Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is tekur í sama streng og segir marga viðskiptavini hafa hringt á föstudag til að kanna stöðu sína en langflestir sýnt kurteisi og skilning á því að tíma taki að vinna úr málunum. Starfsmenn efnahags- og við- skiptaráðuneytisins hafa ennig unnið sleitulaust að því að greina líkleg áhrif dóms Hæstaréttar og skoða möguleg viðbrögð við honum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, segir þó ótímabært að gefa upp hvað hafi komið út úr þeirri vinnu. Arion banki, Spron og Frálsi fjár- festingarbankinn sögðu á föstudag að dómurinn hefði ekki fordæmisgildi fyrir lánasamninga þeirra. Úr því fæst væntanlega fljótlega skorið, enda segist Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarformaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, vita til þess að mál vegna gengistryggðra húsnæð- islána frá áðurnefndum bönkum bíði þess að verða tekin fyrir. Hann segir það alveg skýrt að dómar Hæstaréttar taki til allra gengistryggðra lána. „Öll gengis- trygging er óheimil samkvæmt þeim. Því er rangt hjá fjármálaráðherra að óvíst sé hvort þeir hafi fordæmisgildi fyrir húsnæðislán.“ Óvissa um rekstrarleigusamninga Morgunblaðið/Ómar Enn óleyst Óljóst er hvernig unnið verður úr gengistryggðum bílalánum.  Dómurinn vekur upp fleiri spurningar en hann svarar, segir framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar  Búa til svefnpláss á annarri hverri skrifstofu  Mörg mál er varða gengistryggð lán bíða fyrirtöku FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Þótt unnið hafi verið myrkranna á milli í eignaleigufyrirtækjunum frá því Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt, er mörgum spurningum enn ósvarað. „Dómurinn vekur miklu fleiri spurningar en hann svarar,“ segir Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögn- unar. „Við höfum búið til svefnpláss í annarri hverri skrifstofu.“ Halldór Jörgensen, forstjóri Lýs- ingar, hefur svipaða sögu að segja. Hvorugur þeirra hefur þó svör við því hvað muni gerast í framhaldinu né hvernig unnið verði úr málum þeirra sem tóku gengistryggð lán. Lögfræðingur sem Morgunblaðið ræddi við segir óljóst hvað dómur Hæstaréttar þýði fyrir þá sem eru með rekstrarleigusamninga, en í dóminum er meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að kaupleigusamn- ingarnir svokölluðu séu í raun lána- samningar en ekki leigusamningar. Kjartan og Halldór taka undir að óvissa sé um rekstrarleigusamninga. Þeir segja að það sé eitt af þeim mál- um sem verði skoðuð áfram. „Meginþorri fólks er bara mjög ró- legur yfir þessu,“ segir Halldór spurður um viðbrögð viðskiptavina fyrirtækisins við dóminum. Kjartan „Mér finnst líklegast að niðurstaðan verði að vextir sem Seðlabankinn ákveður verði látnir gilda,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra. Ólafur Rúnar Ólafsson, sem flutti annað málanna þar sem Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt, sagði í hádegis- fréttum RÚV í gær að þar sem dómurinn kveði aðeins á um að geng- istryggingin í viðkomandi lánasamningum sé ólögmæt, en ekki annað í þeim, eigi þeir vextir sem upphaflega var samið um að gilda. Gylfi er ósammála þeirri túlkun og vísar til laga um vexti og verðtrygg- ingu. „Það stendur í lögunum hvernig eigi að fara með samninga ef sá þáttur sem snýr að vöxtum eða öðru endurgjaldi af láni dæmist ólögmæt- ur, og það er auðvitað það sem gerðist.“ Á endanum verði það hins vegar væntanlega Hæstaréttar að skera úr um vextina. Eiga umsamdir vextir að gilda? ENN TEKIST Á UM VEXTI GENGISTRYGGÐU LÁNANNA „Það er algjörlega ólíðandi að stjórnvöld taki ekki af skarið og leysi þann ágreining sem er um þessi mál,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnar- formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, um þá óvissu sem hefur skap- ast í kjölfar dóms Hæstaréttar. Friðrik segir þessa óvissu að miklu leyti lama hagkerfið. Þá sé spurning hvort stjórnvöld og eftirlitsaðilar séu skaðabótaskyld fyrir að hafa ekki gripið inn í áður en ólögleg myntkörfu- lán keyrðu fjölskyldur í þrot. Stjórnvöld sögðu fyrir helgi að fjármálafyrirtækin ættu næsta leik og að þau myndu bíða átekta. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, útilokar þó ekki að stjórnvöld taki af skarið til að skýra þá þætti sem óvissa er um. „Við erum bara að skoða næstu skref,“ segir hann. Vill að stjórnvöld taki af skarið SEGIR ÓVISSUNA LAMANDI FYRIR HAGKERFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.