Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 16
16 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Nú hefur stjórn-
armeirihlutinn fallið frá
því að knýja fram á Al-
þingi samþykkt á frum-
varpi iðnaðarráðherra
um afnám vatnalaga frá
2006. Stór orð hafa fall-
ið um að með lögunum
sé verið að einkavæða
vatn. Vatn þurfi að skil-
greina „þjóðareign“, í
stjórnarskrá eða með löggjöf, og þann-
ig verði komið í veg fyrir að erlendir
auðhringir eignist allt vatn á Íslandi.
Talað er eins og hætta sé á að þjóðin
muni þurfa að kaupa drykkjarvatnið
dýrum dómum en líða þorsta ella.
En lítum aðeins á staðreyndir máls-
ins sem þegar grannt er skoðað passa
ekki alveg við málflutning foringja rík-
isstjórnarinnar. Þrír fjórðu allra
vatnsréttinda á Íslandi eru í eigu rík-
isins nú um mundir. Hinn fjórðung-
urinn eru réttindi sem fylgja fast-
eignum í einkaeigu. Inntak
eignarréttar á vatni hefur verið ræki-
lega mótað af dómstólum landsins frá
því að vatnalög tóku gildi fyrir hart
nær níu áratugum síðan. Um þau fer
líkt og önnur réttindi sem landeigandi
leiðir rétt sinn til á grundvelli eign-
arhalds á fasteigninni.
Þá má ekki líta fram hjá því að mik-
ilvægasti hluti vatnsins er nú þegar
háður eignarrétti landeiganda að lög-
um. Lögfestur var eignarréttur land-
eigenda á grunnvatni með lögunum
um rannsóknir og nýtingu auðlinda ár-
ið 1998.
Landeigendur deila ekki um að
tryggja þarf í löggjöf ótvíræðan rétt
almennings til neysluvatns. Það er
gert með víðtækum eignarnámsheim-
ildum í lögunum frá 2006 líkt og þeim
sem finna má í núgildandi lögum frá
1923. Um það fyrirkomulag ríkir full-
komin sátt og ekki þurfti að fella lögin
brott af þeim sökum.
Það eru því algjör öfugmæli að nú
standi til að einkavæða vatn. Stað-
reyndin er sú að iðnaðarráðherra er
með frumvarp um ný vatnalög uppi í
erminni sem hún af einhverjum ástæð-
um vildi ekki sýna á þessu stigi. Skyldi
það vera vegna þess að frumvarpið sé
grímulaus fyrirætlun um þjóðnýtingu
vatnsréttinda sem nú fylgja landi í
einkaeigu með því að grafa undan
eignarréttinum?
Allt tal um að vatn skuli vera þjóð-
areign er út í bláinn. Þjóðin sem slík
getur ekki að lögum verið skráður eig-
andi að einu eða neinu. Eignarhald
getur hins vegar verið á hendi ríkisins
séu réttindin ekki í einkaeigu sam-
anber lög um eign ríkisins á þjóð-
lendum. Því er þessu umræða í raun
um það grundvallaratriði, hvort þjóð-
nýta skuli með löggjöf þau vatnsrétt-
indi sem nú fylgja eignarlandi. Í fram-
söguræðu iðnaðarráðherra fyrir
frumvarpi um afnám vatnalaga kemur
fram að m.a. þurfi að skilgreina í nýj-
um vatnalögum rétt almennings til
vatns innan eignarlanda. Er þar m.a.
vikið að rétti almennings til ferða á
vatni og baða innan eignarlanda.
Þeir alþingismenn sem vilja standa
vörð um að auðlindir landsins lendi
ekki í eigu útlendinga hafa til þess
mörg önnur úrræði en brjóta gegn
stjórnarskrárvörðum eignarrétti
landeigenda. T.d. má setja almenn lög
sem takmarka eða banna erlent eign-
arhald. Þá þarf vart að árétta í þessu
sambandi mikilvægi þess að íslenska
þjóðin framselji ekki auðlindir sínar
eða lagasetningarvaldið t.d. með inn-
göngu í Evrópusambandið.
