu" á að vera hyrningar steinn undir uppbyggingu at- IIMfllMHI MMMIMIMMMM ■ ■■■■■■ ■■■■■■■■■’■ I í hundruð ára hefir þessi merldlegi og sögufrægi staður verið flestum gleymdur — nú er þar ferðamannaparadís og á- hugamál fyrir verkfræðingana, sem vilja og telja sig geta unnið dýrmæt verðmæti úr innihaldi þess. ÞAÐ ER KOMIÐ LÍF í PAUÐA HAFIÐ Fyrir nokkrum árum þegar brezkir flugbátar lentu reglulega á Dauða hafinu, skemmtu flug- mennirnir sér við að segja við Ætla má að leiki forvitni á að lesa þessa grein, þar sem hún opnar mönnum innsýn á stað sem allir kannast við, en fá- ir þekkja af eigin reynd. farþegana: „Herrar mínir og frúr, við erum nú 300 metra fyrir neðan sjávarmál....“ Sagði hann undir sjávarmáli? Já víst gerði hann það, því að Dauða hafið er lægsta land- svæði á jörðinni; að meðaltali 400 metra undir sjávarmáli. Fyr- ir milljónum ára opnaðist jarð- skorpan hér og eftir var sprunga sem liggur frá Litlu-Asíu og næstum 6500 ldlómetra í gegn- um Afríku. Dýpsta sprungan er á milli ísrael og Jordaníu. Hér er botninn um 790 metra undir sjávarmáli og sprungan er hálf- full af þessu beiska nornabruggi sem nefnist Dauða hafið. Það er í rauninni ekld haf, heldur stöðuvatn, stöðuvatn, sem er einkennilegra og fegurra en nokkuð annað vatn í veröldinni. Frá ómunatíð hafa menn álitið umhverfið í kringum Dauða haf ið, sem óhollt svæði þar til nú, að þar er orðin heilsulind. Ferða mennirnir streyma í þúsunda- tali að hótelunum til að drekka hið holla ölkelduvatn og til að sjá hina helgu staði sem allir þekkja úr Biblíunni. Næstum því allir ferðamenn, sem til Jer úsalem koma, fórna nokkrum klukkutímum til að fara til Dauða hafsins, sem er aðeins í tuttugu kílómetra loftlínu í austur. Dauða hafinu er skift á milli tveggja fjandsamlegra ríkja, Isra el og Jordaniu. Jordania á norð- ur og austurhlutann, sem er næst um því þrisvar sinnum stærri en suðvestur hornið, sem ísrael á. Og bæði löndin auglýsa í ferðamannabæklingum lægsta þetta og hitt. ísrael er með lægsta þetta og hitt. ísrael er með lægsta pósthús í heiminum — vandaða byggingu, sem heit- ir Króin hennar frú Lot. Og við norðurhlutann er nýtízku hótel með spilavíti. BANVÆN EFNI. Frá ómunatíð hefir áin Jord- an og margar aðrar minni ár runnið í Dauða hafið. Ekkert afrenzli er úr hafinu, svo að aðeins er um uppgufun að ræða en það er heldur ekkert smáræði því að daglega gufar upp um 7 milljónir tonna af vatni.- Saltinnihald vatnsins verður eftir og þessvegna verður vatn Dauða hafsins stöðugt saltara og þyngra. Saltmagnið er nú um 27%, en til samanburðar má geta þess að í sjó heimshafanna er aðeins lítil 4%. Einn líter af vatni í Dauða hafinu vegur um 1200 gr. þar sem venjulegt vatn er 1000 gr. Menn trúðu því lengi vel að ekkert líf fyndist i hafinu, en það er ekki rétt. Rannsóknir sýna að þar finn- ast bæði bakteríur og gerlar, en það er líka allt og sumt. Á hverju ári þegar flóð koma í Jordan, lenda þúsundir af fersk- vats fiskum í hafinu og drepast. Vatnið er heldur ekki gott á bragðið. Eitt eða tvö glös valda miklum uppsölum og dæmi eru um að menn hafi dáið af því að drekka það. Og þótt það lýsi og lokki með sitt bláa og kvrra vatn, þá eru fáir sem sigla á því og enginn baðar sig í því. SALTVINZLA ÚR VATNINU En hið eitraða vatn Dauða hafsins er gullnáma fyrir löndin, sem eiga það. Menn áætla að í því séu um það bil 45 milljarð- ar tonna af verðmiklum grunn- efnum, meðal annars natrium, klor, brennisteinn, kalium, kal- cium, magnium og brom. íbúar nágrennisins hafa unnið þar matarsalt frá elztu tíð, og nú hef ir ísrael, sem næstum engin hrá- efni hefir í sínu landi, ákveðið að hætta geysilegum fjármun- um í að vinna hráefni úr vatn- inu. Menn eru nú byrjaðir á fyrsta áfanga á mikilli og kostnaðar- samri verksmiðjubyggingu, sem á að vinna saltið í stórum stíl. Nú í árslok verður hinn ísra- elski suðurhluti „girtur af“ með mikilli stíflu, sem verður um 50 kílómetra löng og hefir ísrael þegar lagt í verið 450 milljónir króna.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.