Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Síða 27
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
27
Ópið á heiðixmi
Ég greiddi »fargjaldið, kvaddi-
-sámferðamennina og steig út úr
bílnum. I'aö var snjókoma og |
dálítil gola og tekið að rökkva
Farkostur minn hvarf mér þvi
fljótlega sjónum.
Þá var ég kominn Iieim í sveit
ina mína í jólaleyfi skóla míns.
Ég segi „sveitina mína“. enda
þótt ég sé kaupstaðarbarn. í
faðmi þessarar drottningar ís-
lenzkra sveita, var ég svo lánsam
ur að fá að dvelja í mörg sum-
ur hjá frændfólki mínu.
Ég hafði hugsað mér að koma
við hjá vinafólki mínu, sem ný-
lega var flutt í sveitina, en
ganga síðan stytztu leið heirn
til frændfólks míns.
Ég axlaði nú farangur minn,
sem var bakpoki með viðspennt-
um svefnpoka, og þrammaði í
áttina að Laufskógum, bæ fyrr-
nefndra vina rninna. Eygði ég
fljótlega ljósin frá bænum, enda
var nú hríðarmugga.n að ganga
hjá.
Mér var tekið tveim höndum
af þessum vinum mínum. Hitti
ég þó þannig á, að margt gesta
var á bænum og því mikil önn
á heimilinu, bæði vegna jóla-
undirbúnings og gesr.anna.
Dvaldi ég langt fram eftir
kvöldi í góðu yfirlæti að Lauf-
skógum.
Er ég hugði til ferðarinnar
hei nrað Rauðuhömrum, bæjar
frændfólks míns, bað fólki'ð mig
lengstra orða að vera um kyrrt
yfir nóttina, þó að ég yrði að
gera mér að góðu þrengslin á
heimilinu. Ég hefði þegið það,
ef Veðurstofan hefði spáð betur
fyrir næsta degi. Þorði ég ekki
að tefja lengur, enda var nú
veður orðið hið bezta.
Ég hafði einsett mér að fara
yfir heiði eða fjallháls, sem
iiggur milli þessara bæja. Bæði
var það, að ég liaf'ði aldrei áður
farið þessa leið, var hún mér því
framandi í þessari sveit, þar
sem ég þó þekkti hvern stein
að heita mátti. Svo og hitt, að
leiðin styttist til muna. Þar sem
þjóðvegurinn liggur í stórum
boga fram fyrir fjallið.
Á leiðinni eru tvær ár, sitt
hvoru megin fjallsins. Þær gat
ég auðvitað geiigið þurrum fót-
um, ef ég færi eftir veginum,
því báðar eru þær brúaðar. En
ég losnaði einnig við að vaða
ána hjá Laufskógum, þó ég færi
heiðina, því að ekki alllangt
upp í heiðinni, fyrir ofan bæ-
inn er bjarg yfir árfarveginn,
sem komast má yfir án þessað
blotna. Og setti ég þá ekki fyrir
mig, þó áð ég þyrfti að vaða yf-
ir ána heima hjá Rauðuhömr-
um, enda þekkti ég hana.pú svo
vel frá fyrri árum, þegar maður
óð og svamlaði hana sér til
skemmtunar.
Ég fór vel kvaddur af öllum
vinuin mínum frá Laufskóg-
um. Fylgdi eldri sonur Hilmis
bónda mér upp að „stein-
brúnni“ á Fossá, því ég var
henni ókunnur, sem fyrr er
sagt. Við kvöddumst á gljúfur-
barminum, en hann dokaði við
meðan ég kom mér yfir um og
veifaði til mín, þegar ég var
kominn upp á gljúfurbrúnina
hinu megin árinnar. Síðan sneri
hann heim á leið.
Nú gaf ég mér tíma til að lit-
ast um. Glaða tungsljós var og
svo að segja bjart, sem á degi.
Töluverður snjór var á jörðu,
þó ekki svo að það spillti gang-
færi til muna.
Ég reiknaði rúeð, áð ég yrði
fljótari, ef ég færi innar á heið-
ina og ekki yrði eins erfið gang
an, því þar virtist heiðin mikl-
um mun sléttari.
Hóf ég nú gönguna og fór
eins hratt og mér var unnt. Ég
var glaður í huga yfir því, hvað
þetta allt ætlaði að ganga vel.
Ekki var löng leið eftir að
háheiðinni, þegar ég allt í einu
varð var við einhvern dökkan
díl, sem færðist nær mér með
miklurn hraða norðan af heið-
inni. Ég stanzaði og góndi á
þessi undur. Það var engum
blöðum um það að fletta, að
þarna var skíðamaður á ferð.
Hann hvarf nokkrum sinnum
bak við hæðir, en hélt alltaf
sömu stefnunni í áttina til mín.
