Brandajól - 20.12.1939, Qupperneq 10
sjáanlega á báðum áttum, hvernig hann
ætti að taka þessu, en réð svo af að sýna
lítillæti. — Hne, hne, sagði hann, þetta er
ekki svo illa til fundið hjá þér, ég skil svo
sem, hvað þú ert að fara, gerðu svo vel.
Og svo tók hann krónkall upp úr vestis-
vasanum og slengdd honum á borðið fyrir
framan skáldið.
Hamall Humalsson ýtti krónupeningnum
fyrirlitlega til hliðar, hann var sýnilega
að komast í æst skap. Ég er ekki að biðja
þig um að gefa mér neitt, mælti hann all-
státurlega. — Ég fæ bráðum mikla pen-
inga, meira en þú munt nokkru sinni eign-
ast. Ég verð einn af ríkustu mönnum þessa
lands.
— Svo — á — ríkasti maður landsins,
einmitt það, já. Fasteignasalinn gaut kank-
víslegu hornauga til fólks síns. Það var
reyndar ekki laust við að farið væri að síga
í hann, en hann var ákveðinn í að taka
þessu öllu stillilega. — Nú, ég held maður
óski yður til hamingju. En hvað húsa-
kaupum viðvíkur, þá förum við ekki út í
nein æfintýri þar, karl minn. Ég skal sýna
þér hús, þegar þú ert búinn að sýna mér
peningana fyrir því, en ekki fyrr!
Skáldið endurtók þá sögu sína með dá-
litlum breytingum og bar ótt á. Hann hafði
enga peninga á sér, eða að minnsta kosti
ekki nóg, en nú kæmi þessi manneskja frá
Englandi bráðum með nægan gjaldmiðil, og
það fyrir því sem meira væri en einn reyk-
vískur húskofi. En þá urðu kaupin líka að
vera komin í kring, hann snéri ekki aftur
með það. Ekki vildi hann heldur upplýsa
neitt um það, hverskonar manneskja þetta
væri, eða hvernig á því stæði, að hún kæmi
svona færandi hendi. Skáldið talaði sig upp
í allmikla æsingu og lét að síðustu fast-
eignasalann vita alveg feimnislaust, að for-
resten þyrfti hann ekki að standa hér og
þrefa um þetta, því það væri nóg til af —
eins og hann orðaði það — húsapröngur-
um í þessum bæ.
— Nei, bíddu nú dálítið hægur, karl
minn, sagði fasteignasalinn með karlmann-
legri ró, hann var tekinn að dökkna í fram-
an. Hann hvíslaði einhverju að einum skrif-
8
stofuþjóninum, sem þegar smeygði sér út,
svo að lítið bar á, og sneri sér svo aftur að
Hamli Humalssyni. — Hum — þér segist
vilja kaupa hús og farið fram á, að við
afhendum yður það í grænum hvelli, en
peningana getið þér því miður ekki greitt
okkur fyrr en seinna, þegar einhver ónefnd
manneskja komi með þá frá útlöndum?
— Frá Englandi, leiðrétti skáldið. —
Já, mikið rétt, þetta stendur allt saman
heima.
Fasteignasalanum rann nú svo í skap,
að hann varð að þegja stundarkorn, til þess
að komast 1 jafnvægi. Aldrei á sinni lífs-
fæddri ævi hafði hann orðið fyrir öðru eins,
og það af einu auðvirðilegu skáldskrípi.
Þetta tók beinlínis út yfir allan þjófabálk,
og hann ætlaði heldur ekki að láta það líð-
ast, Hamall þessi skyldi ekki ganga úr
greipum hans.
En skáldið hafði sett upp drembilegan
svip og sýndi nú á sér fararsnið. — Heyrið
þér mig, maður minn, sagði þá fasteigna-
salinn dálítið lymskulega, — viljið þér
gjöra svo vel að doka dálítið við. Hum —
hem, hvað sögðust þér nú aftur eiga von á
miklum peningum?
— Ég get ekki séð, að það komi yður
neitt við, sagði skáldið og reigði sig, eins
og búðarþjónn í vefnaðarvöruverzlun. En
ég fæ að minnsta kosti nóg til þess að kaupa
húskofa fyrir, og það fleiri en einn, ef mér
býður svo við að horfa.
— Hum — já, einmitt það, já, þessu
trúi ég bezt, sagði fasteignasalinn og varð
litið til dyranna, því að nú heyrðist þungt
fótatak í stiganum. Svo sagði hann kulda-
lega við skáldið: — Er yður ljóst, að þér
hafið gert yður sekan um fjárdráttar-
tilraun?
Fjárdráttartilraun?! Hamall Humalsson
leit á fasteignasalann alveg grallaralaus og
hélt að sér hefði misheyrst, en þegar hon-
um skildist, að manninum væri alvara, þá
varð hann fokvondur. Hann laut fram yfir
borðið, steytti hnefann framan í fasteigna-
salann og sagði honum afdráttarlaust
meiningu sína um hann. Hann hafði nú svo
lengi orðið að taka öllu með þögn og þolin-
BRANDAJÓL