Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
NJÖRÐUR TRYGGVASON,
byggingarverkfræðingur,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
18. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 24. júní kl 14:00.
Kristrún Jónsdóttir,
Jón Tryggvi Njarðarson, Elisabeth Eigenberg,
Hróðný Njarðardóttir, Snorri Gunnarsson.
Ástkær bróðir mágur og fósturfaðir,
FLOSI ÓSKARSSON,
vélfræðingur,
Þverholti 9,
Mosfellsbæ,
er látinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
24. júní kl. 13.
Gylfi Óskarsson, Sigríður Konráðsdóttir,
Ósk Óskarsdóttir,
Björt Óskarsdóttir, Guðmundur R. Jónsson,
Ásta Ísafold, Þórólfur Grímsson,
Jón Þór Þórarinsson.
Elsku drengurinn okkar, bróðir og barnabarn,
KARL CESAR SALÓMONSSON,
Hafnargötu 5,
Vogum, Vatnsleysuströnd,
lést aðfaranótt 17. júní sl. Útför hans verður gerð
frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. júní kl. 13.
Salómon Viðar Reynisson, Þóra Lind Karlsdóttir,
Svavar Örn Eysteinsson, Steinunn Björnsdóttir,
Gylfi Snær Salómonsson,
Reynir Viðar Salómonsson, Kristín Valgeirsdóttir,
Birna Björg Salómonsdóttir,
Karl Cesar Sigmundsson,
Reynir Ásgrímsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
BLÖNDAL,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ
föstudaginn 18. júní.
Jóhannes Blöndal, Maj Britt Pálsdóttir,
Jósep Blöndal, Hedvig Krane,
Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir,
Guðmundur Blöndal,
Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson,
Lárus L. Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir,
Anna Bryndís Blöndal,
Jón Ásgeir Blöndal,
Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Dröfn Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Ólafur KristinnÞórðarson fæddist
í Haga á Barðaströnd
21. ágúst 1918. Hann
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 14. júní síð-
astliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Þórður Ólafs-
son bóndi á Innri-Múla
Barðaströnd, f. 24.
ágúst 1887, d. 10. apríl
1984, og Steinunn
Björg Júlíusardóttir, f.
20. mars 1895, d. 13.
febrúar 1984. Systkini Ólafs voru:
Björg, f. 1916 (látin), Jóhanna, f.
1920, Júlíus, f. 1921 (látinn), Björgvin,
f. 1922 (látinn), Karl, f. 1923 (látinn),
Kristján, f. 1925, Steinþór, f. 1926
(látinn), Sveinn, f. 1927.
Ólafur kvæntist 5. ágúst 1944
Helgu Vigfúsdóttur, f. 3. október
1923, d. 8. nóvember 2009, frá Hrís-
nesi á Barðaströnd. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Vigfús V. Erlendsson
bóndi, f. 5. apríl 1888, d. 18. maí
1940, og Guðbjörg Guðmundsdóttir,
f. 31. júlí 1892, d. 23. júní 1974.
Þau eignuðust þrjú börn: Þau eru
1) Kolbrún, f. 25. október 1944, gift
Jónínu S. Jónasdóttur, f. 1. sept-
ember 1957. Synir þeirra: Ólafur
Kristinn, f. 1. mars 1979. Kjartan
Valur, f. 20. apríl 1982, maki Hildur
Ýr Viðarsdóttir og eiga þau einn
son. Hjalti Jón, f. 4. mars 1992.
Ólafur ólst upp á Innri-Múla á
Barðaströnd. Hann stundaði nám við
Héraðsskólann í Reykjanesi við Ísa-
fjarðardjúp og varð búfræðingur frá
Hólum í Hjaltadal 1942. Bústörf og
farkennslu stundaði hann á Barða-
strönd á árunum 1943-6 og 1954-
1960 og bjó þá í Hrísnesi. Einnig var
hann um tíma bústjóri á Hóli Bíldu-
dal, skólastjóri í Tálknafirði og
kennari á Patreksfirði. Flutti með
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1961.
