Brandajól - 20.12.1939, Síða 23
tugt. Hann var snoturlega klæddur, en föt-
in fóru ekki vel. Hann var fölur í andliti
og veiklulegur, augun voru stór, skær og
barnsleg, það var auðséð, að hann var
feiminn og talsvert „spenntur".
Pétur gamli heilsaði honum alúðlega,
en hann hafði hitt hann áður. Eftir það
nefndi hann nafn hans og okkar og opnaði
stóra skápinn, þar sem bækurnar voru
geymdar.
Eftir það hófst vinnan.
„Eruð þér alveg óvanur skrifstofu-
vinnu“, spurði Gísli þurrlega.
„Svo má það heita“, svaraði Árni, én
það hét hinn nýi maður. „Ég hefi að vísu
verið lítilsháttar við verzlun í kauptíðum
hjá Jensen í Melakróki“.
„Nú-já“, sagði Gísli, „jæja, þér komist
sjálfsagt fljótt upp á að gera eitthvert
gagn. Kunnið þér að reikna út faktúrur?
Voru nokkrar faktúrur þarna hjá Jensen í
Hrafnakróki ?“
„Melakróki", sagði ungi maðurinn, „jú,
ég geri ráð fyrir, að það hafi verið“.
„Jú, það er nú sjálfsagt dálítið öðruvísi
skrifstofustarfið hérna en þarna í Hrafna-
króki“, sagði Gísli.
Ungi maðurinn leit snöggvast á þennan
vel búna veraldarmann. — Dálítill roði
hafði færzt í fölar kinnarnar. Ég sá, að
hann var ekki laus við að vera skjálf-
hentur.
„Ég geri ráð fyrir því“, sagði hann ró-
lega.
„Það er líklega vissara, góði maður, að
gera ráð fyrir því“, sagði Gísli. „Jæja, þá
er bezt, að þér byrjið á þessu“, og hann
sýndi honum hvað hann ætti að gera.
Svo leið dagur eftir dag, eins og enda-
laus röð af hvítum sauðum, sem ganga inn
um fjárhúsdyr og hverfa inn í myrkrið.
Sama vinnan endurtók sig dag eftir dag.
Árni, hinn nýi maður, stóð sig vel. Það
var að sönnu á engan hátt viðurkennt á
skrifstofunni. Það var fyrirfram ákveðið
hjá þeim Gísla og Sigurði Eiríkssyni, að
skarð hins glæsilega Halldórs skyldi aldrei
fyllt af þessum utanveltubesefa, þeir yrtu
aldrei á hann utan starfsins, og er hann
lét orð falla um daginn og veginn, létu þeir
eins og þeir heyrðu það ekki, og ég varð
þess var, að þeim mislíkaði stórum, er ég
stundum talaði nokkur orð við Árna. Að
vísu var ekki úr háum söðli að detta fyrir
mig. Það var einungis af því að ég var
náfrændi húsbóndans, að þeir tóku mig
góðan og gildan. Gísli kallaði Árna oft
„Mister Hrafnakrók“, er hann ávarpaði
hann. Ég sá, að Árna þótti miður í fyrstu,
en brátt lét hann sem hann heyrði það
ekki, og anzaði aldrei fyr en hann var á-
varpaður réttu nafni. Hann vann verk sitt
þegjandi allan daginn, vann þriðjungi
meira en Halldór hafði nokkurntíma gert.
— Að mánuði liðnum var hann kominn inn
í öll þau verk, er hann þurfti að vinna og
þurfti engar leiðbeiningar. En Gísli lét
hann engan frið hafa, hann var stöðugt
að leiðbeina og nöldra, sérstaklega þegar
Pétur var inni, eða húsbóndinn sjálfur.
Árni tók því öllu með þögn og þolinmæði
.að sjá.
Þá var það einu öinni, að húsbóndinn
kom inn úr skrifstofu sinni, vék sér að
Gísla og bað hann um bréf viðvíkjandi
vissu málefni. Gísli gekk að bréfaskápn-
um, en fann ekki bréfin. Hann vissi að
húsbóndinn var nákvæmur og vildi hafa
allt í stakasta lagi. Árni hafði það verk
að raða upp bréfum. Gísli snéri sér snögg-
lega við.
„Mister Hrafnakrókur", sagði hann
hátt og leit til Árna. Húsbóndinn stóð þar
rétt hjá og leit undrandi á Gísla.
„Mister hvað, segið þér?“ spurði hann
byrstur.
BRANDAJÓL
2J