Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 2

Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. www.noatun.is MÁNUDAGS TILBOÐ Hafðu það gott með Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI UNGNAUTAHAKK KR./KG 998 1398 Grímseyingar héldu sína sumarsólstöðuhátíð nú um helgina. Ragnhildur Hjaltadóttir sem rekur gistiheimilið Bása og afgreiðir flugfarþega á nyrsta flugvelli landsins sagði hátíðina hafa verið fjölsótta og skemmtilega. „Heimamenn slökuðu á og létu gesti ofan af landi skemmta sér. Álfta- gerðisbræður sungu snilldarvel fyrir okkur og hagyrðingar frá Akureyri kættu okkur með vel ortum kveðskap.“ Matur úr matarkistu Gríms- eyinga, sem samanstóð af fjölbreyttu fiskmeti og svartfugli, var á borð borinn. Óvenjufáir útlendir ferðamenn voru á hátíðinni því þar var fjölmennt ættarmót og gisting löngu fullbókuð. „Það voru þó tveir Svisslendingar á hátíðinni og voru hrifnir af matnum en skildu minna í beittum kveðskap Akureyringanna.“ Ragnhildur segir Grímseyinga lítið þurfa að sofa þessa dagana. „Mér duga alla- vega vel þrír til fjórir tímar á þessum árstíma til að halda dampi. Ég jafna þetta út með vetrar- svefninum en þá get ég vel sofið í um 20 klukku- tíma!“ svanbjorg@mbl.is Sólin sest ekki nyrðra  Grímseyingar fögnuðu sumarsólstöðum um helgina Mikill fjöldi bíla streymdi frá Akur- eyri í gær en þá lauk árlegum Bíla- dögum. Aðfaranótt laugardags var mikill erill hjá lögreglunni á Ak- ureyri en í gær var allt með ró og spekt. Lögreglan var við hraða- mælingar við vegi út úr Akureyri. Að sögn lögreglunnar var umferðin þétt en róleg og ekki ástæða til að grípa inn í. Þrjú mótorhjól mældust þó á mjög miklum hraða í Öxnadal upp úr hádegi. Ekki tókst að stöðva för ökuníðinganna sem voru á um 200 km hraða. Mikil umferð frá Akureyri „Við erum auðvitað í skýjunum yfir þessu,“ segir Ingibjörn Öxndal Reyn- isson, bóndi í Auðsholti á Flúðum, um kartöfluuppskeru sem er óvenju- snemma á ferð í ár. Umhyggja og gott tíðarfar skýri þennan árangur. Aðspurður hversu óvenjulegt það sé að taka upp jarðeplin í kringum 20. júní segir Ingibjörn uppskeruna viku á undan áætlun í góðu ári. Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, umsjónarmaður markaðarins Kærleiks- krásir og kruðerí, er alsæl með uppskeruna á myndinni en hún kveðst ekki hafa heyrt nein fordæmi þess að uppskera sé svo snemma á ferð. Í skýjunum yfir snemmvöxnum jarðeplum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sumarsólstöður eru þegar sól er hæst á lofti á norður- hveli jarðar. Á sólstöðum stefnir ofanvarp snúnings- áss jarðar á braut jarðar beint á miðju sólar. Þessi at- burður er því á tilteknu augnabliki dagsins. Sumar- sólstöður í ár eru í dag klukkan 11:28. Í Reykjavík sest sólin kl. fimm mínútur yfir miðnætti og rís aftur þegar klukkuna vantar sex mínútur í fjögur. Við norður- heimskautsbaug sest sólin ekki þessa dagana. Eini stað- ur landsins sem nær því að liggja á norðurheimskauts- baugi er Grímsey en baugurinn sker norðanverða eyjuna. Þegar tekið er tillit til ljósbrots og þess að sólarupprás og sólarlag eru miðuð við síðustu geisla sólar, þá sest sólin ekki um sumarsólstöður við nær alla norðurströnd Íslands, eða á stöðum