Brandajól - 20.12.1939, Síða 8
hann, eins og Hamall Humalsson, er að
reyna að bera sig að snúa upp á sig og
ganga hnakkakertur og rogginn framan í
mönnum, þá er það hvorki meira né minna
en skortur á tilhlýðilegri auðmýkt og virð-
ingu fyrir betra fólkinu. Og þá er þó í
öllu falli sérhver bórgari með virðingu fyr-
ir sjálfum sér, laus við að þurfa að vera
með nokkra meðaumkvunarrollu með svona
gimbli. Maður kastar á'hann kveðju og set-
ur í svip sinn hæfilega lítilsvirðingu, dreg-
ur augabrýrnar upp og hefir varla séð
þennan mann áður, og ef hann reynir að
slá mann um krónu, þá yppir maður bara
öxlum og fer sína leið. Nú, og hvað við-
víkur húseigendum, þá er það náttúrlega
sjálfsagður hlutur, að maður, sem alltaf er
verið að tala um í blöðunum, borgi að
minnsta kosti þrjá mánuði fyrir fram. Geti
hann það ekki, þá verður maður að ráða
honum til að vera ekki að gabba fólk, held-
ur reyna að fá sér einhverja heiðarlega
atvinnu og vinna fyrir sér.
Til þess að vera sannleikanum sam-
kvæmur, verður að láta þess getið, að Iiam-
all Humalsson reyndi að útvega sér „heið-
arlega atvinnu“. En eins og áður hefir ver-
ið sagt, þá er Reykjavík á allan hátt ný-
tízku bær, einnig með tilliti til atvinnuleys-
is. Það er nú líka alltaf dálítið skoplegt, að
hafa skáld í þjónustu sinni. Þegar maður-
inn þar á ofan hefir aldrei sýnt neinn
hreinan pólitískan lit og á enga frændur
eða tengdafólk, hvorki meðal þingmanna
né í gjaldeyris- og innflutningsnefnd, þá
er að sjálfsögðu þýðingarlaust með öllu að
vera nokkuð að leggja sig í líma fyrir hann.
Svo er nú líka það, að fátt er um stór-
viðburði í Reykjavík, og margt verður að
nota í skemmtunarskyni. Og það getur ver-
ið dálítið spennandi og fylgjast með því
hvað svona náungi getur haldið sér lengi
fljótandi. Það hlýtur að koma að því fyrr
eða síðar, að hann geri eitthvað af sér, steli
sér bita, ef ekki annað. Og þá er nú ekki
löng leiðin á þann stað, sem í raun réttri
ætti að vera lögheimili allra þessara svo-
kölluðu listamanna, nefnilega letigarðinn.
Hamall greyið Humalsson ráfaði um
göturnar sultarlegur á svip, og borgararn-
ir glottu, þegar þeir mættu honum og hugs-
uðu með sér: Það verður aldrei látið mikið
með þennan peyja í blöðunum héðan af! —
Þetta var nú heldur ekki nema einn af
smærri spámönnunum; það eru til önnur
skáld, sem eru allmiklu verri viðureignar,
nefnilega þeir, sem hafa verið svo kvik-
indislegir að skrifa útlenzku og verða
þekktir, áður en hægt var að góma þá nógu
rækilega hér heima, og svo hinir, sem hafa
í tíma orðið sér úti um stuðning einhvers
stjórnmálaflokks. Þessir karlar hafa venju-
legast ofan í sig að éta, og því varla hægt að
gera þeim annað til miska, en að eyðileggja
mannorð þeirra, en það er nú, ýmissa or-
saka vegna, lítið gagn að því í Reykjavík.
Nei, en þessi snáði, ljóðskáldið Hamall
Humalsson, hann skyldi að fá að kenna
á kærleikanum, honum skyldi ekki verða
sleppt of hátt.
Borgarar Reykjavíkur gengu skóhlífum
skrýddir um göturnar og gáfu skáldinu
Hamli Humalssyni hýrt auga. Allir voru
sammála um, að þetta væri afhrak, sem
sjálfsagt væri að sýna megnustu fyrir-
litningu. Það var líka hættulaust með öllu
að hlæja að honum og jafnvel að koma svo-
lítið við hann, um leið og maður gekk fram-
hjá, því að maðurinn var hvorki sterkur
né skapmikill.
Svo gekk allt eins og sögu fram á haust,
manngarmurinn var orðinn grindhoraður
og skininn, og fötin héngu í druslum utan
á honum. Um sumarið hafði hann sofið í
Tjarnargarðinum, eða beitingaskúrum
vestur í fjöru, en nú tók að kólna, og þá
væri nú ekki vonlaust um að það kynni að
fara að koma skriður á málið.
Og viti menn, einn góðan veðurdag um
haustið var Hamall Humalsson horfinn.
Menn söknuðu hans strax, því að hann var
alltaf vanur að vera á einhverju ráðleys-
isrjátli í kringum dyr hótelanna í matmáls-
tímunum, og það var ekkert leyndarmál,
hvað orðið hafði af honum. Reyndar voru
sögurnar um afdrif skáldsins nokkuð marg-
ar og ekki allar samhljóða, en að minnsta
kosti vissi allur bærinn, að hann var þó
6
BRANDAJÓL