Að lokum er rétt að taka fram að
landeigendur settu sig ekki gegn því
að gildistöku vatnalaga yrði frestað
enn um sinn meðan leitað er sam-
komulags um orðalag um inntak eign-
arréttar á vatni í samræmi við sam-
komulag Alþingis. Því vakti það
undrun þegar ríkisstjórnin ætlaði að
láta kné fylgja kviði og slíta sundur
friðinn.
Um eignarrétt
á vatni
Eftir Óðin
Sigþórsson og
Örn Bergsson
Óðinn Sigþórsson
» Allt tal um að vatn
skuli vera þjóð-
areign er út í bláinn.
Þjóðin sem slík getur
ekki að lögum verið
skráður eigandi að einu
eða neinu.
Óðinn er formaður Landssambands
veiðifélaga Örn er formaður Lands-
samtaka landeigenda á Íslandi,
Örn Bergsson
Vert er að fagna
komu þýzka flug-
hersins til loft-
rýmisgæslu yfir
Íslandi nú í júní-
mánuði. Hér er
um að ræða
sögulegan at-
burð, því þetta er
í fyrsta skipti
sem þýzki herinn
kemur beint að
varnarmálum Íslandi. Vonandi er
þetta aðeins upphafið að miklu nán-
ari samstarfi Íslands og Þýzkalands
í öryggis- og
varnarmálum. En Þjóðverjar eiga
á að skipa einum öflugasta her í
heimi. Ég hef ætíð talað fyrir stór-
auknum samskiptum Íslendinga og
Þjóðverja, en Þjóðverjar hafa ætíð
verið ein besta vinaþjóð okkar eins
langt og sögur greina. Auk þess eru
Þjóðverjar ein af valdamestu þjóð-
um heims, ekki síst í Evrópu og
innan Evrópusambandsins. Því eru
sterk pólitísk sambönd við þessa
voldugu vinaþjóð okkar mjög mik-
ilvæg, þar sem við ætlum að standa
utan við Evrópusambandið. Efna-
hagsleg, menningarleg, pólitísk og
ekki síst hernaðarleg samskipti og
samvinnu eigum við því að stórauka
í náinni framtíð við Þýzkaland. –
Hefðum betur gert það fyrir löngu í
ljósi þess sem gerst hefur.
Þýzki flugherinn er því jafn vel-
kominn til Íslands og breski flug-
herinn var og er óvelkominn, en á
síðasta ári var breskri loftrým-
isgæslu yfir Íslandi réttilega hafn-
að. En Bretar hafa ætíð sýnt Ís-
lendingum óvináttu og yfirgang,
eins og ótal dæmi gegnum söguna
sýna, nú síðast í Icesave. Þveröfugt
við það sem þýzka þjóðin og þýzk
stjórnvöld hafa sýnt okkur. – Því
bjóðum við þýzka flugherinn vel-
kominn til Íslands.
GUÐMUNDUR JÓNAS
KRISTJÁNSSON,
bókhaldari.
Þýzki flugherinn
velkominn
Frá Guðmundi Jónasi
Kristjánssyni
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
✝ GuðmundurGeorgsson læknir
fæddist í Reykjavík
11. janúar 1932. Hann
lést á Landspítala
Fossvogi 13. júní
2010.
Foreldrar hans
voru Georg Júlíus
Guðmundsson, sjó-
maður, f. 1898, d.
1977, og Jónína Ingi-
björg Magnúsdóttir,
húsmóðir, f. 1907, d.
1955. Systkini Guð-
mundar eru Sig-
urveig, f. 1930, maki Lárus Þor-
valdur Guðmundsson, og Magnús,
f. 1930, d. 2000, ekkja hans Svein-
björg Símonardóttir.
Guðmundur kvæntist Örbrúnu
Halldórsdóttur, f. 1933, 1. október
1955; foreldrar hennar voru Hall-
dór Stefánsson og Gunnþórunn
Karlsdóttir sem bæði eru látin.
Börn Guðmundar og Örbrúnar eru:
1) Halldór, f. 1956, bókmennta-
fræðingur, kvæntur Önnu Vilborgu
Dyrset, f. 1956, bókaverði. Dóttir
Önnu er Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, f.
1976, sem á tvær dætur, Önnu
Lenu, f. 1998, og Silvíu Ósk, f. 2009,
í sambúð með Aðalsteini Richter, f.