norðan við 65°50’N. Hæst á lofti kl. 11.28 SUMARSÓLSTÖÐUR Í DAG Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skotveiðimenn eru afar ósáttir við tillögur að stjórn- unar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en þær gera ráð fyrir banni við veiðum á gæs, rjúpu og hreindýrum í hluta þjóðgarðsins. Skotreyn, höf- uðborgardeild Skotveiðifélags Íslands, sendi fyrir helgi frá sér ályktun þar sem þess er krafist að ekki verði hróflað við hefðbundnum skotveiðum innan þjóðgarðsins. Þá hefur félagið boðað til félagsfundar á þriðjudagskvöld vegna málsins. Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður Skotreynar, segir að með tillögunum sé verið að ganga á hefð- arrétt veiðimanna. „Áður en aðgengi að svæðinu var Friðrik segir að röksemdirnar fyrir banninu eigi oft ekki við og ekki örli á skilningi á því hvernig og hvenær veiðarnar séu stundaðar. „Það er talað um að vernda þurfi varp fuglanna en veiðin fer aldrei fram á varptíma.“ Að mati Friðriks er óþarfi að skerða at- hafnarétt veiðimanna þó að aðrir útivistarmenn vilji nýta sér bætt aðgengi að svæðinu. „Þetta er stórt svæði og þar að auki skarast aðsóknarmestu útivist- artímarnir ekki. Þegar menn eru á veiðum á haustin þá eru ekki endilega bestu aðstæður fyrir aðra úti- vist,“ segir Friðrik. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajök- ulsþjóðgarðs, segir að athugasemdafrestur vegna áætlunarinnar sé til 24. júní og allar umkvartanir sem berist fái efnislega umfjöllun. Veiðimenn ósáttir við bann  Mótmæla tillögum um veiðibann í austurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs  Segja röksemdir gegn skotveiðum ekki eiga við  Hefðarréttur fyrir veiðum bætt var eina útivistin sem stunduð var á þessum svæðum smalamennska og veiði. Þetta eru ekki nokkrir áratugir sem við erum að tala um heldur er þetta aldargömul hefð,“ segir Friðrik. Dæmi um tillögur að takmörkunum » Takmarkanirnar á skotveiðum verða á Eyjabökkum og í grennd við Snæfell. » Hreindýraveiðar verða bannaðar með öllu á Snæfellsöræfum, milli Hálslóns og Jökuls- ár í Fjótsdal, fyrir 15. ágúst. Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað það sem af er þessu ári og er fjöldi tilkynntra innbrota svipaður og árið 2007. Innbrotum fjölgaði verulega árið 2009 en þá var tilkynnt 1421 inn- brot til lögreglu fram til 17. júní. Í ár hefur tilkynntum innbrotum fækkað umtalsvert eða niður í 974, miðað við sama tíma. Þjófnuðum öðrum en innbrotum hefur einnig fækkað frá síðasta ári, en eru tals- vert fleiri en árið 2007. Fram til 17. júní 2010 hafa 1672 þjófnaðir verið tilkynntir til lögreglu en á sama tíma í fyrra höfðu verið tilkynntir 2039 þjófnaðir. Árið 2007 voru til- kynntir þjófnaðir 1081. Þar sem erfitt er að meta tíðni þjófnaða og annarra brota ein- göngu út frá tilkynntum brotum er framkvæmd símakönnun með til- viljanaúrtaki á höfuðborgarsvæð- inu. Í könnun sem gerð var í maí kemur fram að um 70% sem urðu fyrir afbrotum árið 2009 tilkynntu það til lögreglu. Hlutfallið var svip- að árið 2008 en var tæplega 59% ár- ið 2007. svanbjorg@mbl.is Innbrotum fækkar á nýjan leik Morgunblaðið/Eggert Líklegra að fólk tilkynni innbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.