Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 23

Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Nú stendur yfir í Þingvalla- kirkju tónleikaröðin „Þriðju- dagskvöld í Þingvallakirkju“. Aðrir tónleikarnir í röðinni verða haldnir annað kvöld kl. 20.00, en þá leika Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari og Krist- inn H. Árnason gítarleikari verk eftir m.a. Vivaldi og Bartók og lög eftir Atla Heimi og Sigvalda Kaldalóns. Kristinn mun einnig leika einleiksverk fyrir gítar frá 16. öld. Tónleikaröðin, sem stendur til 6. júlí, er samvinnuverkefni Þingvallakirkju og Minning- arsjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið við framlögum í minningarsjóðinn við kirkjudyr. Tónlist Helga og Kristinn í Þingvallakirkju Kristinn H. Árnason Nú stendur yfir sýning á verk- um Hörpu Jónsdóttur í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði. Á sýn- ingunni, sem Harpa hefur valið nafnið Foldarskart, eru ýmis verk Hörpu unnin á árunum 2008-2010. Í kynningu kemur fram að verkin eru flest inn- blásin af íslenskri náttúru; við- kvæmur smágróður, fjöru- steinar og birtan við hafið endurspeglast í hlutum sem eru fínlegir og grófgerðir í senn. Verkin eru öll úr íslenskri ull og útsaumuð ýmist með bómull eða hörþræði. Harpa var bæjarlistamaður Ísafjarðar- bæjar árið 2002. Harpa hefur fengist við hann- yrðir og textílvinnu frá barnæsku. Myndlist Harpa sýnir í Edinborgarhúsinu Harpa Jónsdóttir Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdals- héraðs stendur fyrir verkefni til minningar um ljóðskáldið Hákon Aðalsteinsson frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Verk- efnið hefur yfirskriftina Ljóða- bærinn Egilsstaðir og felst neðal annars í því að mörg af ljóðum Hákonar eru birt á hús- veggjum á Egilsstöðum og yfir í Fellabæ. Einnig munu ljóðin birtast á húsum á Hallormsstað, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, Möðrudal og Snæfellsskála við rætur Snæfells, en það eru staðir sem voru Hákoni kærir. Hákon fæddist að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 1935 og lést í mars sl. Ljóðlist Minnast Hákonar Aðalsteinssonar Hákon Aðalsteinsson Metfé var greitt fyrir handskrifað textablað Johns Lennon á uppboði Sotheby’s í New York á dögunum. Á blaðinu er texti Bítlalagins „A Day In The Life,“ sem Lennon skrifaði í samvinnu við Paul McCartney og greiddi ónefndur að- ili 1,2 milljónir dollara fyrir blaðið sem áður var í eigu Mals Evans sem vann lengi með hljómsveitinni. Var því slegið met fyrir textablað frá Bítlunum. En fyrra metið var 1 milljón dollara fyrir texta lagins „All You Need Is Love.“ Á báðar hliðar blaðsins eru skrif- aðar nótur lagsins auk ýmisa leið- réttinga sem Lennon og McCartney gerðu á laginu þegar þeir voru að semja það og texti Lennons sem tal- ið er að hann hafi bætt við seinna meir. Lagið er lokalag metsöluplöt- unnar Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band frá árinu 1967 og setti tónlistartímaritið Rolling Stone lagið á lista yfir 500 bestu lög allra tíma. Breska ríkisútvarpið BBC bannaði spilun lagsins árið 1967, en BBC taldi að textabúturinn „I’d like to turn you on,“ væri vísun í eitur- lyfjanotkun. Textinn Handskrifaður texti lagsins A Day In The Life. Metfé greitt fyrir Bítlatexta  BBC bannaði spil- un lagins árið 1967 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Mæðgurnar Valdís G. Gregory og Guðríður St. Sigurðardóttir halda tónleika í Selinu á Stokkalæk næst- komandi miðvikudag kl. 20. Valdís mun syngja og Guðríður leika undir á píanó, en á efnisskránni eru sönglög eftir Johannes Brahms, Richard Strauss, Henri Duparc, Reynaldo Hahn, Landon Ronald, Jón Ásgeirs- son og Jón Þórarinsson. Þá flytja þær einnig aríur eftir Mark Adamo, Wolf- gang Amadeus Mozart, Vincenzo Bellini, Giuseppe Verdi og Charles Gounod. Valdís G. Gregory lauk miðstigi í klassískum söng vorið 2004 og sótti síðan einkatíma. Hún stundaði um skeið söngleikjanám við The Hartt School, tónlistardeildina í University of Hartford í Connecticut, en skipti svo yfir í tónlistarkennslu með áherslu á söng við sama skóla og út- skrifast brátt með Bachelor of Music-gráðu. Guðríður útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1978 og stundaði framhaldsnám við háskólann í Mic- higan í Ann Arbor. Hún lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik 1980 og hlaut fyrstu verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society of Musical Arts sama ár. Að sögn Guríðar verða þetta fyrstu tónleikar þeirra mæðgna saman þó þær hafi eðlilega oft flutt saman einhver