1969, sonur hans er Kristján
Henry, f. 1996; börn Halldórs og
fræðingur í líffærameinafræði við
Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði á Keldum 1968-94 og
forstöðumaður við sömu stofnun og
jafnframt prófessor við læknadeild
Háskóla Íslands 1994-2001 þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Einnig innti Guðmundur af
hendi kennslu á sínu sérsviði sem
stundakennari, dósent og prófessor
við Háskóla Íslands á árunum 1969-
94. Guðmundur gegndi ennfremur
fjölmörgum trúnaðarstörfum.
Hann var mikilvirkur vís-
indamaður og eftir hann liggur
fjöldi vísindagreina.
Guðmundur var mikill íþrótta-
maður og lék ungur bæði hand-
bolta, körfubolta og fótbolta, varð
meðal annars Íslandsmeistari í
knattspyrnu með félagi sínu KR
tvívegis og hélt tryggð við félagið
alla tíð. Hann var mikill skíðamað-
ur og hafði yndi af fjallaferðum og
útivist.
Guðmundur var róttækur og ein-
dreginn friðarsinni. Hann var virk-
ur í Samtökum herstöðvaandstæð-
inga og formaður þeirra um skeið
og skrifaði fjölda greina um þau
mál. Hann hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og þýddi meðal ann-
ars smásögur eftir Heinrich Böll.
Þá var hann liðtækur píanisti og
djassáhugamaður mikill.
Útför Guðmundar Georgssonar
fer fram frá Langholtskirkju í dag,
21. júní 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
Önnu eru Brynjar, f.
1980, Hrafnhildur, f.
1983, Gunnar, f. 1991,
og Guðmundur Ósk-
ar, f. 1995. 2) Örbrún
f. 1961, tónlist-
arþjálfi, gift Heinrich
Berger, f. 1961, sagn-
fræðingi, börn þeirra
eru Jakob Þórbergur,
f. 1994, og Katharina,
f. 1999. 3) Hrafnhild-
ur, f. 1963, frönsku-
kennari, gift Magnúsi
Haukssyni, f. 1959,
rafmagnsverkfræð-
ingi. Börn þeirra eru Ásrún, f.
1988, Guðmundur, f. 1993, og Að-
alheiður, f. 1997. 4) Gunnþórunn, f.
1968, bókmenntafræðingur, gift
Degi Gunnarssyni, f. 1967, blaða-
manni og ljósmyndara. Sonur
þeirra er Flóki, f. 2006.
Guðmundur ólst upp í Reykjavík
og varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1952, lauk
prófi í læknisfræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1960, doktorsprófi frá
Háskólanum í Bonn í Þýskalandi
1966 og fékk viðurkenningu sem
sérfræðingur í meinafræði 1967.
Guðmundur stundaði sérfræðinám
og var síðar aðstoðarlæknir í
meinafræði og taugameinafræði
við Háskólann í Bonn 1963-68, sér-
Það er erfitt til þess að hugsa að
Guðmundur muni ekki setjast við pí-
anóið á næsta gamlárskvöldi og laða
fram nokkra slagara fyrir fjölskyldu
og vini. Hann var skemmtilegur mað-
ur sem tók flestum ef ekki öllum sem
hann hitti opnum örmum og þannig
man ég eftir honum, með útbreiddan
faðminn og hlýlegt bros á vör. Hann
bjó yfir beittri kímnigáfu og kunni að
segja góðar sögur og blaðlaust gat
hann flutt mergjaðar tækifærisræður
ef við átti. Ég man sérstaklega eftir
einni sem hann flutti fyrir ekki svo
löngu á lýtalausri ensku í lítilli íbúð í
Camden Town í London. Hann heill-
aði viðstadda upp úr skónum með
mælsku og kímni og kom öllum á
óvart er hann tók skyndilega heilmik-
ið stökk upp í loft til að hnykkja á
kómískum punkti í ræðu sinni. Þann-
ig fékk hann alla í lið með sér, með
smitandi lífsgleði og húmor fyrir
sjálfum sér. Hann var keppnismaður
mikill og vinnusamur og hann átti
jafnerfitt með að láta af rannsóknar-
störfum á Keldum og að hætta að
stunda íþróttir hvort sem það voru
fjallgöngur, skíðaferðir eða bolta-
íþróttir með barnabörnunum. Sem
tengdafaðir var hann umhyggjusam-
ur og ávallt reiðubúinn til að leggja
hönd á plóg og hann átti auðvelt með
að setja sig í spor annarra og hafði
einstakt lag á að spyrja réttra spurn-
inga eins og sönnum vísindamanni
ber að gera. Hann sýndi brennandi
áhuga á því sem vinir og vandamenn
voru að bjástra við hverju sinni og tók
virkan þátt í því eftir bestu getu.
