Brandajól - 20.12.1939, Side 17

Brandajól - 20.12.1939, Side 17
Hálkan á götunni (Óftir ffon Jrd Jójára kécjurn i. — Sér er nú hver déskotans hálkan. — Því láta þeir ekki strá*sandi á göt- urnar ? Slíkar og þvílíkar athugasemdir heyröi maður iðulega um daginn, þegar hálast var á götum okkar kæru höfuðborgar. Já — það var nú víða illyrmislega hált hérna um daginn, en nú eru blessaðir karlarnir búnir að róla um bæinn þveran og endilangan með hestvagna fulla af sandi, og strá á gangstéttirnar. Þeir hafa að vísu verið líði- lega lengi að þessu; en það er nú einu sinni siður hérna í allri vinnu, sem götunni við- kemur og bærinn borgar: að hamast ekki, ganga ekki berserksgang — þræla sér ekki út fyrir aldur fram. En þessir hálkudagar hafa líka gert sitt gagn — þeim, sem hafa haft léttlyndi til þess að njóta þeirra. Ég segi fyrir mig, að ég er búinn að safna mér margra vikna forða af hlátursefni. Ef eitthvað kemur fyrir, sem mér gremst, og ég finn að ég er að komast í illt skap út af því, þá segi ég bara rétt si sona við sjálfan mig: Manstu, hvað þú sást í Bankastrætinu um daginn? Og þá er ég til með að skella upp úr, hvern- ig sem á stendur, og hlæja eins og vitfirr- ingur, þangað til ég kannske allt í einu uppgötva það, að ég stend á horninu hjá London og finn (mér til kinnroða) að frið- samt fólk, sem framhjá gengur, lítur til mín, og í augnaráðinu felst neyðarleg, steinþegj andi spurning: Er þessi maður vitlaus? Já, ég hefi sannarlega séð margt spaugi- legt þessa dagana. Ég geng þess ekki dul- inn, að það er ekki rétt af mér að fá æfin- lega hláturkast, þegar ég sé einn eður ann- an heiðraðan samborgara missa fótanna og hendast og endasendast eftir fljúgandi glerhálkunni. En ég get bara ekki að þessu gert. Stundum iðrast ég og spyr: Er ég þá svona rótarlegur karakter? En að vísu er það mikil huggun fyrir mig og móralsk- ur styrkur, að ég hef séð og heyrt mér eldri og betri menn glotta og jafnvel flissa und- ir svipuðum kringumstæðum. Að hugsa sér t. d. þetta, sem ég sá um daginn í Bankastrætinu: Ég stóð og var að skoða í gluggann hjá Sigurði Kristjánssyni, þegar ég heyrði hljóðið. Ég snýst á hæli nógu snemma til þess að sjá ca. 200 punda kvenmann fórna höndum í angist sinni yfir á hinni gang- stéttinni, sparka ofboðslega útundan sér og hrúgast síðan niður á götuna. Því næst tek- ur við stutt, óheillavænleg þögn. Síðan taka tvær hendur og einn fótur að sprikla í ýmsar áttir út úr hrúgunni, að því er vii'ðist einkar tilgangs- og árangurslaust, því að hrúgan breytir varla afstöðu að öðru leyti en því, að hún rennur dálítið neðar og snýst þar í tæpan hálfhring. Þessum hreyf- ingum fylgja nokkur vel úti látin hljóð — án orða — en röddin er, eftir þeim að dæma, hár sópran og kraftmikill. Nú veit ég ofboð vel, að ég á að réttu lagi að vera svo riddaralegur, að hlaupa yfir götuna eins hratt og ég get, í veginn fyrir bíla, sem um götuna aka — eða yfir þá — og reyna að hjálpa veslings konunni á fæt- ur og helzt að styðja hana niður á jafn- sléttu. En þetta er mér lífsins ómögulegt. Ég hallast upp að dyrastafnum hjá S. Kr. og hlæ óstjórnlega. Hlæ eins og idíót. Og í gegnum tárin grilli ég að tveir lög- regluþjónar koma (á næstum óleyfilegum hraða, af lögregluþjónum að vera), reisa DRANDAJÓL 15

x

Brandajól

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.