Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 146. tölublað 98. árgangur
GUNNI OG
FELIX SYNGJA
LÖG ÓMARS
HEIMS-
MEISTARAR
Á HEIMLEIÐ
HUGSA UM
GÆLUDÝR EINS
OG BÖRNIN SÍN
ÞJÓÐHÁTÍÐ RÍKIR Í
SLÓVAKÍU ÍÞRÓTTIR MIKLIR DÝRAVINIR 10HEIÐRA ÓMAR RAGNARSSON 40
Önundur Páll Ragnarsson
og Skúli Á. Sigurðsson
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, telur að fjármála-
kerfi landsins muni vart þola áfallið
ef allt fer á versta veg frá sjónarhóli
lánveitenda hvað varðar gengis-
tryggð lán í íslenskum krónum.
Kveður hann stjórnvöld eða Alþingi
þurfa að bregðast við þeirri niður-
stöðu Hæstaréttar að slík gengis-
trygging sé ólögmæt. Stjórnarand-
staðan vill að málið fari í farveg
réttarkerfisins og fyrir dóm.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra kallar eftir víðtækri sam-
stöðu ríkisstjórnar og stjórnarand-
stöðu um það að eyða óvissu um
hvernig skuli fara með lánin. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokks, telur niðurstöðu Hæstaréttar
áfellisdóm yfir fjármálakerfinu.
Hann telur þó ekki að Alþingi eigi að
hlutast til um málið.
Enn óvíst um gengistryggð lán
Þeir sem tóku verðtryggð bílalán
fyrir efnahagshrunið gætu orðið
mun verr settir en þeir sem tóku
gengistryggð bílalán standi samn-
ingar um síðarnefndu lánin óhagg-
aðir fyrir utan gengistryggingu. Svo
gæti farið að eftirstöðvar verði fjór-
tánfalt hærri í einhverjum tilfellum.
Of þungt högg á kerfið
Kallað eftir samstöðu en stjórn og stjórnarandstöðu greinir á um rétt viðbrögð
Eftirstöðvar verðtryggðra bílalána gætu orðið fjórtánfaldar á við gengistryggð
MVerðtryggð lán verri »4, 6, 18
Óánægja kraumar innan
Vinstri grænna með slaka
niðurstöðu í sveit-
arstjórnarkosn-
ingum og óeiningu
innan þingflokksins.
Óánægjan hefur meðal
annars komið fram í
skeytasendingum á póst-
listum félagsins. Talið er að
hart verði tekist á á flokksráðsfundi VG
sem hefst í dag.
Sveitarstjórnarmál eru ofarlega á
baugi á fundinum, en niðurstaða í sveit-
arstjórnarkosningum olli mörgum flokks-
mönnum vonbrigðum, t.d. missti VG út
annan af tveimur fulltrúum í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Þrátt fyrir það kem-
ur fram á vef flokksins að sveitarstjórn-
arhópur VG hafi stækkað um þriðjung.
Nýjum sveitarstjórnarfulltrúum verði því
gefinn kostur á að koma saman og velja
sér stjórn í sérstöku sveitarstjórnarráði
VG.
Nýr vinstri flokkur í haust?
Greinileg óánægja innan flokks Vinstri
grænna mun þó ekki aðeins brjótast út á
flokksráðsfundinum því samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er nýr vinstri
flokkur í burðarliðnum í haust. Sagt er
að þeir sem hyggja á stofnun nýs flokks
séu að hluta til ósáttir flokksmenn VG.
Baráttufundir séu þegar skipulagðir.
