Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Bregðast þarf við dómum Hæstaréttar, um ólög- mæti gengistryggingar lána, að mati Gylfa Magn- ússonar efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu á Alþingi í gær sagði hann að eftirstöðvar þeirra lána lækki að jafnaði um meira en helming vegna dómanna, sem væri afar gleðilegt. „Í hnotskurn má kannski segja að fjármála- kerfið sem við komum á laggirnar 2008 hafi verið undir það búið, að ekki væri hægt að innheimta lán sem þessi að fullu. Fyrir því var í raun aldrei gert ráð. En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt, þá væru lögin túlkuð þannig að hinir erlendu vextir skyldu standa á þessum lánum,“ sagði hann. Mönnum væri sannarlega mishlýtt til fjármálakerfisins „en högg af þeirri stærðargráðu sem gæti orðið ef allt færi á versta veg, frá sjónarhóli lánveitenda, mun óhjákvæmi- lega lenda á öðrum, þar á meðal ríkissjóði og þar með skattgreiðendum og notendum opinberrar þjónustu.“ Fjármálakerfið myndi með öðrum orð- um ekki ráða við það. Hann spurði sig einnig hvernig þetta hefði get- að gerst – að lög væru ekki virt árum saman og allir horft framhjá því. Í gær sagðist hann ætla að beita sér fyrir rannsókn á því. Haldi áfram að treysta réttarríkinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði þetta gríðarlegan áfellisdóm yfir fjármálakerfinu og eftirlitsaðilum. Ekki væri hlutverk Alþingis að hlutast til um niðurstöður í dómsmálum né hafa skoðun á því hvaða vextir skyldu nú gilda í samningunum. Réttarkerfið myndi leysa úr því. Þá sagði hann orð Gylfa stangast á við yfirlýsingar Arion banka og Ís- landsbanka, sem báðir lýstu því yfir í gær að þeir þyldu þetta áfall. Hann sagði ekki hægt að bjóða þingmönnum upp á að sín hvor röddin heyrðist í þessum efnum, ein segði bankana þola höggið en hin ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að nú þegar afskrifa ætti gríðarlegar kröfur útlendinga, færi ríkis- stjórnin skyndilega að tala um að þær afskriftir gætu lent á skattgreiðendum. Það benti til þess að menn hafi klúðrað málum alveg ótrúlega við stofnun nýju bankanna. Hann gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir að þessi skellur gæti lent á bönkunum og jafnframt að nú færu stjórnvöld að tala um forsendubrest fyrir hönd hinna er- lendu eigenda bankanna. Ekki hefði þó mátt heyra minnst á forsendubrest þegar talað var um almennar afskriftir lána fyrst eftir hrun. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði ótrúlegt að sjá ráðherra reyna að knýja fram hærri vexti á lánin eftir dóminn. Hæstiréttur hefði fært fjármuni aftur til almennings, sem fjármálafyrirtæki hefðu náð af honum með ólögmætum hætti. „Það sem lítur út sem svartnætti í augum ráðherra og for- stjóra fjármálastofnana er þvert á móti björt nótt,“ sagði hann. „Þau eiga að gæta hagsmuna al- mennings og eiga að knýja það fram að fjármála- fyrirtækin fari eftir dómi Hæstaréttar,“ bætti Þór við. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði ótrúlegt að hægt væri að stunda ólöglegar lánveit- ingar í níu ár, án þess að dómskerfið eða eftirlits- stofnanir ríkisins gripu inn í. Dómurinn hafi leitt í ljós alvarlegar veilur á eftirlitskerfinu. Honum bæri að fagna en um leið leiddi af honum mikil óvissa um hvaða vextir skyldu nú gilda. Henni yrði að eyða sem fyrst. Málið væri svo risavaxið að öll skref verði að taka á grundvelli víðtækrar sam- stöðu stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún sagði að áhrif dómanna á bankakerfið og eins á ríkissjóð myndu ráðast af niðurstöðu Hæstaréttar um vextina og því væri afar óheppi- legt ef það tæki nokkra mánuði að eyða þeirri óvissu. Innistæður enn tryggðar í bönkum Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók skýrt fram að allar innistæður í bönkum séu enn tryggðar. „Og engin ástæða er til þess að taka út af bankareikningum. Óðagot og umrót af því tagi gerir aðeins illt verra,“ sagði hann. Málið væri hins vegar af þeirri stærðargráðu að það kallaði á rækilega yfirferð. Steingrímur lagði höfuðáherslu á að sem minnst tjón lenti á ríkissjóði. Deilt um hvort Alþingi þurfi að bregðast við  Ríkisstjórnin vill bregðast við en stjórnarandstaðan láta dómskerfið ráða för Morgunblaðið/Árni Sæberg Málin rædd Mikilvæg mál um greiðsluaðlögun, umboðsmann skuldara og skattlagningu á eftirgjöf skulda urðu að lögum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir ræðir hér við Þórunni Sveinbjarnardóttur. Skuldavandafrumvörpin svoköll- uðu, sem taka á skuldavanda heim- ilanna og ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok í síðustu viku, voru af- greidd sem lög frá Alþingi í gær. Þau eru lög um umboðsmann skuldara, lög um greiðsluaðlögun einstaklinga, lög um tímabundið úr- ræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota og lög um tímabundna greiðsluaðlögun fast- eignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Umboðsmaður skuldara verður stofnun undir félags- og trygginga- málaráðuneytinu sem skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara. Hann á að veita fólki í fjárhags- vandræðum endurgjaldslausa að- stoð við að öðlast heildarsýn á fjár- mál sín og finna lausnir á þeim, hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna, fara með framkvæmd greiðsluaðlög- unar og meðal annars setja umsjón- armönnum greiðsluaðlögunar verklagsreglur, taka við ábend- ingum skuldara um ágalla á lána- starfsemi og fleira. Þá voru heildarlög um greiðslu- aðlögun einstaklinga samþykkt og voru gerðar nokkrar breytingar á þeim í gær. Þær lutu meðal annars að því að koma í veg fyrir að kröfu- hafar hafi kerfisbundið hagræði af því að þvinga fram nauðasamninga. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- maður félags- og tryggingamála- nefndar, sagði að kröfuhafar sem synja skuldurum um samning um greiðsluaðlögun án þess að hafa af því lögvarða hagsmuni myndu með lögunum ekki eiga von á betri rétti eða kjörum í nauðasamningi eða greiðsluaðlögun fasteignaveð- krafna, auk þess sem unnt yrði að dæma á þá málskostnað. Einnig var tekið skýrar á því hvernig verk skulu skiptast á milli umsjónarmanns með greiðsluaðlög- un og svo umboðsmanns skuldara, auk fleiri breytinga. Þá var samþykkt breyting á lög- um um tekjuskatt þess efnis að heimilt verði að telja ekki eftirgjöf skulda fram til skatts nema að hluta, allt að 10 milljónir króna hjá einstaklingi, 20 milljónir hjá sam- sköttuðum einstaklingum og allt að 50 milljónir hjá fyrirtækjum, tekju- árin 2009 til 2011. onundur@mbl.is Frumvörp um skuldavanda að lögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstoð Umboðsmaður skuldara á að veita fólki í fjárhagsvandræðum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín.  Heildarlög um umboðsmann skuldara, greiðsluaðlögun eintaklinga og fleira  Heimild komin til að telja ekki eftirgefnar skuldir fram til tekna að fullu Flýtimeðferð á málum sem varða gengis- tryggingu lána í dómskerfinu var ekki sett á dag- skrá Alþingis í gær. Sigurður Kári Krist- jánsson alþingis- maður lagði í gærmorgun fram frumvarp á Alþingi, með stuðningi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, þess efnis að gerð yrði breyting á lögum um meðferð einkamála svo slík mál fái flýti- meðferð. Vakti hann athygli á mál- inu við upphaf þingfundar í gær og var því ágætlega tekið, meðal ann- ars af Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar. Málið var með- al annars rætt á fundi formanna flokkanna í Stjórnarráðshúsinu fyr- ir hádegi í gær. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að gengistrygging verði sett í hóp með vinnudeilum og öðrum málum sem hafa almennt gildi og varða mikla hagsmuni og geta því fengið flýtimeðferð. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sagði hægt að leggja frumvarp sama efnis fram í haust en bætti við, að með samkomulagi allra aðila væri hægt að fá niðurstöðu dómstóla fljótt, án lagasetningar. Atli Gíslason, þing- maður VG, benti á að fjárnáms- kröfur fjármálafyrirtækja vegna svona lána gætu einnig sætt flýti- meðferð og því ætti að fara þá leið að niðurstöðunni. onundur@mbl.is Flýtimeðferð Sig- urðar Kára var ekki sett á dagskrá Sigurður Kári Kristjánsson „Forsætisráð- herra hefur tekið sér þrjá mánuði til að svara þess- um tiltölulega einföldu spurn- ingum svo ég er auðvitað ánægð- ur að fá svörin þó seint sé,“ seg- ir Birgir Ár- mannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, en svör forsætisráðherra við fyrirspurn hans um aðdraganda undirritunar Icesave-samninganna bárust í gær. „Hins vegar tel ég ljóst að í þess- um svörum sé dregin upp mjög vill- andi mynd af aðdraganda undir- ritunar samninganna og einnig, sem er sýnu alvarlegra, skautað yf- ir kjarnaspurninguna,“ bætir Birg- ir við og er ósáttur við svar við 4. lið spurningarinnar en þar var spurt hvort forsætisráðherra og aðrir ráðherrar teldu að sam- komulagið um Icesave og und- irritun samninganna 5. júní á síð- asta ári nyti stuðnings meirihluta alþingismanna. Villandi mynd dreg- in upp í svörunum Birgir Ármannsson Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, lagði í gær fram frumvarp til laga um breytingu á þingsköpum Alþingis. Í ávarpi við þingfrestun sagði hún að í því mætti finna ýmsar róttækar breyt- ingar, m.a. á nefndakerfi þingsins, og gerð væri tillaga um nýja nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún sagði einnig að frumvarpið væri eingöngu lagt fram til kynn- ingar á þessu stigi málsins. Kynnti tillögu sína um nýja þingnefnd „Ef menn ætla að ganga svo langt að breyta öllum gengistryggðum eða erlendum lánum í lán með erlendum vöxtum, bæði fyrr og síðar, þá verður það svo dýrt að það verður mjög þungbært fyrir allt hagkerfið,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Það sé eitthvað sem ekki sé hægt að leggja á skattgreiðendur. Hann segir það afar órökrétta niðurstöðu ef hluti skuldara fái „gjafvexti sem þeir hefðu aldrei átt kost á nema vegna þess að lánveit- endur töldu sig vera að veita erlend lán með erlendum vöxtum.“ Í lögum um vexti og verðtrygg- ingu sé beinlínis ákvæði um að ef samningsákvæði um vexti eða annað endurgjald fyrir lán sé dæmt ólögmætt þá eigi að miða við hagstæðustu vexti Seðlabankans á hverj- um tíma. Erlendir vextir afar órökrétt niðurstaða VILL ÍSLENSKA VEXTI Á LÁNIN Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.