Brandajól - 20.12.1939, Page 14

Brandajól - 20.12.1939, Page 14
óttara, unz yfir lauk með algerðri þögn. öm las og sat í hnipringi með logandi kert- ið í handarkrikanum. Leið svo fram um hríð. En þá hafði Jörundur sótt í sig veðrið, svo að hann áræddi að lemja andskota sinn í hausinn með kreptum hnefanum og fylgdi eftir sem hann mátti. Vó hann aftur frá sem fyrr og kom honum á óvart. I þetta skipti lét Örn sér nægja að hafa handa- skipti á kertinu og lemja Jörund í hausinn með þeirri hægri nokkur velvalin högg yfir rúmgaflinn. Lýsti hann fyrir sér með kert- inu á meðan hann lét höggin ríða, og hljóp síðan í sína fyrri stöðu og hafði ljót orð um þjófa og bleyðimenni. Svo fór hann að lesa í Strand Magazine. Eftir þessa viðureign gerði Jörundur hvorki að gráta né veina — en brölti mik- inn og lét ófriðlega í rúminu. Við og við stundi hann þungan eftir að hafa bylt sér nokkra hringi svo brakaði í rúmstæðinu eins og það væri að gliðna utan af ein- hverju orkuútstreymi þessa mjúka, hálf- mótaða unglingslíkama. Þegar ég valt í svefn, sat örn uppi á koddanum og las — og þegar ég vaknaði aftur til að bylta mér á hina hliðina, sat öm uppi á koddanum og las. Það spáði ekki góðu. En er ég var í þann veginn að festa svefninn á ný, tók Öm svo snöggt viðbragð, að hann sparkaði ofan af mér sænginni, henti kertinu og var sprottinn fram úr, áð- ur en ég festi á honum sjónir. í tjaldinu var eirbrúnt rökkur. Úti var tunglskin og stjörnubjartur himinn. Og þama stóð örn Snorrason á svörtum leikfimisbuxum með gamlan silkitrefilsræfil um hálsinn — rétt- ara sagt: þarna stóð hann á öðrum fæti og sparkaði hinum fætinum í Jörund, sem stóð uppi í rúmi sínu og hélt yfirsænginni fyrir sér neðan við augu. í því fleygir hann sæng- inni yfir öm og fylgir eftir. Við þetta hæðarmunsáhlaup missti öm fótanna og lá Jörundur yfir honum á gólfinu í nokkur augnablik og lét hné fylgja kviði án allrar vægðar. En Adam var skamma stund í paradís og Jörundur aðeins nokkur andar- tök í sóknarstöðu, eða þangað til Öm brauzt undan okinu og reif gat á sængina, svo dúngusan spýttist upp í loftið og þyrl- aðist út um tjaldið eins og gufa. Hann var kominn ofan á og barði nú á Jörundi með matarkassalokinu. Það var nálægast vopna og einna handhægast. En einnig þeir, sem beðið hafa hvern ósigurinn á fætur öðrum, geta, er minnst varir, unnið glæsilega sigra. Það gerði Jörundur. Honum tókst, senni- lega á yfirnáttúrlegan hátt, að mumra sér undan Erni með því að svínbeygja hann á hárinu og slá hausnum á honum við rúm- stokkinn nokkrum sinnum. — Komst hann á fjórar fætur og fékk svigrúm til að seil- ast eftir vinnuklossum Arnar — það vom járnreknir hnallar, — og lét hann þá ríða á eigandanum, hvar sem hann gat því við komið. Það var sóðaleg barsmíð. Og augun í Erni skutu neistum, eða glóðu sem ma'ii ildi í myrkrinu. Blóðið hneig í storku- kenndum þunga niður hægra vanga Jörund- ar. I að vætlaði undan hársrótunum fram- an við eyrað og draup úr nefinu og vall út um munninn. Mikið blóð. Og Örn náði aftur yfirtökunum. Hann spratt upp eins og fjöður, sem hrekkur úr viðnámsskorðum, hóf Jörund upp á axlir sér, keyrði framyfir sig og slengdi honum niður á rúmstokkinn með slíku heljarafli, sem ekkert á skylt við mannleg átök ýtr- ustu nauðvarna. Við þessa byltu gaf Jör- undur frá sér hið angistarfyllsta óp og sársaukaþrungnasta vein, sem ég hef heyrt. í hljóðunum lá fullkomin játning, alhliða uppgjöf alls andlegs og líkamlegs viðnáms — það var gjörsneytt allri örvæntingu, en fól í sér vonleysið, þetta fullkomna von- leysi, sem hvorki megnar að biðja né óska, örvænta hið gengna né hefja sókn á hendur því komanda. Þarna lá hann og veinaði og engdist sundur í kvölum, þessi ljóshærði fríði drengur. Hann var svartur í framan. Það var víst blóð. En sigurvegarinn, Örn, laut niður eftir sænginni og fleygði henni fyrirlitlega yfir hinn óvíga andstæðing — og um leið stóð mikil dúnstroka upp í loftið. ILD rök lágu til þess, að Jörundur gaf upp alla vörn og lét bugast. Hann hafði þá í nokkrar vikur verið sleginn kýl- 12 BRANDAJÓL

x

Brandajól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.