Flokksráðsfundurinn hefst kl. 17 í dag
á Grand hótel. Sveitarstjórnarkosning-
arnar, endurmótun Íslands og flokks-
starfið eru umræðuefni fundarins en
einnig verður rannsóknarskýrsla Alþing-
is kynnt flokksmönnum. » 14
Óánægja
kraumar
innan VG
Hart verður tekist á
Kvöldsólin um hásumar er engu lík og er birtan sem af henni stafar oft svo óviðjafnanleg að fólki finnst það
statt í ævintýri eða draumi. Akureyrarkirkja roðnar og speglast fallega í Pollinum og er það ekki að undra
að margir vilji vera úti við og upplifa þessa birtu sem við fáum aðeins í skamman tíma á ári. Það ætla golf-
arar á Akureyri að gera en Arctic Open-golfmótið hófst í gær og þar er spilað um miðnæturbil.
Kvöldroðinn speglast í Pollinum
Morgunblaðið/Ómar
Þrír bændur á Vesturlandi hafa
stofnað nýtt mjólkursamlag, Vest-
urmjólk, og hyggjast m.a. vinna úr
mjólk sem framleidd er utan
greiðslumarks. Nýtt frumvarp
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra gerir hins vegar ráð fyr-
ir því að afurðastöð, sem tekur við
mjólk utan greiðslumarks og selur
innanlands, verði sektuð um 110
krónur á hvern lítra. „Þetta frum-
varp gæti riðið okkur að fullu,“
segir Bjarni Bærings, einn bænd-
anna, og bætir við að frumvarpið
sé eins og sending aftan úr forn-
öld.
Vesturmjólk mun geta unnið úr
20 milljón lítrum árlega og er ætl-
unin að framleiða mjólk, skyr, jóg-
úrt, osta og fleira. »15
Fyrirhugaðar sektir
ógna mjólkursamlagi
Búist er
við tölu-
verðum
átökum á
landsfundi Sjálf-
stæðisflokks sem
hefst í dag. Átökin
muni snúast um
tvennt: Evrópumál
og styrki til handa einstökum þing-
mönnum.
Meðal þeirra ágreiningsmála
sem geta risið er orðalag stjórn-
málaályktunar flokksins um aðild-
arumsókn að ESB en andstæð-
ingum aðildar innan Sjálfstæðis-
flokksins hefur fjölgað að undan-
förnu. Sennilegt er að ályktunin
verði harðorð. »16
Búist við átökum um
ESB á landsfundi
Landsbankinn telur áhrif þess að upphaflegir samn-
ingsvextir gengistryggðra lána verði látnir standa
ekki valda því að leggja þurfi til nýtt hlutafé. Íslands-
banki og Arion banki sendu einnig frá sér tilkynn-
ingar þess efnis að efnhagsreikningum þeirra yrði
ekki stefnt í hættu ef samningsvextirnir standa.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur þó lýst
því yfir að fjármálakerfið sé ekki undir það búið að er-
lendu vextirnir verði látnir standa. Hann telur högg af
þeirri stærðargráðu, frá sjónarhóli lánveitenda, óhjá-
kvæmilega lenda á öðrum, þ. á m. skattgreiðendum.
Þurfa ekki nýtt hlutafé
LANDSBANKINN, ÍSLANDSBANKI OG ARION BANKI
Landsbankinn segist
ráða við höggið.
Aðilar vinnu-
markaðarins og
fulltrúar sveitar-
félaganna voru
boðaðir á upp-
lýsingafund í
stjórnarráðinu í
gær. Á fund-
inum kynntu
ráðherrar rík-
isstjórnarinnar mögulegar afleið-
ingar nýfallinna dóma Hæsta-
réttar um gengistryggingu lána.
Fundargestir fengu að vita hvern-
ig Fjármálaeftirlitið metur áhrifin
fyrir bankana miðað við mismun-
andi forsendur. „Við lýstum því
sjónarmiði að fjármálafyrirtækin
þyrftu að ákveða hvernig þau ætla
að vinna úr þessu,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Sama hvað er gert, þá verður lát-
ið reyna á allt fyrir dómstólum.
Fjármálafyrirtækin komi með lín-
una, sem standist þá dóm og rík-
isstjórnin bakki þau upp.“
Fjármálafyrirtækin
komi með línuna