Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIE) FRÚ LÁRA KOLBEINS: Aðfangadagur á prestssetri Það var aðíangadagur. Allir voru önnum kafnir á prests- setrinu. Mamma undirbjó hátða matinn. Lóa vinnukona skúraði gólfin. Systkinin fægðu lampa, kertastjaka og þesskonar og meira að segja litli bróðir vildi þar hjálpa til, og horfði stein- hissa galopnum, bláum augum á stóru systur, þegar hún kunni ekki að meta þessa viðleitni hans. En innan úr skrifstofu prestsins barst notalegt hljóðið af tifinu í ritvélinni, merki þess að hann var önnum kafinn við ræðugjörð. Allir unnu samtaka og glaðir að undirbúningi jól- anna. Klukkan var langt gengin þrjú. Tifið í ritvélinni hætti og presturinn kom fram í eld- húsið. „Hvar er Jón, er hann ekki ennþá kominn frá fénu?“ spurði lrann. „Nei,“ svaraði mamtna og leit hálfáhyggjufull út í gluggann. „Hann bjóst við að verða lengi, ætlaði að leita að nokkrum kindum, sem hann vántaði í gærkveldi". „Nú, jæja ég fer þá einn“, sagði prestur. „En ég verð að fara að búa mig af stað, það dimmir svo snemma". „Já,“ sagði mamma, ,,og það | er líka byrjað að fenna. Það er j ómögulegt að þú farir einn“. Síðustu orðin heyrðí prestur ekki. Hann var lagður af stað upp á loftið og kallaði til baka: „Hjálpaðu mér að ná í fötin mín, svo að ég komist sem fyrst af stað.“ Mannna hvarf út úr eldhúsinu á eftir honuni. Systkinin voru eftir og keppt- ust við að fægja. „Þegar ég er orðinn stór, ætla ég alltaf að fyígja pabba, þegar hann fer inn fjörurnar, líka Jregar er slæmt veður og hríð“, sagði stóri bróðir mannaléga. „Jahá, en þú ert nú bara ekki orðinn stór eimþá,“ sagði stóra systir raun- sæ, hún var nú líka elzt. „En Jjað er nú ekki svo slæmt að fara fjörurnar". „En það geta alltaf komið snjóskvettur nfður, eða steinkast úr fjallinu, það seg ir Jón“, andmælti bróðir. „Já og sjórinn gaular svo voðahátt", sagði litla systir, „Jrað heyrði ég einu sinni sjálf.“ „O, je líka,“ sagði litli bróðir, og leit af einu systkina sinna á annað. „Þú ert nú bara óviti,“ úrskurðaði stóra systir ákveðin. „En maður þarf ekki að vera hræddur á fjörun- um. Mamma hefur sagt mér sögu um það og ég skal segja ykkur hana, ef þið þegið og lierðið ykkur að vinna, við eig- um eftir að bursta skóna líka. „Byrjaður þá strax,“ sögðu öll systkinin í einu og stóra systir hóf söguna: Einu sinni fyrir mörgum, mörgum árum kom það oft fyr- ir að slys urðu hérna á fjörun- um, bæði á mönnum og skepn- um, annað hvort af steinkasti eða snjóskriðu úr fjallinu, þá voru margir bændur hérna í dalnum og þeir réru til fiskj- ar hérna úr víkinni. Svo var það einu sinni á þorranum, þeg- ar Jreir fóru á sjóinn, þá kornu Jreir aidrei aftur., Þeir höfðu allir drukknað og þá urðu all- ar konurnar hérna í dalnum ekkjtir, nenia ein, óg Jiað var af því að maðurinn hennar hafði verið lasinn og ekki getað farið með um morguninn. Ein ekkjan átti fimrn lítil börn og Jiau þurftu auðvitað mikið að borða, svo þegar allur maturinn var búinn, sagði ekkj- an yið börnin sín: Nú ætla ég að fara og sækja mat handa ykk- ur. Þið megið ekkert fara ofan af loftinu á meðan ég er burtti. Guð ætlar að láta englana sína gæta vkkar fyrir mig á meðan. Verið juð nú góð börn. Og svo fór hún og lokaði vandlega bæn- um á eftir sér. Svo gekk hún alla leiðina að Eyi'i- Það er snjór á jörðunni og hengjur í fjallinu yfir fjörunum og hún var fjarska Jneytt, kannske hún hafi líka verið svöng. Kouan á Eyri tók henni ósköp vel og gaf henni að borða. Bóndinn var að koma af sjónum og hann gaF henni tvo væna steinbíta, sem hún lagði á bakið og gekk af stað út í dalinn. Hún hlakkaði til að koma með matinn til barnanna sinna og var hress i huga. En þegar kom út á fjör- úrnar fór hún að þreytast, og Jiað jia11í svo ömurlega í fjallinú og luin var