Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 11

Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Spekúlera Hér skoða þær Camila og Sanita röntgenmyndir af dýrum sem hafa laskast og velta fyrir sér aðgerðum. Flestir viðskiptavinir dýra- læknastofu Dagfinns eru fólk sem býr í nágrenni við Skólavörðustíg- inn, í svokölluðum 101 Reykjavík. „Fyrir vikið þá mæti ég oft við- skiptavinum okkar á gangi um bæ- inn,“ segir Camila og hlær. „Það er frábærlega þægilegt að hafa dýralæknastofuna svona ná- lægt heimilum okkar, en við búum báðar hér í miðbænum, Sanita býr í næsta húsi en ég á Grettisgötu,“ segir Camila og bætir við að hún sé enga stund að labba í vinnuna en reyndar sé hún aðeins lengur núna en venjulega enda komin langt á leið með sitt annað barn, sem á að fæðast í ágúst. „Ég er sett á ellefta ágúst en kannski fæ ég barnið í afmælisgjöf því sjálf er ég fædd sjötta ágúst,“ segir hún en það er vel við hæfi að þessi dýralæknir sé í ljónsmerkinu, stóra kisan hæfir henni sérlega vel. Erfitt að venjast kuldanum Hjá þeim báðum var það ástin sem dró þær hingað til norðursins. Camila er gift íslenskum manni og þau höfðu búið saman í Portúgal í eitt ár áður en þau fluttu hingað síðast- liðið haust. Hún segir það hafa verið mikil við- brigði fyrir sig að búa hér í kuldanum í vetur en nú líður henni bet- ur, í bjarta hlýja sumr- inu. „Fólkið hér á Íslandi er líka öðruvísi en ég á að venjast. Heima í Chile kyssumst við til dæm- is alltaf á báðar kinnar en hér heils- ast fólk með handabandi og er ekki eins opið og ég er vön.“ Sanita hefur búið hér lengur en Camila, í tæp tvö ár. Þegar hún kom hingað til lands í fyrsta sinn átti það einungis að vera stutta tveggja vikna heimsókn til kærastans, sem er samlandi hennar. Hann hafði þá búið og starfað á Íslandi í rúm fjögur ár. „Hann vildi gjarnan fá mig til að flytja hingað og ég sló til eftir að ég hafði fengið vinnu hér á dýralækna- stofunni.“ Gefandi að bjarga lífum Þau eru mörg handtökin hjá Dagfinni, það þarf að bólusetja dýr og laga þeirra margvíslegu kvilla. Algengasta skurðaðgerðin sem þær framkvæma er gelding. „En vissulega þarf stundum að fjarlægja æxli eða annað slíkt með skurðaðgerð og hingað koma stund- um dýr sem hafa lent í slysi, eru jafnvel beinbrotin og við reynum að laga það. Það er mjög gefandi að fylgjast með dýri ná sér að fullu eftir aðgerð og sjá því líða vel. Og eigendurnir eru líka svo þakklátir.“ Þær Sanita og Camila eru hlý- legar ungar konur og þær hafa gott lag á dýrunum sem þær meðhöndla. En finnst þeim ekki erfitt að þurfa að svæfa dýr hinsta svefni, er ekki meira gaman að bjarga lífum? „Jú, vissulega getur sá hluti af starfinu að aflífa dýr verið erfiður, en þegar dýr er mjög veikt eða mjög gamalt þá erum við að líkna því með því að svæfa það. Aftur á móti er erf- itt að svæfa ung og heilbrigð dýr og við reynum alltaf að finna nýja eig- endur fyrir þau dýr og það tekst oft- ast, sem betur fer.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Daglegt líf 11 Á Dýralæknastofu Dagfinns er heimilislegt og notalegt yfir- bragð. Þar er gæludýrum fyrst og fremst sinnt, svo sem hundum, köttum, fuglum, nagdýrum og kanínum. Þar eru ekki aðstæður til að taka á móti hestum, enda miðbærinn eng- inn staður fyrir stórgripi. Eigandi Dýra- læknastofu Dag- finns er Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir en þrír ungir dýra- læknar starfa hjá henni, þær Sanita Sudrab- ina, Camila Abad og Svala Ögn Kristinsdóttir. Dagfinnur læknar dýrin FYRIR ÖLL GÆLUDÝR Kanínan Agneska ingu, hærri gjöldum, auknu