Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010                 Fyrir bústaðinn og heimilið NÝJAR VÖRUR Spennandi olíur og krydd með grillmatnum. Ávaxtaskálarnar komnar Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Með hlýnandi veðri verður útigangs- fólk meira áberandi í mannlífi Reykjavíkurborgar. Hins vegar er ekki svo að þeim sem ekki eiga sér víst athvarf fjölgi á sumrin. Jónas H. Jónasson, sem sér um svokallað heimili fyrir heimilislausa við Njáls- götu, segir að útigangsmenn í borg- inni séu á milli fimmtíu og sextíu talsins og fjöldinn sveiflist lítið. „Þeir koma hins vegar meira úr felum þegar hlýnar. Margir þeirra búa í yfirgefnum húsum, en verða meira sjáanlegir, t.d. á Austurvelli á sumrin,“ segir Jónas og bætir því við að götunnar menn, eins og hann kallar þá, séu ánægðari með lífið og tilveruna á þessum árstíma. „Götunnar mönnum líður alltaf miklu betur á sumrin. Margir sem búa hér gleypa þá bara í sig morgun- matinn en eru svo farnir út, því það er svo gaman að vera á Austurvelli á þessum árstíma. Þá sofa þeir jafnvel bara undir einhverri hríslu, þótt þeir hafi hér húsaskjól.“ Flestir hafa næturstað Í heimilinu við Njálsgötu eru herbergi fyrir átta karlmenn sem eru í neyslu og eiga ekki í önnur hús að venda. Jónas segir að flestir þeir sem ekki eiga öruggt húsaskjól geti fengið þak yfir höfuðið ef þeir óska þess, t.d. í gistiskýlinu við Þingholts- stræti eða smáhúsunum á Granda. Þjónusta Reykjavíkurborgar við götunnar menn hafi því stóraukist á undanförnum árum. Mikill meirihluti útigangsfólks er karlar, segir Jónas, þótt vissulega séu einnig konur í þessum hópi. Hins vegar getur verið erfiðara að vera kona á götunni, enda sé það síður samfélagslega viðurkennt að konur geti orðið heimilislausar. Einnig sé líklegra að konurnar verði fyrir árásum enda geti þær síður varið sig. Kreppan ekki haft áhrif Hin margumrædda efnahags- kreppa hefur ekki haft áhrif á um- ræddan hóp, segir Jónas, enda er langt síðan flestir úr honum hafa verið með fasta vinnu. „Það verða ekki miklar sveiflur í þessu. Einn og einn fer í meðferð en fellur svo kannski aftur. Fjöldinn hefur því haldist nokkuð óbreyttur undanfar- inn áratug.“ Þá segir hann að þrengingar á Vogi hafi ekki mikil áhrif á hans menn, en eins og greint hefur verið frá getur sjúkrahúsið síður tekið við bráðatilfellum en áður þar sem fjár- framlög til SÁÁ hafa dregist saman. „Þetta eru menn sem hafa farið margoft í meðferð, en eru orðnir svo veikir í dag að þeir hafa fæstir leng- ur áhuga á að nýta sér þjónustuna á Vogi,“ segir Jónas. „Götunnar mönnum líður alltaf miklu betur á sumrin“  Fjöldi heimilislausra sveiflast lítið  Á milli 50 og 60 Reykvíkingar eru á götunni Morgunblaðið/Jakob Fannar Setið úti á Austurvelli Margir hafa notað hlýindin það sem af er sumri til að sitja úti á Austurvelli. Keníska bar- áttukonan Wilter Nyabate heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu í dag. Hefst fyrir- lesturinn kl. 17 og mun Nyabate fjalla um baráttu sína fyrir mannréttindum í Kíbera sem er stærsta fátækrahverfi höf- uðborgar Kenía, Naíróbí. Í tilkynningu kemur fram að Nya- bate sér ein fyrir tveimur börnum en hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir bættum kjörum íbúa hverfisins. Búa þeir í lélegu húsnæði með litlu aðgengi að hreinu vatni, skól- plögnum, heilsugæslu eða menntun. Vatnslagnir liggja í gegnum hverfið sem veita vatni í efnaðri hverfi í nág- reninu en íbúar Kíbera eiga þó ekki kost á að nýta sér þær. Þá eiga þeir á hættu að verða fluttir burt af heim- ilum sínum. Keníska ríkisstjórnin hóf átak fyrir tveimur árum sem miðar að bættum húsnæðismálum í hverfinu en íbúar þess eru illa upplýstir um það og ótt- ast að missa húsnæði sitt vegna um- bótanna. Heimsókn Nyabate til Íslands er liður í alþjóðlegri herferð Amnesty International sem tengir saman heimsmeistaramótið í Suður-Afríku og baráttuna fyrir mannréttindum. Berst fyrir fátæka í Kenía Wilter Nyabate Fyrirlestur í Nor- ræna húsinu í dag „Þetta mun ekki setja hreppinn á hausinn en einhverjir hundrað þús- und kallar fara í nýjar kosningar og þá hefði mátt nýta í margt gagn- legt,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson oddviti Reykhólahrepps. Á vef Reykhólahrepps var í gær birt bréf frá Guðjóni D. Gunnarssyni á Reykhólum þar sem hann hvetur til þess að fólkið sem hlaut kosningu til hreppsnefndar Reykhólahrepps í kosningunum sem nú hafa verið úr- skurðaðar ógildar leggi fram einn lista sem verði sjálfkjörinn. Gústaf segir að þó svo þetta verði gert þá þurfi samt sem áður að endurtaka kosninguna og því leysi þetta ekki málið. Hann segir það vissulega vera mistök að bréfið hafi ekki verið sent til Flateyjar en hins vegar hafi kjör- fundur ætíð verið haldinn í Bjarkar- lundi frá sameiningu sveitarfélaga. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær kosningarnar verða end- urteknar en sveitarstjórnin ákveður það næstu daga. svanbjorg@mbl.is Stungið upp á að leggja fram einn lista í Reykhólasveit Ný kosning gæti breytt skipan hreppsnefndar » Á kjörskrá voru 208 manns. » Atkvæði greiddu 129 eða 62%. » Kosningarnar eru persónu- kjör og nýjar kosningar geta breytt skipan hreppsnefndar. Það er náttúrukraftur í kvennahlaupum ekki síður en jökulhlaupum. Jökulhlaupin eru yfirleitt staðbundin en það eru kvennahlaupin ekki því hlaupið var á 94 stöð- um á landinu og að auki hlupu íslenskar konur í útlönd- um. Ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hlupu saman í þessu tuttugasta og fyrsta Kvennahlaupi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Um 15.500 konur tóku þátt í hlaupagleðinni og þar af hlupu um 460 þeirra í öðrum löndum. Það ríkti andi einingar og kátínu í hlaupinu og keppnisharka var víðs fjarri. Öllum konum er gert kleift að taka þátt í kvennahlaupinu, skiptir ekki máli hvort þær eru feitar eða mjóar, stórar eða smáar, hrað- skreiðar eða hægar, í hjólastól eða fráar. svanbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kraftmiklar kátar konur í kvennahlaupi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.