Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GETTU HVAÐ
ÉG GRILLAÐI
VEGNA ÞESS AÐ
ÉG MAN ÞAÐ EKKI
ÞESS VEGNA
FANN GUÐ UPP
TÓMATSÓSUNA
ÞÚ YRÐIR
HRÆÐILEGUR
BÓNDI
HÚN SAGÐI
ÞAÐ... EKKI ÉG!
ÞÚ HEFUR EKKI EINU SINNI
SÉÐ KÚ! EINA DÝRIÐ SEM
ÞÚ HEFUR SÉÐ ER SNOOPY!
OG HANN ER VARLA
GÓÐUR ÞVERSKURÐUR
AF DÝRARÍKINU
HRÓLFUR,
KOMDU
AFTUR!
ÞÚ GLEYMDIR
AÐ SKRIFA Í
GESTABÓKINA
OKKAR!
ENGLENDINGAR
HALDA FAST
Í HEFÐIRNAR
HVERNIG ÆTLI
KALLI BJARNA
MYNDI LÍTA ÚT
EF HANN HEFÐI
ELST EINS OG
VENJULEGT FÓLK?
LÁTUM
OKKUR SJÁ...
HANN ER 58
ÁRA GAMALL
ÞANNIG AÐ
HANN VÆRI
ÖRUGGLEGA
MEÐ SKEGG...
HANN ÞÉNAR 3.5
MILLJARÐA Á ÁRI,
ÞANNIG AÐ HANN
MYNDI ÖRUGGLEGA
GANGA Í MJÖG
FÍNUM FÖTUM
ÞÁ NÚ
MAMMA SAGÐI MÉR
AÐ PABBI ÆTLAÐI AÐ
VINNA Í VERSLUNAR-
MIÐSTÖÐINNI YFIR
HÁTÍÐIRNAR
Í
ALVÖRU?
HVERNIG
ÆTLI HANN
SÉ Í
ÞJÓNUSTU-
STARFI?
HANN ER
KLÁR KARL.
HANN VERÐUR
FLJÓTUR AÐ
LÆRA Á
ÞETTA
HEYRÐU, STRÁKSI...
HVER ER YFIRMAÐUR
HÉRNA?
ÉG!
EF HANN ER EKKI
KOMINN FYRIR
KLUKKAN EITT
ÞÁ FER ÉG
HÚN ER EKKI
Í VINNUNNI
HVAR GÆTI
HÚN VERIÐ?
Á MEÐAN MARÍA LOPEZ
FÆRIST NÆR DAUÐANUM...
LEITAR KÓNGULÓARMAÐURINN AÐ
HENNI Á SKRIFSTOFUNNI HENNAR
Landspítalinn
til fyrirmyndar
Ég brotnaði illa fyrir
nokkru og þurfti að
liggja á Landspít-
alanum í Fossvogi, nán-
ar tiltekið á bæklunar-
deildinni, í sex daga. Öll
aðhlynning starfsfólks
var til fyrirmyndar svo
og sérfræðinga spít-
alans. Á stundum
fannst mér starfsfólkið
vinna miklu meira en
það í raun átti að gera.
Ég tel að við eigum
heilbrigðisstarfsfólk á
heimsmælikvarða og
það í öllum þessum niðurskurði. Ég
vona að stjórnvöld sjái sér fært að
halda spítölunum okkar í þessum
gæðaflokki og skera ekki meira niður
við svo frábært fagfólk sem þar er.
Harpa Karlsdóttir.
Nýr borgarstjóri
Nú er Jón Gnarr orðinn borgarstjóri
og með ýmis markmið. Ýmis þeirra
eru nú bara grín, en hann ætlar víst
að hugsa um róna
Reykjavíkur. Þeir hafa
víst ekki nógu mikið af
húsnæði, þótt ég haldi
að þeir hafi það. Hvað
með ketti Reykjavíkur?
