Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Page 14
14
FkamsóKNARBLAÐIÐ
Ferðasögubrot.
Framhald aí síðu 10.
sonar“. Af því að ég get ekki
komið fyrir mig, enda þótt ég
sé innfæddur Vestmannaeying-
ur, hvaða Gunnar Ólafsson geti
itér verið um að ræða, sem byrj-
að hafi stórfellda starfsemi á
þessum tíma, eða eins og tekið
við eða haldið áfram starfsemi
Gísla Stefánssonar langar mig
til þess að leita fræðslu hjá yður
um þetta atriði. Ef hér skyldi
átt við Gunnar Ólafsson & Co.,
er hér um misskilning að ræða
eða beina óvandvirkni, því að
það fyrirtæki hóf ekki starfsemi
sína fyrr en eftir árið 1910.
Annars býst ég við, ef rit yðar
á að skoðast sem traust heimild-
arrit, að mörgum finnist kafl-
inn: „urn helzta útgerðarstað-
inn frd Vik til Reykjaness, Vcst-
mannaeyjar, eins og- þér kallið
það, býsna magur.
Það er lítt hugsanlegt, að
höf. hafi ekki liaft haldbetri
gögn um þessi mál, en þá vakn-
ar sú spurning. Hverjar orsakir
liggja til þvílíkrar óvandvirkni?
Eru það málefnin eða mennirn
ir, sem ekki mega koma rétti-
lega í dagsbirtuna? Álíka skil
eru Akranesi gerð í þessum efn-
um. Þó hefði höf. sem er Reyk-
víkingur, átt að vera þar sæmi-
lega kunnugur..........
Hvert tímabil í sögu lands-
ins hafa átt sína Ara Guðmunds
syni, sbr. bls. 316, og hafa ekki
ætíð verið nein lömb að leika
sér við. Sá, sem þessar línur rit-
ar, þekkir vel slíka „herra“ enn
í dag. En sem betur fer hefur Is
land einnig á hverri tíð átt
marga Jóna Eiríkssyni, og á þá
enn í dag.
Þá segir Krabbe heldur ekk-
ert um Vestmannaeyjasímann,
og var það þó töluvert átak 1911
er Eyjamenn réðust í þá fram-
kvæmd.
Án þess að ég vilji gera grein-
arkorn þetta of langt, langar
mig til að birta hér einnig smá-
grein, þó hún hafi áður birtst í
Morgunblaðinu. Þessi grein fjall
ar um frystithús, og nokkuð
sagt frá forustu jteina fram-
kvæmda af hálfu Eyjamanna.
Greinin er svohljóðandi:
Þeir gerast nú fleiri og fleiri,
sem telja sér bera heiðurinn af
Jjví að hafa verið frumkvöðlar
um byggingu hraðfrystihúsa. En
nú heita öll frystihús á rnáli
flestra slíkra manna hraðfrysti-
hús. Það þarf engan að furða,
þó ntargir vilji nú eiga heiður-
inn, svo mikil lyftistöng hafa
frystihúsin verið í atvinnulíf-
inu.
Sú var þó tíðin að minnsta
kosti var það svo hjá „nýliðun"
um“ í atvinnulífi Vestmanna-
eyja nokkru eftir aldamótin, að
Jieir áttii ekki upp á háborðið,
senr gerðust svo djarfir í hug-
sjón og bjartsýnir að byggja vél-
frystihús. Þeir létu sér það í
léttu rúmi liggja og hugsuðu
náumast svo langt, hvernig
tryggja ætti hinum nýskapaða
fagra vélbátaflota næga síld til
beitu. En án öruggs frystihúss
var slíkt ómögulegt. Og oft
mátti um þessar mundir lesa í
fiskifréttum úr öðrum byggðar-
lögum: Nógur afli, ef beita væri
til. Slíkt var óþekkt atriði í Vest
mannaeyjum.
Það lá við, að þeir hlytu nafn
ið landráðamenn, og ekki hafði
fyrr verið vegið svo hatramlega
að fjárhags nokkurs byggðar-
lags, eins og að ginna menn út
í slíka fjárglæfra, eins og að
steypa heilu byggðarlagi út í
slíkan fjárhagsvoða eða fjár-
glópsku. Þannig sungu hinir
„vitrari“.
