Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 3
JOLIN 1939
EFTIR SIGURÐ EINARSSON
Aldrei í mörg ár hefir verið eins skugga-
legt um að litast á jörðunni á nokkrum
jólum eins og á þessum, 1939. Og aldrei
sýnist manni að mannkynið hafi verið öllu
fjar því að eiga sem veruleika þá fegurð,
sem flest okkar hafa samtengt hugmynd-
inni og endurminningunni um jól, — eins
og einmitt nú.
Veröld okkar mannanna er veröld, sem
öll er í angist og sárum, eins og hún var
fyrir 1939 árum, þegar sá atburður gerðist,
sem er tilefni þess, að nú heldur heimurinn
jól.
Á öllum höfum veraldarinnar læðast
skipin í ljóslausu kafniðamyrkri, af því að
óvinir og dauði geta leynzt á bak við hverja
báru. Og á hverjum degi tekur hafið við
hundruðum manna, lokar augum þeirra í
síðasta sinn, og saga þeirra er búin.
Undir stjörnuhimni og norðurljósum
heimsskautsnæturinnar leiftra skotblossar
Rússa nú yfir hinni litlu finnsku þjóð, viku
eftir viku. Ein miljón manna hefir verið
hrakin frá heimili sínu og hefst við í kof-
um og skúrum og tjöldum í 15—30 stiga
frosti, gamalmenni, lítil börn með kulda-
bláa fingur. Hvernig verða þeirra jól á
þessu ári og árunum, sem koma?
Á landamærum Þýzkalands og Frakk-
lands er yfir ein miljón ungra manna bund-
in í skotgröfum og dæmd til að heyja sína
blóðugu iðju dag eftir dag. Og yfir öllum
heimilum þeirra grúfir skuggi sívaxandi
angistar dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hann
er förunautur skortsins og undanfari sorg-
arinnar, sem fyrr eða síðar vitjar þessara
heimila til þess að víkja þaðan ekki aftur.
Og bitur, djúpur harmur á eftir að
plægja löndin eins og akur, heiftin að geisa
um þau eins og ofviðri, sálspillinguna að
leggja um þau eins og vetrarfrost, þangað
til mennirnir læra að beina fótum sínum á
vegu friðarins, og kærleikur, gleði, góðvild,
bróðurþel fá aftur rúm í hjörtum þeirra.
Á marga menn verka þessi orð eins og
innantómur hljómur. í þessum voðavetri
finnst þeim eins og allt gott hafi orðið úti.
Ailar vonir brotið saman vængina og öll
bjartsýni slokknað eins og blys í ofsaveðri.
En hver sigur, sem mannkynið hefir unn-
ið, er byggður á því, að alltaf voru til ein-
hverjir, sem þorðu að vona og trúa, þegar
öllum hinum sortnaði fyrir augum, sem
þorðu að trúa á mátt góðleiks og kærleika,
þegar sálir hinna kól, sem mættu örvænt-
ingunni með mildu brosi, brjálæðinu og
hörmunginni með karlmannlegri ró og
kveinandi vonleysinu með auðmjúkum
kjarki.
Slíka þjóð á Island að fóstra einmitt nú,
þegar heimurinn heldur sín dapurlegustu
jól, allt frá því að hinn undursamlegi boð-
skapur hljómaði í fyrsta sinn:
Dýrð sé guði í upphæðum og friður á
jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir
velþóknun á.
I æsku kveiktum við okkar litla kerta-
ljós á jólunum og sáum í því ofurlítið end-
urskin æðri dýrðar, sem rauf fyrir okkur
myrkur hinnar íslenzku skammdegisnætur,
og varp á það dýrðlegu skini, svo að við
minntumst síðar þessara daga sem Ijós-
eyja í rökkri hversdagsleikans.
Nú á hádegi æfinnar tendrum við blys
bjartsýni, kærleiks og góðvildar og fagurra
vona og bregðum þeim upp á þeirri voða-
nótt, sem heimurinn hefir nú leitt yfir sig.
Vér biðjum öllum góðs,
vér óskum öllum góðs,
vér vonum öllum góðs.
Þangað til i'iiður er fenginn á jörðu og
velþóknun guðs yfir mönnunum.
BRANDAJÓL
1