Brandajól - 20.12.1939, Page 22

Brandajól - 20.12.1939, Page 22
Nýr Við vorum ekkert glaðir á skrifstofunni þennan morgun. Því að auk venjulegra óþæginda lífsins, sem ýmsir okkar hafa efalaust verið að dragnast með, eins og gerist og gengur, var það nú tvennt, sem amaði að okkur. Fyrst var það, að við höfðum misst okk- ar ágæta Halldór Hallgrímsson. Hann hafði undanfarin ár verið uppáhald okk- ar allra, þarna á þessu öðru heimili okk- ar og raunar aðalheimili sumra, skrifstof- unni. Auk þess var hann hreinasta skrif- stofuprýði, hár og karlmannlega vaxinn, fríður og glæsilegur. Og þótt gáfur og dugnaður væri ekki meira en í meðallagi hjá honum, þá vann glæsimennska hans, alúð og háttprýði, það margfaldlega upp. f raun og veru hafði hann verk sitt aldrei af hjálparlaust, hann hafði svo mörgu öðru að sinna, en enginn taldi það eftir sér, að hlaupa undir bagga með honum. fþróttaafrek hans, sem voru mörg og merkileg, köstuðu þvílíkum ljóma á okkur öll, að okkur fannst það margborga sig, þótt við yrðum að grípa í verk hans dag- lega, tímunum saman, og okkur duldist það ekki, að húsbóndi okkar, sem annars var vinnuharður og strangur, var alls ekki ósnortinn af þessu sjálfur, hann var upp með sér að hafa hinn glæsilega íþrótta- mann í þjónustu sinni. Ég varð þess oft var, að viðskiptamönnunum þótti það ekk- ert miður, er Halldór afgreiddi þá. Og þó var hann fremur stirðmáll og seinn að átta sig á þeim hlutum, er við komu við- skiptum og verzlun. Það var hans eini sjá- anlegi galli hversdagslega. En nú var hann, sem sagt, farinn frá okkur, og í kvöld ætlaði hann að sigla til íþróttanáms. Önnur ástæðan til þess, að við vorum ekki í góðu skapi þennan morgun, var sú, að kvöldinu áður höfðum við haldið Hall- 20 dóri skjilnaðarsamsæti. Hafði þar .verið gleðskapur mikill og veitingar góðar; var því margur þungur í höfði og illa búinn undir hinn nýja dag. Við vorum fjórir, sem unnum í fremstu skrifstofunni. Inn af henni var herbergi skrifstofustjórans, Péturs gamla Þórhalls- sonar, og þar inn af skrifstofa húsbónd- ans. Grindur voru yfir þvera skrifstofu okkar og borð, en innan við það voru skrifborð okkar fjögur og snéru bökum saman, tvö og tvö. Þennan morgun, eins og aðra, komu all- m að u r ir á réttum tíma. Pétur gamli gekk ríkt eftir stundvísi, hvernig sem á stóð um næt- ursvefn. Við stöldruðum dálítið við, áður en við opnuðum skápana, teygðum okkur, geisp- uðum og ókum okkur. „Menn eru lúraðir núna“, sagði Pétur, sem sjálfur var rauðeygður og ósofinn. Gísli Hafliðason, er hafði setið á móti Halldóri, leit á skrifborð hans og sagði: „Kemur þrællinn ekki?“ „Þrællinn“ var hinn nýi maður, sem átti að taka við af Halldóri. — Enginn okkar hafði séð hann. Hann kom einhvers staðar vestan af landi, var sagður sonur einhvers vinar húsbóndans, grafinn upp úr )ein- hverri sveitaholu vegna gamals kunnings- skapar. „Ég ætla að biðja ykkur, og sérstaklega þig, Gísli, að leiðbeina piltinum með verk- in, meðan hann er að komast niður í þeim“, sagði Pétur. „Það er líka heldur skemmtilegt“, sagði Gísli. „Ég hefi nú aldrei verið hneigður fyrir barnakennslu. En við sjáum nú til“. í sama bili opnaðist hurðin og hinn nýi maður kom inn. Það var hár og grannur piltur, um tví- BRANDAJÓL

x

Brandajól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.