Hann mætti ávallt á upplestra, dans-
sýningar, ljósmyndasýningar, fót-
boltaleiki og bókmenntaviðburði á
vegum barna- og barnabarna og ann-
arra vina og vandamanna, alltaf mátti
sjá hinn hægláta og hávaxna Gumb
með bros á vör í mannfjöldanum.
Þannig veitti hann okkur öllum styrk
og aukið sjálfstraust til að gera ótrú-
legustu hluti.
Börnum sínum og tengdabörnum
reyndist hann hinn besti faðir og
sýndi með góðu fordæmi hvernig best
er að haga lífi sínu, auðga það með
mörgum áhugamálum og sýna
náungakærleik og umburðarlyndi.
Hann var mikill friðarsinni og þekkt-
ur fyrir andstöðu sína gegn herstöðv-
um á Íslandi, þær voru ófáar Kefla-
víkurgöngurnar sem hann þrammaði
í mótmælaskyni við erlendan her og
sýndi þannig í verki viðhorf sitt til
hverskonar hernaðarbrölts sem leiðir
aldrei til neins annars en þjáningar.
Ég veit að hann hefði ekki kunnað
að meta neina væmni á þessum síðum
en það er óumflýjanlegt þar sem
hann var hinn vænsti maður og gegn-
heill í einu og öllu sem hann tók sér
fyrir hendur nema kannski er hann
gegn betri vitund kveikti sér í einum
og einum óheilsusamlegum vindli til
hátíðabrigða en það var kannski bara
til að sýna okkur hinum fram á að
enginn er fullkominn.
Dagur Gunnarsson.
Það er mikil gæfa að tengjast góðu
fólki fjölskylduböndum og það gerði
ég svo sannarlega þegar ég kom inn í
fjölskylduna í Skeiðarvoginum fyrir
33 árum. Mér og ársgamalli dóttur
var tekið opnum örmum frá fyrstu
stund. Þegar sú stutta hitti Gumb í
fyrsta sinn benti hún á hann og sagði
„afa“ og þar við sat. Þannig varð
tengdafaðir minn afi í fyrsta sinn.
Vinskapur okkar var góður alla tíð og
alltaf áttum við athvarf og annað
heimili hjá þeim Örbrúnu, sem við
Halldór og börnin okkar nutum oft
góðs af. Allir sem til þekkja vita að á
því heimili var gestrisni mikil og gam-
an að koma þar og gleðjast við ótal
tækifæri. Áramótasamkvæmin voru
tilhlökkunarefni sem aldrei brást,
ómissandi að kyrja lög Sigfúsar og
Jóns Múla við undirleik fjölskyldu-
meðlima, en þar var heimilisfaðirinn
vel liðtækur.
Guðmundur var vel heima á flest-
um sviðum, meinafræðingur, kenn-
ari, íþróttamaður, friðarsinni og her-
stöðvaandstæðingur, með lifandi
áhuga á íslenskri náttúru, útivist og
fjallgöngum, djasstónlist, bókmennt-
um, skíðaíþróttinni, fótboltanum og
KR, badminton og svona má lengi
telja. Hann var vinmargur, enda var
nærvera hans einkar þægileg og eft-
irsóknarverð. Hann naut einfaldlega
lífsins og var okkur góð fyrirmynd í
því.