álagi eða einhverju öðru sem ráðamenn geta eflaust látið sér detta í hug? Næsta skref hlýtur að vera sér- stakt tjaldhælagjald, til að gera útilegur aðeins kostnaðarsamari. Nú, þá liggur beint við að setja innflutningstolla á gaskúta til að gera grillurum þessa lands erfiðara um vik að slá upp veislu. Kannski rétt að vara strax við hugsanlegri holu í þeirri löggjöf, því menn gætu í stórum stíl byrjað að grilla yfir kolum. Kannski kolefnisskatt- urinn dekki það – þetta þurfa lög- fræðingarnir í umhverfisráðuneyt- inu að leggjast yfir og ganga úr skugga um. Það þyrfti líka að koma upp ein- hvers konar neyslueftirliti til að kortleggja innkaupamynstur al- mennings. Þeir sem kaupa sultu- krukku og mygluost með stuttu millibili eru líklegir til að neyta þeirra matvæla samtímis. Sama gildir með kartöfluflögur og ídýfu. Flestir eru sammála um að ákveð- inn bragðlaukavirðisauki myndist við þær samsetningar sem er lýst hér að ofan. Klárlega sóknarfæri fyrir skatta- yfirvöld. Golfkylfur hækkuðu nokkuð við gengislækkunina, enda að öllu leyti innflutt vara. Fjöldi kylfinga valsar um golfvelli landsins hvert sumar og slær kúlur í holur sér til ánægju og yndisauka. Það getur hreinlega ekki verið að stjórnvöld láti þessa taumlausu skemmtun viðgangast. Svo ekki sé talað um alla fluguveiðimenn- ina í vöðlunum sínum og fjalla- garpana í göngu- skónum sínum ... thg@mbl.is Heimur Þórðar Það sem ég óttast helst viðkreppuna er að á Íslandiverði ekkert skemmtilegtlengur. Málið snýst ekk- ert endilega um peninga – auðvitað sættir flest fólk sig við að fara í að- eins færri utanlandsferðir, end- urnýja sjónvarpið í stofunni með lengra millibili eða sleppa fellihýs- inu og vera í tjaldi. Ég þarf nú að borga aðeins hærra hlutfall af tekjum mínum í hina sameiginlegu sjóði. Nokkuð fúlt en gott og vel, ég fæ litlu um það ráðið. Stjórn- málamenn geta haft sínar skoðanir á því hvernig best er að takast á við efnahagslega erfiðleika. En manni finnst stundum að það eina, sem ís- lenskir stjórn- málamenn hafi fram að færa þessa dagana, sé að skattleggja þá hluti sem gera lífið bærilegra. Skattleggja allt það sem telst til lífsins nautna. Þrátt fyrir skaðsemi reykinga er til fullt af fólki sem hefur talsverða ánægju af þeirri iðju, þó það hafi oft slæmar afleið- ingar síðar meir. Áfengi flokkast tæplega til heilsusamlegustu neysluvara, en þorri landsmanna neytir þess með mismunandi milli- bili sér til ánægju og yndisauka. Eldsneyti er nauðsynlegt til að aka flestum bílum, sama hvort sá akst- ur eigi sér stað við leik eða störf. Þessir hlutir eru allir dýrari í dag en þeir voru á dögum víns og rósa árin 2004-2007. Þá verðhækkun má ekki bara rekja til gengislækkunar íslensku krónunnar, heldur einnig gagngerra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna að hækka verð á þeim. Eru menn gagngert að reyna að gera vistina á þessari annars indælu eyju eins leiðinlega og hægt er? Virðist vera. Eru þá ekki alveg örugglega einhverjir fleiri vinsælir og skemmtilegir hlutir sem hægt er að torvelda að- gengi enn frekar að með aukinni skattlagn- »… manni finnst stundum að það einasem íslenskir stjórnmálamenn hafi fram að færa þessa dagana sé að skatt- leggja þá hluti sem gera lífið bærilegra. VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 22.500 kr. Innifalið í verði: Flug aðra leið til Alicante með flugvallarsköttum. Flogið allt að þrisvar í viku út október. 26., 28. og 30. júní. ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 50 61 5 06 /1 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.