Eftir það kenndi hann í Ytri-
Njarðvík, Vogaskóla og síðast í Álfta-
mýrarskóla til starfsloka, í um 23 ár.
Lengst af kenndi hann unglingum og
þá mest íslensku enda hafði hann
mikinn áhuga á íslenskum fræðum.
Árið 1965 tók hann kennarapróf frá
Kennaraskóla Íslands og árið 1977-78
stundaði hann framhaldsnám við
Kennaraháskóla Íslands í íslensku,
sögu og uppeldisfræði. Ólafur var
hagmæltur og gaf út eina ljóðabók
„Leitað í sandinn“. Ólafur og Helga
bjuggu lengi á Háaleitisbraut 44, síð-
an í Maríubakka 2 og síðustu árin í
Seljahlíð, Hjallaseli 55.
Útför Ólafs fer fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag, 21. júní, kl. 13.
Herði Eiðssyni, f. 8.
maí 1944. Börn Kol-
brúnar: Kári Breið-
fjörð Ágústsson, f. 24.
júní 1965, d. 2006, eft-
irlifandi þrjár dætur.
Berglind Brynjólfs-
dóttir, f. 12. febrúar
1967, maki Guð-
mundur Jónsson og
eiga þau tvö börn.
Sölvi Breiðfjörð Harð-
arson, f. 14. febrúar
1970, maki Anna Sig-
ríður Grímsdóttir og
eiga þau tvö börn.
Ólafur Helgi Harðarson, f. 15. nóv-
ember 1980. Stjúpdóttir Steinunn
Harðardóttir, f. 18. desember 1974.
2) Skarphéðinn Ólafsson, f. 10. októ-
ber 1946, kvæntur Sigríði M. Skarp-
héðinsdóttur, f. 5. maí 1948. Barn:
Elín Kristín Skarphéðinsdóttir, f. 7.
maí 1968, og á hún þrjár dætur.
Móðir Elínar: Sigrún Bernótusdótt-
ir, d. 1980. Stjúpsonur: Skarphéðinn
Rúnar Grétarsson, f. 14. febrúar
1966, d. 2005, lætur eftir sig tvær
dætur og Konráð Ara. Fóstursonur:
Konráð Ari Skarphéðinsson, f. 26.
desember 1985. 3) Þórður Gísli
Ólafsson, f. 8. júlí 1952, kvæntur
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku pabbi minn.
Nú ert þú farinn og ég sakna þín
svo mikið.
En ég veit að nú líður þér betur og
að þú varst sáttur við að fara en það
verður skrítið að heimsækja þig ekki
lengur í Seljahlíðina.
Þú saknaðir mömmu mikið og nú
eruð þið saman á ný.
Mér er efst í huga þakklæti og virð-
ing til þín fyrir allt sem þú varst mér.
Þú varst ekki bara pabbi minn
heldur varstu líka kennarinn minn all-
an minn grunnskóla sem þá var til 14
ára aldurs í sveitinni.
Á svona stundu rifjast upp æskuárin
þegar börn eru svo mikið með foreldr-
unum. Ég minnist þeirra ára með
gleði. Man fyrst eftir mér í Tálknafirði.
Man þegar ég uppgötvaði jóla-
sveininn á jólaballi, því að hann var
með græna trefilinn þinn, þessi
dæmalaust góði og skemmtilegi jóla-
sveinn. Þið mamma voruð góðir for-
eldrar og gáfuð okkur gott veganesti.
Ég man að það var gott að vera
barn með ykkur. Við gerðum svo mik-
ið saman.
Í Tálknafirði var verið að veiða
niðri á bryggju, fara í berjaferðir,
fjöruferðir og stúkufundi. Þú fórst
með okkur í leiki í frímínútum í skól-
anum.