Þetta bar svo brátt að, að ég
hafði lítinn tíma til Iiugleið-
inga. Samt þótti mér þetta í
alla máta undarlegt. Hvaða
máður gat það verið, er iðkaði
skíðaíþrótt hér uppi á há heið-
um svo seint dags?
Skíðamaðurinn kom nú á
mikilli t'erð eftir kambinurti,
senr ég stóð utan í. Ég sá liann
allgreinilega. Hann var nijög
mikið klæddur svo að varla sást
nokkur mannsskapnaður á hon-
um. Allt í einu beygði hann
snöggt í brekkunni, svo snjór-
inn þyrláðist upp undan skíð-
unum. Þá sá ég, að liann bar
mikinn ferðaútbúnað á baTs,inu.
Hann bvarf mér sjónum leift-
ur snöggt bak við hæðina. Og
þá skeði það, sem er uppistaðan
í þessari sögu, Ég heyrði eða
hélt mig heyra óp.
Ég tók á rás, áð þeim stað,
sem maðurinn hafði horfið mér
sjónum. Eftir augnablik var ég
kominn upp á. hæðina. Ég snar-
stanzaði. Fyrir fótum mér var
djúpt og hrikalegt gil, sem skar
þarna sundur kambinn og end-
aði, tvö til þrjú hundruð metr-
um neðar í litlum og sakleysis-
legum lækjarfarvegi.
Mér sortnáði fyrir augum af
skelfingu. Maðurinn hafði auð-
vitað ekki áttað sig á þessari
hættu og henzt ofan í gilið.
Ég áttaði mig þó fljótt. Henti
af mér bakbyrði minni og sent-
ist í löngum stökkum niður
brekkuna meðfram gilinu. Eft-
ir skamnra stund var ég kominn
niður fyrir og tekinn að klöngr-
ats upp eftir gilbotninum.
Nú var ekki lengur eins bjart
og áður. É1 var nú í þann veg-
inn að ganga yfir.
Ég flýtti ferð minni það mest
ég mátti og loks var ég kominn
á þann stað í gilinu, sem ég
hugði manninn vera. En enginn
var þar sjáanlegur. Ég stanzaði
og hélt niðri í mér andanum.
Ekkert hljóð. Einhver óljós geig
ur greip mig allt í einu. Ég
reikaði nokkrum skrefum lengra
, varð fótaskortur og féll við.
Mér fannst allt fara á hreyfingu
kringum mig. Ég held ég hafi
hljóðað af skelfingu. Þá áttaði
ég mig. Ég hafði fælt rjúpu hóp
til flugs.
Ég var að staulast á fætur,
þegar síðasta atriði þessa und-
urs reið yfir. Eitthvað ferlíki
kom veltandi niður í gilið yfir
mig. Ég stóð eins og negldur við
jörðina, og hafði ekki einu
sinni rænu á að forða mér. Það
féll með dynk að fótum mínum.
Hér var þá ekkert áð óttast.
Ég hafði sett bakpokann minn
það nálægt gilbrúninni, að hanrt
vah niður.
Hver ósköpin voru þetta? Ég
hafði séð skíðamann hverfa við
gilbrúnina. Ég hafði heyrt óp.
Nú gat ég ekkert fundið, sem
bent gæti til þess, áð mennskur
maður hefið verið þarna á ferð.
Mig rámaði nú í það, að ég
hefði engin skíðaför séð áð gil-
inu, og maðurinn var ósjáanleg-
ur.
Ég skalf á beinunum af
hræðslu. Rjúpurnar og bakpok-
inn höfðu gert sitt til að espa
spenntar taugar mínar.
Allt í einu heyrði ég sjálf-
an mig biðja til guðs hárri titr-
andi röddu. Ég bað hann
vermda mig og vera með mér.
Ég báð hann að halda verum
annarra heima utan míns sjón-
arhrings.
Bænin hafði undraverð áhrif
á mig. Óttinn hvarf eins og
dögg fyrir sólu. Ég tók bakpok-
ann minn rólegum tökum, festi
I hann á herðar mér og gekk var-
lega niður eftir gilinu. Þegar
því sleppti, tók ég beina stefnu
yfir ásinn. Var ég nú kominn
íangt af þeirri leið, sem ég
upphaflega ætlaði að fara.
Nú varð töluverð snjókoma.
Ferðin gekk mér þó að öllu
leyti vel. Ég komst hindrunar-
laust niður af heiðinni, en
jieim megin er heiðin öll sund-
urskorin af giljum og skorning-
um. Óð ég Kaldá, sem ekkert
væri, þó hún beljaði straum-
hörð milli skara og íshröngl
fleytti kerlingar í strengnum.
Að Rauðuhömrum kom ég
laust fyrir miðnætti. Kvenfólkið
var enn að störfum við jólaund-
irbúning. Freyr bóndi, frændi
minn, klæddi sig aftur, þegar
hann heyrði um komu mína. Er
Framhald ó 29. síðu.
Fró Stoðvörfirði.
Smásaga eftir Trausta