Það er réttmætt að rifja þetta
upp nú til þess að sýna, hversu
hugsunarháttur og tíðarandi
breytist ört, og dómgreind al-
mennings þroskast, enda er Jrað
ekki lengur talið til þjóðaró-
gæfu eða mennirnir „útataðir“
með verstu orðum tungunnar,
sem gerast forystumenn um nýj-
ungar í atvinnuháttum, en svo
var einatt, Jró ekki sé farið
nema svo sem 3—4 áratugi aftur
í tírnann.
í blaðinu Fylki, sem gefið er
út í Vestmannaeyjum, 33. tölu-
blaði 20. sept. þ. á. er því t. d.
slegið fram, að það sé Einar
Sigurðsson eigandi Hraðfrysti-
stöðvar Eyjanna, sem hafi byggt
fyrsta hraðfrystihúsið1 á land-
inu. Ég held, að þarna sé full-
djúpt tekið í árina, því að ekki
mun Einar hafa hafist handa
um frystihúsabyggingar fyrr en
kringum 1930.
Hinsvegar vita allir eldri
Vestmannaeyingar að minnsta
kosti, og sagan geymir Jrað, að
fyrsta vélfrystiliúsið, sem byggt
var hér á landi, var byggt í Vest
mannaeyjum á árinu 1908 und-
ir forustu þess, er þessar línur
rita. Þetta frystihús var tvímæla-
laust svo vandað, sem þeirra
tíma tækni gat sagt fyrir um og
krafðist, og í því var frystiklefi
svo öflugur og hraðvirkur, að
liann gefur á engan hátt eftir því
bezta nútímans. Enda fullnægði
þetta hús, eins og vitað er, þörf-
uin Eyjanna bæði hvað beitu og
matvælageymslu snertir til
skamms tíma. Og veit ég ekki
betur en mikið af vélunum sé
enn í notkun, svo vel hafa þær
reynst.
Þetta hús var svo vel búið að
vélakosti, að það hafði tvö „sett“
aflvéla, og hið sama var að
segja um frystivélarnar en. allt
var þetta gert með öryggi báta-
útvegsins í huga, enda er það al
kunna, hversu atvinnulíf Vest-
mannaeyja stóð þá á traustum
fótum, og blómgaðist ört.
Þá er Jrað og kunnugt, að út-
flutningur á frosinni lúðu hófst
með byggingu frystihússins eða
um 1909 og hélst látlaust Jrar til
heimsstyrjöldin fyrri hindraði
útflutning, eða sökum Jress að
enginn var skipakostur.
Þá segir Vilhjálmur Þór í
ræðu þeirri, er hann hélt á af-
mælisfundi S. I. S. 4. júlt Jr. á.
og birt er í 151. tölublaði Tím-
ans 9. júlí, að Sambandið hafi
haft forystu um byggingu frysti-
húss.
Hvernig að slíkri niðurstöðu
er komist, er mér ekki vel ljóst,
enda skýtur hér allskökku við.
Fyrsta frystihús — vélfrystihús
—, sem S. I. S. kemur sér upp,
er á Hvammstanga 1924, og er
vélunum fyrirkomið í gömlu
vörugeymsluhúsi. En undanfari
þessarar framkvæmdar var, að
Gísli J. Johnsen, Jrá kaupmað-
ur í Vestmannaeyjum, útveg-
aði Alþingi til skrafs og ráða-
'gerða og leiðbeiningá í frysti-
málum, erlendan verkfræðing
að nafni Holton, og upp úr öllu
þessu varð svo vélfrystihúsið á
Hvammstanga til, sem um leið
var útbúið lítilli rafstöð til þess
að skapa betri vinnuskilyrði í
og við frystihúsið. Það má gjarn-
an konta hér fram nú, svo langt
og umliðið er, síðan Jtetta skeði,
að ég sat heilan dag á ráðstefnu
með forstjóra Sabroe í Aarhus
urn fyrirkomtdag þessa fyrsta
vélfrystihúss, sem kaupfélögin
byggðu, en meðan Jtessu fór
fram, beið Oddur Rafnar, sem
kom til Aarhus útaf Jressu máli
frá skrifstofu S. í. S- 1 Kaup-
mannahöfn, og næsta dag kom
hann svo til móts við forstjóra
Sabroe’s og samþykkti allan
vélakost og fyrirkomulag, eins
og við höfðum gengið frá Jtessu.
ur allur hafi reynst hið bezta.
