Brandajól - 20.12.1939, Page 20

Brandajól - 20.12.1939, Page 20
Jakob Thorarensen: / Réffarhaldið „Þú hefir brotið rúðu á næturrápi. Rétturinn væntir hreinna og greiðra svara‘‘. „Ekki að ég hafi rennt til rúðu augum, né rispað gler með hugrenningaskrápi; það saklaus er ég — og sjálfsagt má því fara“. „Hum, saklaus af glæp, þú brauzt af slöppum taugum“. „Já, það veit guð, að glæpur var mér f jærri, af góðum hvötum þankar mínir úðu, en rúðan veik og reyndist allt of nærri, við rákumst á — til betra vegar snúðu. Hið brotna gler ég borga að fullu vil, sem ber mér og, fyrst hrösun mína ei dyl“. „Bókum nú þetta, en það var meðfram annað: þú hefir sjálfur inn um gluggann skriðið“. „Langt frá. — Ég opna hurð í hæsta lagi um hábjartan daginn, sem er hvergi bannað, en snerti ekki glugga og get slíkt engum liðið, gersaklaus þess, ef yður væri ei bagi“. „Um nóttina voru harðar éljahreður, þú hrataðir inn í fyllstu þörf á skjóli“. — 18 BRANDAJÖL

x

Brandajól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.