lög. „Þetta eru fyrstu heildartónleikarnir okkar, en við höf- um flutt saman lög í afmælum og við ýmis tækifæri. Svo héldum við líka stutta boðstónleika í fyrrasumar fyrir vini og vandamenn,“ segir Guðríður og bætir við að þær hafi eðlilega æft heilmikið saman í gegnum árin og ef- laust hafi Valdísi þótt gott að geta skotist inn í stofu til að prófa eitthvað með undirleikara á heimilinu. „Við finnum það vel núna, þegar við erum með heilt prógramm, hvað við erum orðnar vel samspilaðar; við lesum hvor aðra mjög vel músíkalskt. Það er náttúrlega erfiitt að hætta að vera móðir og barn og verða píanó- leikari og söngkona, en það kemur með auknum þroska, við höfum báðar þurft að læra á þetta og skilja að sumt er best ósagt. Ég er líka píanisti og vil skipta mér sem minnst af söngnum, ég get ekki sagt henni til í honum.“ Guðríður segist vona að þær eigi eftir að spila mun meira saman þegar frá líður, en það sé eðlilega snúið að koma því á þar sem Valdís er enn í námi ytra og svo er hún sjálf önnum kafin við ýmis verkefni. „Það er því skemmtilegt að hafa boðist að halda tónleika hjá þeim eistöku heiðurs- hjónum Ingu Ástu og Pétri Hafstein, enda er aðstaðan hjá þeim frábær.“ Morgunblaðið/Eggert Mæðgurnar Guðríður St Sigurðardóttir og Valdís G. Gregory . Mæðgur halda söngtónleika í Sel- inu á Stokkalæk Efniskráin Flutt verða sönglög eftir Johannes Brahms, Richard Strauss, Henri Duparc, Reynaldo Hahn, Landon Ronald, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson og aríur eftir Mark Adamo, Wolfgang Amadeus Mozart, Vincenzo Bellini, Giuseppe Verdi og Charles Gounod.  Guðríður segist vona að hún og Vig- dís eigi eftir að spila mun meira saman Undanfarið hefur stofnun á vegum Evrópusambandsins, Literature Across Frontiers (LAF), styrkt samskipti og þýðingar evrópskra skálda og rithöfunda og er koma þriggja slóvenskra skálda til lands- ins nú ávöxtur þessarar samvinnu. Slóvenarnir lesa ljóð sín og þriggja íslenskra skálda á slóvensku en Ís- lendingarnir lesa eigin ljóð og þýð- ingar á ljóðum slóvensku skáldanna. Slóvensku gestirnir eru þau Brane Mozetic, Suzana Tratnik og Marjana Moskric, en þau íslensku eru Böðvar Björnsson, Sigurður Pálsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Mozetic er fæddur árið 1958 í Slóveníu. Hann er höfundur tólf ljóðabóka og þriggja skáldverka. Auk þess hefur hann þýtt meira en 20 bækur. Tratnik fæddist árið 1963 í Murska Sobota í Slóveníu. Hún er menntuð í félagsfræði og mann- fræði, býr og starfar í Ljubljana við skriftir, þýðingar og útgáfu. Suzana hefur gefið út fimm smásagnasöfn, tvær skáldsögur, barnabók, leikrit og tvær bækur aðrar. Hún hlaut verðlaun Prešeren’s-sjóðsins fyrir besta slóvenska skáldverkið árið 2007. Bækur hennar hafa verið þýddar á meira en fimmtán tungu- mál. Moškric fæddist 1958. Hún lærði bókmenntir og slóvensku og hefur unnið á bókasafni í Ljubljana þar sem hún starfar með börnum. Hún gaf út sína fyrstu bók árið 1998, Bréfaskáldsöguna, sem var tilnefnd sem besta nýja skáldsaga ársins. Næstkomandi fimmtudag kl. 21.00 lesa þau upp í félagsmiðstöð Samtakanna ’78 á Laugavegi 3. Á föstudag lesa þau upp í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu klukk- an 15.00. Þrjú slóvensk skáld heimsækja Ísland í vikunni  Lesa ljóð sín og þriggja íslenskra skálda á slóvensku Ĺjóðskáldin Suzana Tratnik, Brane Mozetic og Marjana Moskric. Smári Gunnarsson og Sandra Gísladótt- ir, sem bæði stunda nám við Rose Bru- ford-leiklistarskólann í Lundúnum, voru valin í tíu manna hóp skólans sem er núna að endurvinna eina af sýningum þriðja ársins og fara með hana fyrir hönd skólans á leiklistarhátíð í Brat- islava í Slóvakíu. Sýning hópsins nefnist Oedipage og er unnin eftir aðferðafræði pólska lista- mannsins Tadeusz Kantors með tilliti til grísku goðsögunnar um Ödipus. Sama sýning verður svo sett upp í ágúst á Fringe-hátíðinni í Edinborg. Hátíðin í Bratislava, Istropolitana Projekt, hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1977 og þar verða að þessu sinni sýningar skóla frá Kína, Banda- ríkjunum, Indónesíu, Rússlandi, Frakk- landi, Austurríki og fleiri stöðum, en eina sýningin frá Bretlandseyjum verð- ur sú sem Smári og Sandra taka þátt í. Alls eru 18 sýningar frá 17 löndum. Í dómnefnd hátíðarinnar eru meðal ann- arra Mark Ravenhill, höfundur Shopp- ing and Fucking, og leikstjórinn kunni Baz Luhrmann. Boðið á leiklistar- hátíð í Bratislava  Baz Luhrmann situr í dómnefndinni Paul Simon , Leonard Cohen ásamt og fleiri voru heiðraðir í New York á dögunum 25 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.