Morgunblaðið - 21.06.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.06.2010, Qupperneq 21
Dagbók 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 2 9 3 7 8 1 2 7 8 6 8 4 2 3 6 8 2 9 6 7 1 8 1 4 2 1 6 1 5 4 8 9 4 3 6 9 8 1 6 7 5 4 4 5 8 1 9 7 3 8 3 4 7 9 7 1 4 6 7 3 3 4 6 5 5 6 3 8 9 1 2 2 5 5 9 4 6 2 3 1 8 7 6 7 1 9 5 8 2 4 3 3 8 2 7 4 1 9 6 5 9 4 8 3 1 7 5 2 6 1 3 5 2 6 4 8 7 9 2 6 7 5 8 9 4 3 1 8 2 6 1 7 5 3 9 4 7 1 9 4 3 2 6 5 8 4 5 3 8 9 6 7 1 2 5 6 3 9 4 2 7 1 8 2 9 8 7 1 6 3 5 4 7 1 4 8 5 3 6 9 2 1 2 6 4 8 9 5 7 3 8 7 9 6 3 5 2 4 1 4 3 5 1 2 7 9 8 6 9 8 7 3 6 4 1 2 5 6 5 1 2 7 8 4 3 9 3 4 2 5 9 1 8 6 7 4 3 8 7 9 5 2 6 1 5 6 7 1 8 2 9 4 3 2 9 1 3 4 6 8 5 7 3 8 2 6 5 9 7 1 4 9 1 6 4 2 7 5 3 8 7 5 4 8 3 1 6 9 2 8 7 9 5 1 3 4 2 6 6 2 3 9 7 4 1 8 5 1 4 5 2 6 8 3 7 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 21. júní, 172. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Það gladdi hjarta Víkverja að sjáNýsjálendinga standa í heims- meisturum Ítala. Og ánægjan leyndi sér ekki á fréttavef New Zealand Herald. Mynd af sigri hrósandi framherja liðsins prýddi forsíðuna en „hinir alhvítu“, eins og þeir eru kallaðir syðra, komust yfir með marki af stuttu færi snemma leiks. Sagði blaðið jafnteflið stærsta sigur í sögu karlalandsliðs landsins. x x x Víkverji fyllir flokk þeirramanna sem hafa horn í síðu ítalska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu. Liðið er þrælskipulagt og gerir rétt naumlega það sem þarf til að ná sigri. Óþarfa tilþrif eru neð- arlega á forgangslistanum og þegar þörf krefur er stutt í svörðinn til að tefja og fara í skapið á mótherj- anum. Með slíkan leikstíl að leiðarljósi er ekki að undra að markalaus jafntefli séu ekki óvænt úrslit þeg- ar Ítalir eru annars vegar. Spark- spekingur RÚV spáir liðinu sigri í lokaleiknum í riðlinum á móti Sló- vakíu og svo markalausu jafntefli á móti Hollandi í 16-liða úrslitunum, þar sem hinir bláklæddu fari áfram eftir vítakeppni. Víkverji getur ekki beðið eða hitt þó heldur. x x x Öðru máli gegnir um Nýsjálend-inga. Þeir eiga ekki tvo stíf- bónaða Ferrari í bílskúrnum og undirfatafyrirsætu frá Sikiley upp á arminn. Þeirra hlutskipti er nær því sem venjulegur launamaður ber úr býtum í brauðstritinu. Hér eru á ferð leikmenn sem leika með hjart- anu og fara áfram á viljanum þegar getan ætti ekki að leyfa. Þeir fara áfram á þjóðarstolti en ekki slægð þess sem hefur Prinsinn á nátt- borðinu. Víkverji viðurkennir að ofan- greind framsetning sé í ætt við tví- hyggju þar sem annað liðið stendur fyrir dyggð en hitt lesti. Víkverja er þó sama. Stundum þarf að stilla upp andstæðum til að hafa gaman af. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kirkjuleiðtogi, 8 kverksigi, 9 laumuspil, 10 mánaðar, 11 skjálfa, 13 gorta,15 sneypa, 18 bogna, 21 rándýr, 22 stirðleiki, 23 bjánar, 24 smjaður. Lóðrétt | 2 syndakvitt- un, 3 toga, 4 svalur, 5 lokuðu, 6 gáleysi, 7 skjóta, 12 samhljóðan orða, 14 kraftur, 15 listi, 16 krók, 17 ríkt, 18 skell- ur, 19 yfirbragð, 20 for- ar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 forks, 4 hökta, 7 gæska, 8 nötra, 9 kæn, 11 næði, 13 biða, 14 nældi, 15 garn, 17 lúka, 20 æra, 22 sekks, 23 kafli, 24 annar, 25 sárin. Lóðrétt: 1 fúgan, 2 ræsið, 3 skak, 4 húnn, 5 kætti, 6 ap- ana, 10 ætlar, 12 inn, 13 bil, 15 gusta, 16 ríkan, 18 úlfur, 19 arinn, 20 Æsir, 21 akks. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Dc2 0-0 10. Hd1 Rbd7 11. a4 c5 12. Ra3 Bb7 13. Db2 Re4 14. Be1 Bf6 15. e3 a6 16. b4 Hb8 17. Hac1 De7 18. Re5 Hfd8 19. f4 g6 20. Db1 Bg7 21. bxc5 bxc5 22. Ba5 Hdc8 23. Dd3 Rxe5 24. fxe5 Bh6 25. Hb1 Bc6 26. Hf1 Bxa4 27. cxd5 exd5 28. Bh3 c4 29. Bxc8 Hxc8 30. Rxc4 Hxc4 31. Hb8+ Be8 32. Db3 De6 33. Kg2 Hc8 34. Db7 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Odessu í Úkraínu. Sergei Karjakin (2.739) hafði svart gegn Jurij Drozdovskij (2.625). 34. … Hc2+ 35. Kh1 Rxg3+! 36. Kg1 Bxe3+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stiklað í borð. Norður ♠1054 ♥Á853 ♦K763 ♣95 Vestur Austur ♠72 ♠96 ♥92 ♥G10764 ♦G85 ♦ÁD42 ♣ÁKD1043 ♣G2 Suður ♠ÁKDG83 ♥KD ♦109 ♣876 Suður spilar 4♠. Vestur er gjafari og opnar á 3♣. Sú sögn gengur til suðurs, sem segir 3♠ og norður hækkar í fjóra. Laufás út og kóngur í öðrum slag. Hvað svo? Tígull í gegnum kónginn snardrepur samninginn auðvitað, en austur mis- skildi hlutverk sitt í byrjun og „sýndi tvíspil“ í laufi, frekar en að vísa frá. Vestur spilaði því laufi í þriðja sinn í þeirri von og trú að austur gæti yf- irtrompað tíu blinds. Það gekk aldeilis ekki eftir og nú var sagnhafi kominn að. Suður var Bandaríkjamaðurinn Phil- ip Silverstein. Hann sá fyrir sér stiklu- steinsþvingun: tók öll trompin og fór niður á ♦K blankan í borði og ♥Áxx. Austur varð að valda hjartað og skilja ♦Á eftir nakinn. Þá tók Silverstein hjartahjónin og stiklaði svo á ♦Á aust- urs yfir á ♥Á blinds. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að nota forystuhæfileika þína til þess að safna vinnufélögum þínum að viðamiklu verkefni. Beindu sköp- unarkrafti þínum í að afla þér viðskipta. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hugsanlegt er að tekjur maka þíns aukist í dag eða að þú njótir góðs af hlunnindum í gegnum hann. Vertu já- kvæð/ur og þá eru þér allir vegir færir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hættu að vorkenna sjálfum/ sjálfri þér og líttu á björtu hliðarnar. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Eitthvað sem þú hefur unnið hörð- um höndum að, er nú að koma upp á yf- irborðið. Mundu því að í upphafi skyldi endinn skoða. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur ekki neitað að axla þinn hluta ábyrgðarinnar þegar þú hefur stofnað til samstarfs með öðrum. Vertu sátt/ur við sjálfan þig og þær ákvarðanir sem þú tókst á sínum tíma. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér eru slegnir svo margir gull- hamrar að þú finnur þig knúinn/knúna til að hrósa sjálf/ur. Njóttu skemmtana. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það hefur ekkert upp á sig að ætla að leysa viðkvæmt mál í einu vetfangi. Líttu í kingum þig og finndu nýja leið. Breyttu um, hlustaðu á aðra og þinn innri mann. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig langar mikið til þess að eyða peningum í dag, kaupa eitthvað fal- legt. Láttu þetta samt ekki heltaka þig því hver hlutur hefur sinn tíma. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Vertu viss um að þú vitir til hvers er ætlast af þér áður en þú fylgir fyrirmælum yfirmanns þíns. Nú er tími til að til að ryðja gömlum ágreiningi úr vegi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú virðist þér skapast stund milli stríða og það er upplagt að nota hana til þess að auka við vitneskjuna. Sam- skipti skapa ekki bara frið, heldur felast í þeim bestu augnablik lífsins. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst þú vera blátt áfram og heiðarleg/ur í dag en öðrum finnst þú segja of mikið. Lærðu að þekkja takmörk þín og stattu vörð um sjálfa/n þig. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Miðað við ruglið í kringum þig und- anfarið ertu óvenju skýr í hausnum. Hversdagslegt spjall að þínu mati getur verið allt of opinskátt að mati annars. Stjörnuspá 21. júní 1959 Sigurbjörn Einarsson, 47 ára prófessor í guðfræði, var vígð- ur sem biskup yfir Íslandi. Í biskupskjöri hlaut hann 69 at- kvæði, Einar Guðnason hlaut 47 atkvæði og Jakob Jónsson 22 atkvæði. Sigurbjörn gegndi embættinu til 1981. 21. júní 1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum í Öxarfirði var stofn- aður. Hann nær frá Dettifossi og niður fyrir Ásbyrgi og er um 150 ferkílómetrar. Hann er nú hluti af Vatnajökuls- þjóðgarði. 21. júní 1991 Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð, var formlega tekin í notkun. Byggingarkostnaður var 1,3 milljarðar króna. 21. júní 2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn reið yfir kl. 0.51. Hann mæld- ist 6,6 stig og átti upptök við Hestfjall í Árnessýslu. „Skelf- ing greip um sig,“ sagði DV. Tjón í þessum skjálfta og þeim fyrri, sem varð 17. júní, er tal- ið hafa numið á annan milljarð króna. Meðal annars eyðilögð- ust 34 hús. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég ætla að halda upp á afmælið mitt í júlí, ég þarf nefnilega að jafna mig á því að ég sé orðin fertug, og þá verður svaka veisla,“ segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, kennari og golfari, sem á fertugs- afmæli í dag. Hún ætlar hins vegar að taka sér frí í dag í tilefni dagsins og gera eitthvað með dætrum sínum eftir að sú eldri er búin að vinna. „Ætli ég labbi annars ekki bara á Esjuna og fari kannski í golf og í heita pottinn,“ segir Ragnhildur um áætl- anir dagsins. Ragnhildur segir að þegar hún horfi yfir farinn veg séu það auðvitað börnin sem standi alltaf upp úr. Þá hafi hún einnig átt mjög góða að í gegnum tíðina, fjölskyldu og vini, sem hún sé afskaplega þakklát fyrir. Hins vegar hafi golfið alltaf verið áberandi hluti af lífi hennar en hún byrjaði að spila golf 13 ára gömul. Ragnhildur hefur verið á meðal fremstu kylfinga landsins um árabil og starfað sem golfkennari frá árinu 2003. Hún segir að mark- miðið sé alltaf að verða betri í golfinu. Hún sé í dag með núll í forgjöf og stefni á að ná enn betri árangri í sumar. Þá ætlar hún að taka þátt í meistaramótinu í golfi í júlí og landsmótinu sem fram fer í lok þess mánaðar. hjorturjg@mbl.is Ragnhildur Sigurðardóttir er fertug í dag Ætlar að ganga á Esjuna Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.