Líka má geta þess í þessu
santbandi, að Jtessar ráðslaganir
á Alþingi urðu einnig undan-
fari Jtess, að íslendingar eign-
uðust sitt eigið frystiskip, en
það var með byggingu „Brúar-
foss“, en ríkissjóður lagði ca.
300 Jtúsund króna styrk til þeirr
ar framkvæmdar. En svo að ég
víki aftur að hugsunarhættin-
um, er um nýungar að ræða,
má geta Jress, að forstjóri Eint-
skipafélagsins, sem um málio
fjölluðu lögðu í upphafi
á móti byggingu frystiskips.
Svona breytist hugsunarháttur-
inn.
En svo að ég snúi mér aftur
að írystihúsakosti S. í. S., með
tilvísun til ræðu herra Þórs, þá
mun það rétt vera, að næsta
vélfrystihús félagsins eignast K.
E. A. á Akureyri 13. 12. 1926,
er það kaupir frystihús, er hin-
ar sameinuðu íslenzku verzlanir
höfðu látið byggja á Oddeyri
við Akureyri. Ég get ímyndað-
mér, enda þótt góður aldarfjórð
ungur sé nú liðinn síðan hið
framanskráða gerðist, að hr. Þór
gæti rifjað ujjjd fyrir sér, hvað
okkur fór á milli unt aukningu
Oddeyrarhússins og viðbótar
starfsemi þess, sent sé frystingu
beitusíldar. En eflaust er það
nú flestum úr minni liðið, er
ég útvegaði á leigu gufuskijrið
Rickard Kaarböl, sem flutti á
erlendan markað fyrsta farm
okkar ljúffenga frysta dilka-
kjöts, en það mun hafa verið ár-
ið 1924/1925.
Þetta er nú orðið nokkuð
lengra en ætlað var, en margt
fleira mætti rifja upp og minna
á í sambandi við þróunarsögu
tækniframkvæmda vor íslend-
inga, sem lúta að betri nýtingu,
ekki hvað síst sjávarafurða. Á
ég hér sérstaklega við hinar stór
virku og velvirku hausingar og
flatningsvélar, er ég notaði við
fiskiðjuver mitt í Vestmanna-
eyjum fyrir 25 árurn síðan —
er öllum var kastað ,,út á haug“
af nýjum ,,umráðamönnum“
1930.
Á sama tíma og síðar voru
eyðilögð ný saltfisk þurrkunar-
hús, enda töldu hinir nýju „um
bótamenn" aldrei til þess koma
1 framar, að framleiða saltfisk á
íslandi til útflutnings, svo mikil
væg voru frystihúsin orðin í
augum þeirra.
Nú er stritast við að afla aftur
til landsins slíkra véla, enda
þótt fyrir fimmtánfalt verð sé,
svo mikilsverðar Jiykja þær nú,
og byggð eru fiskþurrkunarhús
með opinberum styrkjum og
ærnum tilkostnaði. Svo þýðing-
armiklar þykja slíkar fram-
kvæmdir, að sendimenn er-
lendra þjóða og annað stór-
menni er kallað á vettvang til
að dást að „nýjungunum".
Svona ört breytast viðhorfin. .
Mér hefur þótt .vlð eiga —
j vegna síðari tínta — að koma
með þessa litlu athugasemd eða
leiðréttingu.
Og þá er nú bezt að segja
ofurltið riánar frá ferðalaginu
með „Tosca“. Eftir að slepjrur
af Azoreyjum, er um enga land-
sýn að ræða, fyrr en Ji. 13. fe-
brúar eða r.éttri viku eftir að
farið var fram hjá Azoreyjum,
en Jiá fórum við fram hjá eyju
er nefnist Puerto Rico, og er
Framhald á bls. 16.