Það var alltaf nóg við að vera. Svo
fluttum við í Hrísnes og þar eignuð-
umst við fullt af dýrum sem við sinnt-
um saman og heyskapnum á sumrin
og á vetrum var spilað á spil og hlust-
að á útvarpsleikritin og sagðar sögur
og mikið lesið.
Þú sagðir okkur sögur frá uppvexti
þínum og skólaárum í Reykjanesi og
á Hólum en þaðan útskrifaðist þú bú-
fræðingur. Þá var amma mín stolt af
þér. Þú varst mikill listamaður og fjöl-
hæfur, ortir vísur og ljóð og gafst út
ljóðabókina „Leitað í sandinn“. Þú
skrifaðir sögur og leikrit og leikstýrð-
ir og lékst líka sjálfur. Þú varst mikil
félagsvera og varst alls staðar kosinn
í stjórnir og nefndir enda maður sem
kom vel fyrir sig orði. Þegar við flutt-
um til Reykjavíkur 1961 þá fórst þú
að kenna í Njarðvík og Vogaskóla.
Síðan fórstu í Kennaraskólann að
ná þér í réttindi og þaðan lá leiðin í
Álftamýrarskóla, þar sem þú kenndir
út þinn starfsaldur og síðan á bóka-
safni skólans til 70 ára aldurs.
Þú varðst fyrsti formaður Kórs
aldraðra í Gerðubergi og söngst með
þeim kór í mörg ár ásamt mömmu.
Einnig voruð þið virk í eldri borgara
starfi þar.
Þú varst mikið fyri sund og fórst
nær daglega í mörg ár í Breiðholts-
laugina og varst þar í félagsskap
„Pottorma“. Svo tók ellin við og þið
mamma fluttuð í Seljahlíðina 2007,
þið áttuð góða daga þar framan af og
það var vel að ykkur hlúð þar. En nú
er komið að kveðjustund, elsku pabbi
minn. Minninguna um þig geymi ég í
hjarta mínu.
Innileg kveðja frá Herði, ykkur
þótti vænt hvorum um annan. Guð
veri með þér.
Þín dóttir,
Kolbrún.
Elsku afi minn, nú ertu kominn í
faðm ömmu þar sem þú vildir helst af
öllu vera. Það er sárt að sakna þín þó
að tími þinn hafi verið kominn og þú
hafir farið sáttur.
Þú varst ákaflega ljúfur og hjarta-
hlýr maður og gott að koma til þín.
Þegar ég var lítil fékk ég alltaf blað og
blýant til að teikna hjá afa. Þú varst
mjög listrænn og mikill fagurkeri.
Samdir yndisleg ljóð og málaðir fal-
legar myndir og varst óspar á að
hrósa fallegum konum. Þú samdir svo
fallegt ljóð til ömmu þegar þið voruð í
tilhugalífinu að það hefði sennilega
engin kona staðist svona rómantískan
mann, en amma var heppin að vera sú
sem varð fyrir valinu. Þú varst bæði
búfræðingur og kennari og mikill ís-
lenskumaður. Þú lagðir mikið upp úr
því að fólk talaði íslenskuna rétt. Þú
lagðir mikla áherslu á menntun og
varst mjög stoltur af mér að ég skyldi
velja menntaveginn. Þú varst mjög
góður ræðumaður og hélst ofsalega
fallegar ræður í útskriftarveislum
mínum. Þá var ég ákaflega stolt af afa
mínum, fannst hann bestur, klárastur
og fallegastur.
Við kveðjum þig elsku afi minn, þú
munt ávallt vera í minningu okkar og
hjarta.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Berglind, Guðmundur, Snæfríð-
ur Sól og Sölvi Snær.
Ólafur Kr. Þórðarson
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Kr. Þórðarson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
AUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Illugastöðum,
Vatnsnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands Hvammstanga fyrir einstaka
alúð og umönnun.
Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Birgir Jónsson,
Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir,
Árni Jóhannesson, Anna Olsen,
Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Ingi Haraldsson,
Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, Þorbjörg Ásbjarnardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.