Fyrst og fremst var Gumbur þó
fjölskyldumaður og hafði alltaf ein-
lægan áhuga á því sem afkomendurnir
tóku sér fyrir hendur, hvort sem var
nám eða tómstundagaman. Yrði ein-
hverjum misdægurt var afi Gumbur
mættur með læknistöskuna og fylgd-
ist svo með sjúklingnum þar til hann
var heill. Frábærar stundir rifjast upp
úr öllum orlofshúsaferðunum, sem
enginn hefur tölu á, en þá fannst mér
Gumbur alltaf vera í essinu sínu, með
fjölskyldunni á göngu uppi um fjöll og
firnindi, gjarnan með barnabarn á há-
hesti, ferjandi mannskapinn yfir ár og
læki. Áttum reyndar til að ana út í vit-
leysu, paufuðumst til dæmis um í niða-
myrkri í Surtshelli með eitt kertaljós
meðferðis í tvo tíma. Yngsta barna-
barnið á þriðja ári sem hafði steinþag-
að allan tímann stundi þegar við
sluppum út í dagsbirtuna: Þetta var
ljót hola! Í „Sturthelli“ vildi það aldrei
aftur. Að þessu var mikið hlegið eftir
á; við höfðum okkur það þó til máls-
bóta að hafa lækni með í för …
Missir okkar allra er mikill, þinn er
þó mestur elsku Örbrún, því leitun er
að samrýndari lífsförunautum en
ykkur Gumbi. Þegar frá líður mun
sárasta sorgin þó víkja fyrir þakklæt-
inu, virðingunni og gleðinni yfir sam-
fylgdinni við afa Gumb. Sú samfylgd
var mikil gæfa.
Anna Vilborg.
Afi Gumbur í Skeiðó sem seinna
varð svo Hæðó, var alltaf mjög flottur
afi. Flottur afi spilar fótbolta langt
frameftir aldri, elskar appelsín og
lakkrísrör og drekkur púrtvín þess á
milli, heldur uppi stuðinu með píanó-
leik og söng og gerir vísindalegar til-
raunir á daginn.
Afi var alltaf ungur í hjarta og
passaði vel upp á það að halda í kúlið,
til dæmis viðurkenndi hann ekki að
hann horfði ennþá á Spaugstofuna af
því hann vissi að það var ekki málið
lengur. Einnig tók hann sig bara vel
út í litla bílnum sínum þrátt fyrir að
keyra aðeins hægar en flestir, það var
bara hans stíll.
Ég man þegar ég sá fyrst myndir
af afa frá því hann var ungur íþrótta-
strákur og ég var svo stolt af því að
vera barnabarn hans af því hann var
svo fjallmyndarlegur og ekki minnk-
aði það með árunum og ég var stolt af
ömmu og hugsaði að ég ætlaði að gera
jafn vel og hún.
Afi Gumbur kenndi mér svo margt,
má þar nefna að dansa í kringum
jólatré, tefla, setja sykur út á morg-
unkornið, tala ekki þegar fótbolta-
leikur var í gangi, fara í plóg á skíð-
um, leggja mig um miðjan dag með
blaðið ofan á andlitinu (sem ég komst
þó aldrei upp á lagið með), geyma
tyggjó á bakvið eyrað, þekkja ein-
kenni riðu og svo margt fleira.
Jólaböllin á Keldum voru ómiss-
andi vandræðalega langt fram eftir
aldri hjá mér, laufabrauðsgerð, flug-
eldurinn hans á áramótunum ásamt
vindlinum, sumarbústaðaferðir, sæl-
gætisát og margt fleira.
Ég komst upp með það að halda
með Val af því við gátum deilt öðru
sameiginlegu áhugamáli, en það fólst
í rannsóknum á riðu. Eins og þú varst
alltaf stoltur af okkur öllum barna-
börnunum þá er ég viss um að ég fékk
nokkra plúsa fyrir þetta undarlega
áhugamál okkar. Þú gast sýnt mér
sneiðmyndir af svampkenndum heil-
um og ég fékk að fylgjast með rann-
sókninni þinni sem var þitt ævistarf
og ég virkilega hafði gaman af.
Það var alltaf stutt í grínið og stuð-
ið hjá afa og ég vona að ég hafi erft
eitthvað af þeim góða eiginleika, þess
vegna reyni ég mitt besta, að kveðja á
jákvæðum nótum.
Áfram KR!
Þín dótturdóttir,
Ásrún.
Guðmundur Georgsson
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Georgsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.