Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 27
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
The A-Team kl. 3:30(600kr) - 5:45 - 8 - 10:15 KRAFTSÝNING B.i. 12 ára
Get Him to the Greek kl. 5:45 - 8 B.i. 12 ára
Húgó 3 kl. 4(600kr) LEYFÐ
Youth In Revolt kl. 10 B.i. 14 ára
SÝND Í HÁSKÓLA-, SMÁRA- OG BORGAR-
FYRSTA DANSMYNDIN Í 3D
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA!
T.V. - Kvikmyndir.is S.V. - MBL
SÝND Í SMÁRA- OG HÁSKÓLABÍÓI
FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH
MARSHALL OG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP
KEMUR EIN KLIKKAÐASTA
GRÍNMYND SUMARSINS
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Sýnd kl. 10
Sýnd kl. 3:50, 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 - 3D gleraugu seld aukalega
Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL
ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA
MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS!
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 POWERSÝNING
POWE
RSÝN
ING
Á STÆ
RSTA
DIGIT
AL
TJALD
I LAN
DSINS
KL. 10
:20
T.V. - Kvikmyndir.is
S.V. - MBL
„The A-Team setur sér það einfalda markmið
að skemmta áhorfendum sínum með látum, og
henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!”
-T.V. - Kvikmyndir.is
„Sumarið er komið
með kúlnaregni”
-S.V. - Mbl.
HHHH
„Snabba Cash gefur Stig Larsson
myndunum ekkert eftir. Áhrifarík
og raunveruleg.”
Heiðar Austmann FM 957
HHHH
„Ofursvöl Scarface Norðurlanda“
Ómar Eyþórsson X-ið 977
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í BRETLANDI
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
orgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Eftir því sem best er vitaðer þriðji kafli Leikfanga-sögu – Toy Story 3 – jafn-framt sá síðasti í þessum
einstaka myndaflokk. Það er vissu-
lega stór spurning hversu lengi á að
mjólka hugmyndirnar, en Leik-
fangasögurnar með sínum vel skrif-
aða og jákvæða boðskap, sterku og
skemmtilegu persónum og texta í
einstaklega vel lukkuðu jafnvægi á
milli gamans og alvöru, eru vissu-
lega sér á báti í ofboðslegu teikni-
myndaflóði þessa áratugar. Þegar
fyrsta myndin kom í bíó árið 1995,
vakti hún mikla athygli sökum
óvenju ferskrar sögu og framvindu
og greindarlegs handrits. Aðal-
persónurnar, leikföngin Viddi, hin
hrausta og drenglynda vestrahetja;
vélmennið Bósi, með allan sinn
vopnabúnað, Rosi og öll hin ásamt
eigandanum Adda, voru sérlega að-
laðandi og sama var uppi á ten-
ingnum þegar önnur myndin birtist
árið 1999. Að þeim verður mikil eft-
irsjá.
Nú er öldin önnur, í orðsins fyllstu
merkingu. Höfundarnir hafa látið
mannfólkið eldast – rétt eins og þeir
sjálfir. Addi er orðinn táningur sem
er að yfirgefa æskuheimilið sitt til að
hefja nám í menntaskóla – þar sem
hann mun búa á heimavistinni næstu
árin. Þá vaknar stóra spurningin,
hvað verður um öll leikföngin hans
kæru?
Bósi, Viddi og félagar þeirra úr
dótakassanum lenda á hrakhólum.
Fyrst er þeim komið fyrir á dag-
heimilinu Sunnuhlíð og líkar illa lífið.
Misjafnlega vel innrætt leikföng
koma einnig við sögu. Til að skemma
ekki ánægjuna fyrir væntanlegum
áhorfendum verður efnisþráðurinn
ekki tíundaður nánar.
Leikfangasaga 3 er þroskasaga,
falleg, vitræn, hlaðin tilfinningum
eins og væntumþykju og tryggð,
sem snillingarnir hjá Pixar eru
þekktir fyrir að setja hræsnislausar
saman en flestir aðrir. Ég skammast
mín ekkert fyrir að viðurkenna að
hafa klökknað ofurlítið í frábærum
lokakaflanum. Tel það jafnvel mun
heilbrigðara en þegar maður fór í
steik yfir sápulöðrinu Húsinu á slétt-
unni í den.
Ég hvet sem flesta að sjá þessa
framúrskarandi teiknimynd, sem
höfðar til allra aldurshópa og ætti
ekki að valda einum einasta áhorf-
anda vonbrigðum. Toy Story-
þrennan er ekkert minna er dæma-
laust afrek sem hóf göngu sína uppi í
óvenjulegum hæðum, bætti sig jafn-
vel fjórum árum síðar, og núna, þeg-
ar 15 ár eru liðin frá upphafinu, er
botninn sleginn í þennan heillandi
myndaflokk með glæsibrag. Höf-
undarnir hafa elst og nýta sér þrosk-
ann til að bæta og styrkja frábæra
sögu. Ekki sakar að þeir njóta snilld-
arpennans Michaels Arndt (Little
Miss Sunshine), til að ganga frá hug-
myndum frumkvöðlanna í handriti.
Það hefur verið lögð óvenjuleg al-
úð við alla hluti í Leikfangasögu 3,
hún er ómenguð snilld yst sem innst.
Þar með talin raddsetningin á bæði
íslensku og ensku. Hún hefur svo
sannarlega alla burði til að verða
vinsælasta og besta mynd sumars-
ins. saebjorn@heimsnet.is
Þroskasaga úr dótakassanum
Sambíóin, Smárabíó
Toy Story/Leikfangasaga 3
bbbbb
Teiknimynd í 2D og 3D, með ensku (í
þrívídd) og íslensku tali.
Leikstjóri: Lee Unkrich. Aðalleikarar:
Bósi – (Magnús Jónsson/Tim Allen),
Viddi – (Felix Bergsson/Tom Hanks),
Rex – (Hjálmar Hjálmarsson)
Rosi – (Laddi/Michael Keaton).
105 mín. Bandaríkin. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Leikföngin Bósi, Viddi og félagar þeirra úr dótakassanum lenda á hrakhólum í Leikfangasögu 3.
Svo virðist sem sumir telji útlit leik-
konunnar Angelina Jolie ekki henta
til að hún geti tekið að sér hlutverk
Kleópötru í nýrri mynd byggðri á
ævi drottningarinnar. Fyrir stuttu
tilkynnti framleiðandinn Scott Rud-
in að hann væri að þróa handrit fyrir
myndina byggt á bók rithöfundarins
Stacy Schiff, Cleopatra: A Life, og í
leiðinni að Jolie væri fullkomin fyrir
hlutverkið.
Nú eru hinsvegar farnar að heyr-
ast gangrýnisraddir vestanhafs um
val framleiðandans á leikkonunni og
margir telja Jolie hreinlega vera of
hvíta til að leika drottingu frá Afr-
íku. Dálkahöfundurinn Shirea Car-
roll sagði í leiðara fyrir heimasíðuna
Essence.com að það skipti ekki máli
hversu þykkar varir Jolie væru,
hversu mörg börn frá Afríku hún
ættleiddi eða hversu bronslituð húð
hennar ætti eftir að verða, hvít kona
ætti ekki að leika hlutverk Kleó-
pötru.
Reuters
Kleópatra Sumir segja að Jolie
henti ekki til að leika drottninguna.
Of hvít fyrir
Kleópötru?