Það þekkja margir þá
tilfinningu sem maður
fær þegar maður sér
kött ráfandi aleinan um
borgina. Maður hugs-
ar: Á þessi köttur heim-
ili? Margir þeirra eiga
það ekki. Nú stendur
yfir söfnun fyrir Katt-
holt, húsnæði fyrir
heimilislausa ketti. Ég
skora á nýjan borg-
arstjóra að hjálpa Katt-
holti. Ég held að það muni rætast vel
úr honum sem borgarstjóra. Þó
finnst mér að hann ætti kannski að
setja einhver markmið fyrir hina
mikilvægu ungu Reykjavík og kett-
ina.
Jóhannes Hrafn
Guðmundsson,
12 ára kattareigandi.
Ást er…
… að óska sér.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opið frá kl. 9. Skráning í
Jónsmessuferð 23. júní stendur yfir.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði/
útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl.
13.30, myndlist kl. 16.
Dalbraut 18-20 | Brids kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna
kl. 13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Opið kl. 9.30-16. gönguhópur kl. 11.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9-
16.30, m.a. handavinna. Farið í heimsókn
í Dalasýslu kl. 10. Á morgun kl. 10.30 er
stafganga. Uppl. á staðnum og í síma
575-7720.
Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13 í Setr-
inu, kaffi.
Hraunbær 105 | Skráning stendur yfir í
Jónsmessukaffi 23. júní, farið til Kefla-
víkur. Uppl. á staðnum og s. 411-2730.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, tré-
skurður og glerbræðsla kl. 13, vist og
tækjasalur í Hress Ásvallalaug kl. 13.30,
Kristinn Magnússon sjúkraþj. stjórnar.
Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16 í sum-
ar. Matur og kaffi.
Hæðargarður 31 | Örsýning Listasmiðju
t.d. útskurður, postulínsmálun og búta-
saumssýning auk samsýningar Lista-
smiðju, Frístundaheimilisins Sólbúa og
Skapandi skrifa. Listasmiðjan er opin í
júnímánuði.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50, Stefánsganga kl. 9, félagsvist kl.
13.30. Sími 411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við hring-
borðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30,
handverks- og bókastofa kl. 11.30, botsía
kl. 13.30, veitingar, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Sumarferð 23. júní kl.
13-18, fararstj. er Anna Þrúður. Skráning
í síma 411-2760.
Vígþór Hrafn Jörundsson hafðisamband við umsjónarmann
vegna vísu sem var rangfeðruð í
Vísnahorninu á miðvikudag, en hún
hafði verið sótt í Vísnasafn Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga. Hann
segir vísuna eftir Jörund Gestsson
föður sinn og rétta svona:
Einmana ég uppi stend.
Eðlishvatir bála.
Ó, að ég hefði átt hann Gvend
eins og kom til mála.
Vísan var ort um konu í sveitinni,
sem hafði hafnað bónorði. Jör-
undur var mikill sjálfstæðismaður
og orti eftir að hringt hafði verið í
hann með landsfundarboð:
Pólitík með kjaftaklið
kallar oss til funda;
undan henni ölum við
alltof marga hunda.
Og svo orti hann eftir kosningar
um svipað leyti:
Þjóðin velur þingliðið
þar á hún nokkra uxa,
sem miða allt við málæðið
en minna við að hugsa.
Vígþór Hrafn er einnig hag-
mæltur og orti í fjölmiðlafárinu fyr-
ir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosn-
ingar, eins og hann orðar það
sjálfur, „þegar margir æptu Gnarr
Gnarr Gnarr og þótti fyndið. Mann-
fólkið er öðru hvoru að æpa og ekki
er svo ýkja langt síðan að æpt var
Barrabas“:
Í lífsins garra gálaust narr
Guði fjarri í orðum
æpt var Gnarr og aftur Gnarr
eins og á Barra forðum.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af feðgum og pólitík
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.