Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 13
LJÓSIÐ
T-\ egar ég sé fólk bregða yfir sig hjúp
hátíðleikans og horfa í magnlausri
leiðslu á blik jólakertanna, setur stundum
að mér hrollkaldan, nístandi hlátur, sem ég
fæ ekki gert við. Þetta er mjög óþægilegt,
— en ég get ekki gert að því, að logandi
jólakerti minna mig alltaf á hin hrottaleg-
ustu áflog og illindi, sem ég hefi verið sjón-
arvottur að. En þótt mér fyndist sú stund
ærið alvarleg, meðan á stóð, kemur mér
minningin um hana svo kátbroslega fyrir
sjónir, að ég get ekki á mér setið. Mér er
fyllilega ljóst, að yður mun finnast fátt um
þessa frásögn, en ég ætla að freista ham-
ingjunnar, og treysta því, að þér aísakið
þá bíræfni mína.
Það var um septemberkvöld norður á
Vaðlaheiði fyrir mörgum, mörgum árum.
Við unnum þar um fimmtíu vegamenn
við að leggja krókabrautina þjóðfrægu
milli Nesánna þetta sumar. Og nú var kom-
ið haust, og hinn angurblíði friður og
dreymandi værð hauströkkursins vafðist
um allt og alla. Tjöldin okkar hjúfruðu sig
feimnislega niður á lyngflötina eins og
sofandi svanir. En þrátt fyrir yndis-
leik náttúrunnar og seiðandi kyrrð, ganga
vegamenn til heiða snemma til rekkju.
Skóflan og hakinn halda ekki vöku fyrir
neinum!
Tjaldfélagar mínir þetta sumar voru þeir
Jörundur Pálsson frá Ilrísey og Örn
Snorrason frá Akureyri, — hinir mestu
gentlemenn í hvívetna og drengir góðir.
Var Jörundur okkar yngstur og mest prúð-
menni. Iiann svaf við línlök í einmenningi
fyrir tjaldstafni, en við Örn sváfum í tví-
breiðu rúmi undir súð, og sneru höfðagafl-
arnir saman.
Eftir S. B.
Er svo hagaði til, höfðum við sameign-
arljósmeti og lásum á kvöldin við glætu af
einu kerti, sem stóð á rúmgafli okkar
höfðalagsmegin og skein þaðan í allar
áttir. Og þetta kvöld vorum við gengnir til
rekkju og hafði hver gripið til sinna bók-
fanga. En brátt kom í ljós, að Erni var eitt-
hvað venju fremur órótt í skapi. Hvað eftir
annað vakti hann máls á því, að Jörundur
hefði stolið kexi úr sameiginlegu búi
tjaldsins, sem var mjög ómakleg ásök-
un. En Jörundur anzaði því engu.
Örn kunni því illa, að ,,dóninn“ skyldi ekki
virða sig svars og gerðist órórri, unz hann
spratt upp, greip eftir kertinu og settist
upp á koddann. Ilélt hann ljósinu í handar-
krika sínum og laut yfir það, þannig að
/ tjaldinu
við tveir gátum séð til að lesa — en Jör-
undur féll í skuggann og náði þangað engin
skíma. Kvaðst hann sjálfur eiga þetta
kerti persónulega, og sér dytti ekki í hug
að ljá það „þjófum og þorpurum". Þá var
þolinmæði Jörundar ofboðið. Reis hann upp
við dogg og breif hrottalega í svitastorkinn
og klepróttan hárlubba Arnar og ská-
sveigði hausinn á honum niður á rúmgafl-
inn, svo að buldi í. Ekkert hljóð gaf
Örn frá sér, en henti kertinu og skaut sér
yfir gaflinn og niður á Jörund. Tróð hann
á honum með hnjám og framlimum og barði
óskaplega, hvar sem hann fann fyrir hon-
um. Skerandi vein, slitróttar hrygglur og
enn skelfilegri vein var nokkur trygging
fyrir því, að enn væri þó Jörundur hérna
megin við eilíf ðina.
Er stund hefndarinnar var liðin
hjá, leitaði Örn uppi kertið, kveikti á því
og settist upp á koddann sem fyrr, eins og
ekkert hefði í skorizt. En að baki hans var
myrkur og þaðan heyrðust andköf og ang-
istarfullt snökkt. Jörundur var að gráta.
Andköfin urðu dýpri og snökktið slitr-
BRANDAJÓL
11