hrædd. Þegar hún loksins var komin út á Valla- nesið, varð hún að setjast nið- ur undir stóran stein til Jress að hvíla sig. Hún var svo örmagna. En um leið og hún settist niður, leit hún upp í fjallið, sem var svo ógnþrungið í rökkurskím- unni, og þarna uppi var stór hengja og Jrá hugsaði ekkjan. Ef hengjan hleypur, þá tekur hún mig með sér, og hvað verður þá um blessuð börnin mín. En hún var svo Jrreytt, að hún gat ekki haldið lengra og allt í einu sá hún, að þarna var kominn gam- all maður, ógn lotinn og aunr- ingjalegur, svo að henni rann til rifja, hve aumur hann var. Hann heilsaði upp á lrana og spurði, lrvort hún gæti ekki líkn að sér eitthvað, — lrann væri al- veg bjargarlaus. — (Ég liugsa nú, að henni hafi flogið í hug, að hún væri lítið betur stödd, en aðeins snöggvast.) „Jú, jú, sjáðu, hérna á ég tvo indæla, nýja steinbíta. Taktu annan. Þetta er svo blessaður matur.“ Og hún leysti með loppnum fingrum snærið, sem steinbítarnir voru bundnir sam- an með og rétti honurn annan. En þá bar við undur: Frarnmi fyrir lienni stóð ljómandi björt vera í stað gamla mannsins og veran sagði: Blessuð sé miskunn semi þín, vegna hennar skal aldrei þrjóta björg í búi þínu né steinbít á miðum fjarðarins og vegna hennar mun aldrei verða slys á þessari ömurlegu leið. Sjáðu, og um leið benti veran upp í fjallið. Og hengjan vár að springa og féll niður og ekkja heyrði þytinn af skrið- unni, og snjóflygsur þeyttust framan í hana og um hana, en liana sakaði ekkert. Uppi yfir var himininn heiður og Jrar kviknuðu stjörnurnar ein af annarri. Ekkjan sat ein undir stóra steininu. Hana hafði ekk- ert sakað. Og hún stóð upp og tók byrði sína og hélt áfram örugg og vonglöð heim til barn- anna sinna. Ekkjusteinn stendur enn og allt hefur þetta rætzt, sem veran sagði. Meðan á sögunni stóð, hafði mamma komið inn í eldhúsið og farið að láta mat á borð og nú tóku börnin eftir því, að hún var komin í ferðaföt, buxur og reiðjakka. „Ætlar þú að fara með pabba? Hver gefur okkur þá?“ spurðu þau öll í einu. „Já, ég ætla að fara með pabba, það er skemmtilegra. Lóa .gefur ykkur matinn og þið megið öll vaka þangað til við komum heim og þá drekkum við súkkulaði og allt verður svo skennntilegt, {Degar við erum komi naftur“. Nú kom prestur- inn og tók sér bita og svo vildu allir sjálpa til við brottförina, ná í vettlinga, luifu og trefil, stóri bróðir kom með broddstaf- inn hans pabba og stafprik handa mömmu. Og svo héldu hjónin af stað. Fjögur barns- andlit störðu áhyggjusamlega á eftir þeim úr dyrunum. Veðrir er þungbúið, lítils- háttar snjókonra en liægviðri. Ferðin gekk vel niður móana. Snjórinn var laus og aðeins í miðjan legg. Brimhljóðið vísaði leiðina nið- ur a ðsjónum. Það þrumaði sinn eilífa söng við klappir og grjót. Þegar niður í fjöruna kom, sótt ist leiðin seinna. Gatan sem lá fast upp við klettana var hulin, ýmist af svelli eða snjó, svo að hjónin gengu í grjótinu fyrir neðan, en þar var óslétt og hált. En þau fóru gætilega og ekki var hægt að villast, því að sjór- inn var á aðra hönd, en fjallið á hina. „Við erum líklega held- ur seint á ferðinni, það er orðið svo mikið fallið að,“ sagði hann, þegar hann fékk sjó- skvettu framan í sig. „En við höfum J^að auðvitað", bætti hann við. Bæði hugsuðu um, hve hátt sjórinn gekk við Brim- nesið. Áfram héldu þau, inn Vallanesið og yfir Lönguvíkina, og nú var Brimnesið framund- an, Jjar var hár skafl í götunni, upp í miðja kletta og sjórinn skall alveg upp í skaflinn. „Við verðum að klöngrast uppi á skaflinum", sagði hann og rétti. konunni hönd sína til þess að sjálpa henni upp. Skaflinn var það gljúpur, að þau sukku upp fyrir kné í hvérjú sþöri. Hann Framhald á 5. síðu. Séra Halldór og frú Lóra Kolbeins.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.